Alþýðublaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. september 1986 'RITSTJORNARGREIN' Uppgjör Gunnars Guðbjartssonar Einhver harðasta árás, sem gerð hefur verið á íslenska landbúnaðarstefnu, birtist i forystu- grein í nýútkominni Árbók landbúnaðarins. Greinina skrifar enginn annar en Gunnar Guð- bjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Hann fullyrðir, að frá því af- urðasölulögin voru sett árið 1935 hafi aldrei verið jafn illt ástand á búvörumarkaði landsins eins og verið hefur frá 1. september síðastliðn- um. Gunnarsegir, að með nýjum lögum, sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, hafi Framleiðslu- ráð landbúnaðarins aðeins orðið lítilfjörlegur umsagnaraðili, sem nánast ekkert tillit sé tekið til. Völdin hafi verið færð í landbúnaðarráöu- neytið, eða aðrar opinberar stofnanir eða látin lönd og leið í samkeppni duttlungafulltrar markaðshyggju. Það hlýtur að hrikta víða í landbúnaðarkerf- inu, þegar maður á borð við Gunnar Guðbjarts- son, sem hefur verið einn helsti forystumaður í íslenskum landbúnaði um langt árabil, gerir svo harða hríð að lagasetningu, er hafði þann megin tilgang að bætahag bændastéttarinnar. Gunnar gefur það fyllilega í skyn, að öfl mark- aðshyggjunnar ráði ferðinni í sölumálum land- búnaðarins. Hann segir m.a. orðrétt: „Hvort hin nýju framleiðslulög skapa þjóðinni örlagadóm eða valda straumhvörfum til góðs, ræðst af því hvort stjórnvöld hafa kjark til að hafna stjórn- lausri markaðshyggju samkeppnismanna og taka upp skipulag félagshyggju í staðinn og viðhalda raunhæfri byggðastefnu." Gunnar fullyrðir, að stjórnleysi ríki i fram- leiðslu á nautakjöti, svínakjöti og fuglakjöti og það geti riðið sauðfjárframleiðslunni að fullu. Ekki verði búandi við það til lengdar að allt kjöt sé selt á útsölu. Slíkt verði dauðadómur á alla kjötframleiðslu í landinu. Fyrirsögn þessarar harðorðu forystugreinar er „Örlagatímar". Og það hljóta að vera miklir örlagatímar hjá þessari mikilvægu atvinnu- grein þjóðarinnar, þegar forystumenn bænda- samtakanna ráðast gegn forystumönnum Framsóknarflokksins, sem fara með allt vald í landbúnaðarmálum. Hér verður ekki lagður dómur á þær hvatir, sem að baki skrifum Gunnars kunnaað búa. En hann vill viðhalda því miðstýrða sölukerfi land- búnaðarins, sem hér hefur öllu ráðið um ára- tuga skeið. Af hans hálfu er þetta heiðarleg til- raun til varnar sauðfjárbúskap í landinu, en hann gleymir því, að það erekki áhans valdi að breyta neysluvenjum landsmanna. Grein Gunnars verður tilefni mikilla deilna. Reykjavík að verða ófær Götur Reykjavíkur eru að verða ófærar af bíl- um. Aldrei fyrr hefur umferðaröngþveitið í borginni verið meira en nú. Hvorki er hægt að komast áfram með góðu móti, né leggja bílum. Umferðin er einn allsherjar óskapnaður. Ástæðurnarfyrirþessu eru margvíslegar; mikil fjölgun bifreiða, lágt verð á bensíni og gatna- gerðarframkvæmdir, sem hafa tafið og truflað umferð í allt sumar. Þetta ástand hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni. Það verður að leita allra leiða til aö minnka öngþveitið. Það verður að hvetjaíbúaborgarinnartil að notaalmennings- vagnaog bætaþjónustu þeirra, komafyrirbíla- stæðum utan miðbæjarkjarnans og endur- skoða skipulag umferðarmála. Það ber að fagna þeirri kynningarherferð, sem Strætisvagnar Reykjavíkur hafa nú byrjað und- ir kjörorðinu „Ailir með strætó". • • Okumenn gefið okkur grið' Umferðaráð minnir á, að næstu vikurnar munu þúsundir skólabarna leggja leið sína um göturn- ar á leið úr og í skóla. Mörg þeirra aldrei ein og óstudd út á götu farið, því sé nauðsynlegt að sýna aðgœtni og gott fordœmi í umferðinni. Nú fer í hönd einn hættulegasti tíminn í umferðinni, sólin lækkar á lofti, daginn tekur að stytta og rökkrið tekur völdin morgna sem kvöld. Um leið og þessar breyting- ar eiga sér stað fjölgar gangandi vegfarendum stórlega. Þúsundir skólabarna hefja skólagöngu núna í byrjun mánaðarins og það sem meira er — milli fjögur- og fimmþúsund, nýir og óreyndir, sex til sjö ára vegfarendur bætast í hóp þeirra sem fyrir eru. Þrátt fyrir að þetta séu „sjálf- stæðir vegfarendur" þá er þeint meiri hætta búin í umferðinni en hinum fullorðnu. Þekkingar- og reynsluleysi háir þeim, en einnig að aðstæður og umhverfi er fyrst og fremst sniðið fyrir fullorðið fólk. Börnin skynja unthverfið líka á annan hátt en hinir eldri. Vegna smæðar sinnar sjá þau að- eins það sem næst þeim er. Þau eiga erfitt með að greina úr hvaða átt hljóð berast. Þau eiga ekki auðvelt með að meta réttan hraða, fjarlægð og fjölda ökutækja á ferð. Það kemur því í okkar hlut að fræða hina nýju vegfarendur, kenna þeim almenna varkárni og sýna þeim tillitsemi og gott for- dæmi í umferðinni. Hvað varðar ökumenn, þá ber þeim að sýna aðgætni og draga úr hraða í ná- grenni skóla, við gangbrautir og þar sem þeir sjá að börn eru á ferð. Lítum ávallt á börn sem „lif- andi hættumerki". En ökumenn bera ekki einir ábyrgðina. Hún er ekki síður í höndum foreldra og skóla. Til þess að auðvelda foreldrum þessa fræðslu hefur Umferðarráð í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið sent öllum nemendum sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn upplýsingabréf „Á LEIÐ í SKÓLANN". Þar er að finna ýmsar upplýsingar og ráðlegging- ar ásamt spurningalista um um- ferðaraðstæður. Með svörum for- eldra geta kennarar yngstu deild- anna lagt áherslu á þau vandamál sem fyrir eru í umferðinni. For- eldrum er m.a. bent á að mikil- vægt er að fylgja barninu fyrstu skóladagana og hjálpa því að finna öruggustu leiðina til og frá skóla. í septembermánuði er slysa- tíðni skólabarna að jafnaði meiri en aðra mánuði ársins. Tökum því höndum saman og komum í veg fyrir þessi hræðilegu slys. Höfum eftirfarandi í huga: drögum úr ferð, gætum að gangandi vegfar- endum, búum okkur undir skammdegið og notum endur- skinsmerki. HYGGJUM AÐ VELFERÐ VAXANDI KYN- SLÓÐA. Verðgœsla sítrónum. Þar sem þær voru ódýr- astar kostuðu þær 69,50 kr. kg en 124.- kr. kg þar sem þær voru dýr- astar. Þarna munar 54,50 kr. á kg eða 78,4%. Verð á Pepsi Cola í 1,5 lítra um- búðum er frá 68.- kr og allt upp í 89.-kr. Framleiðandi Pepsi hefur undanfarið auglýst verðlækkun á gosinu en misbrestur virðist vera á að verslanir hafi lækkað útsöluverð hjá sér. Þrátt fyrir frjálsa álagningu á gosi lítur einkennilega út að þegar framleiðandi leggur út í auglýsinga- herferð vegna verðlækkunar skili hún sér síðan ekki til neytenda nema í einstökum verslunum. Rœðismenn 1 möguleikar þess á sviði utanríkis- verslunar vera miklir, en betur þyrfti að halda á spöðunum í mark- aðsleit, markaðssetningu og vöru- úrvali. Það vakti mikla ánægju á sam- komunni á miðvikudagskvöld þeg- ar Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, vatt sér upp á sviðið á Broadway, settist þar við flygil og lék hressilegt frumsamið lag. — Og þannig lauk þeirri góðu heimsókn, sem var til fyrirmyndar. Blind-' hæðir og brýr eru vettvang- ur margra um- ferðarslysa. Við slíkar aðstæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. UMFERÐAR D ýjH VERÐCÆSIA VERÍXSESLA \TRÐG€SLA VERÐG€SLA Vörutegundir Nafn á búð: Austurborg Stórholti 16 Nafn á búð: Hamrakjör Suóurveri Nafn á búð: Herjólfur Skioh. 70 Nafn á búð: Kjöthöllin • Háteiasv. 2 Nafn á búð: KRON " Sta,kkahl. 17 Nafl) á búö: Noatun Nóatúni 17 Nafn á búö: 3S Lauaaveai llí Naín á, búð: Sunnubuóin Mávahlíó 26 Nafn á búð: Sunnukjör Skaftahl.24 Mism. hæsta Kr: ver og læasta ÓS %: Kindahakk 1 kg 259,80 |D 170,00 Jf. 330,00 189,00 298,00 289,00 160,00 94,1 Nautahaldc 1 ka 359,00 399,00 377,00 390,00 238,00 * 303,00 376,00 395,00 161,00 67,6 iÆrissn.úr miólæri 1 kg 371,00 382,00 288,00 380,50 380,00 371,60 371,00 36777 5T76Ö 3776 K-jötfars 1 kg 218,50 179,00 4F 193,00 180,00 204,00 205,00 204,90 195,00 39,50 22,1 Paprika, græn, 1 kg 269,00 -¥■ 329,00 295,00 320,00 329,00 324,30 306,00 329,00 329,00 60,00 22,3 Sitrónur 1 kg 89,00 82,60 69,50 Jf. 124,00 85,00 80,00 83,80 104,90 89,70 54,50 78,4 Fiskbúóinour Ora 855 a 138,80 153,30 153,30 149,00 144,00 144,50 149,95 138,90 14,50 10,4 Rauókál Ora 450 g 52,10 55,30 59.00 54,00 52,00 50,10 54,05 55.30 8,90 17,8 Gunnars naiones 400 g 59,50 59,90 60,70 59,00 58,00 55,00 úft. 60,70 57,20 5,70 10,4 Vanilluis 1 litri 98,40 98,40 98,00 ■¥■ 98,00 -¥- 98,40 98,40 98,40 98,40 0,40 0,4 Weetabix 12 stk í pk 60,40 71,80 59,50 -¥- 12,30 20,7 Kellog s komfl. 1 kg 231,60 219,50 218,00 * 219,70 13,60 6,2 HP bakaóar baunir 439 g 81.50 0 0 HP sósa 255 a 63,70 63,70 63,50 -¥- 63,50 4F 63,50 Jf. 0,20 0,3 Cerebos borósalt 750 g 55,90 51,50 •¥ 54,00 56,50 52,70 55,85 55,90 5,00 9,7 Pepsi Cola 1,5 litri 75,00 89,00 69,00 85,00 68,00 -¥- 85,00 85,00 68,00 ^. 21,00 30,9 Trópí appelsinusafi 1/4 22,50 23,90 22,00 23,00 22,60 23,30 22,20 22,45 21,90 -¥- 2,00 9,1 Don Pedro kaffi 200 g 93,00 83,20 92,50 88,00 93,50 92,50 90,10 92735 92.30 10,30 12,4 Vex þvottaduft 3 kg pk 309,00 295,80 292,80 243,00 -¥■ 66,00 27,2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.