Alþýðublaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ n mrty Föstudagur 8. ágúst 1986 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Þjóðveg- ur á þaki heimsins Eftir 11 ára þrotlaust starf hafa kínverskir vegagerðarmenn nú loksins lokið við að breikka og leggja bundið slitlag á fjallaveginn sem tengir saman höfuðborgir Tíbets og Qinghaifylkis á hæstu há- sléttu veraldar. Vegurinn, sem er 1.937 km lang- ur, er að meðaltali 3.500 metra fyrir ofan sjávarmál og hann liggur um svæði þar sem jörðin er frosin allt árið um kring, allt niður á 40—120 metra dýpi. Vegarlagningin var gíf- urlegum erfiðleikum bundin vegna frostsins í jörðinni, vegna mikillar hæðar vegarstæðisins og mikillar fjarlægðar frá byggðu bóli. Fjallvegurinn frá Qinghai tjl Tíbet var upphaflega gerður á 6. áratugnum. Hann liggur frá Lhasa, höfuðborg Tíbets, til Xining, höf- uðborgar Qinghaifylkis. Frosið há- lendið sem vegurinn liggur um, þekur 1.47 milljón ferkílómetra, sem er 15% af flatarmáli Kínaveld- is. Flutningar eftir veginum eru mjög mikilvægir fyrir efnahag svæðisins. Eftir honum eru fluttir um tveir þriðju hlutar alls varnings sem þarf að flytja til Tíbet. Endurbætur á veginum hafa staðið óslitið frá árinu 1974 og þar til í ágúst í fyrra að síðasti vegar- kaflinn var formlega opnaður fyrir umferð. Heildarkostnaður við gerð vegarins var um 770 milljónir júsna eða sem svarar 10.55 milljörðum ísl. króna. Aðalvandamálið var að finna leiðir til að verja veginn fyrir frost- skemmdum, að sögn Liu Jilin verk- fræðings. Gera þurfti tilraunir með margar mismunandi tegundir af bundnu slitlagi, þar sem stöðug umskipti frosts og hláku ollu vega- skemmdum. Vegurinn var breikk- aður úr sex metrum í níu og bætt við mörgum brúm og jarðgöngum. Nú er hægt að aka eftir veginum með 60 km hraða á klst. að meðal- tali í stað 30 km hraða áður, sem sparar bæði tíma og eldsneyti. Það tekur nú helmingi skemmri tíma að aka vörubíl á milli Xining og Lhasa en áður, eða tvo daga í stað fjög- urra. Vinnuaðstæður voru mjög erfið- ar við vegarlagninguna. Verka- mennirnir voru oft orðnir úrvinda af þreytu eftir aðeins hálftíma vinnu, þar sem súrefnisinnihald loftsins var helmingi minna á há- sléttunni en við sjávarmál. Kuldinn var lika mikið vandamál Hitastigið fer sjaldan upp fyrir frostmark á 560 km kafla, enda er vegurinn í allt að 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðalárshitinn á þessu svæði er h-5 gráður á Celcius og hitastigið fer oft niður fyrir -h 30 gráður á veturna. Það tók 11 ár að leggja bundið slitlag á allan veginn og tafði það sérstaklega fyrir að flytja þurfti ófrosinn ofaníburð langar leiðir. Það voru gerðar margar tilraunir með slitlag sem hentaði á veginn. Fljótlega eftir að bundið siitlag var lagt á hluta vegarins kom í ljós að malbikið varð mjúkt vegna áhrifa útfjólublárra geisla í þunnu and- rúmsloftinu. En vegna kuldans var malbikið frosið meirihluta ársins. Bílar gátu þess vegna ekið eftir veg- inum, en þeir urðu að fara hægt og undirlagið á veginum skreið til, sem Það kvað vera fallegt í Kína aftur olli skemmdum á ræsum, brúm og byggingum meðfram veg- inum. Stjórnvöld gripu fyrst til þess ráðs að staðsetja marga vegavinnu- hópa við veginn til þess að hægt yrði að gera jafnóðum við skemmd- ir og halda veginum opnum. En það var algerlega óviðunandi lausn að láta menn dveljast langdvölum á þessari eyðimörk, þar sem nístings- kaldir vindar blésu. Þess vegna var skipaður tvö hundruð manna rannsóknarhópur til að finna lausn á frostskemmdun- um. í hópnum voru vísindamenn og sérfræðingar í vegagerð frá níu vísinda- og rannsóknastofnunum, þ.á.m. frá Vegagerð ríkisins, Kín- versku vísindaakademíunni, jökla- rannsóknastofnunum og jarð- fræðistofnunum í Peking, Lanzhou og Tibet. Rannsóknahópurinn kom á fót tilraunastöð í Kunlunfjöllum í 4.700 km hæð þar sem er frost allt árið um kring. Þar gerði hópurinn ýmsar tilraunir til að kanna áhrif hitabreytinga og annarra umhverf- isþátta á slitlag, vegagrunn og ræsi. Tveggja kílómetra tilraunabraut var gerð við tilraunastöðina með mis- munandi tegundum slitlags og und- irlags. En allar tilraunir sem gerðar voru með tjöru fram til ársins 1979 misheppnuðust. Svart malbikið dró til sín hita í sumarsólinni og þýddi frostið úr undirlaginu einn til tvo metra niður í jörðina. Við það seig vegurinn og varð ófær. Þegar veg- urinn fraus aftur raskaðist undir- staðan svo vegurinn eyðilagðist þannig mjög fljótt. Eftir 5 ára tilraunir fannst loksins lausn. Hún var fólgin í því að setja þykkt undirlag af þurrum ófrosn- um jarðvegi ofan á sífreðna jörðina og þekja það síðan með nýju plast- kenndu slitlagi (polypropylene). Sérfræðingarnir telja að með þessu sé komið í veg fyrir að jörðin þiðni á sumrin vegna hita frá slitlaginu. Nýja slitlagið er svipað malbiki hvað varðar styrkleika, teygjanleika og endingu, en það er silfurgrátt á litinn, sem gerir það að verkum að það endurkastar sólarljósinu og hitnar ekki eins mikið og svart mal- bikið. Þannig minnkar hættan á að undirlagið þiðni vegna sólarhita. Talsmaður flutningaráðuneytis- ins segir að reynslan af lagningu þessa vegar muni hafa mikla þýð- ingu fyrir vegarlagningu á mörgum öðrum stöðum. En mest er um vert fyrir fólk sem býr á svo afskekktum stöðum að hafa öruggt vegarsam- band allan ársins hring. Molar Klofningshreppur Klofningshreppur í Dölum verður ekki lengur til eftir næstu mán- aðamót. Þá verður honum skipt á milli tveggja nágrannahreppa. Þetta er gert i samræmi við ný sveitarstjórnarlög, en samkvæmt þeim á að leggja niður hreppa með færri en 50 íbúa. í Klofningshreppi voru íbúarn- ir aðeins 23 þegar íbúatalning fór síðast fram hinn 1. desember á síðasta ári. Það var því tæpast von á öðru en hreppurinn yrði lagður niður. Hitt er svo annað mál að nýju lögin munu ekki kveða sérstak- lega á um að hreppum skuli skipt við niðurlagningu, en þó þykir hinum vísustu mönnum sem ekki hafi verið von til annars en hreppsfélag með þessu nafni yrði klofið. Eða kannski bendir þetta einfaldlega til framsýni þeirra manna sem völdu hreppnum þetta. nafn í upphafi. • Skotnir hægt Frá Nígeríu berast þær fregnir að þar í landi hafi nú verið tekin í notkun ný aðferð við aftökur. Þeir menn sem þarna eru afrétt- aðir, eru sem sé skotnir hægt, ef svo mætti að orði komast. Þetta er gert þannig að aftöku- sveitin beinir fyrstu kúlnahríðinni að öklum hinna dauðadæmdu, en síðan eru látnar líða fimm mínút- ur, þar til skotið er aftur og er þá miðað nokkru ofar. Síðan eru enn látnar líða fimm mínútur þar til aftur er skotið og þannig koll af kolli, þar til fórnarlambið er dautt. Það fylgir sögunni að þessi að- ferð sé viðhöfð til að hræða menn frá að drýgja þá glæpi sem dauða- refsing er við lögð. • Góður fyrirvari Sjálfsagt muna margir eftir al- þjóðlegu fiskveiðisýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni haustið 1984. Nú er verið að und- irbúa næstu sýningu sem reyndar verður ekki haldin í haust, heldur haustið 1987 eða eftir rúmt ár undir nafninu „Icelandic fisheries exhibition". í kynningarbréfi sem borist hefur frá fyrirtæki því sem annast þessa sýningu, en það hefur aðset- ur í Bretlandi, segir m.a. að menn geri sér vonir um enn meiri þátt- töku en síðast, en þá munu um 250 fyrirtæki hafa tekið þátt í sýn- ingunni. Fyrirtæki þessi voru alls frá 16 löndum og sýningarsvæðið náði yfir u.þ.b. 4.000 fermetra. Að því er segir í kynningarbréf- inu, hafa nú þegar fjöldamörg fyrirtæki boðað þátttöku sína í sýningunni á næsta ári, flest þeirra frá hinum Norðurlöndun- um, en einnig munu hafa borist pantanir frá fyrirtækjum í Vestur- Þýskalándi og víðar að. • Goðsagnir fjúka Ein þeirra goðsagna sem gengið hafa mann fram af manni gegnum aldir, er sagan af Vilhjálmi Tell og lásboganum hans. Vilhjálmur var Svisslendingur svo sem kunnugt er, og samkvæmt sögunni á hann að hafa skotið sundur epli á höfði sonar síns — og að sjálfsögðu sendi hann örina úr lásboganum sínum. Þetta hefur okkur öllum að sjálfsögðu' þótt skemmtjleg saga og þvi hefur fólk gjarna vilj- að trúa því að hún væri sönn. Nú er hins vegar kominn í ljós sá galli á gjöf Njarðar, að Vil- hjálmur heitinn Tell, hefur ekki með nokkru móti getað haft lás- boga undir höndum, þar sem þetta vopn var óþekkt í Sviss á þrettándu öld, þegar Vilhjálmur Tell var uppi. Svissneskur sagnfræðingur hefur nú bent á þessa staðreynd og þar með væntanlega aflífað goðsögnina um Vilhjálm Tell. Samkvæmt sögulegum heimild- um mun lásbogi hafa verið notað- ur í fyrsta sinn á þessum slóðum árið 1388, eða um hundrað árum eftir að Vilhjálmur var hættur vopnaskaki. Á hinn bóginn gæti náttúrlega verið að Vilhjálmur hafi bara not- að venjulegan boga . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.