Alþýðublaðið - 07.01.1986, Síða 1
alþýðu-
Islenskt eftirlit
blaöiö
<1
Þriðjudagur 7. janúar 1986
3. tbl. 67. árg,
Fundaherferð Albvðuflokksins:
Hvers vegna
ekki þú?
Alþýðuflokkurinn efnir fil fundaherferðar, sem hefst með fundi í
Vestmannaeyjum á fimmtudag í næstu viku, 9. janúar. Rauði þráður-
inn í þessari herferð er spurningin: „Hvers vegna ekki þú“. Formaður
flokksins, þingmenn og aðrir forystumenn munu velta þeirri spurn-
ingu fyrir sér hvers vegna svo margir kjósendur halda ennþá tryggð við
Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir öll mistökin og sviknu loforðin og
hvers vegna Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Sjálfstæðis-
flokki er ekki hegnt fyrir alla efnahagsóráðsíu undanfarinna ára.
Eftir Vestmannaeyjafundinn verður farið um alla Vestfirði og síðan
um Norðurland vestra og Norðurland eystra. Framhald fundaherferð-
arinnar verður ákveðið síðar. — Á fundunum verða ræddar ýmsar
krefjandi og brennandi spurningar, m.a. vegna væntanlegra sveitar-
stjórnarkosninga.
— með Lórankerfi
á öllu Norður-
Atlantshafi
Póstur og sími er sá aðili sem
annast eftirlit með útsendingum
allra Lóran-C stöðva á Norður-Atl-
antshafssvæðinu og fer þetta eftirlit
fram í eftirlitsstöðinni í Keflavík
þar sem nú starfa 10 manns.
Þetta kemur fram í grein Harald-
ar Sigurðssonar, yfirverkfræðings í
Póst- og símafréttum. Helstu
ástæðuna telur Haraldur vera góða
frammistöðu starfsmanna stofnun-
arinnar við rekstur Lóran-C stöðv-
arinnar á Gufuskálum, en þá stöð
hefur Póstur og sími annast fyrir
bandarísku strandgæsluna um
langa hríð.
Lóran-C kerfið er staðsetningar-
kerfi sem gerir mönnum kleift að
meta hnattstöðu af mikilli ná-
kvæmni. Við bestu skilyrði eru
dæmi þess að ekki skeiki nema 30
metrum við slíka staðarákvörðun.
Til að geta nýtt sér Lóran kerfið
þarf að hafa þar til gert viðtæki og
geta náð sendingum frá þrem sendi-
stöðvum. Lóran stöðvarnar mynda
þannig svonefnda Lórankeðju.
Lóranstöðin á Gufuskálum myndar
keðju með stöðvum á Grænlandi,
Færeyjum, Jan Mayen, Norður
Noregi og víðar.
LSD flæðir inn
— fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík
lagði hald á yfir 2000 skammta 1985, þrefalt
fleiri en 1984
Fikniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík lagði á síðasta ári hald á
meira en 2.200 skammta af ofskynj-
unarlyfinu LSD, sem talið er með
allra hættulegustu eiturlyfjum.
Þetta er um þrefalt meira magn en
á árinu 1984, en þar áður hafði inn-
flutningur þessa efnis legið niðri
eða því sem næst um langt skeið.
LSD veldur ákveðinni ofskynj-
unarvímu en getur einnig í mörgum
tilvikum haft eftirköst um margra
ára skeið og þeir munu ófáir sem
þurft hafa að eyða löngum tímabil-
um á geðsjúkrahúsum af völdum
þessa lyfs, en sumir eiga þaðan ekki
afturkvæmt.
Alls voru 412 einstaklingar kærð-
ir af fíkniefnadeild Reykjavíkur-
lögreglunnar á sl. ári vegna fíkni-
efnamála og voru karlmenn þar í
stórum meirihluta, eða 333. Nokk-
uð stór meirihluti, eða 245 höfðu
áður gerst brotlegir í þessum efn-
um.
Af ólöglegum vímugjöfum hér-
lendis eru kannabisefnin langal-
gengust. Þannig var á sl. ári lagt
hald á tæplega 9 kg af hassi og auk
þess hálft kg af maríhúana. Þessu
til viðbótar fundust svo 27 kanna-
bisplöntur i fórum ferðamanna.
Af öðrum efnum má nefna am-
fetamín, en af því fundust 970 gr og
kókaín, 24 grömm.
Að því er segir í frétt frá Lög-
reglustjóranum í Reykjavík, er ljóst
að kannabisefni hafa unnið sér fast-
an sess hérlendis sem vímugjafi.
Hið sama virðist gilda um amfeta-
mín. Hins vegar er óljóst hvort
neysla LSD heldur enn áfram að
aukast, eða hvort hér er aðeins um
að ræða bylgju sem gengur yfir eins
og raun varð á árunum upp úr 1970
þegar nokkuð var um neyslu þessa
efnis hér á landi.
Það er að sjálfsögðu erfitt að
fullyrða um neyslu fíkniefna út frá
því hversu mikið magn þeirra er tek-
ið úr umferð af lögreglu á ári
hverju. Allar líkur virðast þó benda
til að neysla kannabisefna hafi farið
verulega vaxandi síðustu árin. Sé
litið á skrá yfir haldlögð fíkniefni,
kemur í ljós að magn kannabisefn-
anna hefur farið jafnt og þétt vax-
andi, allt frá árinu 1979, þegar hald
var lagt á tæpt eitt kg. og þar til á sl.
ári, er þetta magn var komið upp i
tæplega 9 kg. Undantekning er árið
1983 þegar hald var lagt á meira en
21 kg. af hassi.
Langflestir þeirra sem kærðir
voru af fíkniefnadeild lögreglunnar
á síðasta ári voru á aldrinum 20 til
30 ára, eða samtals um 280 af alls
412.
Gufuskálastöðin er aflmesta
Lóran-C stöð í heiminum og er í
grein Haraldar nefnt til saman-
burðar að hún sé fimmtán sinnum
aflmeiri en langbylgjustöð ríkisút-
varpsins á Vatnsenda. Lóran mastr-
ið á Gufuskálum er 443 metra hátt
og þar með hið hæsta sinnar teg-
undar í heiminum ásamt mastri
Lóranstöðvar einnar í Kyrrahafi.
Lengi framan af voru það fyrst
og fremst skip og bátar sem notuðu
Lórankerfið, en á seinni árum hefur
það einnig verið mikið notað af
flugvélum og upp á síðkastið eru
þess dæmi að ferðalangar á landi
séu farnir að nota sér þetta kerfi.
Þannig er t.d. vitað um mann sem
hefur Lóran viðtæki á snjósleðan-
um á veturna en í hnakktöskunni á
sumrin.
Sigtúnshópurinn:
Hugmynd um að
hætta að borga
Fyrir nokkru lýsti fjármálaráð
herra yfir því, að hann myndi beita
sér fyrir lengingu skammtímalána
húsbyggjenda í bankakerfinu.
Jafnframt að felld yrði niður láns-
kjaravísitala af lánum til skemmri
tima en þriggja ára. — Þessari yfir-
lýsingu var fagnað, sérstaklega í
hinuin svokallaða Sigtúnshópi, sem
þó vildi sjá frekari útfærslu á þess-
um hugmyndum.
Frá því að þessi yfirlýsing var gefin
hefur ekkert komið fram hjá stjórn-
völdum um að henni verði fylgt eft-
ir. Þetta hefur valdið mikilli reiði í
Sigtúnshópnum og hefur vaxið ás-
megin þeirri hugmynd, sem fram
kom fyrir nokkru, að illa staddir
húsbyggjendur bindist samtökum
um að greiða ekki af lánum fyrr en
stjórnvöld hafi staðið við loforð
sín. Telja Sigtúnsmenn að þúsundir
húsbyggjenda myndu taka þátt í
slíkum aðgerðum.
Ljóst er, að það gæti haft afdrifa-
ríkar afleiðingar ef til slíkra hópað-
gerða kæmi.
Þeim fjölgar í þingliði Sjálfstæðis-
flokksins, sem vilja kosningar strax
Menn hafa mikið velt því fyrir
sér að undanförnu hversvegna
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
skapað sér aðstæður til stjórnar-
slita. Flokkurinn hefur að vísu
gert nokkrar virðingarverðar til-
raunir, en þær hafa allar strandað
á því, að Framsókn hefur kyngt
ágreiningsefnunum, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur búið til.
Er skemmst að minnast átakanna
um frystingartillögu Svíþjóðar og
Mexíkó, þegar formaður þing-
flokks Framsóknar var beygður í
duftið.
Allar pólitískar forsendur
benda til þess, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði fyrir löngu átt
að brjótast út úr ríkisstjórninni.
Sama má raunar segja um Fram-
sókn. Samkomulag stjórnar-
flokkanna hefur verið heldur
slæmt allt stjórnartímabilið, en
oftar en ekki hefur tekist að leyna
átökunum. Forsætisráðherra
virðist tilbúinn að leggja allt að
veði svo stjórnin geti hangið sam-
an, og hefur jafnvel sagt, að
Framsóknarflokknum væri fórn-
andi fyrir árangur í efnahagsmál-
unum.
í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins hefur hópur manna verið
mjög óánægður með stjórnar-
samstarfið og unnið að því leynt
og ljóst að rifta því. Ráðherralið
flokksins virðist þó enn hafa tögl
og hagldir í þingflokknum og
vilja engu fórna fyrir hægan sess.
Það er helst að núverandi mennta-
málaráðherra láti sig einu skipta
hvernig fer. En þrátt fyrir áræðni
og mikið skap hefur hann ekki
fengið starfsbræður sína á hreyf-
ingu.
Að undanförnu hafa skoðana-
kannanir sýnt, að Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur ótrúlega vel,
nýtur stuðnings rösklega 40 af
hundraði kjósenda á landsvísu og
ennþá meiri stuðnings í Reykja-
vík. Ekki er ástæða til að draga
þessar niðurstöður í efa, þótt með
ólíkindum séu. En einmitt þessi
staða flokksins meðal þjóðarinn-
ar ætti að sannfæra ráðamenn
hans, sem á annað borð hafa póli-
tískt nef, um nauðsyn þess að slíta
stjórnarsamstarfinu og efna til
nýrra kosninga.
Nú eru framundan erfiðir
kjarasamningar og fyrirsjáanlegt
að hagur heimilanna verður síst
betri á þessu ári en á því síðasta.
Ríkisstjórnin hefur svikið loforð
sín um raunverulega aðstoð við
húsbyggjendur, og er skemmst að
minnast loforða fjármálaráð-
herra um iengingu lána í bönkum,
sem er erfiðasti hjalli allra hús-
byggjenda í baráttunni við skuld-
irnar. Þegar kemur fram á vorið
verður flestum ljóst hvaða áhrif
fjárlögin hafa á alla atvinnustarf-
semi, sérstaklega úti á Iands-
byggðinni, og um þessar mundir
kreppir mjög að í atvinnurekstrin-
um almennt.
Það er deginum ljósara, að vin-
sældir stjórnarflokkanna munu
ekki aukast, þvert á móti. Margir
stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík munu hugsa
sem svo, að rétt sé að styðja flokk-
inn í borgarstjórnarkosningun-
um, en refsa honum í þingkosn-
ingum og verður sú þörf meira
knýjandi, þegar líða tekur á árið.
— M.a. af þessum sökum vilja
margir Sjálfstæðismenn steypa
kosningunum saman, kjósa sein
fyrst svo flokkurinn glati ekki
þeirri vígstöðu, sem hann hefur
um þessar mundir.
Formaður flokksins hefur nú
staðfest það í viðtali við DV að
innan flokksins sé áhugi á kosn-
ingum, en málið sé þó ekki komið
á umfjöllunarstig. Þegar fjár-
málaráðherra talar á þessa leið má
ganga að því sem vísu, að undir-
aldan sé orðin talsverð.