Alþýðublaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 15. janúar 1987
RI T$TJ Q R N ABG R EIN.
Leiksýningin féll
Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í sjómanna-
deilunni minna helst á skopleik með mjög
alvarlegu ívafi. Leikstjórinn fór eftir handriti,
setti leikinn á svið með miklum tilþrifum, en
leikararnir fóru ekki eftir skrifuðum texta. Sýn-
ingin féll, leikstjórinn varhrópaður niðuraf ein-
um höfunda.
Það er með ólíkindum hversu klaufalega stað-
ið var að óþörfum afskiptum ríkisstjórnarinnar
af sjómannasamningunum. í fyrsta lagi hafði
samningaleiðin ekki verið reynd til þrautar, en
ráðherra liklega farið að vilja útgerðarmanna
um lagasetningu. í öðru iagi er Alþingi kallað
saman fyrirvaralaust og boðað stjórnarfrum-
varp um stöðvun sjómannaverkfalls, en frum-
varp þetta hefur að líkindum verið samið
nokkru áður en málið var tekið úr höndum
sáttasemjara. í þriðja iagi talar forsætisráð-
herra fyrir frumvarpinu og telur að þjóðarnauð-
syn beri til að stöðva verkfallið með lögum. í
fjórða lagi kemur svo formaður stærri stjórnar-
flokksins frá útiöndurn og lýsir frati á aðgerðir
forsætisráðherra, og talar eins og hann hafi
ekkert um þær vitað. í fimmta lagi hafði sjávar-
útvegsráðherra þurft að verja þessa fyrirhug-
uðu lagasetningu á fjölmennum fundi á Höfn í
Hornafirði, og í sjötta lagi kom skýrt fram al-
gjört sambandsleysi á milli stjórnarflokkanna,
nema því aðeins, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
ætlað að slíta stjórnarsamstarfinu með þess-
um leik.
Alþýðuflokkurinn lýsti þegar andstöðu við
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í þessu máli, og
þegar Ijóst var, að ekki var samstaða innan rík-
isstjórnarinnar, lagði flokkurinn til að frum-
varpinu yrði vísað frá. Það hefði verið eina eðli-
lega afgreiðsla málsins. En ógæfa stjórnar-
flokkanna er meiri en svo að þeir geti fallist á
þá tillögu. Nú hefur frumvarpið verið saltað og
þingmenn sendir heim á ný. Engir fundir verða
þessa vikuna.
N ú hafa samningaviðræður verið hafnar á ný.
Vonandi takast samningar fljótlega, en það
bætirekki ástandið, að frumvarp ríkisstjórnar-
innarhvílireins og skuggi yfirsamningamönn-
um, og ríkisstjórnin getur gripið til þess strax
og símasamband kemst á milli forsaétisráð-
herra og fjármálaráðherra.
Oft hefur samstarf núverandi stjórnarflokka
tekið á sig sérkennilegar myndir, en aldrei sem
nú. Það vekur þó mesta furðu, að forsætisráð-
herra skuli geta réttlætt það fyrir sjálfum sér
og þjóðinni, að formaðurSjálfstæðisflokksins
hafði hann og ráðherra Framsóknarflokksins
að athlægi í vondu máli.
á því sviði er algjört neyðarástand á lands-
byggðinni, og þarf ekki að leita langt út fyrir
Reykjavík til að sjá dæmi þess.
M isréttið í menntunarmálum er stærsti
bresturinn í íslenska skólakerfinu, en í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar hefur þetta misrétti stór-
lega aukist. Þetta er aðeins einn þátturinn í
þeim ójöfnuði, sem ríkisstjórnin hefur staðið
fyrir og er um leið liður í árásum hennar á vel-
ferðarkerfið. Misréttið hefur komið harðast við
landsbyggðina; ekki bara í menntunarmálum,
heldurog atvinnu-og launamálum og í allri op-
inberri þjónustu. Brýnasta verkefni næstu rík-
isstjórnar er að snúa þessari neikvæðu þróun
við.
Hvor þeirra hættir?
Brottvikning Sturlu Kristjánssonar úr starfi
fræðslustjóra ( Norðurlandskjördæmi eystra
hefur enn á ný beint kastljósi að Sverri Her-
mannssyni, menntamálaráðherra, og verklagi
hans í menntamálaráðuneytinu. Ráðherrann
hlýtur að hafa mjög gildar ástæður fyrir brott-
rekstri fræðslustjórans, því verknaðurinn er
mjög alvarlegs eðlis.
Ef það kemur hins vegar í Ijós, að fræðslu-
stjórinn hefur verið látinn víkja úr starfi fyrir
það eitt að framfylgja lögum um grunnskóla,
hafa ráðherranum orðið á herfileg mistök, sem
hljótaað leiðatil þess, að hann láti af embætti.
Þetta mun fljótlega koma í Ijós.
Hin hliðin á þessu máli ersú, að fræðslustjór-
inn í Norðurlandi eystra, og fræðslustjórar víða
um land hafa átt í erfiðleikum með að fram-
fylgja lögum um jafnan rétt allra til náms. Fjár-
skortur hefur komið í veg fyrir, að börn og ung-
lingar í dreifbýlinu hafi notið þeirrar aðstöu til
menntunar, sem lög mæla fyrir um. í þessu
sambandi mát.d. bendaásérkennslumálin, en
Sturla 1
varð ekki var við annað þar en að ég
legði mál þannig upp að ég næði að
fullvissa menn um að okkur hér
fyrir norðan gengi gotí eitt til og
það væru mistúlkanir og misskiln-
ingur á ferðinni. Síðan kemur þetta
bréf til mín, — dagsett daginn eftir
á laugardegi. Þá er spurningin:
Námsstyrkur
við Minnesota háskóla
Samkvæmt samningi Háskóla íslands viö Minnesota
háskóla (University of Minnesota) er veittur styrkur til
eins íslensks námsmanns á ári hverju. Styrkurinn nem-
ur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Nemendur sem
lokið hafa prófi frá Háskóla íslands ganga fyrir, en jafn-
framt þurfa þeir að hafa fengið inngöngu við skólann.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu rektors. Umsókn-
um skal skilað þangað fyrir 2. febrúar n.k. Nánari upp-
lýsingar fást hjá námsráðgjafa.
Háskóli íslands.
Styrkir til Noregsfarar
Stjórn sjóðsins Þjóðhátlðargjöf Norðmanna auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1987.
Samkvæmt skipulagsskráertilgangur sjóðsins „að auövelda
íslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita
viðurkenndum félögum, samtökum, og skipulögöum hópum
ferðastyrki til Noregs I þvl skyni að efla samskipti þjóðanna
t.d. með þátttöku ( mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum,
sem efnt er til á tvfhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir
styrkir til þátttöku I samnorrænum mótum, sem haldin eru til
skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum
til einstaklinga, eða þeirri sem eru styrkhæfir af öörum aöil-
um.“
í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að
veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en um-
sækjendur sjálfir beri dvalarkostnað I Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem
uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getiö um hve-
nærferðverðurfarin.fjöldaþátttakendaogtilgangfararinnar.
Auk þess skal tilgreina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendartil stjórnar sjóðsins, Forsætisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu, fieykjavlk, fyrir 15. msrs 1987.
Hvað gerist í millitíðinni?
Þennan sama laugardag ber leið-
ari DV yfirskriftina Flumbrugangs-
ferill, en þar er fjallað um embætt-
isferil Sverris Hermannssonar. Ég
held að það sé ekki gott að vakna
upp við slíkan leiðara.
Auk þess er annað atriði sem var
verið að benda mér á: Hvor var
menntamálaráðherra þennan laug-
ardag, Sverrir Hermannsson eða
Þorsteinn Pálsson? Þorsteinn mun
hafa verið auglýstur menntamála-
ráðherra í útvarpsfréttum og verið
viðstaddur vígslu Fjölbrautaskól-
ans á Selfossi sem handhafi valds
menntamálaráðherra. Þetta er
vissulega atriði sem þarf að athuga
betur. Það er vissulega furðulegt
hvernig mál hafa snúist, satt er það.
Þrátt fyrir allt er þetta ef til vill
mesta góðverk, ef svo má að orði
komast, sem skólamálum á íslandi
hefur verið gert hin seinni ár, hrein-
Iega til þess að hræra upp i málun-
um og kynna almenningi hvernig
staðan í þessum málum er í reynd.
Skólamenn hér funda nú í dag
(miðvikudag) og ég bíð eftir niður-
stöðu af þeim fundi. En ég er ekkert
að hafa stórar áhyggjur af hlutun-
um, ég held að framvinda mála sé i
góðum höndum hjá Fræðsluráði og
skólastjórum. Við eigum þetta allt
saman og í raun og veru þá mætti
segja það að eðlilegra hefði verið að
Sverrir hefði rekið ailt fræðslu-
umdæmið á einu bretti eins og það
leggur sig. Þarna er verið að hafna
okkar vinnu í heild, ekki bara minni
heldur þeirri vinnu sem hér fer fram
með velþóknun allra fræðsluráðs-
manna og allra skólastjóra. Hann
hafnar okkar framkvæmdum og
öllu sem hér gerist í fræðslumálum.
Ég get ekki betur fundið en að ég
eigi stuðning víða, enda er þetta
spurning um aðför að þeirri skóla-
stefnu sem boðuð er í grunnskóla-
lögum. Þessi aðför hlýtur því að
vera kjaftshögg á alla þá sem hafa
reynt að sinna þeirri skólastefnu af
alvöru og festu.
Við höfum fengið Sverri hingað
norður á fundi og þvíumlíkt. Við
fræðsluráðsmenn og sveitarstjórn-
armenn höfðum bundið við það
nokkrar vonir hvað hann var hress
eg frískur og virtist vera mikill
dreifbýlismaður og valddreifingar-
maður, en það hefur eitthvað skol-
ast til með efndirnar, því miður. Ég
held því að menn séu almennt von-
sviknir. Ég held einnig að þessi
gjörð hún sýni það og sanni, að það
hefur ekki verið mikill skilningur
fyrir hendi og að menn hafa ekki
verið að tala sama mál.
Það er rétt að ég hef verið sjálf-
stæðismaður, en ég hef aldrei litið
svo á að ég væri skráður inn í
stjórnmálaflokk til þess að hafa af
því vernd, — og ég nú aldrei verið
leiddur til stássstofu í flokkinum
þeim. Enda kannski eins gott.
Viðbrögðin við þessari frétt hafa
verið mjög hastarleg. Hér var allt á
hvolfi síðast liðinn þriðjudag og
síminn hringdi hér alveg fram yfir
miðnætti stanslaust. Eða eins og ég
sagði í útvarpinu: Ég hef aldrei fyrr
orðið var við að jafn margir þyrftu
að votta mér traust eða klappa mér
á herðar eða tala mig af sér. Það má
eiginlega segja að öll sú samstaða
og góðvild sem ég mætti í gær, hún
hafi að sumu leyti slegið mig meira
út heldur en þessi váfrétt. Ég var
eiginlega með tárin í augunum og
kökkinn í hálsinum allan daginn út
af því hvað þetta virtist vera mikið
mannúðarmál og almennt hér. Ég
veit ekki annað en að hér sé heil-
steypt samstaða hér með mér í
þessu máli á meðal allra skóla-
manna, — og fjöldamargir aðrir
reyndar líka.
Þetta upphlaup ráðherrans er al-
gjört tillitsleysi til allra lögmála og
alls umhverfisins", sagði Sturla
Kristjánsson, fyrrum fræðslustjóri
í Norðurlandi-eystra.
Allsherjaratkvædagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör
stjórnar fyrir næsta kjörtímabil.
Tillögur skulu vera samkvætrtt „Ákvjeði til bráða-
birgðá’ I lögum félagsins frá 27. mal 1966.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félags-
manna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðu-
stlg 16, eigi slðar en kl. 11 fyrir bádegi föstudaginn 23.
janúar 1987.
Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks.
Námsstyrkur viö lowa háskóla
Samkvæmtsamningi Háskólaíslands við lowaháskóla
(University of lowa) er veittur styrkur til (slensks náms-
manns á ári hverju. Styrkurinn n«mur skólagjöldum og
hluta dvalarkostnaðar. Til greina kemur að um fleiri en
einn styrit verði að ræða.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu rektors. Umsókn-
um skal skilað þangað fyrir 2. febrúar n.k. Nánari upp-
lýsingar fást hjá nómsráðgjafa.
Máekéli ístánés.