Alþýðublaðið - 07.01.1986, Page 2

Alþýðublaðið - 07.01.1986, Page 2
2 Þriðjudagur 7. janúar 1986 'RITSTJORNARGREIN' Islendingar í hópi hinna spilltu í Suður-Ameríku? I fréttaþætti útvarpsins á laugardag varathygl- isvert viötal við forstöðumann skipafélags í Vestur-Þýskalandi, sem Hafskip hf. hafði átt viðskipti við. Utan þess að greina frá beinu fjár- hagslegu tjóni, sem fyrirtæki hans verður fyrir vegna gjaldþrots Hafskips hf., dró hann upp æði skuggaiega mynd, er nú virðist í huga margra Vestur-Þjóðverja, sem viöskipti hafa átt við íslendinga. Hann sagði, að menn geröu vart greinarmun á (slensku skipafélögunum, enda skilningur takmarkaður á því, að 250 þúsund manna þjóð ræki mörg skipafélög. Þannig væru Eimskip og Skipadeild SÍS, ásamt Hafskip, sett undir ‘einn og sama hatt. Fréttaflutningur af Haf- skipsmálinu frá íslandi gæfi til kynna, að Haf- skipsmálið væri blanda af fjármálalegu og stjórnmálalegu hneyksli. Þessi þýski maður sagði jafnframt, að ekki færi hjá því að þetta íslenska hneykslismál líkt- ist um margt þeim suður-amerlsku viðskipta- háttum, sem frægir væru að endemum. Taldi hann málið I heild áfall fyrir íslendinga og við- skipti þeirra við útlönd. Þetta er mjög alvarlegur vitnisburður um ís- lendinga, og getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Nýlega lýsti formaður Verslunarráðs Is- lands þvl yfir, að í umræöum á Alþingi hafi komið fram ómaklegar árásir á atvinnulífið i landinu. í skjóli þinghelgi hafi komið fram dylgjur um veika stöðu nafngreindrafyrirtækja og einstaklinga. Þessi umræða haf i skaðað íslenskt ef nahags- og atvinnulíf. Óljósar fréttir, sem borist hafi til útlanda af umræðunum hafi þegar leitt til þess að Islensk fyrirtæki hafi sætt þar verri kjörum en áður. Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að staögreiöa vöru og þjónustu, sem áður fékkst gegn gjaldfresti. Formaöur Verslunar- ráðsins sagði, að engu væri llkara en um skipu- lagða undirróðursstarfsemi væri að ræða. Markmiðið væri að þyria upp sem mestu mold- viðri til að veikja álit og stöðu íslenskra fyrir- tækja. Þessi orð rennaenn frekari stoðum undir rýrn- andi traust á Islenskum atvinnurekstri I viö- skiptalöndunum. Hér kemur tvennt til. í fyrsta lagi hefur (slenskur atvinnurekstur átt við mikla erfiðleika að stríða. í anda verðbólgu- uppeidis hafa stjórnendur einstaka fyrirtækja gripið til ýmissa óyndisúrræða, þegar harðnað hefur á dalnum. Fréttir af sllkum málum hafa veriðóvenjumargarog fjölbreytilegarásíðustu mánuðum. í öðru lagi virðist hluti af fréttaflutn- ingi fulltrúa erlendra fréttastofa hér á landi hafa farið út fyrir öll eðlileg mörk. r Islendingar hafa nú það orð á sér á eriendri grund, að vera skuldugir upþ fyrir haus, sem er hverju orði sannara. Þegar svo við það bætast fréttir af gjaldþrotamálum, skattsvikum og pólitlskri spillingu, færist skörin upp í bekkinn. Þar kemur að, eins og fram kom f laugardags- þætti útvarpsins, að efnahagslegt og pólitískt siðferði þjóðarinnar erflokkað með botnlausri sþillingu, sem margar Suður-Ameriku þjóðir eru þekktar fyrir. Þetta er hið alvarlegasta mál, en þessum vitn- isburði hnekkirenginn, nema íslendingarsjálf- ir. Og það gera þeir ekki nema með efnahags- legri endurhæfingu á flestum sviðum. 7. af ] andf r am 1 e í 'ís 1 u. Heildarfj árstof n Lífeyrissj óðanna 22% af verðmæti landsframleiðslu Á þessu línuriti sést hvernig heildareignir íslenskra lífeyrissjóða hafa aukist á síðustu árum sem hlutfall af landsframleiðslu. Um áramótin 1984/' 85 var heildarfjárstofn lífeyrissjóðanna 22% af verðmœti lands- framleiðslu, en var innan við 10% 1975. Fjárstofn sjóðanna nálgast nú ört heildarinnistœður íslendinga í bönkum og sparisjóðum og var í lok árs 1984 kominn yfir 70% af öllu innlánsfé. FELAGSSTARF ALÞÝOUFLOKKSINS Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Fundur veröur ( félagsmiðstöðinni ( Alþýöuhúsinu fimmtudaginn 9. janúar kl. 17.15. Vinsamlegast mætið vel og stundvíslega. Formaður. Ferðamálaráð mótmælir nýjum brottfararskatti Stjórn Ferðamálaráðs hefur á fundi í dag fjallað um þá ákvörðun Fjármálaráðuneytisins að þrefalda brottfararskatt flugfarþega til og frá íslandi frá 1. mars nk. að telja. Stjórn Ferðamálaráðs lýsir óánægju sinni og undrun vegna þessarar ákvörðunar, sem tvímæla- laust mun hafa þau áhrif að draga úr heimsóknum erlendra ferða- manna til íslands og íslendinga til annarra landa. Jafnframt þessari ráðstöfun hefur Alþingi nýverið, með samþykki Lánsfjárlaga, skert lögbundnar tekjur Ferðamálaráðs um u.þ.b. 30 milljónir króna af áætluðum 50 milljón króna tekjum á árinu 1986, en á sama tíma má áætla að fyrirhugaður tekjuauki af hækkun flugvallarskattsins gefi ríkissjóði um 100 milljónir vegna viðbótar skattlagningar á ferða- menn á yfirstandandi ári. Ferðaþjónustan er sú atvinnu- grein á Islandi sem í dag er í hvað mestum vexti. Gjaldeyristekjur af þjónustu við ferðamenn námu á ár- inu 1985 25% hærri upphæð heldur en tekjur af allri loðnuveiði lands- manna. Kjörbækurnar gefa vaxtaauka Nú um áramótin greiddi Lands- bankinn eigendum Kjörbóka sér- staka vaxtaviðbót fyrir árið 1985. Samsvarar hún um 1.5% ársvöxtum og var lögð inn á allar Kjörbækur auk venjulegra vaxta og verðbóta. Landsbankinn er með þessu að tryggja hag kjörbókareigenda enn betur enn ella. Kjörbókin er sú ávöxtun sparifjár sem Landsbank- inn hefur lagt mesta áherslu á að undanförnu. Þar fara saman háir nafnvextir og verðtrygging. Kjörbækur voru fyrst boðnar sparifjáreigendum í október 1984. Innistæður á þessum bókum eru nú rúmlega 3.660 milljónir króna. Er það meira en svarar nokkurri ann- arri tegund innlána hér á landi nema almennum sparisjóðsbókum allra banka og sparisjóða. Að undanförnu hafa ráðamenn þjóðarinnar mikið rætt um nauð- syn þess að byggja upp og hlúa að Neytendasamtökin benda á: Vísitölubrauðin hækka um 70% Neytendasamtökin telja, að vísi- tölubrauð hafi hækkað um allt að 70% vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Landssambands bakara- meistara, að skora á félaga sína að hætta að framleiða svokölluð vísi- tölubrauð. í frétt frá samtökunum segir: Neytendasamtökin vekja athygli á þeirri ákvörðun stjórnar Lands- sambands bakarameistara, að skora á félaga sína að hætta fram- leiðslu svonefndra vísitölubrauða (þ.e. seydd rúgbrauð, heilhveiti- brauð, franskbrauð, sigtibrauð og maltbrauð). Þessi ákvörðun hefur nú þegar leitt til allt að 70% hækkunar áður- nefndra brauða í sumum bakaríum. Neytendasamtökin beina þeim ein- dregnu tilmælum til Landssam- bands bakarameistara að láta nú þegar af þessari ákvörðun sinni, enda bitnar þetta harðast á efnalitl- um og barnmörgum fjölskyldum. Jafnframt mótmæla Neytenda- samtökin þeirri ákvörðun stjórn- valda að hækka verð á kökum um allt að fjórðung með álagningu vörugjalds. nýjum atvinnugreinum í landinu. Aðgerðir eins og þær sem hér um ræðir eru i algjörri mótsögn við orð og ræður á þeim vettvangi og munu hafa þær afleiðingar að drepa í dróma dugnað og framtakssemi á sviði íslenskra ferðamála. Stjórn Ferðamálaráðs mótmælir því harð- lega þessum vinnubrögðum og fer þess á leit við hæstvirtan Fjármála- ráðherra að hann endurskoði þessa fyrirhuguðu margföldun flugvall- arskattsins. Mæla með frelsi í stöðu bílskúra Það er stundum fróðlegt að lesa fundargerðir frá ýmsum bæjar- félögum, þar sem átök eru hörð á milli meirihluta og minnihluta. Þannig eru fundargerðir bæjarráðs Kópavogs iðulega að verulegum hluta tileinkaðar bókunum Richards Björgvinssonar og Ást- hildar Pétursdóttur. Hér kemur ein frá 1379. fundi bæjarráðs, en þá var lögð fram breytt skipulagstillaga í reit A, þ.e. lóðir við Álfhólsveg. Bæjarráð mælti með því við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt. Richard og Ásthildur óskuðu þá bókað: „Skárra er að hafa bílskúrana frí- standandi en upp við hús nágrann- ans, en best væri að menn mættu sjálfir ráða hvar bílskúr þeirra stendur. Við erum því mótfallin þessari skipulagsbreytingu sem slíkri, en mælum með frelsi í stöðu bílskúra“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.