Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 9
Þannig maður á skilið að sitja á Alþingi! — Rabbað við Eirík Stefánsson, verka- mann, sveitarstjórnarmann og verka- lýðsleiðtoga á Fáskrúðsfirði um fram- bjóðendur, kjarasamninga og fleira af því sem er að finna milli himins og jarðar. Eiríkur Stefánsson hefur setið í sveitar- stjórn Fáskrúðsfjarð- ar frá því í kosning- unum í fyrra sem fulltrúi óháðra. Reyndar hefur hann verið flokksbundinn Alþýðubandalags- maður í allmörg ár, en hefur nú nýverið sagt sig formlega úr þeim flokki og hefur ákveðið að standa með Alþýðuflokknum í kosningunum í vor eins og margir aðrir. Hann starfar ötullega fyrir flokkinn í kosn- ingabaráttunni, enda ekki langt að sækja því bróðir hans, Rún- ar, skipar sjötta sætið á listanum í Austur- landskjördæmi. Eiríkur hefur búið allan sinn ald- ur á Fáskrúðsfirði og unnið í Hrað- frystistöðinni þar frá því hann fór að vinna sem unglingur. Hann hef- ur einnig unnið mikið að verkalýðs- málum og er nú formaður Verka- Iýðs- og Sjómannafélags Fáskrúðs- fjarðar. En hvers vegna sagði hann sig úr Alþýðubandalaginu og gekk í lið með Alþýðuflokknum? Það má segja að ástæðan sé bæði þersónulegs og málefnalegs eðlis. Ég lenti á sínum tíma í deilum við ákveðna menn í Alþýðubandalag- inu sem hafa spillt mikið fyrir því hér um slóðir. Margir þeirra líta á verkalýðsbaráttuna sem eitthvað aukaatriði. Það segir sig sjálft, því; uppistaðan í flokknum hvar sem er á landinu er menntamannaklíka. Það er sjaldséð að fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar séu framarlega á listum flokksins fyrir kosningarn- ar. T.d. í þessu kjördæmi er fyrsti maður líffræðingur og annar kenn- ari. Sá þriðji er reyndar formaður verkalýðsfélagsins á Hornafirði, en þannig menn eru sjaldséðir eins og ég sagði. Að auki líkaði mér illa við hvern- ig Alþýðubandalagið fór með Guð- mund J. Guðmundsson þar sem hann var bókstaflega hengdur út af litlu, alveg eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur gert við Albert núna. Málefnalega séð geng ég nú til liðs við Alþýðuflokkinn vegna þeirra mörgu mála sem hann hefur á stefnuskrá sinni sem varða hag verkafólks og launþega almennt. Ber þar hæst lífeyrissjóðamálið þar sem markmiðið er að sameina alla sjóði í einn stóran. Ég er mjög bjartsýnn á að Al- þýðuflokkurinn nái inn manni í komandi kosningum. Ég trúi ekki öðru, því Guðmundur Einarsson hefur verið hörkuduglegur í kosn- ingabaráttunni, hann hefur bæði sýnt það í verki og orðum, ekur milli Reykjavíkur og Austurlands til að kynna sinn málstað. Þannig maður á það skilið að sitja á þingi. Nú hafa skoðanakannanir sýnt að Borgaraflokkurinn muni ná at- kvæðum frá flestum öðrum flokk- um. Ertu ekki hræddur við að sæti Guðmundar sé þarna í hættu? Nei, svo sannarlega ekki. Þessi nýi flokkur nær mörgum atkvæð- um, en ekki manni hér á Austur- landi. Niðurstöður hafa sýnt að hann nái mörgum inn í Reykjavík og Reykjanesi, hingað austur nær hið mikla fylgi ekki svo langt. Ég hef orðið var við það hér að hinn al- menni sjálfstæðismaður hefur ekki hug á að kjósa hann þó svo að á list- anum sé einn maður héðan frá Fá- skrúðsfirði. Reyndar eru margir sjálfstæðismenn sem hafa sagt að þeir ætli ekki að gefa Sverri Her- mannssyni atkvæði sitt, en ég álít að Borgaraflokkurinn muni þrátt fyrir það ekki ná inn manni á þing úr þessu kjördæmi. Spá mín er sú að Framsóknarflokkurinn fái tvo og Alþýðuflokkurinn, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkurinn einn hver. Málefni verkafólks mikilvægust Hvernig gengur það að vera for- maður verkalýðsfélagsins og vinna fullan vinnudag í frystihúsinu? Það gengur bara ágætlega, þó svo að það eigi að heita fullt starf að vera formaður. Við vonumst til mikils af starfseminni í framtíðinni, því verkalýðsfélagið byggði nýtt hús fyrir starfsemina fyrir tveim árum. Með kjallara er það rúmir 200 fer- metrar og er í bígerð að nýta kjallar- ann undir félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. En því er ekki að neita að oft á tiðum er erfitt að virkja fólk innan verkalýðsfélagsins. Ástandið er ef til vill ekki svo hrikalegt hér, en alls staðar á landinu hefur ríkt félagsleg deyfð í þessum málum. Alls staðar eru fundir mjög fámennir og það er staðreynd að þegar verið er að sam- þykkja, hvort sem það eru samning- ar eða uppsögn samninga er hægt að telja fundarmenn á fingrum sér og það í mörg hundruð manna fé- lagi. Ég tel að meginástæðan fyrir þessu sé sú að samningar og allt stússið í kringum þá eru orðnir svo flóknir að hinn almenni félagsmað- ur skilur hvorki upp né niður í þeim. T.d. meginhluti kvenna sem vinnur í frystihúsi veit nánast ekk- ert um þannig hluti; hvernig reikna á út eða hvernig samningar eru gerðir. Allt er unnið í tölvum og svo fá þær einhverja pappíra í hendurn- ar sem þær skilja ekki. Ég álít að það sé sjálfri verkalýðsforystunni að kenna að það séu einungis þræl- menntaðir menn sem skilji þannig hluti, meira að segja þurft að ganga í háskóla eins og flestir í forustunni hafa gert. Margir formenn í félög- unum úti á landsbyggðinni skilja þá ekki og verður því að fá sérfræðiað- stoð frá Reykjavík til að skýra út samningana. Það hlýtur að vera hægt að einfalda þessa hluti og það er algert skilyrði að forustan geri það svo hægt sé að ná til hins al- menna félagsmanns. Ég get bara borið þessa aðstöðu verkafólks saman við aðstöðu kennara sem eru langskólamennt- aðir. Fulltrúar þeirra sitja við samn- ingaborðin með tölvu á hverju borði til að reikna út hitt og þetta í samningsgerðinni. Þetta er hlutur sem hinn almenni verkamaður í fiski skilur ekkert í. Mér sýnist að verkalýðsforustan geri þetta svona flókið svo að hinn almenni verka- maður skilji sem minnst. Afleiðing- arnar, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar eru auðsjáanlegar; Hin menntaða forusta skrifar upp á Ié- lega samninga, en fær að sjálf- sögðu kaupið sitt sem er miklu hærra en kaup verkamanns. Og svona í Iokin. Hvernig ganga atvinnumálin á Fáskrúðsfirði þessa dagana? Svona nokkuð vel. Við erum með tvo togara; Hoffell og Ljósafell, en annar þeirra er í slipp í Póllandi. En það er oft skortur á starfsfólki í frystihúsinu. Á meðan annar togar- inn er á veiðum gengur starfsemin með lítinn mannafla, en þegar þeir hafa báðir verið höfum við þurft að fá aðflutt fólk, alls staðar að úr heiminum, t.d. höfum við haft 10- 20 stúlkur á hverju ári frá Ástralíu, Englandi og Suður-Afríku. Blaðið þakkar Eiríki viðtalið og óskar honum góðs gengis á kosn- ingaskrifstofunni og í verkalýðs baráttunni. Spá mín er sú að Framsóknar- flokkurinn fái tvo og Alþýðuflokk- urinn, Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur einn hver. Þessi nýi flokkur nœr mörgum at kvœðum, en ekki manni hér á Austurlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.