Alþýðublaðið - 06.12.1986, Page 1

Alþýðublaðið - 06.12.1986, Page 1
alþýðu \n FT' rr. w m Laugardagur 6. desember 1986 236 tbl. 67. árg. Eru samningar að takast? — margt sem bendir til þess „Nú er um að gera að sofna ekki á verðinum“ — árásir Sjálfstæðisflokksins eru þegar hafnar“, segir Magnús H. Magnússon í Vestmannaeyjum, í tilefni af stórauknu fylgi Alþýðuflokks í öllum skoðanakönn- unum. Samningafundir Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitenda stóðu yfir í alla fyrrinótt. Mikið þokaðist þá í samkomulagsátt og var talið af mörgum að allt væri að smella sam- an. Aðilar hafa komið sér saman um hvað þeir ætla að fara fram á að ríkisstjórnin geri til þess að endar nái saman. Til dæmis er farið fram á það við ríkisstjórn, að hún breyti lögum um tekjuskatt í samræmi við tillögur Alþýðusambandsins, sem eruí þá átt að tekið verði upp stað- greiðslukerfi, sem er allmiklu ein- faldara en það tekjuskattskerfi sem er við lýði í dag. Þá er það vilji samningamanna að ríkisstjórnin falli frá öllum sínum fyrri hug- myndum um að koma á fram- leiðslustjórnun í eggja- og kjúk- lingaframleiðslu. Einnig er farið fram á það að gengi krónunnar verði haldið eins stöðugu og frekast er unnt og að gætt verði aðhalds í verðlagsmál- um, en þar er líklega átt við að kom- ið verði í veg fyrir að þjónusta ríkis- og bæjarfélaga hækki meira en eðlilegt getur talist. Vitað er nefni- lega að Póstur og sími og fjölmörg opinber fyrirtæki eru uppi með hugmyndir um mikla hækkun á gjaldskrá á næstunni. Þá eru einnig uppi kröfur um að dregið verði úr erlendum lántökum og að gætt verði aðhalds í peningamálum al- mennt. Það bendir sem sagt margt til þess að samningar séu að takast og er vonandi að allt verði orðið klapp- að og klárt þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir ört vaxandi fylgi Alþýðuflokksins. Ástæðurnar eru að mínu mati ýmsar. í fyrsta lagi þá hefur Alþýðuflokkurinn ákveðna og skýra stefnu í flestum málaflokkum og hefur tekist að koma þeirri stefnu til skila. Fólk veit nú hvað flokkurinn virkilega vill. Þetta tel ég vera aðalatriðið. í öðru lagi er flokkurinn óháður hagsmunahópum, — öðrum en hinum almenna borgara á meðan flestir aðrir flokkar eru mjög háðir ýmsum hagsmunahópum og geta því oft ekki í hvoruga löppina stigið þegar taka þarf ákvarðanir, — og framkvæmdir verða því oft allt aðr- ar en stefna flokkanna og kosn- ingaloforð segja til um“, sagði Magnús H. Magnússon í Vest- mannaeyjum í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. „Þessi hagsmunatengsl hafa síð- an orðið til þess að hinir flokkarnir hafa svo tengst ýmsum hneykslis- málum, mismunandi alvarlegum. Við þetta hefur Alþýðuflokkurinn sem betur fer verið laus. í þriðja lagi hefur margs konar klofningur í öðrum flokkum orðið vatn á okkar myllu. En það eru enn margir mánuðir til kosninga og við megum alls ekki láta skoðanakannanirnar verða til þess að við sofnum á verðinum. Við skulum alls ekki telja kosningabar- áttuna unna fyrirfram. Það verður umfram allt að forðast. Við eigum hins vegar að láta útkomu skoðana- kannana verða til þess að hvetja okkur til dáða, því að það er engin orrusta unnin fyrirfram. „Og við skulum vera vissir um það, að eftir þessar skoðanakann- anir þá komum við til með að liggja undir stórskotahríð Sjálfstæðis- flokksins og þar verður öllum fjöl- miðlum og öllu beitt. Þetta er þegar Magnús H. Magnússon byrjað, Þorsteinn Pálsson er þegar kominn með vinstri grýluna sína á loft og Halldór Blöndal er byrjaður að skrifa illþyrmislegar greinar og það er greinilegt að hér eftir verða allir sótraftar á sjó dregnir til þess að ráðast á okkur. Við getum verið vissir um það. Það verður djöflast á okkur fram að kosningum", sagði Magnús H. Magnússon í Vest- mannaeyjum. Málefni Borgarspítala: Meirihluti borgarstjórnar lagðist djúpt í andanum! — borgarstjóri skömmunum vanur Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Hvers vegna ekki að kjósa 25. apríl 1987? „Ég er oröinn því vanur að vera sakaður um forkastanleg vinnu- brögð, leynd og ráðabrugg. Þetta mál gekk hins vegar þannig fyrir sig að á miðvikudegi hefði þetta fyrst verið rætt. Síðan var haldinn fund- ur með forráðamönnum Borgar- spitalans á föstudegi. Á mánudag- inn var, var síðan fundur stjórnar spítalans og á þriðjudegi var skýrt frá þessum viðræðum við ríkið á borgarráðsfundi," er haft eftir Davíð Oddsyni, borgarstjóra, vegha umræðna sem snerta málefni Borgarspítalans. Davíð sagði það „skyldu borgar- stjóra að gæta hagsmuna borgar- innar og ennfremhr hagsmuna borgarsjóðs.“ Mun meirihluti borg- arstjórnar hafa lagst djúpt í and- anum út af máli Borgarspítalans. „Við getum auðvitað ekki sagt fyrir um það hvernig veður verður 25. apríl. Við erum ekki komnir það langt í veður vísindum ennþá. Hins vegar getum við athugað hvernig veðrið hefur verið 25. apríl, nokkuð langt aftur í tímann. Ég bað veður- fræðing um að athuga þetta fyrir mig og hann komst að þeirri niður- stöðu, að ekki væru nema 5% líkur á því að yrði illviðri þennan dag“, sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins í gær. „Hins vegar væru 10% líkur fyrir því að það yrði slagveður, sem kall- Stiórn íbúasamtaka Vesturbœiar: „Spornum við niðurrifi, brott- flutningi eða eyðileggingu“ Meginmarkmið íbúasamtaka Vesturbæjar, sem samþykkt var á stofnfundi hinn 4. apríl 1977, er að standa vörð um umhverfisverð- mæti í gamla Vesturbænum og fé- lagsleg og menningarleg lífsskilyrði íbúanna. Samtökin vinna að þessu meginmarkmiði m.a. með því að: a) sporna við niðurrifi, brottflutn- ingi eða eyöileggingu húsa og mannvirkja er hafa menningar- gildi eða eru að öðru leyti mikils virði í umhverfinu. b) vinna gegn spjöllum á trjá- gróðri, túnum eða öðrum svæð- um sem fegra útsýni eða bæta útivist. c) hvetja til viðhalds og endurbóta á húsum og mannvirkjum. d) stuðla að því að ný hús falli sem best að eldri byggð í kring. g) takmarka bílaumferð til þess að draga úr slysahættu, hávaöa, mengun og öðrum fylgifiskum slíkrar umferðar. Telja má að almennur skilningur á gildi meginmarkmiðs samtak- anna hafi aukist mjög meðal borg- arbúa og margt hefur áunnist í þessa átt á undanförnum árum. Við umfjöllun tillagna að deili- skipulagi fyrir Kvosina, sem gamli Vesturbærinn liggur að, vakna spurningar um það hvernig best verði að verki staðið til þess að tryggja félagsleg og menningarleg Iífsskilyrði í miðborg Reykjavíkur. Stjórn Ibúasamtaka Vesturbæjar fagnar þeim tillögum um aukinn gróður og betri aðstæður fyrir gangandi fólk á öllum aldri sem fram koma í fyrirliggjandi tillögum að deiliskipulagi fyrir Kvosina svo og tillögum um starfsemi sem laði borgarbúa að miðbænum til ýmiss konar samvista. Framh. á bls. 3 að er, en engar verulegar líkur á því að veður mundi hamla því að fólk gæti komist á kjörstað og kosið. Ég bað vegagerðarmenn einnig að skoða það fyrir mig, hvernig færð hefði verið á fjallvegum á landinu í þeirri viku sem 25. apríl er, sjö ár aftur í tímann. Þar kom til dæmis í ljós að Kerlingarskarðið, t.d. var opið í þeirri viku öll þessi ár nema 1983. Fróðárheiði var opin alla dagana þessi sjö ár. Breiðadals- heiði var opin 1980 og 1981, en lok- uð í sex daga 1982, í þrjá daga 1983, í nokkra daga 1984 og opin 1986. Ólafsfjarðarmúli var lokaður í einn dag 1982 og einnig í einn dag 1984. Ég held að það séu engin veður- farsleg eða samgönguleg rök sem koma í veg fyrir að verði kosið 25. apríl. Hins vegar gæti það orðið okkur þingmönnum til trafala fyrr í mánuðinum á kosningaferðalög- um og fundahöldum, en ég vor- kenni okkur það ekki mjög. Ég hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að færa ætti kosningardaginn fram, svo að þessi skoðun mín er ! ekki ný og stendur ekki í neinu sam- Ibandi við hina gífurlegu fylgis- aukningu Alþýðuflokksins sem spáð er núna. Hins vegar finnst mér þessi síðasti laugardagur í júní, sem menn hafa verið að tala um, nú orð- inn fráleitur kjördagur. En við get- um aldrei komið í veg fyrir það og aldrei gert neinar ráðstafanir til þess að breyta því, að það getur komið vitlaust veður hér á íslandi í öllum mánuðum ársins, við búum einfaldlega við þær aðstæður“, sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins í gær. Eiður Guðnason Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins: „Gætu orðið tímamótasamningar fyrir láglaunahópana í landinuu „Það stefnir allt í þá átt, að okkur takist að ná verulega góð- um samningum fyrir láglauna- fólkið“, sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins, í viðtali við Alþýðublaðið síðdegis í gær, en þá voru samningamenn að fara á fund ríkisstjórnarinnar til að ræða ýmsa þætti samninganna, sem snerta nauðsynlega ákvarð- anatöku stjórnvalda. Karl Steinar sagði, að ef til vill yrði þessara samninga minnst sem tímamótasamninga í baráttunni fyrir bættum kjörum hinna lægst launuðu. Nú riði hins vegar á, að hinir betur settu, hátekjuhóparn- ir, sýndu samstöðu og öxluðu þá ábyrgð, sem þessari samningagerð fylgdi. Hann sagði ennfremur, að nú yrði væntanlega brotist út úr þeim frumskógi taxtakerfisins, sem verið hefði verkalýðshreyfingunni fjötur um fót á liðnum árum. Þá væri nauðsynlegt að nota næstu mánuði til að ná áttum í frekari samningagerð, en svigrúm myndi væntanlega skapast til sérsamn- inga til að leiðrétta það sem útaf stæði. Karl Steinar hefur í öllum samningaumræðunum lagt á það þunga áherslu, að reynt yrði til þrautar að ná samningum nú. Ef það ekki tækist væri fyrirsjáan- legt, að samningaviðræður hæf- ust ekki á ný fyrr en í febrúarlok eða marsbyrjun, og þá yrðu samn- ingaviðræður háðar í skugga kosninga með öllum þeim afleitu áhrifum, sem það hefði á samn- ingagerð alla. Undir þessi sjónar- mið Karls Steinar hefur verið tekið. „Ég vona að okkur takist þetta í dag. Það er mikið í húfi“, sagði Karl Steinar að lokum. Karl Steinar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.