Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 4. apríl 1987 90 ár frá stofnun Hins íslenska prentarafélags Þann 4. apríl, á laugardaginn, eru 90 ár liðin frá því að samtök bókagerðarmanna voru stofnuð, en þá hóf Hið íslenska prentarafélag starfsemi sína. í dag eru samtök bókagerðarmanna elstu samtök verkafólks í landinu. Bókagerðarmenn ruddu brautina og sóttu fram á veginn í réttinda- baráttu íslensks verkafólks. Strax í upphafi brugðust atvinnurekendur öndverðir við. Nokkur ár liðu áður en þeir viðurkenndu samtök bóka- gerðarmanna formlega. Síðan hef- ur saga samtakanna verið löng og merk þar sem brautryðjendastörf hafa verið unnin hvert af öðru. Þau réttindi sem þannig hafa áunnist þykja mörg hver sjálfsögð í dag. Þau kostuðu þó átök og kröfðust samstöðu og hugsjónaelds þeirra manna sem brutu ísinn og ruddu braut fyrir íslenska verka- lýðshreyfingu. Orlofsréttur, sjúkra- tryggingar, atvinnuleysistryggingar, 40 stunda vinnuvika svo dæmi séu tekin. Öll þessi sjálfsögðu réttindi komu ekki með á neinu silfurfati. Bókagerðarmenn hafa alltaf lagt mikið upp úr samstöðu með öðru verkafólki í réttindabaráttunni. Þeir voru með um að stofna Al- þýðusamband íslands árið 1916 og þeir hafa alla tíð átt gott samstarf við félaga í öðrum löndum. í dag standa bókagerðarmenn utan við ASÍ vegnaóánægju samtakanna með starf ASÍ forystunnar á síð- ustu árum. VIÐ HÖFUM OPNAÐ AFGREIÐSLU AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM Landsbankinn hefur opnað afgreiðslu að Hótel Loftleiðum þar sem veitt er öll almenn bankaþjónusta. Afgreiðslutími er frá kl. 9.15 - til 16.00 frá mánudegi til föstudags, að viðbættri fimmtudagsópnun frá kl. 17.00- 18.00. Að auki er gjaldeyrisafgreiðsla opin alia daga frá kl. 8.15 - 19.15. Verið velkomin. I Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þanti 1. aprtl sL staðfestu Matthías Á. Matthíassen, utanríkisráðherra, og Magnús Gunnarsson, framkvœmda- stjóri og formaður stjórnar Útflutningsráðs, samning milli utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráðs íslands um samstarf á sviði útflutnings- og markaðsmála. Viðstaddir voru Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra og starfsmenn utanríkisráðuneytis og viðskiptaráðu- neytis ásamt stjórn Útflutningsráðs. Samningur utanríkisráðuneytis og Útflutningsráðs íslands 2. apríl s.l. staðfestu Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, og Magnús Gunnarsson, fram- kværndastjóri, formaður stjórnar Útflutningsráðs samning milli ut- anríkisráðuneytisins og Útflutn- ingsráðs íslands um samstarf á sviði útflutnings- og markaðsmála. Meðal viðstaddra voru Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra og starfsmenn utanríkisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis ásamt stjórn Útflutningsráðs. Með samningi þessum er tekið lokaskrefið í framkvæmd á stefnu núverandi ríkisstjórnar að sam- ræma störf þeirra aðila, sem vinna að útflutnings- og markaðsmálum og efia þá starfsemi. Sérstök skrif- stofa til að fjalla um málefni Evr- ópubandalagsins var stofnsett í Brússel í desember s.l. og viðskipta- og Evrópumáladeild utanríkisráðu- neytisins mun fylgjast með ýmsum þáttum samskipta utanríkisþjón- ustunnar við Útflutningsráð. Stofnun Útflutningsráðs íslands á s.l. ári var ætlað að stuðla að auk- inni samvinnu allra aðila sem hafa með höndum útflutnings- og mark- aðsmál. Meðal þess sem þá var stefnt að var að utanríkisráðuneytið legði Útflutningsráði til aðstöðu í þeim sendiráðum íslands þar sem Útflutningsráð teldi nauðsynlegt að viðskiptafulltrúi yrði staðsettur. Samningur sá sem nú hefur verið gerður kveður á um tilhögun þess samstarfs í nánari atriðum. Viðskiptafulltrúi er þegar starf- andi við aðalræðisskrifstofuna í New York og annar mun hefja störf við sendiráðið í Kaupmannahöfn 1. maí n.k. Einnig tekur til starfa á næstunni Fræðslubæklingur um flogaveiki Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, sem eru þriggja ára um þessar mundir, hafa í samvinnu við landlæknisembættið gefið út bæk- ling, sem ætlað er að veita upplýs- ingar um flogaveiki og gefa góð ráð hvernig bregðast eigi við, fái einhver krampaflog. Aðalfundur L.A.U.F. verður haldinn næstkomandi þriðjudag í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Fundurinn, sem er öllum op- inn, hefst klukkan 20. viðskiptafulltrúi í Frankfurt sem sinni markaðsmálum í Þýskalandi. Tengist hann sendiráðinu í Bonn, en mun jafnframt hafa aðstöðu hjá Evrópubandalagsskrifstofu íslands í Brússel. Utflutningsráð ræður fulltrúana til þessara starfa og er þeim ætlað fyrst og fremst að starfa að eflingu útflutnings. Jafnframt skulu þeir vera sendiherrum íslands til ráð- gjafar í útflutnings- og markaðs- málum og gera þeim grein fyrir þeim mikilvægu málum sem full- trúarnir vinna að. Fulltrúar hlíta sömu reglum og skyldum og njóta sömu réttinda og embættismenn ut- anríkisþjónustunnar, eftir því sem við á. Útflutningsráð greiðir laun full- trúanna og kostnað við markaðsað- gerðir en utanríkisþjónustan sér fulltrúum fyrir og greiðir kostnað af þeirri aðstöðu sem þeir hafa af- not af. Útboö Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í steyptar gangstéttir, gerð stiga og ræktun i Ártúnsholti og Grafarvogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fri- kirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 5000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. apríl n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik Hafnarfjarðarbær Æskulýðs- og tómstundaráð Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf i sumar. a. Flokksstjóra við Vinnuskólann. b. Leiðbeinendur f skólagarða. c. Leiðbeinendur á starfsvelli. d. Leiðbeinendur á fþrótta og leikjanámskeið. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl.. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Æsku- lýðs- og tómstundaráðs að Strandgötu 6, 2. hæð.. Upplýsingar eru veittar í slma 53444 hjá æsku- lýðs- og tómstundafulltrúa. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.