Alþýðublaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 21. janúar 1986 ■RITSTJÓRNARGREIN' " " " ' '■ ' Aðför stjórnvalda að mennta- og heilbrigðiskerfinu I tíð núverandi rikisstjórnar hafa orðið óvenju- miklar sviptingar um stefnuna í mennta- og heilbrigðismálum. Markaðshyggja ráðandi afla í ríkisstjórninni hafa sett svip sinn á afstöðu stjórnarflokkanna til þessara tveggja mikil- vægu málaflokka. Þetta hefur einkum komið fram f niöurskurði á framlögum og þeirri lág- launastefnu, sem nú stefnir í voða grundvallar- þáttum þess velferðarþjóðfélags, er byggt hef- ur verið upp á síðustu áratugum. Heilbrigðiskerfið á nú við mikla erfiðieika að striða, og er svo komið, að tugir og hundruö sjúkrarúma í sjúkrahúsum landsins standa ónotuð. Biðlistarsjúklinga, sem þurfaámargs- konar læknisaðgerðum aö halda, lengjast stöðugt og ástandið á mörgum sjúkrahúsum er að verða óþolandi. Kaup og kjör hjúkrunarstétta eru nú þannig, að fjöldi fólks hefur hætt störfum og skortur á hjúkrunarfólki verður æ meiri. Jafnframt eykst álagið á þann hóp sem eftirerog vinnan verður óhófleg. Þetta hefur aftur í för með sér sam- skiptaörðugleika og margvísleg vandkvæði í rekstri sjúkrahúsanna. Aö lokum bitnar þetta ástand á sjúklingum, almennri þjónustu sjúkrahúsannaog getu heil- brigðiskerfisins til að sinna hlutverki sínu er stórlega skert. Á þennan hátt hefur verið gerð aðför að velferðarkerfinu, en eitt af grundvall- aratriðum þess er að veita almenningi næga og góða heilbrigöisþjónustu. Þegar svona er komið hlýtur almenningur að velta þvi fyrir sér hvort stjórnvöld séu vfsvit- andi að gera aðför að heilbrigöiskerfinu. Að- ferðin er kunn f herbúðum markaöshyggjuafl- annaog henni vfðabeitt þarsem einkaframtak- ið vill ná tökum á heilbrigðiskerfinu svo hagn- aðarvonin fái ráðið ferðinni. Svipaða sögu er að segja um þróun kennslu- og menntamála hér á landi. Þar hafa lág laun fælt fjölda hæfileikafólks frá kennslustörfum, og má raunar tala um atgervisflótta. Þessi þró- un erekki sfðuralvarleg en (heilbrigðiskerfinu. Ástæðurnar eru margvíslegar. w I fyrsta lagi kemur þetta ástand niður á kennslu heillar skólakynslóðar. Ætla má og hægt að færa að því gild rök, aö sú kynslóð, sem nú er í barna- og grunnskólum og raunar framhaldsskólum einnig, fái ekki nægilega góða kennslu. Slíkt bitnar auðvitað á þeirri al- mennu menntun, sem nemendur hafa, þegar þeir Ijúka skólagöngu. w I öðru lagi er ekki ólíklegt, að kennarar, sem hafa orðið að berjast við stjórnvöld og kerfið tii að fá mannsæmandi laun, en litlar undirtektir fengið, verði andsnúnir stjórnvöldum, kerfinu í heild og viðhorf þeirrageti að hlutastjórnast af andþjóðfélagslegumviðhorfum.Slfkt hlýturað hafa áhrif á kennslu og um leið viðhorf nem- enda til þjóðfélagsins. Afleiðingarnar hljótaað verða neikvæðar. w I þriðja lagi hlýtur sú láglaunastefna, sem rek- in hefurverið gagnvart kennurum, að fæla ungt fólk frá kennaranámi. Þetta hefur þegar komið í Ijós. w I náinni framtíð mun þetta ástand hafa alvar- leg áhrif á alla kennslu og menntun í landinu. Rétt eins og f málefnum heilbrigðisstéttanna geta menn velt þvf fyrir sér, hvort vísvitandi sé reynt að skaða þessa veigamikiu undirstöðu þjóðfélagsins til hagsbóta fyrir markaðs- hyggjuöflin; kenninguna um framboð og eftir- spurn. Margt bendir til að svo sé. Af þessum tveimur dæmum um aðförina að velferðarþjóðfélaginu má draga þá ályktun, að stefna núverandi stjórnvalda sé orðin svo sam- dauna frjálshyggjunni eða markaðshyggjunni, að menn veigri sér ekki við að reyna að breyta þeim grundvelli, sem samféiagið hefur byggt á um áratugaskeið. Þeirláti sigeinu skiptahverj- ar afleiðingarnar verða. Lóðirnar 1 vegna þess að þegar til kom treysti fólk sér ekki til að leggja út í byggingaframkvæmdir við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Sigurður E. Guðmundsson, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að nú væru á vegum borg- arinnar tilbúnar lóðir undir samtals 429 íbúðir, þar af 259 einbýlishúsalóðir. Til að skapa sér hugmynd um þann kostnað sem borgin hefði þegar lagt út í, sagði Sigurður að nefna mætti að ef gatnagerðargjöld yrðu nú greidd af þessum Ióðum, myndu þau nú samtals nema ríflega 214 milljónum króna. Sigurður bætti því við að því færi fjarri að gatnagerðargjöld- in stæðu undir öllum kostnaði borgarinnar vegna lóðanna, heldur væri áætlað að þau næmu 50—70% af heildar- Útboð Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar óskar eftir tilboð- um í eftirfarandi fyrir byggingardeild. 1. Loftræstistokka úr blikki fyrir forsal Borgarleikhúss- ins f Reykjavík. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 30. jan. nk. kl. 11. 2. Ýmiss konar málningarvinnu innanhúss á leiguíbúð- um I fjölbýlishúsum hjá Reykjavfkurborg. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 30. jan. nk. kl. 14.' 3. Málningarvinna á íbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavfkurborgar. Tilboðin verða opnuö fimmtudag- inn 30. jan. nk. kl. 14. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavfk, gegn skilatryggingu kr. 5.000,— og verða tilboðin opnuð á ofangreindum tíma á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Laus staða Laus er til umsóknar lektorsstaða f lífeðlisfræöi (heil staða) við læknadeild Háskóla íslands Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vlsindastörf, rannsóknirog ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 15. febrúar 1986. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1986. Staða þessi er endurauglýst til leiðréttingar á auglýs- ingu dags. 6. janúar 1986. Menntamálaráðuneytið. 15. janúar 1986. Kj arakröf urnar ófullnægjandi kostnaði við lóðir einbýlishúsa og í hæsta lagi 25% af kostnaði við fjölbýlislóðir. Á þessum forsendum mætti því ætla, sagði Sigurður, að borgin hefði þegar lagt um 500 milljónir króna í kostnað við lóðir sem ómögulegt væri að segja um hvenær myndu seljast. „Þessar 500 milljónir liggja þarna nánast í jörðinni“, sagði Sigurður. R.víkurborg 1 fjármagn framangreindra aðila er vandséð hvernig borgarsjóður hefði getað staðið við þær greiðslur sem hann þurfti að inna af hendi fyrir áramótin. Eins og sjá má af því sem að framan er rakið er Ijóst að núver- andi meirihluti og borgarstjóri þurfa sérstakt góðæri til að geta haldið fjármálum borgarinnar í þokkalegu lagi. Um fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 verður því miður að segja að á henni er lítið að byggja. Hún er kosningaplagg í þess orðs fyllstu merkingu. Tekjurnar eru að vísu miklar en eyðslan er líka í hámarki. Aukin skuldasöfnun á árinu 1986 er því óumflýjanleg. Slíkt hefur að vísu áður skeð á kosningaári. Stærri verður hún hins vegar í sniðum nú en nokkru sinni. Konur mótmœla ASÍ — yfirlýsing frá Sam- tökum kvenna á vinnumarkaöi Frá áramótum hafa samningar verkalýðshreyfingarinnar verið lausir. Þann 15. janúar lagði samn- inganefnd ASÍ loks fram endanleg- ar kröfur. Þrennt einkennir kröfurnar og er jafnframt lýsandi vottur um undan- hald forystusveitar okkar. í fyrsta lagi er ekki krafist vísitölu- tryggingar launa. Stjórnvöld eiga að ábyrgjast verðlagsþróun og tryggja „að umsaminn kaupmáttur haldist“. Núverandi ríkisstjórn hóf feril sinn með því að ræna fjórðungi umsaminna launa. Þessa dagana linnir ekki tilkynningum um stór- felldar hækkanir á opinberri þjón- ustu. Samtök kvenna á vinnumark- aði telja fráleitt að treysta slíkum stjórnvöldum fyrir kjörum okkar. í öðru lagi er lágmarkslaunakraf- an allt of lág. Það framfleytir eng- inn sér með 20 þúsund kr. á mán- uði. í þriðja lagi eru launakröfurnar allt of lágar, eins og sést á lágmarks- launakröfunni, en samkvæmt kröf- unum verða sex neðstu launaflokk- arnir undir 25 þúsund kr. á mánuði. Það eru fyrst og fremst konur sem fá greitt samkvæmt neðstu launa- flokkunum. Miðað við kröfugerð- ina eru þær konur um sjö klukku- stundir að vinna fyrir einni krabba- meinsskoðun. Orðrétt segir að launakröfurnar „miðist við að kaupmáttur taxta skv. gildandi taxtakerfi haldist á ár- inu sá sami og 1985“. Samtök kvenna á vinnumarkaði benda á að verðbólga mælist nú 42%, en í kröfugerð ASÍ er miðað við 30% verðbólgu. Þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum dýrtíðarbótum, þýða kröfurnar einfaldlega að kjörin munu rýrna stöðugt árið 1986. Samtök kvenna á vinnumarkaði harma að forysta verkafólks skuli enn einu sinni ætla að ganga til samninga við atvinnurekendur, án þess að nýta þann styrk sem felst í samtakamætti og þátttöku félaga verkalýðshreyfingarinnar. Samtök kvenna á vinnumarkaði ítreka þau einföldu sannindi, að við sigrum ekki í kjarabaráttunni nema með breyttum vinnubrögðum. Vinningar í „Landaparís“ 6. janúar sl. var dregið í HAPPDRÆTTIVERNDAR, „LANDAPARÍS, vinningsnúmerin voru inn- sigluð hjá Borgarfógetanum í Reykjavík á meðan beðið var eftir uppgjöri utan af landi. Eftirtalin núm- er hlutu vinning: Aerhavinnxngar 1015 15877 38384 64347 93333 111630 131006 154127 172197 182731 3068 17271 42760 68965 93605 113282 133208 159198 173176 184156 3418 17975 43564 69946 95414 113883 137057 160303 174124 185698 3445 19014 46159 72724 96423 115283 146953 161755 175641 192250 6210 20023 46466 76147 97167 121244 147928 161949 177281 193862 6975 23251 51612 86922 100252 123512 150291 164291 177966 198629 7022 25445 51644 88290 103287 125081 150871 166493 178020 200024 7088 27742 53135 88355 105423 128372 151249 166672 178898 200815 11853 33935 54206 91388 106399 129987 152848 169517 180752 204285 14763 35656 62701 92176 106413 130208 153254 170493 181355 205221

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.