Alþýðublaðið - 07.01.1986, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.01.1986, Qupperneq 4
alþýðu- ■ H et.it.m Þriðjudagur 7. janúar 1986 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 81866 Fólk fer í kröfugöngur til verksmiðjunnar til að krefjast bóta, en varðmenn stugga því frá. unnar og fáeinir sérfræðingar hvaða efni var raunverulega um að ræða. Bótagreiðslur Hins vegar fer það ekki milli mála að fjölmargir létust og ennþá fleiri biðu heilsutjón vegna slyssins og skömmu eftir að það varð hófust kröfugöngur til verksmiðjunnar í von um einhverjar miskabætur. En vopnaðir varðmenn gæta verk- smiðjunnar og stugga fólkinu frá og enn hafa engar bætur verið greiddar. Hins vegar tala menn í hvísling- um um himinháar upphæðir sem þeir eigi í vændum í skiptum fyrir dánarvottorð lækna og annað það sem nota mætti til sönnunar því að gaslekinn hefði valdið manntjóni. Þeir sem eru prettaðir á þennan hátt eru yfirleitt ólæsir og hafa enga menntun. Union Carbide hefur boðið bóta- greiðslur í eitt skipti fyrir öll að upphæð 1.8 milljarð króna (Skr.), en indverska stjórnin hefur hafnað því boði. Næsta skrefið verður væntanlega einhvers konar réttar- höld, þar sem þeir einir fá einhverj- ar úrbætur sem geta fært sönnur á sitt mál. Það þykir sýnt að sú leynd sem hvílir yfir orsökum og eðli gas- lekans sé liður í þeirri viðleitni að sleppa billega frá þeim bótagreiðsl- um. Verksmiðjan er nú lokuð og mennirnir sem unnu þar eru at- vinnulausir. Einnig þeir telja sig eiga rétt á bótum. En það er ekki líklegt að stjórnvöld gangi langt í því að styðja kröfur þeirra. Verk- smiðjan hefur lengi haft sterk póli- tísk ítök í landinu. Þjóðarleiðtog- inn, Rajiv Gandhi, stefnír að örri iðnvæðingu og ólíklegt er að hann geri neinar þær ráðstafanir sem geta fælt önnur fjölþjóðafyrirtæki frá því að fjárfesta í iðnfyrirtækj- um í landinu. Bhopal — ári eftir gaslekann — Nú er ár síðan Bhopal á Indlandi var á forsíðu allra dagblaða vegna þeirra hörniulegu atburða sem áttu sér þar stað vegna gasleka frá verk- smiðju alþjóðafyrirtækisins Union Carbide. Það fyrnist undrafljótt yf- ir slíka atburði, alls staðar nema hjá þeim sem fyrir þeim verða, enda óhægt um vik að meta hversu mikið tjón hlaust af í þeirri ringlureið sem skapaðist fyrst eftir að slysið varð. ’ Sænskur fréttamaður, Bo Gunn- arsson, var staddur í Bhopal fáein- um dögum eftir slysið og sá með eigin augum afleiðingar þess eins og þær blöstu við augum þá. Síðan hefur hann haldið sambandi við fólk sem býr í Bhopal og fengið frá því fregnir af langtímaáhrifum slyssins og þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið — eða réttara sagt hafa ekki verið gerðar fólkinu til hjálpar. Beinar og óbeinar afleið- ingar Engar áreiðanlegar heimildir eru til um fjölda þeirra sem létust af völdum eiturefna þegar slysið varð. Opinberar tölur segja að 1.762 dauðsföll megi rekja beint til slyss- ins, en líkur eru á að þau hafi verið talsvert fleiri eða um 2.500 og þar að auki er giskað á að 7—8 þúsund manns hafi beðið meira eða minna heilsutjón. Sumir nefna mun hærri tölur eða allt upp í 30.000 sem hafi orðið fyrir heilsubresti eða veru- legri röskun á högum vegna slyss- ins. Þá eru meðtaldir þeir sem hafa misst sina nánustu, e.t.v. fyrirvinn- una, þeir sem hafa skerta starfs- orku, t.d. vegna öndunarerfiðleika og konur sem hafa fætt andvana og vansköpuð börn í kjölfar þessara atburða. Til viðbótar þessu er fólk sem bjó í námunda við verksmiðj- una litið hornauga af ótta við að gaseitrun leynist með því og muni koma í Ijós síðar. Þá gæti það reynst stopull vinnukraftur og eign- ast óheilbrigð eða vansköpuð börn. Hóstasaft til lækninga Það er hvergi nærri fullvíst hvaða gastegundir sluppu út í andrúms- loftið við lekann frá verksmiðjunni. Indverskir sérfræðingar hafa dreg- ið í efa þær upplýsingar Union Carbide að um hafi verið að ræða „metylisocyanat", sem er ekki með- al hættulegustu gastegunda. Við krufningu á líkum hefur hins vegar fundist efnið „cyanide", sem er blá- sýrugas og er notað við eiturefna- hernað. í fyrstu reyndu læknar að nota „natríumsúlfat" til lækningar, en það efni er einmitt notað sem mótefni gegn blásýrugasi, en ein- hverra hluta vegna var horfið frá því ráði og lækningin hefur aðallega verið fólgin í höfuðverkjatöflum og hóstasafti, sem læknar gefa þjáðu fólki frekar en ekki neitt. Ennþá veit það enginn með vissu, nema e.t.v. forráðamenn verksmiðj- Molar Aðventistar með heilsu- hraustari mönnum Öðru hverju birtast fregnir um að rannsóknir eigi að hafa sýnt að hæfileg drykkja stuðli að góðri heilsu, jafnvel betri en þeirra sem aldrei neyta áfengis. Heiðarlegir vísindamenn og fréttamenn slá þó þarna ýmsa var- nagla, m.a. þá að erfitt sé að full- yrða hvort lítil neysla geti ekki leitt til fiknar og ánauðar. Hitt skiptir þó kannski mestu að í rannsóknum eru þeir sem hætt hafa drykkju vegna of- neyslu, þ.e. svokallaðir óvirkir drykkjumenn, og þeir sem mega ekki neyta áfengis vegna sjúkleika taldir með bindindismönnum. Nú vill svo til að fyrir skömmu fór fram rannsókn, bæði í Kali- forníu og Noregi, þar sem aðvent- istar voru athugaðir sérstaklega. Eins og kunnugt er temja þeir sér heilbrigðar lífsvenjur og hafna áfengi algerlega. I Ijós kom að heilsufar aðventista er yfirleitt betra en annarra Kaliforníubúa og Norðmanna og þeir ná að jafn- aði hærri aldri. Þar er sem sé um að ræða fólk sem ekki hefur hætt drykkju vegna vandræða eða má ekki drekka vegna lélegrar heilsu heldur fólk sem hefur tamið sér þann lifsstíl að hafna öllum vímu- efnum. • Áfengisneysla í Færeyj- um jókst um fimmtung eftir að bjórinn kom Um mitt ár 1980 leyfðu Færeying- ar sölu á áfengu öli. Salan er þó miklum takmörkunum háð. Ölið er til að mynda einungis falt á tveim stöðum í Eyjunum. Frá 1979 lil 1983 jókst áfengis- neysla á mann í Færeyjum um 19.23% eða um tæpan fimmtung. Hérlendis var neyslan á mann nánast nákvæmlega jafnmikil 1979 og 1983. Svíar bönnuðu hins vegar fram- leiðslu og sölu milliöls (þ.e. öls af þeim styrkleika sem sumir vilja nú leyfa sölu á hér) 1. júlí 1977. — Frá árinu áður, 1976, hefur heild- arneysla áfengis á mann þar í landi minnkað um 22% og tjón af völdum áfengisneyslu að sama skapi (dr. Gunnar Ágren). • Iðnnemar mótmæla „gróðapungum íhalds- ins“ Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands íslands haldinn þann 21. desember 1985, fordæm- ir harðlega 30 prósent niðurskurð á fjárveitingum til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, sem þýðir í raun stórskerta möguleika ungs fólks til framhaldsnáms. Ríkisstjórn braskarastéttarinn- ar ætlar með þessu að greiða nið- ur fjármálabrask gróðrapunga, íhaldsins, sem hafa komist nærri því að knésetja Útvegsbanka ís- íands. Iðnnemasamband Islands skorar á íslenskt alþýðufólk að standa vörð um rétt barna sinna til menntunar, sterkur lánasjóður námsmanna er grundvöllur jafn- réttis til náms. Þessi áras á Lána- sjóð íslenskra námsmanna er síð- asta aðför ríkisstjórnarinnar á kjör láglaunafólks. Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands íslands skorar á ungt fólk að opna augu sín fyrir þessum staðreyndum og fylkja sér um hagsmunafélög sín í barátt- unni sem framundan er. • Árbók Þjóðkirkjunnar komin út í fyrsta sinn Þjóðkirkjan hefur sent frá sér Ár- bók sína fyrir árið 1985. Er það í fyrsta sinn sem kirkjan gefur út slíka bók. Hún hefur að geyma yf- irlitsræðu biskups á Prestastefnu um starf kirkjunnar á síðasta ári, sagt er frá umræðum og ályktun- um Kirkjuþings og Prestastefnu og athyglisverðustu málum ársins í kirkjulegu tilliti. Margþættar upplýsingar um kirkjuleg efni er að finna í Árbók- inni. M.a. er listi yfir allar nefndir á vegum kirkjunnar, félög og stofnanir tengdar henni, með upplýsingum um starfsemi þeirra. Þá er listi yfir sóknir, prestaköll og presta landsins, greint frá er- lendum samskiptum kirkjunnar og yfirlit er birt úr starfsskýrslum presta. Ýmislegt annað upplýsing- arefni er í Árbókinni. Árbók kirkjunnar 1985 kemur að þessu sinni út sem 4. hefti Kirkjuritsins 1985. Hún er 84 síður að stærð. Ritstjórn hefur annast fréttafull- trúi kirkjunnar, sr. Bernharður Guðmundsson. Árbókin er send öllum áskrif- endum Kirkjuritsins, en hana er einnig að fá í Biskupsstofu, Suð- urgötu 22 í Reykjavík og í þjón- ustumiðstöð kirkjunnar, Kirkju- húsinu, Klapparstíg 27 í Reykja- vík.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.