Alþýðublaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 4
alþýóu- ■ n hT'jf'M Þriðjudagur 27. maí 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Biaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Lífið á samyrkjubúi í ísrael Páskar í landinu helga. Þúsundit pílagríma eru á ferð á þröngum og krókóttum götum gamla borgar- hlutans í Jerúsalem og reyna að endurupplifa fortíðina. Fólk af ýmsu þjóðerni og prestar margra, mismunandi trúarhópa. Kristnir menn og múhameðstrúar og rétt- trúaðir gyðingar, sem eru auð- þekktir á slöngulokkunum og hin- um svarta búningi. Og umgerðina um hið fjölskrúðuga mannlif mynda ungir hermenn sem standa vörð, með vélbyssur kæruleysislega hangandi yfir öxlina. Á flugvellinum í Tel Aviv er hóp- ur danskra ungmenna sem kominn er til landsins í öðrum erindagerð- um; til að vinna á samyrkjubúi í ísrael og kynnast lífinu þar. Þeir verða hvorki fyrstir né síðastir. Ár- lega kemur fjöldi fólks frá vestræn- um ríkjum til að vinna á samyrkju- búum í ísrael. Það hefur streymt þangað þúsundum saman síðustu 30 árin og áhuginn virðist ekkert hafa minnkað, sem er í sjálfu sér skiijanlegt því hvern langar ekki að kynnast af eigin raun sósíalisman- um „í sinni hreinustu mynd“. Sam- félagi þar sem allir eru jafnir, lifa við sömu kjör og ala börn sín upp sameiginlega. Sólbakað landslagið og hið dulmagnaða austræna and- rúmsloft eykur enn á goðsagna- keim þessa sérstæða samfélags. Hafi einhver gert sér mjög háleit- ar hugmyndir fyrirfram um dvölina þarna, er honum fljótlega kippt niður á jörðina aftur. Sósíalískar kýr eru í engu frábrugðnar þeim kapítalísku og menn keyra ekki um akrana með rauða fána fagurlega blaktandi í vindinum. Vinnan og daglega lífið er nákvæmlega eins og gerist í landbúnaðarhéruðum ann- arra landa. Samt njóta menn dvalarinnar í ríkum mæli. Fyrst og fremst vegna vináttutengsla sem myndast, en einnig vegna umhverfisins; hárra trjánna, sundlaugarinnar sem er ómissandi allsstaðar og suðrænna blómjurta, en allt myndar þetta skarpar andstæður við sólbakaða auðnina umhverfís. Reynsla flestra takmarkast við þessar ytri aðstæður. Þeir eru ekki margir sem kynnast til fullnustu þeirri pólitísku og félagslegu hug- sjón sem býr að baki því samfélags- formi sem þarna hefur verið komið á. Útópía Samyrkjubúin eru í eðli sínu útópískt samfélag. Hugmynda- fræðin er tekin beint frá draumsýn 19. aldar hugsuða eins og Charles Fourier, Saint Simon og Robert Owen. En grundvallarhugmyndirn- ar eru sóttar til Karls Marx annars vegar og Theodor Herzl hins vegar. Samfélagsgerðin byggir á hug- myndum Fouriers um sambýli þar sem hlutverk fjölskyldunnar er í höndum allra sambýlinga sameig- inlega. Hugmyndir hans, ásamt pólitískum og efnahagslegum kenningum Marx mynda þann kjarna sem sósíalskir síonistar lögðu til grundvallar við uppbygg- ingu samyrkjubúanna. Þau byggj- ast þó ekki öll á nákvæmlega sömu formúlu. Á árunum 1904—1927 mynduðust a.m.k. þrjár mismun- andi hreyfingar í kjölfar þeirrar sósíalsk-anarkísku vakningar sem varð meðal gyðinga í Austur- Evrópu. Núna, þegar 75 ár eru liðin frá stofnun fyrsta samyrkjubúsins, hafa tvö af þessum félögum sam- einast í eitt sósíaldemókratískt sam- band, en það þriðja er enn lengst til vinstri á væng stjórnmálanna. Á árunum eftir 1948, þegar ísra- elsríki var stofnað, varð þróunin ekki sú sem hafði verið vænst. Fólk- ið sem flutti til landsins leitaði ekki til samyrkjubúanna og þjóðskipu- lagið þróaðist fremur í átt til kapítalisma. Jafnframt varð menn- ingarþróunin ekki með þeim hætti sem brautryðjendurnir höfðu áformað, hvorki að ytri né innri gerð. Brautryðjendurnir höfðu haft það meginmarkmið að stofnað yrði ríki gyðinga. Þeir draumar höfðu ræst, en nú virtist það vera orðið brýnasta verkefnið að viðhalda gamalli menningu og þjóðarein- kennum og byggja upp traustan efnahag landsins. Háleitar hug- sjónir um fyrirmyndarríki byggt á sósíalisma urðu að víkja fyrir að- kallandi verkefnum og þar var menntun ofarlega á blaði. Koma þurfti á fót skólum á öllum skólastigum, byggja upp rannsókn- arstofnanir og koma efnahagskerfi landsins í það horf sem nauðsynlegt var til að geta tekið við síauknum straumi innflytjenda. Nú eru hin sósíölsku samyrkjubú landsins 253 talsins og þar búa samtals 110.000 A-listinn Hafnarfirði Kosningaskrifstofan er i Alþýðuhúsinu Strandgötu 32 á 3. hæð, simi 50499. Opið alla daga 15—18 og mánudaga til fimmtudaga 20—22. Starfsmaðurskrifstofunnarer JónaÓskGuðjónsdóttir. Lftið inn, kaffi á könnunni-alian daginn. Kosningaskrifstofa A—listans í Reykjavík Kosningaskrifstofa A—listans í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 8—10. Þar er opið alla daga frá klukkan 9 til 19. Síminn er 15020. — Jóhannes Guðmundsson annast skrifstofuhald, og Bryndís Schram verður á skrifstofunni daglega klukkan 13 til 19. — Allir eru velkomnir. Það er alltaf kaffi á könnunni. Á samyrkjubúum er œskilegt að dvelja og ala upp böm sín. manns, sem svarar til tæplega þriggja prósenta af íbúum landsins. Breytingar Síðustu 25 árin hafa orðið um- talsverðar breytingar á samyrkju- búunum. Þar hefur borgarmenning rutt sér til rúms í síauknum mæli, bæði hvað snertir lifnaðarhætti, venjur og vinnutilhögun. Vélvæð- ing hefur verið tekin upp í stórum stíl og iðnaður er stundaður af slíku kappi að landbúnaður er ekki leng- ur aðalatvinnugrein. Menntun hef- ur alltaf verið á mjög háu stigi á samyrkjubúunum. Allir hafa a.m.k. 12 ára skólagöngu að baki og nálægt 30% af unga fólkinu hefur háskólamenntun. Breytingarnar á efnahagssviðinu hafa einnig leitt af sér breytingar á samfélagsgerðinni. Meira tillit er tekið til jjarfa einstaklingsins og fjölskyldunnar en áður. Braut- ryðjendurnir litu á samyrkjubúin sem nýjan, róttækan lífsmáta, ólík- an öllu sem annars staðar þekktist. Næsta kynslóð á eftir lítur á hann sem sjálfsagðan hlut og telur sig ekki vera öðruvísi en aðra. Það við- horf má túlka sem merki um að samfélagsskipan samyrkjubúanna er orðin föst í sessi, þarf ekki lengur að berjast fyrir tilverurétti sínum og er því líklegri en ella til að skapa mótvægi gegn auðvaldsáhrifum umhverfisins. Fjölskyldan sem stofnun hefur éinkum og sér í lagi unnið á. Upp- runalega var unnið gegn sérstöðu fjölskyldunnar á samyrkjubúun- um. Allt var sameiginlegt; efnahag- ur, neysla, bústaðir, barnauppeldi og menntun var á ábyrgð allra jafnt, en ekki einkamál fjölskyld- unnar. Á þessu hafa orðið miklar breyt- ingar. Heimilið er nú í auknum mæli staður uppeldis og þroska barnanna og hægt er að velja um hvort börnin sofa heima hjá for- eldrum sínum eða í vistarveru barn- anna. Eftir 12 ára aldur sofa þau þó öll í svefnskálum unglinganna. Unga fólkið á samyrkjubúunum er einnig nokkuð tvíbent í afstöðu sinni. Það verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum utan frá og uppeldið því ekki í jafn föstum skorðum og fyrrum. Lokað samfélag En við íbúum samyrkjubúanna blasa nú annars konar óþægindi, sem eru bein afleiðing af því hve lokað samfélag þeirra er. Þróunin í landinu hefur orðið með öðrum hætti en innan samyrkjubúanna, einkum hefur efnahagsþróun landsins leitt til misskiptingar lífs- gæðanna og skipt þjóðinni í ríka og fátæka. Þeir síðarnefndu líta öf- undaraugum til samyrkjubúanna og telja sig vera arðrænda af efnuð- um ibúum þeirra. Þótt þetta hljómi eins og öfugmæli er þetta þó ein af þeim staðreyndum sem íbúar sam- yrkjubúanna verða að horfast í augu við, sem ef til vill má rekja til einangrunar þeirra, en raunar stendur það öllum opið sem það vilja að fíytjast til samyrkjubúanna og deila kjörum með íbúunum þar. Andúð hinna fátæku íbúa lands- ins og rótgróinn fjandskapur hægri aflanna gegn þessu sósíalska samfé- lagi mun eiga drýgstan þátt í því sambandsleysi sem ríkir milli íbúa samyrkjubúanna og annarra íbúa landsins. En þróunin virðist stefna frá einangrun til aukins samneytis við aðra, auk þess sem pólitísk sannfæring er ekki lengur þunga- miðjan í öllum ákvörðunum fólks- ins. Vináttu- og fjölskyldutengsl ráða mun meiru nú orðið. Hins vegar hafa samyrkjubúin sem slík sterka stöðu. Það er heil- brigt samfélag þar sem æskilegt er að dvelja og ala upp börn sín. Menntun er þar með því besta sem gerist, félagsaðstoð sem hægt er að reiða sig á, lífskjörin á svipuðu stigi og á Norðurlöndunum og lítið um afbrot og vímuefnaneyslu. Enn eru grundvallarboðorðin í heiðri höfð — að vinna eftir megni og neyta ekki umfram þarfir. Draumar brautryðjendanna hafa því vissu- lega ræst. Þótt samfélagsskipanin í heild hafi þróast með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir, þá hefur samt draumsýn þeirra verið gerð að veruleika.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.