Alþýðublaðið - 16.10.1985, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1985, Síða 2
2 Miðvikudagur 16. október 1985 ■RITSTJÓRNARGREir - ■■ . .... Áhrif Hagkaups á verslunar- rekstur og almennt vöruverð Pessadaganaminnast Hagkaupsmenn 25 ára starfsafmælis. Þeir hafa fyllstu ástæðu til að fagna. Fyrirtækið hóf rekstur í gripahúsum og hlöðu I Eskihlíð.ogernú að reisastærstaversl- unarhús á landinu. Þróun þess er engu likara en ævintýri. Forystumenn Hagkaups með Pálma Jónsson i broddi fylkingar, hafa haft meiri áhrif á versl- unarrekstur og vöruverð á íslandi en f lestir aðr- ir. Stórmarkaðir þeirra hafa valdið byltingu í verslunarháttum, og hafa sannanlega haft í för með sér umtalsverða kjarabót fyrir alla við- skiptavini. Þaðerfull ástæðatil að færaþessu merkafyr- irtæki hamingjuóskir á tímamótunum. Barátta þess til að násettu marki hefurekki alltaf farið fram með ró og spekt. Það hefur gustað tals- vert am verslanaheiminn, þegar Hagkaups- menn hafa farið inn á nýjar og ótroðnar brautir. Mörg nýmæli, sem ollu deilum og átökum, þykja nú sjálfsagðir þættir í verslunarrekstri. En það hefur ekki farið hjá því, að þau straum- hvörf, sem urðu í verslun á íslandi með stofnun Hagkaups, kæmu harkalegavið þann almenna verslunarrekstur, sem hér hafði tíðkast. Kaup- maóurinn á horninu hefur orðið iila fyrir barð- inu á þeim breytingum, sem fylgdu stórmörk- uðum. Margir lögðu upp laupana af augljósum ástæðum. Sú þróun varð ekki umflúin, þótt sársaukafull væri. Þegar Hagkaupsmenn hófu sinn rekstur tóku þeir mið af verslunarháttum, sem einkum höfðu rutt sértil rúms í Bandarikjunum og vfða á meginlandi Evrópu. Með milliliðalausum inn- kaupum á miklu magni neysluvarnings, tókst þeim að lækka vöruverð mjög verulega. Undir- tektir almennings sönnuðu þegar réttmæti og nauðsyn þessara verslunarhátta. Mönnum varð fljótlega Ijóst, að kjarabætur almennings í lækkuöu vöruverði, gátu orðið umtalsverðarmeð stofnun stórmarkaða. Fljót- lega fylgdu aðrir í kjölfar Hagkaupsmanna, og má þar t.d. nefna samvinnuhreyfinguna. Ætla má, að samkeppni stórmarkaðanna hafi leitt til enn frekari lækkunar á vöruverði. Það kom einnnig fljótlega í Ijós, að stórmark- aðir þurftu ekki að selja lakari varning en aðrir. Með fjöldaframleiðslu á hverskonar fatnaði hefur þeim til dæmis tekist, að gera háar gæðakröfur. En það eru ekki allir, sem vilja eöa geta versl- að í stórverslunum. Mörgum finnst það óper- sónulegt, aðrir þurfa að njóta aðstoðar kaup- mannsins á horninu og enn aðrir vilja kaupa öðruvisi varning en stórmarkaðir bjóða upp á. Litla búðin starfar því enn og mun gera það um ókomin ár. Þessi ólíku verslunarform virðast geta starfað hlið við hlið. Það kemur m.a. i Ijós, þegar Hagkaup reisir nýtt verslunarhús, þar sem verða margar smáverslanir af ýmsu tagi. Það er svo önnur saga hvort hér á landi sé rekstrargrundvöllur fyrir þann aragrúa versl- ana, sem nú starfa. Þensla i islenskri verslun hefur verið gífurleg. Ekki er Ijóst hvaða áhrif þessi þensla hefur á vöruverð, en leiða má að því sterkar líkur, að i nokkrum greinum verslun- ar hafi hún áhrif til hækkunar. H agkaup hefur ekki fjárfest mikið í verslunar- og vinnsiuhúsnæði þann aldarfjórðung, sem verslunin hefur starfað. Það er ekki fyrr en nú, að fyrirtækið leggur í umtalsverða fjárfest- ingu. Það er von okkar á Alþýðublaðinu, að þau fjárútlát komi ekki niður á vöruverði. Hagkaup má ekki ganga á svig við gamla slagorðið: „Drýgið lág laun, kaupiö góða vöru ódýrt“. Minning Hörður Thor Morthens Fœddur: 31.12.1954. — Hvers vegna þú, kæri frændi? Hvers vegna? Dauða þinn bar að á fögrum föstudegi, þegar sólin skein í heiði. En daginn var tekið að stytta. Laufin féllu af trjánum, eitt og eitt. Þó skörtuðu þau marg- breytilegum litum og fegurð gróð- urs og jarðar var meiri en oftast. Hvers vegna eru forlögin svona grimm, að þú í blóma lífsins skyldir þurfa að falla frá; á tindi lífs og orku. Kannske var samhljómur með þér og haustlaufunum. Má vera að lífsins sól hafi aldrei náð að skína með þeirri birtu, að ham- ingjusprotar þínir næðu að springa út. Þó var hamingja þín mikil, þegar þú eignaðist litlu dóttur þína, sem Dáinn: 7.10.1985 nú er tveggja ára. Það var þín gleði og þinn framtíðardraumur, að fá að annast hana og lifa fyrir hana. Aldrei sá ég Iífsins sól skína eins bjart og skært, eins og úr augum þér, þegar þú talaðir um hana. Þá var ekki haust í augum. Líklega voru þeir ekki margir sól- ardagarnir i lífi þínu. Ég held ég hafi skilið þig og við skildum hvor annan. Guð hafði gefið þér djúpa og sterka eðlisgreind. Þú veltir fyrir þér lífsgátunni, en varst sjaldnast ánægður með árangurinn. Þú vildir vita meira, og komst mér svo oft á óvart með þekkingu þinni og mikl- um bóklestri. Hugur þinn stóð ekki til mennta eða langskólanáms, þótt greind þín hefði komið þér langt. Þú varst skapstór og stundum þvermóðsku- fullur. Það varð ekki við allt ráðið. Þú vildir sjálfur og einn ráða lífs- gátuna. Um það var ekki deilt. Það er stundum erfitt að vera ungur og fullur af orku, sem enginn vill nýta. Hver tekur mark á þeim ungu? Við, hinir gömlu, þykjumst hafa vitið og reynsluna. Én við höf- um ekki tíma til að hlusta á æsk- una. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum og efnishyggjunni. Þó berum við ábyrgð á því hvernig fór um þitt Iíf, og svo margra ann- arra, sem falla í blóma lífsins. Við höfum ekki tíma né umburðar- lyndi. Frændi minn sæll: Þú varst alltaf að leita að kærleikanum, eins og milljónir annarra ungra manna og kvenna. Svarið við þeirri lífsgátu, var þitt eigið líf. Það greiðir enginn hærra verð fyrir þá leit en með lífi sínu. Þú áttir kærleika til að gefa. Ég minnist þess fyrir nokkrum árum, þegar ég átti hvað bágast, hversu fljótt þú skynjaðir, að eitthvað am- aði að Didda frænda. Þá varstu 15 ára með hjartað á réttum stað. Þú tókst um herðar mér með þessum hlýju höndum og hvíslaðir að mér huggunarorðum, sem ég gleymi aldrei. Og síðasta ferðin þín var til að heimsækja mig í bústaðinn á fögrum haustdegi. En ég var ekki ST. JOSEFSSPÍTALI Landakoti Lausar stöður Fóstru og starfsmann vantar á dagheimilið Brekkukot (börn á aldrinum 3—6 ára). Starfsmann vantar á skóladagheimilið (börn á aldrinum 6—9 ára). Upplýsingar í síma 19600-250-260, milli kl. 09.00 —16.00. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B, barna- deild, svæfingadeild, skurðdeild og gjörgæslu. Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftir- taldar deildir: Lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjórasem veitir nánari uppiýsingar í sima 19600-220-300, alla virka daga. Reykjavík, 11. okt. 1985. heima. Eg hef velt því fyrir mér: Hvers vegna? Hefði öðruvísi farið? Slíkt veldur heilabrotum. Frændi: Það er komið að vega- mótum. Það vissu fáir hvað í huga þér bjó. Þú unnir fögrum listum. Þú dróst línu á milli kjarna og hism- is í málaralist á þann hátt að undrun sætti. Þessi minningabrot eru sundur- laus. Þetta er bara skrifað fyrir þig. Sárast finnst mér, að litla dóttir þín skyldi ekki fá að njóta blíðu þinnar. En ég vil þakka þér elskuleg og drengileg kynni. Það er verst að þau skyldu ekki vara lengur. Um leið vil ég þakka mönnunum, sem komu á slysstaðinn og reyndu allt til bjarg- ar. En það nægði ekki, og varð þeim mikið áfall. Þeim þakka ég fyrir hönd fjölskyldunnar. Svo bið ég góðan Guð að styrkja þig kæra Alda, og líta til með þér og litlu stúlkunni ykkar um ókomin ár. Frændi minn! Far þú í friði! Diddi frændi Kópavogsbúar Byggung í Kópavogi og Kópavogskaupstaður boða hér með til kynningarfundar með lóðahöf- um bygginga aldraða í Sæbólsreit, miðvikudag- inn 16. október kl. 21 í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. Þar sem enn er óráðstafað lóðum er þeim Kópavogsbúum sem náð hafa 60 ára aldri og áhuga hafa á að kynna sér þessar framkvæmdir boðið sérstaklega að koma á þennan fund. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Verðbreytingarstuðull fyrir árið 1985 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75 14. seþt- ember 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur rikisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1985 og nemur hann 1,2868 miðað við 1,0000 á árinu 1984. Reykjavík, 1. október 1985. Ríkisskattstjóri. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Húsavik óskar að ráða hjúkrunar- fræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri ( síma 96-41333. Sjúkrahúsið á Húsavík sf.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.