Alþýðublaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1986, Blaðsíða 1
alþýðu Laugardagur 27. september 1986 185. tbl. 67. árg. SOS-tillagan samþykkt: „Tvístraðir hópar fá litlu áorkað“ Mikil eftirspurn eftir fiski: Mikið gengið á birgðir — segir Sigurður Markússon framkvœmda- stjóri Sjávarafurðardeildar SÍS segir Haukur Helgason skólastjóri. Stjórn og samninganefnd BSRB samþykkti á sameigin- legum fundi tillögu frá Hauki um að hefja undirbúning að sameiginlegum vettvangi fyrir opinbera starfsmenn sem eina heild. „Þetta er vandamál og þá ekkert sérstaklega bundið við okkar fyrir- tæki né heldur við frystinguna al- mennt. Það hefur komið í Ijós að það er feiknanlega mikil eftirspurn eftir fiski, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, og það virðist vera að hérumbil allir, sem hafa fisk til sölu, geti selt meira en þeir selja núna. Þó er gengið svo á birgðir að við munum ekki eftir öðru eins“, sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. En forsvarsmenn í fiskvinnslunni hafa lýst yfir nokkrum áhyggjum að undanförnu um að ekki takist að sinna hefð- bundnu mörkuðunum á næstunni og jafnvel að það geti valdið óbæt- anlegu tjóni. Á sama tíma og vantar fisk til að sinna traustum mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu eykst ferskfisk útflutningur til muna. — Alþýðublaðið spurði Sigurð hvort þessi mikla vöntun á fiski gerði ekki einnig að verkum að gæði yrðu lak- ari, reynt væri að keyra sem mest í gegn á sem stystum tíma. „Nei, ég sé engin rök fyrir því að við missum gæðin niður“, sagði Sigurður. „Það má ekki gleyma því að það er heilmikið apparat i kring- um þetta. Þessi gæðastandard verð- ur ekki til af sjálfum sér því það eru fastir þættir í framleiðslunni sem gera það að verkum að við getum framleitt góða vöru allan ársins hring. Að hluta til gerist þetta í sölusamtökunum, að hluta hjá framleiðendum og svo hjá Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða. „Nei, ég held að það gerist ekki að menn hugsi sem svo: að fyrst allt seljist, geti menn hætt að vanda sig. Ég held við höfum hæfara fólk við fiskvinnsluna en það enda hef ég ekki fundið neina tilhneigingu í þessa átt“, sagði Sigurður. „Það veður nóg að gera í vetur, þar sem stutt er í kosningar og flokkurinn er í sókn og með Jón Baldvin og Jóhönnu í fararbroddi munum við fylgja mjög fast eftir þeim byr sem við höfurn", sagði Jón Ármann Héðinsson nýkjörinn for- maður Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur í samtali við Alþýðublaðið í gær. En fjölmennur aðalfundur var haldinn í félaginu s. 1. miðvikudags- kvöld. Góð stemmning var á fund- Víða vantar nú fólk til starfa í fiskvinnslu og vilja sumir meina að það sé sá þáttur sem hafi einna verst áhrif á rekstrarafkomu sumra fyrir- tækjanna. „Jú, það hefur mikið verið talað um það upp á síðkastið", sagði Sig- urður. „En ég tel að það geti ekki haft bein áhrif á gæðin. Hins vegar hefur það áhrif á hvað menn fram- leiða, í hvaða pakkningar". Sem dæmi nefndi hann að fyrirtæki sem hefði nóg vinnuafl og er með þorsk það mundi væntanlega frainleiða á Bandaríkjamarkað, sem gæfi mest í aðra hönd núna. Hins vegar ef fyr- irtækið hefði nóg af þorski en lítið vinnuafl þyrfti það að framleiða í hraðunnari pakkningar og þá líkast til á Evrópumarkað." Á stjórnarfundi í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkurí fyrradag urðu miklar umræður um eigenda- skipti á stórum fyrirtækjum og stöðu starfsfólks hjá þeim. Á fund- inum var samþykkt harðorð álykt- un um þetta mál. Þar segir orðrétt: Verslunarmannafélag Reykjavíkur átelur harðlega þau vinnubrögð eigenda verslana, sem seldar hafa verið að undan- förnu að halda fyrirhugaðri sölu fyrirtækjanna leyndri fyrir starfsfólki þeirra. Harma ber það virðingarleysi inum og mikill hugur í mönnum um eflingu félagsins á næstunni. Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismað- ur og varformaður flokksins flutti ávarp og greindi frá nokkrum veigamestu málum Alþýðuflokks- ins svo sem lífeyrismálum og hús- næðismálum. Ræddi hún kosning- arnar framundan og hvatti menn til starfa. Með Jóni Ármann í stjórn voru kosnir: Maríanna Friðjónsdóttir, „Það hefur m. a. komið vel í Ijós í samningsréttarmálinu, sem nú er efst á baugi að það er bráðnauðsyn- legt að finna málum ákveðinn far- veg. Það tekur náttúrlega tíma, en það er enginn vafi á því að samstaða allra opinberra starfsmanna er tæki sem hægt er að grípa til hvenær sem mikilvæg mál eru á feröinni. Við sjáum til dæmis fram á lífeyrismál- in núna og slík samstaða sem verið er að tala um ríöur eiginlega bagga- muninn um hvort opinberir starfs- menn nái því fram sem þeir vilja og þurfa“, sagði Haukur Helgason skólastjóri í samtali við Alþýðu- blaðið í gær aðspuröur um tillögu hans er hlaut samþykki á fundi stjórnar og samninganefndar BSRB um að skora á öll stéttarfélög hjá ríkinu a hefja þegar undirbún- ing að samstarfsvettvangi þar sem opinberir starfsmenn geti komið fram sem ein heild í baráttu fyrir mikilvægum hagsmunamálum. Undanfarið hafa samtökin, BSRB og segja má líka BHM nokk- sem starfsfólkinu er sýnt, með því að tilkynning um söluna skuli berast til fjölmiðla, áður en starfsfólk verslananna fær um hana vitneskju. Eru slík vinnubrögð vítaverð og síst til eftirbreytni. Þessar umræður í stjórn Verslun- armannafélags Reykjavíkur koma í framhaldi af kaupum KRON á vesl- uninni Víði í Mjóddinni í Reykja- vík, en starfsfólk verslunarinnar hafði enga hugmynd um kaupin fyrr en gengið hafði verið frá samn- ingum. Ásgerður Bjarnadóttir, Sighvatur Björgvinsson, Davíð Björnsson, Lárus Þorvaldsson og Viðar Schev- ing. Stjórnin mun fljótlega skipta með sér störfum. Varamenn voru kosnir Örn Karlsson, Ólafur Kails- son og Marías Þ. Guðmundsson. Jón Ármann Héðinsson. uð tvístrast. Það er e. t. v. vegna þess að sú samningsréttarlöggjöf sem við búum við svarar ekki til þess tíma sem við lifum. — Nú eru hins vegar horfur á því að félögin hvert fyrir sig fái samningsrétt og þetta skapar alveg nýjan grundvöll fyrir heildarsamstarf opinberra starfs- manna“, sagði Haukur. „Það yrði þá alveg á frjálsum grundvelli hvernig samtökin ynnu saman en við höfum dæmi fyrir okkur t. d. innan ASÍ. Það er augljóst að verði opinberir starfsmenn í tvístruðum hópum, hingað og þangað, þá munu þeir litlu fá áorkað þegar ein- mitt mest ríður á. Það er verið að skapa samstarfsgrundvöll þó ég sé ekki að segja nákvæmlega hvernig hann eigi að vera en umræðan er farin strax af stað og það tekur tíma að ræða þessi mál. Alþýðublaðið spurði Hauk hvernig undirbúningnum yrði hátt- að. Sagði hann að málin hefðu nú fyrst og fremst verið rædd í bak- sveitunum. Hann sagðist ekki vita til að þetta hafi ennþá mikið verið rætt af „toppnum“. En það er oft einmitt þrýstingur frá baksveitum sem knýr fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar, og finna oft bet- ur þörfina fyrir samstöðuna. En ég er ekki í nokkrum vafa að forystan, hvar í sveit sem hún er muni finna þörfina fyrir þessu". Haukur sagði að auðvitað í könnun Verðlagsstofnunar hef- ur komið í Ijós, að heildsöluálagn- ing á innfluttum kartöflum hefur hækkað. Stofnunin segir, að kart- öfluinnflutningi til landsins sé nú lokið um sinn, en upplýsingarnar um hækkun heildsöluálagningar gefi fyllsta tilefni til að mjög náið verði fylgst með verðmyndun á kartöflum, þegar innflutningur á þeim hefst að nýju. f frétt Verðlagsstofnunar segir meðal annars: Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um verðlagningu á kartöflum. Hefur verið drepið á ýmis atriði sem valdið hafa verð- hækkunum á þeim s.s. jöfnunar- gjald á innfluttum kartöflum, verð- hækkun framleiðenda á innlendum sumarkartöflum o.fl. Verðlagsstofnun hefur kannað verðmyndun á kartöflum sem flutt- ar voru til landsins í sumar. Gerð var athugun á verðlagningu á fyrstu sendingunni sem flutt var inn í lok júnímánaðar og síðustu sending- unni sem kom í lok ágústmánaðar. Nokkur fyrirtæki önnuðust þenn- an innflutning og verðlögðu þau kartöflurnar með misjöfnum hætti. í fyrstu sendingunni reyndist álagning þriggja innflutningsfyrir- tækja ofan á kostnaðarverð vera á bilinu 8,3% til 32,6%. Því til við- bótar var reiknuð rýrnun 5% til 20% af kostnaðarverði eftir því hvort innflutningsfyrirtækin pökk- uðu og flokkuðu kartöflurnar sjálf. í síðustu sendingunni hafði inn- kaupsverðið erlendis frá lækkað nokkuð (6—30%) en heildsöluverð hafði hins vegar hækkað hjá tveim- Haukur Helgason. hengdu menn sig oft í smáatriðum, en miðað við þann einhug og vilja sem komu fram á fundi srjórnar og samninganefndar þurfi engu að kvíða um framhaldið. Blaðamaðurinn spurði Hauk hvort það væri ekki í raun verið að skipta um forystu. „Það er ekkert sem segir það í sjálfu sér“, sagði hann. „Við verðum t. d. að athuga það að starf BSRB hefur verið 80 til 90% að fjalla um samningamálin, setja fram launakröfur og standa í samningum. Þegar samningamálin eru tekin frá heildarsamtökum og sett alfarið til félaganna þá er algjör óvissa um á hvaða- hátt samtökin koma þar inn í. Það gerist náttúr- lega af og til að skipt er um forystu en það er engin kominn til með að segja í hvaða formi þetta samstarf verður. Ég hef t. d. bent á leið ASÍ félaganna, en getur vel verið að það sé til önnur leið. Það verður um- ræðan að leiða í ljós“. ur fyrirtækjanna um 5—10% en lækkað hjá einu um 24%. í ljós kom að álagningin í heildsölu hafði hækkað frá því í júní hjá fyrirtækj- unum þremur og var orðin 22— 76%. Innflytjendur gáfu m.a. þá skýr- ingu á hækkun álagningarinnar að rýrnun hafi verið mjög mikil á síð- ustu innfluttu kartöflusendingun- um. Gæslan fái sömu hækkun Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur hefur ákveðið, að beina þeim tilmælum til fjármálaráðherra, aðstarfsmenn Landhelgisgæslunnar fái sömu launahækkanir og löggæslumenn fengu fyrir skömmu. A fundi í félaginu á miðvikudag var samin ályktun, þar sem á það er bent, að gengið hafi verið frá veru- legum launahækkunum til lög- reglumanna og tollvarða fyrir að afsala sér verkfallsrétti. Umbjóðendur Sjómannafélags Reykjavíkur hjá Landhelgisgæsl- unni hafa lögum samkvæmt ekki verkfallsrétt, en starfa þó sam- kvæmt kjarasamningi farmanna, enda þótt kröfur séu gerðar til þeirra sem lögreglumanna ríkisins. Af þessum ástæðum hefur stjórn og trúnaðarmannaráð Sjómanna- félagsins ákveðið að beina því til fjármálaráðherra, að hann hlutist til um að starfsmenn gæslunnar fái sömu launahækkanir og fyrrnefnd- ir löggæslumenn hafa fengið vegna afnáms verkfallsréttar. rlokkssti( )rnar- u fundur á mánudag Flokkstjórn Alþýðuflokksins kemur saman til fundar í Félagsheimili Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi, Hamraborg 14a, klukkan 17:00 mánudaginn 29. þessa mánaðar Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Önnurmál. Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur: Jón Ármann kosinn formaður Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur: r Atelur leynd um sölu fyrirtækja Starfsfólki sýnt virðingarleysi Innfluttar kartöflur: Heildsöluálagn- ing hækkar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.