Alþýðublaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. desember 1986
11
Tímariíið Þroskahjálp:
Fjölbreytt efni um
málefni fatlaðra
Hinn landskunni Reynir Pétur
Ingvarsson mokar snjó af tröppum
.Sólheimahússins.
Tímaritið Þroskahjálp 4. tölu-
blað 1986 er komið út. Útgefandi er
Landssamtökin Þroskahjálp.
Að venju eru í ritinu ýmsar greinar,
upplýsingar og fróðleikur um mál-
efni fatlaðra. Það tölublað sem hér
um ræðir er að nokkru helgað 10
ára afmælisþingi Landssamtak-
anna, frá því nú í haust. Þar stöldr-
uðu menn við; litu um öxl og
horfðu fram á veginn.
í leiðara þessa heftis hugleiðir
Svanfríður Larsen stöðu og störf
aðildarfélaga Þroskahjálpar og tvö
af erindum afmælisþingsins birt-
ast; Guðlaug Sveinbjarnardóttir
rifjar upp atriði úr 10 ára sögu og
skoðar hvað áunnist hefur út frá
sjónarhóli foreldris og Halldóra
Kristjánsdóttir greinir frá nokkrum
framtíðardraumum þroskaheftra.
Og í pistli af starfi samtakanna er
svo sagt frá helstu atriðum þessa
þings.
Af öðru efni má nefna ýmsan
fróðleik um viðhorf til fósturrann-
sókna í samantekt lngu Sigurðar-
dóttur og spjall við Eyjólf Finnsson
unr störf Svæðisstjórnar Vestur-
lands. Evald Sæmundsen fjallar um
kennslu- og uppeldisaðferð hreyfi-
hamlaðra barna, sem kennd er við
Ungverjann Andreas Petö og skýrir
frá námskeiði, sem haldið var síð-
astliðið sumar, unr þetta efni. En þá
var Ester Cotton hér á landi á veg-
unr Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins. Loks má nefna ferðasögu
eftir Lilju Pétursdóttur, þar sem
höfundur bregður ljósi á ferð sína
til Þýskalands síðastliðið sumar.
Tímaritið Þorskahjálp kemur út
fjórum sinnum á ári. Það er sent
áskrifendum og er til sölu á blað-
sölustöðum og á skrifstofu Þroska-
hjálpar, Nóatúni 17.
Áskriftarsíminn er 91—29901.
Þroskaþjálfi
Þroskaþjálfi óskast að meðferðarheimilinu
Lambhaga Selfossi. Upplýsingar gefur forstöðu-
kona í síma 99—1869.
Bíllinn í lagi
— beltin spennt
bömin í afturs&ti.
GÓÐAFERÐ!
FLUGELDAR I 70 ÁR
GEYSIFJÖLBREYTT ÚRVAL -
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Meiriháttar fjölskyldupokar
Nr. 1 kr. 1000, 39 stk.
Nr. 2. kr. 1500, 52 stk.
Nr. 3. kr. 2000, 56 stk.
Við höfum séð landsmönnum
fyrir áramótaflugeldum og
neyðarmerkjumfrá 1916.
Aðeinsl.flokksvörur.
Reynsla okkar tryggir gæðin.
Til skipa, Pains Wessex línu-
byssur - svifblys og handblys
- vörur með gæðastimpli.
ÁNANAUSTUM, GRANDAGARÐI 2, SÍMAR 28855 - 13605
Opið í dag til kl. 18.30. gamlársdag til kl. 12.00.
'V-'