Alþýðublaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 30. október 1986 r-RITSTJÓRNARGREINi 1400 heildverslanir Oft er kvartað undan háu vöruveröi á íslandi og þaö með gildum rökum. Skemmst er aö minnast könnunar, sem Verðlagsstofnun efndi til, þar sem borið var saman vöruverð í Reykja- vík og Glasgow. í Ijós kom, að verö á ýmsum tegundum matvöru var margfalt hærra hér á landi. Nú er það svo, að verð á matvælum getur skipt sköpum ( framfærslukostnaði heimil- anna. Það yrðu umtalsverðar kjarabætur fyrir alla launþega ef unnt reyndist að lækka verð á helstu nauðsynjavörum frá þvl sem nú er. Til þess verður að leita allra leiða. Umfang verslunaráíslandi hefuraukist mikið hins síðari ár, og fjárfesting í verslun hefur sjaldan verið meiri en nú. I upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk frá Þjóðhagsstofnun, kemur fram, að heildverslanir á l'slandi voru tæplega 1400 árið 1984. Þetta jafngildir því, að hér sé ein heildverslun á hverja 168 neytendur. Af þessum fjölda heildverslana voru aðeins 36, sem unnu að útflutningsverslun, 1008 störfuðu að almennri heildverslun, 50 voru í bensín og olíuinnflutningi. Hjá 850 heiidversl- unum voru starfsmenn 5 eða færri. M enn getavelt því fyrir sér hver þörf eráslík- um fjölda heildverslana hér á landi, og hvaða áhrif það hefur til verðhækkana að svo margar heildverslanir þurfa að halda lífi með öllum þeim tilkostnaði, sem því fylgir. Neytendasamtökin hafa skorað á viðskipta- ráðherra að kanna hvort innflutningsverslunin i landinu sé með þeim hætti, að hagkvæmast sé fyrir neytendur. Þessi fjöldi heildverslana gefur fullt tilefni til þess að kanna þátt þeirra í þróun vöruverðs almennt, og hvort arðurinn af samkeppninni brenni upp ( rekstrarkostnaði. Þá er orðið mjög brýnt að kanna þátt flutn- ingskostnaðar (vöruverði hér á landi. Tollar og aðflutningsgjöld leggjast á flutningskostnað, og getur hann því haft mjög afgerandi áhrif á vöruverðið. Ekki eru miklar Kkur á því, að það sé á færi nema stærstu innflutningsverslana að ná skaplegum kjörum í flutningskostnaði, og er margt sem bendir til þess, að flutnings- kostnaður á mörgum mikilvægum vörutegund- um sé óeðlilega hár. Þessi atriði og mörg fleiri ber að kanna ræki- lega fyrir næstu kjarasamninga og leita allra leiðatil að náfram lækkun ávöruverði, sem eru raunhæfar kjarabætur. Söluskattur og tryggingar Að undanförnu hafa óvenjumörg fyrirtæki í þjónustu og verslun lagt upp laupana, orðið gjaldþrota og hætt rekstri. Það er áberandi hversu mörg þessara fyrirtækja skulda mikinn söluskatt. Við gjaldþrot tapar ríkissjóður oft háum fjárhæðum f ógreiddum söluskatti og vegna annarra vangoldinna skatta. Hér á landi hafa litlar takmarkanir verið á því hverjir geta stofnað fyrirtæki og hafið atvinnu- rekstur. Það er orðið mjög tímabært, að reglur verði settar um tryggingar fyrir greiðslum til hins opinbera. Þegar fyrirtæki geta t.d. ekki greitt söluskatt er það skattur, sem þegar er búið að hirða af neytendum, en ekki eru gerð skil á. Islenskum ferðaskrifstofum er gert að setja tryggingar áður en þær hefja rekstur, til að vernda viðskiptavininn. Með sömu rökum má gera kröfu til þess að önnur fyrirtæki setji tryggingar fyrir því að skattgreiðendur, neyt- endur, verði ekki fyrirtjóni, þegarfyrirtæki geta ekki gert skil á sköttum, sem þau hafa þegar innheimt hjá viðskiptavinum. Málefni 1 leiguaðilar að öðru leyti, sem gef- ur viðkomandi auðvitað sterkari búseturétt en annars væri. Þarna er tvímælalaust farið inn á nýja braut í möguleikum fólks til að koma sér fyrir. Við höfum líka ákveðið í samvinnu við Sunnu- hlíðarsamtökin hér, sem byggðu hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og bærinn tók líka þátt í á sínum tíma, að taka þátt í þeirri bygg- ingu, sem er að fara af stað þar sem verða verndaðar þjónustu- íbúðir, sem er sterkasti þátturinn í þjónustuíbúðakerfinu. Þar verð- ur bæði möguleiki á þrifum, allri þjónustu, mat og jafnvel hjúkrun, þar sem þetta verður byggt við Sunnuhlíð. Þarna ætlum við að eiga fjórar leiguíbúðir, auk þess sem við munum taka þátt í um það bil 50% af öllum kostnaði við þjónustuna við þessar ibúðir. Þjónustusvæði „Ennfremur erum við hér í Sæ- bólslandi með land og þar er einn- ig búið að skipuleggja íbúðir fyrir aldraða og þar erum við aftur að hugsa um íbúðir fyrir 60 ára og eldri, það er að segja þá sem vilja fara að minnka við sig og vilja vera út af fyrir sig í sérbýli og eru farnir að huga að þessum efri ár- um, en eru kannski ekki þurfandi fyrir að fara strax inn á mikil þjónustusvæði". „Það sem er alveg nýtt af nál- inni hjá okkur er að alveg á næst- unni verður tekið í notkun sam- býli fyrir aldraða í húsnæði sem okkur hefur tekist að útvega á leigukjörum. Hér er um að ræða mjög stórt einbýlishús og þar verður rými fyrir að minnsta kosti 12 aldraða einstaklinga sem eiga orðið erfitt með að búa lengur heima, en þurfa hins vegar ekki endilega hjúkrunaraðstoðar við eins og er í Sunnuhlíð. Þetta sam- býli verður með svokölluðu dval- arheimilisfyrirkomulagi, sem er allt nokkuð smærra í sniðum og verður rekið meira eins og stórt heimili. Og við erum mjög spennt að fá að vita hvernig þetta sambýli mun þróast. í þeim könnunum sem hafa verið gerðar, þá hefur fólk, þegar það er spurt, hafnað dvalarheimilisfyrirkomulaginu, en þessi tilraun með sambýli mun vonandi sýna okkur hvaða leiðir á að fara í þessu millistigi“. „Hér hefur til margra ára verið mjög öflugt félagsstarf aldraðra með nokkuð föstu sniði frá ári til árs. Á vegum þess félagsstarfs er meðal annars rekin matarþjón- usta, þannig að fólk getur komið hvaðan sem er út bænum og feng- ið sér að borða þarna. Sú matar- þjónusta er nú fjóra daga í viku. Það sem er dálítið spennandi í fé- lagsstarfi aldraðra, það er starf- semi sem ég held að sé ekki komin af stað neins staðar annars staðar en hér í Kópavogi og það er sér- stakur félagsskapur sem er eigin- lega sjálfstæður á með á fimmta hundrað félaga. Þessi félagsskap- ur heitir „Hananú!“ og er miðað- ur við aðlögun starfsloka eða mjúka lendingu við að Ijúka vinnuævi, það er þetta sem svo oft er talað um að fólk hætti ekki skyndilega að vinna, labbi heim og fari á eftirlaun og hafi þar ef til vill að engu að hverfa. í þessum félagsskap er byggt mest á eigin frumkvæði fólksins og ætlast til að það ákveði sjálft hvað það vill starfa og annað þess háttar, en framlag bæjarins er starfsmaður sem sér um að skipu- leggja hlutina fyrir fólkið og er með ýmsa þjónustu í sambandi við það sem fólkið er að gera. Inn- an hópsins er mjög fjölþætt starf- semi, eins og til dæmis bók- menntaklúbbar, náttúruskoðun- arklúbbar, tónlistarklúbbar og margt fleira, en þessi félagsskapur væri tilefni til alveg sérstakrar umfjöllunar“. „í lokin vil ég gjarna nefna vinnuklúbb aldraðra, en þar er leitast við að fá verkefni sem hægt er að bjóða ellilífeyrisþegum sem ennþá langar til að vera að vinna við eitthvað. Það eru núna um 30 manns sem eru að vinna í þessu verkefni og þeir fá vinnu 4 tima á dag. Þetta er ekki síst gert í endur- hæfingarskyni og eins er hér um að ræða félagslegt atriði. Fólk kemur þarna saman og vinnur sína vinnu. Þetta er fólk sem allt sitt líf hefur unnið hörðum hönd- um, þekkir ekki annað og getur ekki hugsað sér að hætta að vinna mjög skyndilega. Þetta er líka það fólk sem telur að vinnan sé það sem það þarf á að halda umfram allt og vill vinna eins lengi og það getur. Eins er í gangi hjá okkur athug- un á því að koma á fót dagvistun aldraðra. En það er ekki enn kom- ið í þann farveg að ég geti sagt til um hvernig það endanlega verður. En það er til bæjarstjórnarsam- þykkt fyrir því, að við settum í gang könnun, bæði hvar væri best að koma dagvistuninni á, hvernig og í tengslum við hvaða starfsemi sem við erum þegar með í gangi, sagði Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Hvað veldur 4 með í reikninginn. Sé aðaláherslan hins vegar lögð á eftirspurnarkenn- inguna, verða stjórnvöld að beita fjármagns- og lánapólitískum að- ferðum til að tempra heildareftir- spurnina í þjóðfélaginu. I norsku efnahagslífi virðist þurfa að beita báðum aðferðum að nokkru marki. Nauðsynlegt er að minnka heildareftirspurnina, sér- staklega að draga úr einkaneyslu, en einnig þarf að draga úr kostnaði við framleiðsluna. Það síðarnefnda á ekki aðeins við um launin, heldur þarf að hafa meira eftirlit með ein- okunarverðlagningu, með vöxtum og sjá til þess að skattar séu skil- virkari og réttlátara tæki til jöfnun- ar verðmætanna. Þær aðgerðir mega þó ekki verða á kostnað lág- launafólks, né leiða til aukins at- vinnuleysis. Áœtlanir 1 borg við Stangarholt. Kostnaður við þessi tvö heimili eru verulega undir því sem áætlað var, og hæpið að hægt verði að hefja starfsemi þar fyrír lok ársins. Borgarstjórinn lagði einmitt áherslu á, fyrir kosn- ingar, að framkvæmdum lyki við þessar tvær stofnanir fyrir áramót. Stefnt var að, að verktakar skiluðu verkinu fyrir 15. nóvember þannig að hægt væri að hefjast handa við innréttingar en nokkuð langt er í land svo það megi standast. Hins vegar má heita útilokað að stofnan- irnar geti opnað fyrr en í fyrsta lagi í lok desember eða byrjun næsta árs, sem verður að teljast líklegra. Gert var ráð fyrir að hanna og hefja framkvæmdir við tvær aðrar dagvistunarstofnanir á árinu, í Ár- túnsholti og í Seljahverfi. Svo virð- ist sem ekki hafi ennþá verið hreyft við þeim verkefnum.___________ Nefnd 1 koma því á framfæri við Alþýðu- flokksfólk að nefndin er tekin til starfa. Hún biður alla þá Alþýðu- flokksmenn sem áhuga hafa á að koma á framfæri við nefndina ábendingum og tillögum um væn- lega frambjóðendur, að gera það hið fyrsta. Nefndin mun síðan gera stjórn fulltrúaráðsins grein fyrir störfum sínum. Með hliðsjón af þeim tillög- um og ábendingum sem nefndinni berast, mun hún gera tillögu til stjórnar fulltrúaráðsins um það, með hvaða hætti endanlegt val frambjóðenda í efstu sæti fari fram. Samkvæmt lögum flokksins er það síðan fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það, hvaða aðferð verði viðhöfð við val frambjóðenda á lista flokksins. Þegar nefndin hefur lokið störfum sínum mun stjórn fulltrúaráðsins auglýsa fulltrúaráðsfund með góð- um fyrirvara. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGERA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.86-01.05.87 kr. 280,81 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.