Alþýðublaðið - 17.04.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 17. apríl 1986 rRITSTJORNARGREIN- Fullyrðingar Alþýðuflokksins milljarða skattsvik staðfest um Umfang dulinnaratvinnustarfsemi hérá landi er talið nema 5 til 7 af hundraði vergrar lands- framleiðslu, sem eru 6,5 milljarðar króna á síðasta ári. Tap hins opinbera vegna vangold- innabeinnaskattaog söluskatts eráætlað um 2,5 til 3 milljarðar króna. Talið er, að söluskatts- svik nemi 11 af hundraði heildarsöluskatts. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í gær, er Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur um starfsemi nefndar, sem skipuð var sam- kvæmt tillögu Alþýðuflokksins til að kanna umfang skattsvika hér á landi. Vvið umræðuna á þingi benti Jóhanna á, að liðin væru tæþ tvö ár síðan þingsályktunartil- laga Alþýðuflokksins var samþykkt, og ár liðið frá því að nefndin átti að skila niðurstöðum. En nú hefur nefndin skilað áliti, og er ekki að efa, að niðurstöður hennar munu vekja mikia at- hygli og staðfesta þær fullyröingar Alþýðu- flokksins, að hér á landi eigi sér stað gífurleg skattsvik, sem komi með miklum þunga á al- menna skattgreiðendur. w I þingsályktun Alþýðuflokksins varkrafist taf- arlausra aðgerða til að koma í veg fyrir þessi skattsvik. Má þar nefna sérdeild við sakadóm Reykjavíkur, sem fjallaði um skattsvik, bók- haldsbrot og fleira, fjölgun sérhæfðra starfs- manna hjá saksóknara og eflingu starfsemi Rannsóknarlögreglu ríkisins ( þessum mála- flokki. Einnig að beita sjálfvirkum sektar- ákvæðum i auknum mæli og hækka sektir, gera nauðsynlegar breytingar á bókhaldslög- um, endurskoðun á söluskattskerfinu, aukna hagræðingu og tölvuvæðingu við upplýsinga- öflun og úrvinnslu skattframtalaog fylgiskjala og fjölgun sérhæfðs starfsliðs við embætti skattrannsóknastjóra. Nú hefur Alþýðuflokknum tekist að knýja fram svör, en úrbætur i framhaldi af samþykkt tillögunnar eru minni en vonir stóðu til. í svari fjármálaráðherra í fyrradag kemur í Ijós, að rík- issjóður tapar milljörðum króna á hverju ári vegna skattsvika. Fjármálaráðherra sagði, að dulin atvinnustarfsemi ætti séreinkum stað í byggingastarfsemi, persónulegri þjónustu- starfsemi, iðnaði, verslun og veitinga- og hótel- rekstri. Ástæðan sé flókið skattakerfi með óljósum mörkum milli hins löglega og ólög- lega, frádráttar- og undanþáguleiðir, há skatt- hlutföll. Hann sagði, að skattvitund almenn- ings væri tvíbent. Hann sagði, að tillögur nefndarinnar til úr- bóta væru einföldun skattalaga og fækkun á undanþágum og margs konar frádráttarliða. Einnig væri lögð áhersla á markvissari refs- ingu og þyngri. í þessum tillögum nefndarinn- ar koma fram nákvæmlega sömu atriði og al- þýðuflokksmenn hafa bent á hvað eftir annað, en yfirleitt talað fyrir daufum eyrum. Við umræðuna í fyrradag benti Jóhanna Sig- urðardóttir á, að fyrir frumkvæði Alþýðuflokks- ins hefði verið fjölgað í starfsliði skattrann- sóknastjóra. Með því móti hefði tekist að upp- lýsa margvísleg skattsvik og um 125 milljónir króna hefðu komið í ríkissjóð vegna endur- álagningar og sekta. Hún benti á að nýlega hefði það komið fram í fréttum, að 37 af hundr- aði atvinnurekendaog 20 af hundraði láglauna- fólks væru undir fátæktarmörkum samkvæmt skattframtölum. — Hún skoraði á fjármálaráð- herra, að umræðurum niðurstöður nefndarinn- ar færu fram á Alþingi fyrir þinglok. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir því um margra ára skeið, að tekið yrði af festu og hörku á sivaxandi skattsvikum hér á landi. Hann hef- ur bent á svívirðu þess, að einhleyþar mæður skuli bera hærri skatta en eigendur stórfyrir- tækja. Flokkurinn hefur nú fengið staðfest, að undanskot frá skatti nema milljörðum króna á ári. Nú krefst Alþýðuflokkurinn þess að gripið verði til áhrifamikilla aðgerða til að uppræta þennan gengdarlausa þjófnað, sem veldur því að almennir launþegar verða að bera milljarða skattbyrði umfram það sem eðlilegt geturtal- ist. Faðir/sonur 4 að halda völdum. Hann beitti fang- elsunum og pyndingum, drápum og útlegðardómum. Það höfðu raunar allir forverar hans gert, en hann veittist einnig gegn mikilsmetnum mönnum og jafnvel eigin vinum og ættingjum. Starfsemina annaðist öryggislögregla, sem jafnframt sá um njósnir og uppljóstranir. „Papa Doc“ og Bandaríkin Fljótlega komst ,á gagnkvæmt hagsmunasamband millí Duvaliers og Bandaríkjamanna, þótt ekki væri sambúðin alltaf upp á það besta. Haiti var hernaðarlega og efnahagslega mikilvægt fyrir Bandaríkin og stjórnandinn þar var „andkommúnískur" og á hinn bóg- inn var starfsemi Bandaríkjamanna í landinu heppileg fyrir hann sem vildi umfram allt auðgast á kostnað íbúanna og halda völdum sem lengst. Þegar pyndingar og harð- neskja Duvaliers keyrðu úr hófi fram vildu Bandaríkjamenn raunar skerast í leikinn, en forsetinn hall- aði sér þá að austurblokkinni og ekkert varð af aögerðum. Francois Duvalier dó 1971 og var þá búinn að tryggja sér valdasess ævilangt. Skömmu fyrir dauða sinn sá hann um að lögunum yrði breytt á þann veg að sonur hans, Jean- Claude yrði eftirmaður hans. Það mun alltaf hafa verið ætlunin, því að Duvalier yngri skírði son sinn Francois Nicholas Jean-Claude II. Ekki urðu teljandi breytingar á stjórn landsins við forsetaskiptin. „Baby Doc“, eins og hann var kall- aður hallaði sér þó meira að kyn- blendingum og styrkti stöðu sína meðal tþeirra með kvonfangi af voldugri ætt kynblendinga. Einnig gerði hann nokkrar breytingar gagnvart samviskuföngum, sem þó urðu ekki til mikilla bóta. En engar umbætur voru gerðar til handa landslýðnum. Talið er að um 1,5 milljón Haitibúa hafi flúið land síðustu áratugina. Laust eftir 1970 opnuðust augu umheimsins fyrir ástandinu á Haiti og það var í kjölfar.sjónvarpsþáttar Flokkur mannsins hefur ritað Braga Jósepssyni, framkvæmda- stjóra SKÁIS, Skoðanakannana á íslandi, bréf, þar sem gerðar eru ýmsar athugasemdir við skoðana- könnun, sem fram fór laugardaginn 12. apríl og birtist væntanlega í Helgarpóstinum í dag. Flokkur mannsins hefur sent bréfið fjöl- miðlum, og koma þar fram ýmsar athyglisverðar ábendingar. Bréfið er á þessa leið: Bragi Jósepsson Skoðanakannanir á íslandi Pósthólf 234 101 Reykjavík. Reykjavík, 14.04 1986. Fyrir hönd Flokks mannsins vil ég færa fram þakkir fyrir að við skyldum fá að vera viðstödd gerð skoðanakönnunar sl. laugardag, 12. apríl. Eins og við létum þar strax í ljós eru nokkrir alvarlegir tæknilegir misbrestir á gerð þessarar könnun- ar. Ef aðeins væri verið að kanna viðhorf ákveðinna einstaklinga þá væri þetta allt í lagi. En þessi skoð- anakönnun á að endurspegla skoð- anir fólks, vera marktækt úrtak fyr- ir fjöldann og því er gerð hennar al- gjöriega út í hött. Þetta er ekki bara tæknileg villa heldur siðferðislega og pólitískt stórhættulegt. Skoðanakönnun er ekki bara könnun skoðanamyndandi þannig að sá sem mælir skoðanir fjöldans vitandi vits að ýmsir vankantar eru á aðferðum er ekki að gera tæknileg mistök heldur fremja siðferðisbrot og jafnvel lögleysu. Sú skoðanakönnun sem fram- kvæmd var sl. laugardag, 12. apríl, er ekki marktæk vegna eftirfarandi atriða: a) Úrtakið tekið úr símaskránni og eftir símanúmerum. sem sýndi illa stadda flóttamenn á bátum leita hælis í Bandaríkjunum, en var vísað frá á þeim forsendum að þeir væru ekki pólitískir flótta- menn. Flóttafólki frá Kúbu var á sama tíma tekið með kostum og kynjum. b) Könnunin er framkvæmd á laugardegi þegar fáir virkir ein- staklingar eru heima við, meira um börn og eldra fólk. c) Spyrlar misjafnir og óvanir. Einhver spurði t. d. „Hvað er xD“? d) Spyrlar ekki óhlutlægir. Þegar fólk vildi ekki svara eða var óvisst voru þeir mjög ýtnir og fylgdu misjafnlega eftir svör- um. e) Skoðanakönnunin mælir ekki það sem fólk hefur fyrir fram- an sig í kjörklefa heldur það sem heyrist mest í fréttum. í kjörklefa eru nöfnin á öllum stjórnmálaflokkunum á kjör- seðlinum. Þegar spurt er í síma ætti að lesa upp nöfnin á flokkunum og spyrja síðan annars kemur bara upp í hug- um fólks það sem það heyrir mest í fréttum. Við Iögðum þetta til þegar verið var að vinna að könnuninni en það var ekki tekið til greina. Margar aðrar athugasemdir höfum við eins og að þið vissuð ekki um skekkju- mörkin, en verða ekki tíunduð frek- ar. Ef þessi skoðanakönnun ætti að vera marktæk ættu allir stjórn- málaflokkar að hafa jafnan aðgang að helsta fjölmiðli landsmanna, sjónvarpinu, viku fyrir gerð könn- unar, en svo er ekki. Ef fólk vill raunverulegt lýðræði ættu allir að hafa jafnan aðgang þannig að ekki sé verið að halda ákveðnum skoðunum á loft eins og nú er gert. Við erum sannfærð um að þið viljið ekki blekkja almenning svo vonandi verða þessar athugasemdir okkar til þess að þið endurskoðið Það hefur mælst misjafnlega fyr- ir að neyð fólks skuli á þennan hátt gerð að pólitískum hráskinnaleik, en nú hafa Haitibúar tekið til sinna ráða og rekið af höndum sér harð- stjórann. aðferðafræði ykkar við gerð skoð- anakannana. Gott hefði verið að skrifa þér persónulega þetta bréf en þar sem niðurstöður skoðanakönnunarinn- ar eru opinberar verðum við einnig að birta þetta bréf opinberlega. Virðingarfyllst, Áshildur Jónsdóttir form. almenningstengsla. Fátœkt 1 sem færist undan að gefa kvittun. Það er sem kunnugt er alsiða að iðnaðarmenn sem taka að sér sjálf- stæð verkefni í byggingariðnaði, geri væntanlegum viðskiptavinum tvö tilboð, þar sem annað tilboðið er þriðjungi lægra en hitt og felur í sér að verkalaunin verði ekki gefin upp til skatts. Jóhanna Sigurðardóttir benti í þessu samhengi á þá athyglisverðu staðreynd sem fram kom í sjónvarpi nýlega, að 37% atvinnurekenda virðist samkvæmt skattaframtölum vera undir fátæktarmörkum. Þetta taldi Jóhanna að þyrfti augljóslega athugunar við. Þorsteinn Pálsson sagði við um- ræðuna að í haust yrði væntanlega lagt fram lagafrumvarp um úrbæt- ur í þessum efnum. Fangavarsla — Sumarvinna Ráðgert er að ráða fólk til starfa við fangavörslu í fang- elsunum að Litla-Hrauni og í Reykjavík í um 3—4 mán- uði frá 23. maí nk. vegna sumarleyfa. Umsóknir um þessi störf skulu berast dómsmálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, fyrir 1. maí nk. og skulu umsækj- endur gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 14. apríl 1986. FÉLAGSSTARF Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundurverðurhaldinn mánudaginn 21. apríl n.k. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Vor bingó. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Flokkur mannsins gerir at- hugasemdir við skoðanakönnun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.