Alþýðublaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 27. mars 1987 RITSTJÓRNARGREINi—. ...... Góðærinu klúðrað Jón Sigurösson, efsti maöur á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík við komandi Al- þingiskosningar, ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær, fimmtudag, er nefnist Hættumerki í góðærinu. í greininni rekur Jón á greinargóðan og vandaðan hátt árangurinn af starfi þings og stjórnar síðastliðin fjögur ár. M.a. drepur Jón á þann áróður sem forvígis- menn stjórnarflokkanna beita, að ríkisstjórn- inni hafi tekist að koma efnahagsmálum þjóð- arinnar á réttan kjöl og staðið jafnframt fyrir umbótum sem stuðli að batnandi lífskjörum í landinu. Með óyggjandi rökum bendir Jón Sig- urðsson á hvernig ríkisstjórnin sé þvert á móti að glutra niður góðærinu sem rikt hefur sið- ustu misseri með lausatökum á stjórn efna- hagsmála. Jón segir f grein sinni, að það sé vissulega rétt, að f upphafi kjörtímabilsins hafi ríkis- stjórnin náð niður verðbólgunni sem farið hafi gjörsamlega úr böndunum í tíð fyrri stjórnar 1980—83. Hann rekur einnig hinar hagstæðu aðstæðursem ollu miklum umskiptum til hins betra í þjóðarbúskapnum á fyrra ári. Jón undir- strikar að eigi einhver innlendur aðili heiður skilinn fyrirað það tókst að nýta þessi hagnýtu skilyrði til að draga úr verðbólgu, er það verka- lýðshreyfingin sem féllst á hófsamlega kjara- samninga tvisvar á árinu. Og Jón minnir rétti- lega á það, að stjórnarandstöðuflokkar, eink- um Alþýðuflokksmenn studdu samningana í febrúar og nóvember 1986, bæði innan verka- lýðshreyfingarinnar og á Alþingi. Jón sýnir fram á að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við febrúarsamningana 1986 hafi greitt fyrir já- kvæðri þróun, en á það hafi skort að ríkisstjórn- in skapaði nægilegt fjárhagslegt svigrúm fyrir þessar aðgerðir með því að draga úr ríkisút- gjöldum eða afla tekna með sköttum sem ekki legðust almennt á launafólk. í þessu fólst hætta á ofþenslu í þjóðarbúskapnum, skrifar Jón. Góðæri fylgir oft mikil þensla sem stjórnvöld hafatilhneigingu til að magna. Fyrirvikið verð- ur afturkippurinn oft erfiðari viðfangs en hefði þurft að vera. Afleiðingarnar eru landlæg verð- bólga og óhófleg erlend skuldasöfnum. Von- irnar sem menn bundu við að tekist hefði að rjúfa þennan vítahring í fyrra eru nú óðum að dofna og hættumerkin hrannast upp. Helstu hættumerkin sem Jón bendir á I þessu sam- bandi eru eftirfarandi: Halli á fjárlögum fyrir árið 1987 er nærri 3 millj- arðir króna þrátt fyrir góðærið. Líklegt virðist að hallinn áríkissjóði verði meiri en stefnt erað í fjárlögum. Verðbólgan er því miður ekki 10% á ári um þessar mundir eins og ráðherrar halda fram. Upp á síðkastið hafa verðbreytingar reyndar svarað til 15—20% verðbólgu áári samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskiptahalli gagnvart útlöndum er að mynd- ast á ný þótt útflutningur sé meiri en nokkru sinni áður. í síðustu Þjóðhagsspá var spáð 1 milljarðs króna viðskiptahalla á þessu ári. Hann gæti orðið meiri ef svo ferfram sem horf- ir. Skuldasöfnunin heldur því áfram. I niðurlagi greinar sinnar bendir Jón Sigurðs- son á tvö mál sem ríkisstjórnin hefur gjörsam- lega misst tökin á. Annars vegar er skattakerfi ríkisins löngu komið í rúst. Þrátt fyrir að ríkis- stjórnin hafi haft fjögurártil að lagfæraskatta- kerfið, hafi það hvorki mótað heildarstefnu í skattamálum né komið fram úrbótum. Varð- andi bankamálin gagnrýnir Jón skipulag bank- anna og tekur endurreisn Útvegsbankans sem dæmi, en Alþingi samþykkti með lögum fyrir stuttu að breyta bankanum í hlutafélag. Jón bendir á þá staðreynd að hlutafélagsformið sé nafnið tómt því í reynd feli lögin í sér að Útvegs- bankinn er endurreistur með allt að eins miilj- arðs króna framlagi úr ríkissjóði og Fiskveiði- sjóði sem starfar á ábyrgð rikissjóðs. Þessi niðurstaða í Útvegsbankamálinu er ekki síst athyglisverð fyrir þá sök, að bankastjórn Seðla- bankans hefur í álitsgerð í nóvember síðast- liðnum sagt, að endurreisn Útvegsbankans væri langversti kosturinn sem fyrir hendi væri í bankamálum. Þessar staðreyndir og fleiri sem Jón Sigurðsson nefnir í hinni ítarlegu grein sinni, eru dæmi um vanmátt samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og til þess að koma fram haldgóðum umbótum í atvinnu- og efnahagsmálum og hvernig þeim tókst að klúðra góðærinu. Margt á döfinni í Þjóðleikhúsinu: Miðnætursýningar á Hallæristenórnum Aðalfundur Eimskips: Hagnaðurinn 239 milljónir á síðasta ári Aðalfundur EIMSKIPS fyrir árið 1986 var haldinn að Hótel Sögu 25. mars. Halldór H. Jónsson stjórnarfor- maður félagsins flutti skýrslu stjórnar. Kom þar meðal annars fram að á árinu 1986 var hagnaður af rekstri Eimskips að upphæð krónur 239 milljónir, sem er um 6,5°7o af veltu. Rekstrartekjur á ár- inu námu samtals 3.665 milljónum króna, og er hækkun tekna á milli ára um 35%. Halli var á rekstri fé- HRAÖIIVJm Jafn ferða- hraði er öruggastur og nýtir eldsneytið best. Þeir sem aka hægar en að- stæður gefa tilefni til þurfa aö aðgæta sérstaklega að hleypa þeim framúr er hraðar aka. Of hraður akstur er hins vegar hættulegur og streitu- valdandi. lagsins tvö árin á undan, samtals að upphæð 154 miiljónir króna á verð- lagi ársins 1986. Eigið fé félagsins í árslok nam 1.315 milljónum króna, sem er 38% af heildar fjármagni. Heildar eignir Eimskips námu í árslok 1986, 3.448 milljónum, og heildar skuldir sam- tals 2.133 milljónum króna. Heildar flutningar Eimskips á ár- inu 1986 voru 192.000 tonn, ogjuk- ust um 13% frá árinu áður. Aukn- ingu á flutningum má annars vegar rekja til mikilla flutninga til og frá landinu, og hins vegar þess að einn af keppinautum félagsins hætti starfsemi í lok árs 1985. Norður-Atlantshafssiglingar fé- lagsins gengu vel á síðasta ári, og voru heiidar tekjur af þeim flutn- ingum 258 milljónir króna. Flutn- ingsmagn Norður—Atlantshafs- flutninga var 49.000 tonn á liðnu ári, og var nýting skipa í Norður- Atlantshafssiglingum því góð. Vegna þessara hagstæðu aðstæðna, skiluðu Norður-Atlantshafssigling- ar félagsins viðunandi afkomu. Á liðnu ári lagði félagið áherslu á að útvíkka þjónustu félagsins, bæði hvað varðar innanlandsflutninga og starfsemi Eimskips erlendis. á árinu opnaði Eimskip tvær eigin skrifstofur í Gautaborg í Svíþjóð, og Hamborg í Þýskalandi. Við stjórnarkjör, voru kjörnir fjórir menn til tveggja ára í stjórn félagsins, og tveir til eins árs, í stað tveggja stjórnarmanna sem féllu frá á árinu. Endurkjörnir voru til tveggja ára Halldór H. Jónsson, Pétur Sigurðs- son, Jón Ingvarsson og Jón H. Bergs. Til eins árs voru kjörnir þeir Thor Ó. Thors og Gunnar Ragnars. Thor Ó. Thors tók sæti í stjórn fé- lagsins 20. ágúst á liðnu ári, en Gunnar Ragnars er nú í fyrsta sinn kjörinn i stjórn félagsins. Stjórn félagsins hefur haldið fyrsta fund sinn, og var Halldór H. Jónsson endurkjörinn formaður og Indriði Pálsson varaformaður. Á aðalfundinum var samþykkt útgáfa jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins verður hækkað úr krónum 180 milljónum í krónur 270 milljónir. Þessi útgáfa jöfnun- arbréfa mun fara fram fyrir árslok 1987. Noknrar breytingar hafa orðið á sýningaráætlunum Þjóðleikhússins í vor og eru ástæður helstar mikil aðsókn og jöfn á allar sýningarnar á stóra sviðinu í vetur og sú stað- reynd að helgardagarnir virðast of fáir hjá okkar vinnuhörðu en leik- húsglöðu þjóð. Því hefur verið ákveðið að halda áfram með allar sýningar sem nú eru á fjölunum, bæta við miðnæt- ursýningum á gamanleiknum HALLÆRISTENÓR og fresta frumsýningu á stórvirkinu RÓMÚLUSIMIKLA eftir Durren- matt til næsta hausts. Nú eru sýndar á stóra sviðinu: - Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Arnalds, Aurasálin eftir Moliere, - Hallæristenór eftir Ken Ludwig og barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur. Á Litla sviðinu hefur í smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttur gengið fyr- ir fullu húsi síðan fyrir áramót. Þann 25. febrúar bætist svo „dans- sýning ársins“ í hópinn á stóra svið- inu, en það er hin fjöruga og lífs- glaða sýning „Ég dansa við þig“ eftir Jochen Ulrich, óvenjuleg sýn- ing sem samin er kringum fjölda vinsælla dægurlaga, Þjóðverjar hafa streymt á þá sýningu í heima- landi sínu í tvö ár og gera enn. Tvö önnur verk bætast á verk- efnaskrá Þjóðleikhússins með vor- inu, þau eru spænska snilldarverkið yerma eftir Garcia Lorca og barna- leikritið Hvar er hamarinn eftir Njörð P. Njarðvík, farandsýning, sem frumsýnd verður á ísafirði. Miðnætursýning verður í fyrsta skipti á þessu leikári í Þjóðleikhús- inu á laugardagskvöld. Þá er hinn vinsæli gamanleikur Hallæristenór eftir Ken Ludwig i þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins bæði kl. 20.00 og 23.30. Miðmnætursýningar Þjóðleik- hússins hafa notið m ikillar hylli á undanförnum árum. Leikhúsgestir virðast bregða sér á miðnætursýn- ingar með styttri fyrirvara og minni hátíðleik, sem þegar um kvöldsýn- ingar er að ræða og stemningin i Þjóðleikhúsinu á miðnætti er ein- stök. Bandaríski gamanleikurinn Hallæristenór er eitt allsherjar óp- erugrín. Minniháttar ópera á von á ítölskum hetjutenór til að syngja aðalhlutverkið í óperunni Óthelló eftir Verdi. Þegar hetjan loksins birtist er hann vægast sagt ekki í toppformi, en allt bjargast þó að lokum eftir margar óvæntar uppá- komur. í hlutverkum eru: Orn Árnason (leikhúsreddarinn Max), Aðalsteinn Bergdal (Tito Marelli), Tinna Gunnlaugsdóttir (Maggie), Erlingur Gíslason (Saunders), Helga Jónsdóttir (Maria eiginkona tenórsöngvarans Tito), Árni Tryggvason (Frank), Lilja Þóris- dóttir (Díana) og Herdís Þorvalds- dóttir (Julía). Æfingarstjóri tónlist- ar var AGNES LÖVE, hönnuður leikmyndar og búninga KARL ASPELUND og ljósahönnuður SVEINN BENEDIKTSSON. Handhöfum áskriftarkorta hef- ur þegar verið sent bréf, þar sem þeim eru boðnir ýmsir möguleikar til að bæta þeim frestunina á Róm- úlusi. Þeir eru vinsamlega hvattir til að hafa samband við miðasölu. Viftureimar, platinur, kveikju- hamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpað mörgum á ney' arstundum. KOSNINGAMIÐSTÖÐ! Höfum opnað skrifstofu að Austurvegi 24, Selfossi. Sunnlendingar lítið við og ræðið málin. Opið á laugardögum frá kl. 14.00—19.00. Á virkum dögum frá kl 17.00 — 22.00. Sími 1055. ALÞYÐUFLOKKURINN SUÐURLANDI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.