Alþýðublaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 4
 Alþvðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Biað hf. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson al^ýðu' Áskriftarsíminn t Blaðamenn: Örn Bjarnason, Asa Bjórnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Ouömundsdóttir er 681866 Föstudagur 6. mars 1987 Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Þýskaland Milljónir Þjóðverja eru ólæsir Fullorðinsfrœðsla er knýjandi nauðsyn. Og oft þarf að byrja á því að sigrast á beiskum endurminningum frá því á skólaárunum. Meira en milljón fulloróinna Þjóðverja eru hvorki læsir né skrif- andi, en reyna hvað þeir geta til að leyna þessari fötlun sinni. Til dæm- is þykjast þeir vera handleggsbrotn- ir, eða þeir segja að þeir hafi gleymt gleraugunum heima. Samkvæmt skilgreiningu Unesco (Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna) verða menn að geta leyst tiltekin verkefni til að geta tal- ist læsir og skrifandi, s.s. að geta lesið úr skýrslum, skrifað bréf, fyllt út eyðublöð og lesið leiðbeiningar, skrifleg fyrirmæli, samninga og bækur. Þetta reynist mörgum ofviða og er þeim fjötur um fót, þótt þeir geti að öðru leyti leyst störf sín sóma- samlega af hendi. Dæmigert tilfelli er Klaus, 25 ára Þjóðverji, sem hefur ekki staðist bílpróf vegna þess að skriflega hlut- ann (sem Þjóðverjar eru mjög strangir á) hefur hann ekki getað leyst. Klaus þekkir stafina og getur skrifað nafnið sitt, en hann er ólæs skv. skilgreiningu Unesco. Það hef- ur valdið honum ómældum erfið- leikum og hann hefur orðið fyrir biturri reynslu í samskiptum við vinnuveitendur og vinnumiðlunar- stofnanir. „Hvað á að gera við svona fólký er algeng athugasemd og það eru ekki mörg störf, þar sem ekki reynir eitthvað á lestrarkunn- áttu. Þegar bílstjórastarfið sem Klaus stóð til boða var úr sögunni, heppnaðist honum að vísu að fá vinnu á vélaverkstæði með aðstoð góðra manna. En það eru ekki allir svo heppnir og þeir munu vera fleiri sem missa kjarkinn og leggja árar í bát. Ekki hefur verið gerð nein könn- un á fjölda ólæsra í Þýskalandi. Þýska Unesco-deildin áætlaði árið 1981 að það væri a.m.k. ein milljón manna ólæsir og óskrifandi í land- inu, en sennilega væru þeir miklu fleiri. TVær milljónir myndu vera nær lagi. Stofnun í Cologne sem vinnur að fullorðinsfræðslu hefur áætlað að í Cologne einni séu um 20.000 fullorðnir einstaklingar ólæsir og óskrifandi. Þeir sem eru ólæsir eru alls ófær- ir um að bjarga sér í þjóðfélaginu. Þeir mæta stöðugt fordómum og litið er á þá sem andlega vanheila, þótt svo sé ekki. Þeir eru áminntir um að skólaskylda sé lögfest í Þýskalandi og kunnáttuleysi þeirra skrifast á reikning leti og ómennsku. Þegar svo er komið er algengt að menn grípi til ráðstafana til að leyna fötlun sinni. Þeir segjast hafa gleymt gleraugunum heima, þeir binda handlegginn í fatla þegar þeir þurfa að fylla út eyðublöð og biðja einhvern nærstaddan að gera það fyrir sig og á veitingahúsum biðja þeir þjóninn að velja réttina. Sérskólar Ólæsi má oft og iðulega rekja til erfiðleika í bernsku, skilnaðar for- eldra, atvinnuleysis eða áfengis- vandamála á heimilinu. Stundum er það vegna þess að börnin þurfa að vinna með skólanum, eða þá að sjón eða heyrn er skert, án þess að eftir því sé tekið. í dæminu af Klaus voru engin sérstök vandamál á ferð, aðeins sinnuleysi störfum hlaðinna for- eldra sem fylgdust ekki með námi drengsins. Hann byrjaði að skrópa í skólanum og dróst aftur úr. Loks var hann sendur í annan skóla fyrir hægfara nemendur, en þar varð hann fyrir aðkasti hinna nemend- anna vegna þess að honum gekk betur að læra en þeim. Hann gafst upp fyrir hótunum um barsmíðar og byrjaði að skrópa enn á ný. Eng- inn virtist hafa skyldum að gegna í sambandi við nám hans. Löngu síðar fékk hann dálitla til- sögn hjá tveimur kunningjum sín- um, en nú þegar völ er á fullorðins- fræðslu, þorir hann ekki að gera eina tilraunina enn. Hann óttast að standast ekki kröfurnar. Og það er einmitt ein megin- ástæðan fyrir því að ólæsir kjósa heldur að leyna fötlun sinni en að leita til stofnana sem veita fullorð- insfræðslu. Þeir hafa verið rúnir öllu sjálfstrausti snemma á ævinni og eru búnir að byggja um sig varn- armúr, sem erfitt er að brjóta niður. í hugum þeirra er orðið skóli sam- ofið sárum endurminningum um niðurlægingu og útskúfun og þeir hafa ekki tamið sér þá þolinmæði og þann sjálfsaga sem er nauðsýn- legur til þess að hefja nám á fullorð- ins aldri. Reiknað er með að hver einstaklingur þurfi að sækja nám- skeið tvisvar í viku í tvö til þrjú ár til að öðlast þá lestrar- og skriftar- kunnáttu sem er nauðsynleg til að geta bjargað sér í nútíma þjóðfé- lagi. Vestræn vopn í fórum hryðjuverkamanna í Evrópu í kjölfar sprengjuárásanna í Par- ís í septcmber á síðasta ári, var sagt frá því í sjónvarpinu að lagt hefði verið hald á mikið magn vopna. Þar á meðal var sprengiefni sem var með sænsku áletruninni „Sprang- deg“. Samkvæmt áletruninni reynd- ist sprengiefnið vera frá sænsku verksmiðjunni Bofors og grunur lék á um að vopnafundurinn stæði í satnbandi við sprengjuárásirnar. Aldrei varð komist til botns í því eftir hvaða leiðum sprengiefnið hafði komist til Parísar. Bofors hélt því fram að því hefði verið stolið eða jafnvel hefði verið um frétta- fölsun að ræða af hendi lögreglunn- ar, sem hefði viljað sýna að hún væri einhvers megnug gegn þeirri öldu hryðjuverka sem þá var nýaf- staðin. Sá möguleiki er þó vissulega fyrir hendi að evrópskir hryðjuverka- menn hafi sambönd við leyni- vopnasala, sem útvega vopn eftir ólíklegustu leiðum. Sænska örygg- isþjónustan telur sig hafa sannanir fyrir því að frönsku hryðjuverka- samtökin „Action directe“ hafi sambönd innan Svíþjóðar. Hótun barst frá samtökunum til þings verkalýðssamtakanna á síðasta ári, en henni var ekki fylgt eftir. Vestræn vopn Það er algeng skoðun að hryðju- verkasamtök í Evrópu fái vopn sín frá Austur-Evrópu, sérstaklega Tékkóslóvakíu. Vopnaviðskiptin eiga sér oft stað í Mið-Austurlönd- um. Sagt er að aðgerðirnar séu fjár- magnaðar frá Búlgaríu, enda hefur það sannast í mörgum tilvikum. En einnig hefur komið í ljós að evrópskir hryðjuverkamenn hafa í fórum sínum sprengiefni og vopn af evrópskum uppruna. Vopnin sem voru notuð við morðið á franska herforingjanum René Audran voru bandarísk, en skotfærin frá Austur- ríki. í annað skipti fannst allmikið af belgísku sprengiefni í fórum Act- ion directe, sem reyndist vera stolið úr vopnabirgðastöð í Belgíu. Það er margt sem bendir til þess að hinir ýmsu hryðjuverkahópar skiptist á vopnum sín á milli og hafi sérstaka útsendara á sínum snærum til að útvega þau. Margir af félög- um í Action directe hafa verið teknir höndum og fangelsaðir, m.a. fyrir að stunda ólögleg vopnaviðskipti. Mikið af vopnum fannst við rann- sókn á morði tveggja Iögreglu- manna í París sem samtökin báru ábyrgð á og mest af þeim reyndist vera evrópsk framleiðsla. Ennfrem- ur kom í ljós, þegar samtökin hugð- ust koma dómaranum í máli Iög- reglumannanna tveggja fyrir katt- arnef með sprengingu, að sprengj- an var framleidd í Belgíu. Vopnafundir hjá þessum sam- tökum og samtökunum FARL, sem eru tengd Action directe, hafa sýnt að þessir hópar hafa aðgang að mjög fullkomnum vopnabúnaði. Menn hafa vaxandi áhyggjur af því að hryðjuverkahópar skiptist á vopnum sín á milli og hafi þau á lager víðs vegar. Til dæmis hafa miklar vopnabirgðir fundist bæði á Ítalíu og í Vestur-Þýskalandi. Sænsk vopn Ýmsar grunsemdir hafa verið á kreiki í sambandi við innbrot í vopnabirgðastöðina í Járna á síð- asta ári, en talið er að þaðan hafi verið stolið miklu af vopnum áður en byggingin var sprengd í loft upp. Grunsemdirnar ganga út á að IRA- skæruliðar hafi staðið þar að baki, en þeir eru sagðir hafa vopnavið- skiptamiðstöð í Hollandi. Þeir menn sem hafa verið handteknir, grunaðir um vopnasölu á vegum IRA (þ.á.m. Svíar), játa fúslega á sig morð og manndráp, en neita staðfastlega að vera viðriðnir vopnasölu. Bofors-málið, sem enn er í rann- sókn, þykir einnig grunsamlegt. Þegar hefur komið í ljós að þar áttu sér stað viðskipti sem ekki voru samkvæmt leyfi sænskra yfirvalda. Bofors hafði með leyfi yfirvalda verið með markaðskynningu á „Robot 70“ í löndunum Dubai og Bahrein, með það fyrir augum að hefja framleiðslu síðar. Þegar þar að kom fékkst ekki leyfi yfirvalda fyrir sölunni og varan var þá afhent með millilendingu í Singapore. Ákæran á hendur Bofors snýst um þetta mál og hvort hugsanlega geti verið um fleiri óleyfilegar vopnasöl- ur úr landi að ræða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.