Alþýðublaðið - 27.05.1986, Side 1

Alþýðublaðið - 27.05.1986, Side 1
alþýðu Þriðjudagur 27. maí 1986 98. tbl. 67. árg. Skoðanakönnun DV: Tveir Alþýðuflokks- menn í borgarstjórn? Úrslit borgarstjórnarkosning- anna í Reykjavík, eru iangt frá því að vera ráðin fyrirfram. Að undan- förnu hafa niðurstöður skoðana- kannana birst með skömmu milli- bili og sýna þær yfirleitt að mikill fjöldi fólks virðist enn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvað það muni kjósa. í könnun DV sem birtist í gær, var innan við þriðj- ungur þeirra sem spurðir voru, reiðubúnir að lýsa því yfir að þeir hygðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hlutfall óákveðinna og þeirra sem neituðu að svara, var svo hátt að nánast virðist ógerningur að draga nákvæmar ályktanir af nið- urstöðunum. Þó virðist mega full- yrða i ljósi niðurstaðnanna, að Sjálfstæðisflokkurinn geti engan veginn fengið fleiri en 10 borgar- fulltrúa, en muni að öllum líkind- um ekki ná því marki. Þessar álykt- anir má draga vegna þess að reikna má með að mun stærri hluti þeirra sem óákveðnir eru, muni kjósa ein- hvern annan flokk en Sjálfstæðis- flokkinn. Til að halda meirihluta at- kvæða í Reykjavík þyrfti Sjálf- stæðisflokkurinn, samkvæmt könnun DV að fá upp undir 40°/o atkvæða þeirra sem í könnuninni neituðu að svara eða sögðust óákveðnir. Hitt er svo annað mál að reikn- ingsaðferð sú sem hérlendis er beitt við skiptingu sæta í kosningunum gerir það að verkum að stórir flokkar fá hlutfallslega hagstæðari útkomu en litlir og Sjálfstæðis- flokkurinn þarf því ekki meirihluta atkvæða til að halda meirihluta í borgarstjórn. Einkum gæti þetta skipt sköpum ef Framsóknarflokk- urinn kemur ekki manni að í kosn- ingunum, en þær skoðanakannanir Framh. á bls. 2' Frambjóðendur Alþýðuflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa verið iðnir við vinnustaða- fundi, þar sem þeir hafa fengið góðar undirtektir. — Þessi mynd er tekin á vinnustaðafundi hjá Flugleiðum. Það er Bryndís Schram, sem rœðir við starfsfólkið. r _ A fundi hjá Flugleiðum Alþýðuflokkurinn á Akureyri: Góðir möguleikar á tveimur mönnum Áskorun frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði: samkvæmt skoðanakönnun Dags sem birt var í gær. Konur! Kjósið ekki stjórnarflokkana! Á siðustu misserum hafa kjör þorra launafólks verið skert gífur- lega. Konur hafa orðið verst úti, enda fá þœr flestar greidd laun samkvœmt lœgstu töxtum. Ríkisstjórnarflokkarnir bera höfuðábyrgð á þeirri fátækt sem fjöldi fólks býr við, og það nú þegar meira en nóg er til skiptanna. Þess vegna hvetja samtök kvenna á vinnumarkaði konur til þess að hefna þess í héraðisem illa fór á Alþingi oggefa stjórnarflokkun- um ekki eitt einasta atkvæði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samtök kvenna á vinnumarkaði minna sérstaklega á, að Reykja- vikurborg er einn stærsti atvinnurekandi landsins. Þar eru konur fjölmennastar ogflestar á launatöxtum sem ekki er hægt að lifa af. Samt skortir borgina ekkiféfrekar en ríkið, þótt stjórnvöld kjósi að verja því í þágu annarra en launafólks. Konur kyssum ekki vöndinn — kjósum ekki ríkisstjórnarflokk- ana. Svo virðist sem annar maður á lista Alþýðuflokksins á Akureyri sé að verða næsta öruggur með að hljóta sæti í bæjarstjórn á næsta kjörtimabili, a.m.k. ef mark má taka á niðurstöðum úr skoðana- könnun sem Dagur á Akureyri birti í gær. Samkvæmt þeim niðurstöð- um yrði annar maður Alþýðu- flokksins níundi bæjarfulltrúinn. Niðurstöðurnar úr skoðana- könnun Dags benda til að Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur fái 4 fulltrúa hvor, Alþýðu- flokkurinn 2 og Alþýðubandalagið 1. Allmargir eru þó enn óákveðnir eða vilja ekki gefa upp afstöðu sína, en slíkt hefur að sjálfsögðu í för með sér að minna er að marka nið- urstöðurnar. Sem dæmi um þetta má nefna að ef hinir óákveðnu væru reiknaðir sér sem kjósendur sérstaks lista, fengju þeir fimm af ellefu bæjarfulltrúum og ef þeim sem neituðu að svara væri bætt við, samsvarar þetta fylgi meirihluta bæjarstjórnar. Niðurstöður könnunarinnar urðu annars í stuttu máli þær að af 700 manna úrtaki náðist í 508. Af þessum 508 voru 164 óákveðnir í hvað þeir ætluðu að kjósa, 57 kváð- ust ekki ætla að kjósa og 51 neitaði að svara spurningunni. Alls voru það því 272 sem afstöðu tóku. Þeir skiptust þannig að 40 kváðust ætla að kjósa Alþýðuflokkinn, 79 Fram- sóknarflokkinn, 79 Sjálfstæðis- flokkinn, 34 Alþýðubandalagið og 4 ætluðu að greiða Flokki mannsins atkvæði sitt. Prósentutölur flokk- anna eru í sömu röð: A-16,9%, B-33,5%; D-33,5%, G-14,4% og M-1,7%. Rétt er að geta þess að sú reynsla sem fengist hefur af skoðanakönn- unum gegnum árin bendir til þess að það hafi viss áhrif hver stendur fyrir könnuninni, þannig að ef kannandinn tengist ákveðnum flokki í huga fólks, skili fylgi þess flokks sér betur en ella. Af þessu má e.t.v. ráða að fylgi Framsóknar- flokksins sé ofmetið í þessum nið- urstöðum. Sömuleiðis má benda á að fylgi Sjálfstæðisflokksins skilar sér oft mjög vel í könnunum öfugt við Al- þýðubandalagið sem jafnan kemur betur út úr kosningum en kannanir virðast gefa tilefni til. Sé tekið tillit til þessara atriða virðast niðurstöður Dags benda til að slagurinn um tiunda og ellefta manninn á Akureyri muni standa milli annars manns á lista Alþýðu- flokksins, fjórða manns Framsókn- ar og annars manns Alþýðubanda- lagsins. Verkamannafélagið Dagsbrún: Kaupmáttarbatinn kemur ekki sjálfkrafa Verkamannafélagið Dagsbrún telur að auka eigi niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur en hætta þess í stað að greiða útflutningsupp- bætur, þannig að verð þessara vara lækki á næsta ári. Þetta kem- ur fram í ályktun aðalfundar fé- lagsins sem haldinn var á fimmtu- daginn. í ályktuninni er einnig lagt til að skattar og útsvar af lægri tekjum verði lækkað, ásamt fleiri úrbótum í skatta- og trygg- ingakerfinu. Á þennan hátt vill Dagsbrún reyna að ná nýjum áfanga í hækkun kaupmáttar með sameiginlegu átaki. Ályktun Dagsbrúnar fer hér á eftir í heild sinni: Ályktun um kjaramál Frá því síðasti aðalfundur fé- lagsins var haldinn hefur verka- lýðshreyfingin knúið fram breyt- ingu á stjórn efnahagsmála og þannig skapað skilyrði fyrir aukningu kaupmáttar launa. Langvarandi óðaverðbólga, er- lend skuldasöfnun og efnahags- stefna fjandsamleg verkfaólki höfðu gert verkalýðshreyfingunni afar erfitt um vik og gert að engu umsamdar kauphækkanir. Við þessar aðstæður dugðu hefð- bundnar aðferðir til tryggingar kaupmáttar afar skammt. Hin nýja efnahagsstefna mun ekki leiða sjálfkrafa til verulegs kaup- máttarbata. Fleira þarf til að koma. Þar skiptir verðlag nauð- synjavara mestu, einkum fyrir láglaunafólk. Við næstu samninga þarf að meta vandlega niðurstöður og draga lærdóm af því sem miður hefur farið. Reyna verður til þrautar þá til- raun sem hafin var með síðustu samningum, þó með nýjum áhersluatriðum. Treysta verður enn frekar um- samda kaupmáttartryggingu hafi hún ekki reynst nægilega vel. Við breytingu á launakerfinu verði svo um hnútana búið að inn- byrðis launahlutföll breytist þannig að lægstu laun hækki sér- staklega. Gera verður þá kröfu til at- vinnurekenda að kaupmáttur launa á næsta ári verði allverulega mikið hærri en á yfirstandandi ári. Auk þess verður að gera þá kröfu til hins opinbera að til við- bótar þessu auki það sérstaklega kaupmátt m.a. með eftirtöldum aðgerðum. 1) Niðurgreiðslur á búvörum verði auknar en útflutnings- bótum hætt. Markmiðið er að búvörur lækki í verði á næsta ári. 2) Lækkaðir verði skattar og út- svar á lægri tekjum og hæsta skattprósentan byrji við hærri tekjur en nú. Heilbrigðisþjón- usta verði aftur ókeypis. 3) Gjöld vegna barnagæslu og strætisvagna verði lækkuð og verð á hita, rafmagni og síma verði lækkað enn frekar. 4) Tryggingakerfinu verði gert kleift að mæta erfiðleikum barnafjölskyldna með hækk- un bóta eða sambærilegum að- gerðum. Á þennan hátt verði með sam- eiginlegu átaki reynt að ná nýjum áfanga í hærra kaupmáttarstigi án vaxandi verðbólgu og aukningu erlendrar skuldasöfnunar. Verka- lýðshreyfingin gerir sér grein fyrir því að því eru takmörk sett hve lengi sé hægt að semja um slíka hluti við ríkisstjórn, sem stefnir að þjóðfélagsgerð sem er i öllum megin atriðum andstæð hinum hefðbundnu hugsjónum verka- lýðshreyfingarinnar. Því er það mjög aðkallandi úrlausnarefni að verkalýðsflokkarnir tveir gangi til pólitísks samstarfs fyrir næstu al- þingiskosningar til að styrkja málstað verkalýðshreyfingarinnar í þjóðmálabaráttunni og takist sameiginlega á hendur mótun þessa þjóðfélags. Þess vegna skorar aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar á verkalýðsflokkana að ganga þegar í stað til viðræðna um nán- ara samstarf.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.