Alþýðublaðið - 21.11.1986, Síða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1986, Síða 2
2 Föstudagur21. nóvember 1986 ■RITSTJÓRNARGREIN ' ■■ « . ■■■.. ..■■■■■■■■■■.. Örvænting Framsóknarflokksins Leiðari „Dags“ á Akureyri frá 18. nóv. er ókræsileg lesning. í upphafi leiðaranserfráþví skýrt hververði helstu baráttumál Framsóknar- flokksins I komandi kosningum. Þar verði !„lögð megináhersla á að áfram verði unnið markvisst að hjöðnun verðbólgu." n amingjan hjálpi okkur öllum á við um það hugmyndaferli allt saman. Hjöðnun verðbólgu sem framsóknarmenn eru þarna að státa af, náðist nefnilega með því að gera alþýðuheimili á íslandi allt að þvi gjaldþrota. Ef Framsóknar- flokkurinn hefur i hyggju að halda þeirri aftöku áfram, þá er eins gott að kjósendur segi þing- mönnum flokksins upp störfum frá og með næstu kosningum til Alþingis. Almenningur í landinu þolir síst af öllu meira af snjallræðum Framsóknarflokksins til að halda verðbólgu niðri. Fólk á ekki lengur fyrir skuldum, ekki peninga fyrir matarreikningi sínum, vandræði skapast á heimilum ef einhver fjölskyldumeð- limur þarf að fara til tannlæknis, föt utan á kroppinn kaupa menn ekki nema tilneyddir o.s.frv. Og nú boðar Framsóknarflokkurinn meira af svo góðu! Nei takk. I leiðaranum stendur einnig „að I byggðamál- um verði að snúa vörn í sókn“. Það er út af fyrir sig gott og blessað ef það er hægt eftir of- stjórn Framsóknar I landbúnaði. Kvótakerfi í landbúnaði, sem er ofsatrúaratriði í Framsókn- arflokknum, hverfur ekki eða lagast þótt fram- sóknarmenn lofi að tilbiðja það heitar og leng- ur en áður. Hitt er hins vegar liklegra að það gangi endanlega af landbúnaði á íslandi dauð- um. Þar má ekki miklu muna nú þegar. Búast má við að bændur hugsi sig tvisvar um áður en þeir krossa við Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Þá segir að „í kjaramálum verði áhersla lögð á að draga stórlega úr launamisrétti með hækkun lægstu kauptaxta og jafna þann mikla mun sem er á launum karla og kvenna og tryggja þann kaupmátt sem náðst hefur.“ í framhaldi af þessum ummælum væri rétt að framsóknarmenn löbbuðu sig niður I Sam- bandshús og vigtuöu saman launakjör karla og kvenna á þeim bæ. Einnig mætti telja hversu margar konur eru þar I áhrifastöðum I saman- burði við karla. Eins má geta þess að sam- bandsverksmiðjurnar á Akureyri hafa löngum státað af því að greiða hinum almenna iðn- verkamanni einhverlægstu laun álandinu. Það er því ekkert smáræðis verkefni sem Fram- sóknarflokkurinn á fyrir höndum: Að taka til I eigin herbúðum áður en þeir fara að heimfæra ömurðina upp á þjóðina alla. I leiðaranum segir einnig „að mikilvægt sé að bæta eiginfjárstöðu fslenskra fyrirtækja og hvetjatil virkrar þátttöku almennings I atvinnu- llfinu". Það er að skilja á leiðarahöfundi að al- menningur í landinu sem verður að vinna 10— 14 tíma á sólarhring sér til lífsviðurværis, — og dugar þó hvergi til, hafi fram að þessu ekki tek- ið þátt í atvinnulífinu! Það er mikil spurning hvort fólk sé með pólitísku réttu ráði sem lætur svona nokkuð frá sér fara. Húsnæðismál eru heldur ekki nefnd. Enda myndi það trúlega vefjast fyrir framsóknar- mönnum að útskýra nauðungaruppboðin, upp- gjöfina og ýmislegt fleira sem fylgt hefur stefnu núverandi ríkisstjórnar í húsnæðismál- um. Nei, góðir menn. Fólkið I landinu er hætt að trúa ykkur. Ö.B. Jón Baldvin 1 inu og útgjaldahliðinni að leysa málið svona: Útvegsbankanum yrði raunverulega skipt á milli tveggja ríkisbanka, Búnaðarbankans og Landsbankans. Þannig yrði engum einkaaðilum gefið eitt eða neitt. Því næst yrði ákveðið að breyta Búnað- arbankanum í hlutafjárbanka, þ.e. að segja að selja eignarhlut ríkisins í honum á almennum hlutabréfa- markaði. — Þetta væri skynsam- legra í fyrsta lagi: Þessi einkabanki yrði mun öflugri, heldur en bank- inn sem Seðlabankinn mælir með. í annan stað væri ekki verið að gefa neinum einkaaðilum meðgjöf. Það er fært til fé innan ríkisbankakerfis- ins og það síðan selt á almennum markaði. í þriðja lagi yrði hluta- fjáreign í svona stórum banka mun dreifðari. Þetta yrði fólkskapital- isminn en ekki fjárhagslegt klíku- veldi. I fjórða lagi væri meginmark- miðið að þessi banki væri nægilega öflugur til þess að geta veitt alhliða bankaþjónustu og þar með þjón- ustað atvinnulífið út á landi. Það væri ekki eins vonlítið og í fyrra til- vikinu. — Með öðrum orðum sýn- ist okkur að sú leið sem við boðum lýsi sömu markmiðum og komið hafa t.d. fram í málflutningi sjálf- stæðismanna, en hins vegar sé okk- ar leið líklegri til að ná þessum settu markmiðum", sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins. Framkvœmdanefnd um launamál kvenna: Störf kvenna verði endurmetin Póst- og símamálastofnunin AUGLÝSINGAR í SÍMASKRÁ 1987 Undirbúningur vegna prentunar á næstu símaskrá stendur yfir. Gögn varöandi pantanir á auglýsingum hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöövunum. Vinsamlega athugið að allar pantanir, endurpantanir eða afpantanir, eiga að vera skriflegar og hafa borist í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember—desember 1986. Allar nánari upplýsingar með pósti eða í síma. SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140 Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á ráðstefnu á veg- um Framkvæmdanefndar um launamál kvenna með konum úr stjórnum og samninganefndum verkalýösfélaganna innan ASI, fé- laga BHMR, BSRB og SÍB: „Ráðstefna haldin á vegum Framkvæmdanefndar um launa- mál kvenna í Reykjavík 8. nóvem- ber 1986 með konum úr stjórnum og samninganefndum verkalýðsfé- laga innan ASÍ, félaga BHMR, BSRB og SÍB bendir á að konur sætta sig ekki lengur við það launa- misrétti sem þær búa við á vinnu- markaði. Nýútkomin könnun Kj ararannsóknarnefndar staðfestir þetta launamisrétti hvar sem á er lit- ið. Sams konar launamisrétti kemur fram í nýlegri könnun Norrænna bankamanna. Ráðstefnan telur að endurmeta Bókafréttir Víkurútgáfan: Mannssonurinn eftir Kahlil Gibran — Þýðing: Gunnar Dal Mannssonurinn er annað fræg- asta verk Kahlil Gibrans. Hitt er ■ Spámaðurinn sem orðin er á íslandi þekktasta ljóðabók 20. aldarinnar og jafnframt sú bók sem oftast er vitnað í. Mannssonurinn er skáldverk sem fjallar um líf Krists. Fjöldi mis- munandi manngerða, sem eru sam- tímamenn Krists og hafa hitt hann verði nú þegar störf kvenna, þar sem vægi ábyrgðar á lífi og limum verði lagt að jöfnu við vægi ábyrgð- ar á fjármunum og tækjum. Það endurmat verði síðan grundvöllur nýs launakerfis. Ráðstefnan fagnar þeirri stefnu miðstjórnar ASI að leggja beri í komandi samningum megináherslu á að leiðrétta það mikla launamis- rétti sem nú ríkir milli karla og kvenna. Ráðstefnan skorar á samtök launafólks og atvinnurekenda að vinna að því að heilum hug að tryggja konum mannsæmandi laun fyrir dagvintiu í komandi samning- um. Hópuppsagnir stórra hópa kvenna á vinnumarkaði eru ör- þrifaráð. Verði ekki við spornað munu enn stærri hópar kvenna grípa til örþrifaráða" eru látnir lýsa honum og skoðunum sínum á honum. Einkaritari Gibrans, Barbara Young, lýsir því í ævisögu sinni, hvernig skáldið breytir um persónur við hvert ljóð eins og leikari á sviði, sem birtist í nýju og nýju gervi. Kahlil Gibran er kristinn Libani, sem fór fyrst um fermingaraldur til Bandaríkjanna og gerðist eitt þekktasta skáld þeirra. Bækur hans hafa selst um allan heim í milljón- um eintaka, einkum þó Spámaður- inn og Mannssonurinn. Danska skáldið Per Thorell segir í ritgerð um Mannssoninn: „Fáir eða engir geta lesið þessa bók án þess að komast nær hinum sanna anda Krists og kristindómsins.“ Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa ( menntamálaráðu- neytinu, háskóla- og alþjóðadeild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsókn með ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 105 Reykjavlk fyrir 15. desember n.k. Menntamálaráðuneytið 17. nóvember 1986.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.