Alþýðublaðið - 07.01.1986, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1986, Síða 3
Þriojudagur 7. janúar 1986 3 Sölvi Ólafsson, bókagerðarmaður: Ein lítil saga úr hversdagslífinu Hér á eftir fer ein lítil saga úr hversdagslífinu. Hún er eftir Sölva Ólafsson, bókagerðar- mann og birtist í síðasta hefti Prentarans. Sölvi hefur góðfús- lega heimilað A Iþýðublaðinu að birta sögu sína: Kæru félagar: Af mér er allt gott að frétta; sum- arið hér sunnanlands var gott og haustið lofar góðu. Annars hefur verið mikið að gera í vinnunni, þannig að tími til bréfaskrifta hefur verið naumur, en nú verður bætt úr því. Alveg er það djöfullegt hvernig þessi ríkisstjórn er búin að leika okkur launamenn í þessu landi. Ég er nefnilega þessa dagana að velta fyrir mér hvað framtíðin beri í skauti sér. Eins og þið kannski munið, ákvað ég fyrir um það bil þremur árum að kaupa mér hús- næði (Vinur okkar Steingrímur kallar það að reisa sér hurðarás um öxl). Þetta var 55 m2 íbúð vestur í bæ. Ég settist niður með konu minni (þáverandi) og við reiknuð- um út að dæmið gengi ekki upp. Útborgunarhlutfall var 75% á ár- inu og við sáum ekki fram á að þetta væri möguleiki. En af samtöl- um okkar við aðra sem höfðu stað- ið í þessu kom i Ijós að best væri að skella sér út í þetta; maður gæti oft- ast reddað' sér, velt á undan sér skuldunum, hlaupið á milli banka o.s.frv. Svo fór að við keyptum litlu íbúðina og fluttum inn. Við vorum búin að búa hér í sex mánuði þegar Steingrímur vinur vor settist í for- sæti þjóðarinnar og hans fyrsta verk (ásamt sínum góðu vinum) var að afnema verðbætur á laun, auk þess að banna verkföll. Nú, látum vera þó hann hafi bannað verkföll, en þetta með verðbæturnar var þungur baggi að draga. Ég má til með að láta fljóta með samtal sem ég átti við ítala nokkurn árið 1980 í Englandi. Við vorum að ræða kaup og kjör í þessum ólíku löndum. Þá sagði hann mér að á Ítalíu væru ekki borgaðar verðbæt- ur á laun og hefði aldrei verið gert. Nú, ég þekkti ekki annað frá ís- landi, svo ég gaf honum langt nef og sagði að þeir væru nú meiri bján- arnir, þetta myndi okkur aldrei detta í hug að gera á íslandi. Ég taldi á þessum tíma svo sjálfsagt að hlutirnir væru svona. Nú hef ég hins vegar lært að ekkert er gefið; það verður að hafa fyrir öllu, ekki bara að sækja fram, heldur líka að verja það sem áunnist hefur. Nú, en áfram með smérið. Það er alveg ljóst að eigendurnir að íbúð- inni voru annars vegar ÉG og hins vegar BANKARNIR. Ég hafði það á tilfinningunni þegar ég byrjaði, að eftir því sem ég ynni meira yrði Úr fjármálaráðu- neytinu í ÁTVR Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins frá og með 1. apríl næstkomandi. Sex sóttu um forstjórastarfið, Geir R. Andersen, auglýsingastjóri, og Svava P. Bernhöft, innkaupa- stjóri. Þrír umsækjendur óskuðu nafnleyndar. hlutur minn í eigninní stærri og þar af leiðandi hlutur bankanna minni. Ég fór að vinna eins og hestur; var í minni föstu vinnu, vann alla aukavinnu sem hugsast gat, og þeg- ar það dugði ekki til var ég í Blaða- prenti langt fram á nætur. Svona gekk þetta í um það bil tvö ár. Þá fór ég að vinna „bara“ á ein- um stað með mjög mikilli auka- vinnu. Allur þessi tími kostar fórn- ir. Maður hittir fjölskylduna sjald- an, jafnt sem kunningja og vini. Ég hafði (og hef raunar enn) áhuga á að breyta samfélaginu; það varð líka að bíða. Nú þegar ég held upp á þriggja ára hússkráningarafmæl- ið er ég orðinn ansi þreyttur, því enn er ansi langt í land. Það sýna bréfin frá bönkum og stofnunum. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að á undanförnum tveimur árum hafi átt sér stað ótrúleg eignaupp- taka í þjóðfélaginu. Það sem ég nefndi, að hlutur bankans minnk- aði eftir því sem ég ynni meira, reyndist nefnilega ekki rétt. Ég hef að vísu haldið mínum hlut í krónu- tölu, og ef til vill aðeins aukið hann, en sem hlutfall af raunverði eignar- innar hafa bankarnir stóraukið sinn hlut án þess (að því er mér finnst) að hafa lagt á sig ámóta mikla vinnu. Með öðrum orðum: Síðustu ár hef- ur vinna mín farið í að greiða vexti af vísitölutryggðum lánum með kaupi, sem í raun hefur farið sí- lækkandi samfara því sem vörur og þjónusta hafa hækkað úr hófi fram. Nú, elsku vinir, ég væri ekki að grenja þetta í ykkur ef ég héldi að þetta væri aðeins slóðaskap mínum að kenna, þó ég viti svo sem, að margir kunna betur með fé að fara en ég. Nú, ef til vill kemur frá ykkur rullan um að ég skemmti mér mik- ið, borði dýrt, bruðli út og suður eða með öðrum orðum lifi of hátt. Um þetta vil ég segja: Ég hef hjá mér svart/hvítt sjónvarp að láni, ég á ekki frystikistu hvað þá vídeó, og Skódinn sem ég keypti fyrir ári á tuttugu þúsund er að öllum líkind- um ónýtur. Allavega hefur hann ekki farið í gang undanfarnar vik- ur. Það lítur því ekki þannig út að ég lifi mjög „grand“. Nei, ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að of margir eru á lægri launum en ég og hafa fyrir stærri heimilum að sjá; þar hljóta erfiðleikarnir að vera miklu meiri. Það getur málgagn ríkisstjórnarinnar (Lögbirtinga- blaðið) glögglega vitnað um, en það hefur aldrei oftar en nú í ár verið líkara dagblaði. Ég nefni þetta líka vegna þess, að þeir sem ekki hafa ráðist í að kaupa sér húsnæði og eru þar af leiðandi lausir við þessa kvöð eru bara ekk- ert betur staddir. Þeir leigja hús- næði og borga svona eitthvað á bil- inu 120—150 þúsund og þaðan af meira á ári í leigu. Því fylgir svo í of- análag algert öryggisleysi, þar sem uppsögnin getur komið hvenær sem er. Allir vita líka hversu erfitt það er að ná sér í húsnæði. Ég nefni þetta vegna þess, að ég tel að þetta þurfi ekki að vera svona. Megi það raun- ar alls ekki. Ég óttast samfélag framtíðarinnar ef þessu linnir ekki. (Nóg verður lagt á þá framtíð samt; það munu Reganar og Gorbachiov- ar heimsins sjá um). Ég tel að fyrsta skrefið í þá átt sé að allt verkafólk (lesist: öll verkalýðshreyfingin) byrji að stilla sína krafta á eina Starfsmaður Landbúnaðarráðuneytið óskar að ráða starfs- mann til símavörslu og vélritunarstarfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Arn- arhvoli, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Landbúnaðarráðuneytið, 3. janúar 1985. krötu, það er að segja verðtrygg- ingu launa. Að ekki verði skrifað undir samninga án þess að til komi verðtrygging á laun. Við bókagerð- armenn gætum þar haft fordæmi um viðræður við stéttarfélög innan og utan heildarsamtaka launafólks. Ég tel að allt launafólk eigi að standa að þessari kröfu og hvika hvergi, og gera þannig landsherrum öllum ljóst að þeir sem reyna að brjóta þennan áfanga niður stundi pólitískt harakíri að hætti Austur- landabúa. Ég tel þetta líka möguleika, vegna þess að nú renna flestir kjara- samningar stéttafélaganna út á sama tíma, þannig að nú er lag til að samstilla kraftana, en ekki að stunda þann ljóta leik að láta einn semja fyrst og láta svo aðra koma á eftir og semja um aðeins meira. Aldrei hefur verið meiri nauðsyn en nú að snúa bökum saman og sækja fram, svo íslenskt launafólk geti haldið þeirri reisn sem því ber. Jæja, nú ætla ég að fara að slá botninn í þetta bréf. Ég vona að fjölskyldan hafi það gott, og ég bið að heilsa öllum. Vonast til að heyra frá ykkur bráðlega. Sölvi Ólafsson P.S. Til að þið haldið ekki, félagar góðir, að geðheilsa mín og heims- mynd sé í niðamyrkri, vísa ég til þessa vísukorns sem tekið er úr stærri bálki: Vindarnir þótt gnauði og gusti um þig kaldir og grimmilegar hryðjurnar herji þig á- sólin mun skína, skýin öll burtu sigla og skuldir þær fyrnast og þynnk- urnar þær líða hjá. Kór: Þú, sem lætur hvunndagsraunirnar ríða þér á slig, ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig. (Megas) INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL. B 1985 Hinn 10. januar 1986 er annar tasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskirteina nkissjoðs með vaxtamiðum i 1. fl. B 1985. Gegn framvisun vaxtamiða nr 2 verður fra og með 10 januar nk. greitt sem her segir; Vaxtamiðimeð 5.000 -kr. skirteim kr. 223,72 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteim kr. 447,45 ___________Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skirteini _ kr. 4.474,50 Ofangreindarfjárhæðir eru vextir af höfuðstol spariskírteinanna fyrir timabilið 10. júlí 1985 til 10. janúar 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lanskjaravísitölu frá grunnvisitölu 1006 hinn 1. januar 1985 til 1364 hinn 1. janúar 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 2 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. januar n.k. Reykjavik, 7. janúar 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1972-1. fl. 25.01.86 kr. 24.360,86 1973-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 13.498,99 1975-1. fl. 10.01.86-10.01.87 kr. 7.006,46 1975-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 5.288,55 1976-1. fl. 10.03.86-10.03.87 kr. 5.037,69 1976-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 3.935,91 1977-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 3.673,52 1978-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 2.490,85 ‘ 1979-1. fl. 25.02.86-25.02.87 kr. 1.646,98 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981-1. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 717,78 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1972, sem er25. janúarn.k. Reykjavík, janúar 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS »

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.