Tíminn - 06.08.1967, Page 3

Tíminn - 06.08.1967, Page 3
S«*mtJÐAGC'R 6. ágúst 1967, TÍMINN I SPEGLITIMÁNS My-nd þessi er tekin í Taor- mina á Sikitey fyrir fáum dög- um, er þar fór fram afhend- ing Davids kvikmyndaverð- lannanna. Þau hjónin Eliza- betíh Taylor og Ridhard Bur- ton sýna hvort öðru vinahót rétt eftir að þeim hafði verið aflhentur sameiginlegur verð- launagripur fyrir leik þe'irra í myndinni „The Taming oif t(he Sihrew". M. a- sem sæmdir voru verðlaunum voru Carlo Ponti fyrir mynd sína Doctor Zivago oig Peter 0‘Toole fyrir leik sinn í myndini „Niglht of the Generals. Það vakti mikla atlhyglli í heimsfréttunum í fyrra, er 10 ára gömul telpa Sandra Liang aí hvítu foreldri í Suð- ur-Afríku var af ytfirvöldum lands síns úrskurðuð kynlblend ingur. Var henn'i vísað frá heimavistarskóla hvítra barna, þar sem hún hafði stundað nárn um nokikurt skeið, og var þess krafizt, að hún yrði send á skóla fyrir negra og kyn- blendinga. Þetta kom eins og reiðarslag yfir foreldra telp- unnar, sem eru efnuð kaup- mannshjón í Natal. Svo sem fyrr segir eru þau bæði hvít, en dóttir þeirra nokkuð dökk yifirlitum. Þau tóku ekki í mál að senda hana á skóla fyrir svertingjabörn, heldur földu hana hehna í heilt ár, en þorðu ekki að sáta sjá sig með hana, á götum úti af ótta við yíirvöldin. Ýmsir að- iilar hafa gengið í máiið, og eftir mikil japl og jaml og fuður hefur telpan nú verið úrskurðuð bviít, og hiefur hún verið tekin úr fyflgisni sínu. Bandaríkjamenn fullyrða að þeir hafi komizt að raun um, með radar, að tunglið sé etoki eins stórt og hingað til hafi verið álitið, og mismunur inn nemi hvorki meira né minna en 4 km., en þvermál þess he'fur verið talið vera 3475 km. Þó er hér reiknað með þeirri bungu sem mun vera á miðju tunglinu á jafn- sléttu nemur bunga þessi 1542 metrum, en á hálendi 4572 metrum. Ennþá er Ingrid Bergman fögur, enda þótt árin séu far- in að færast ytfir hana og all- langt síðan hún lék ungar stúilkur. Þessar tvær yngismeyj ar, sem við sjáum á myndinni með henni eru dætur hennar, tvíburarnir Ingrid og Isabella, sem eru 15 ára gamlar og ó- líkar sem dagur og nótt. Sú stutt'klippta er Ingrid. Hún er hinn mesti æringi, ákveðin í skoðunum og þykir jafnvel kuldaleg. Isabella er hins veg- ar mjög rólynd og blíð. Hún hefur átt við mikið heilsuileysi að stríða, og hefur legið í gipsi vegna baiksjúkdóms í rösklega hálft ár. Það þarf vanla að taka það fram, að tvíburarnir eru dætur Roberto Rosselini, annars eiginmanns l>\grj.d, og þær eiga bróður, Robertino, sem er 17 ára gam all. TilgangU'rinn helgar meðal ið, segir orðatiltæki, en rétt- mæti þess er umdeilt, eins og nœrri má geta. Prestur nokk- ur í bænum Cnook á Norður- Englandi hefur um nokk- urt skeið haft öll spjót úti við að útvega fé til guðshúss í bænumsínum. M.a. efndi hann fyrir skemmstu til bingó spils, og hafði af því allvœn- ar tekjur, en vinninga skar hann ekki við nögl, og nam verðmæti þeirra mörgum þús- undum króna. En upp komast svik um síðir og það kom í Iijós ekki alillöngu síðar, að klerkur hafði útbýtt stolnum varningi meðal vinnenda, og hafði hann haft mörg járn í eldinum við útvegun þeirra- Hefur guðsmaðurinn verið dreginn fyrir lög og dóm fyr- ir tiltækið ásamt nokkrum öðr um, að vísu leifcmönnum, sem taldir eru meðsekir. Nýlega hafa Kaiupmanna- haifnarbúar komið sér upp sundlaug, og er hún sérstæð að því leyti, að hún tekur ekki eldri viðskiptavini en fjögurra ára, en þeir yngstu eru sjö vikna. Þarna fer fram sund- kenpsla og vilja kennararnir meina, að því fyrr, sem börn- um sé kennt að synda, þeim mun betur gangi það. Að flat- armáli er laugin 2x6 metrar, en dýpt vatnsins er aðeins 60 em. Fyrst í júlí fæddist í Fen- eyjum drengur, sem var rúm- ar þrjár merkur að þyngd, enda bar fæðinguna að fjór- um mánuðum áður en móð- irin vænti sín. Flestir töldu, að dregurinn myndi deyja innan fárra daga, en hann hef ur nú lifað í mánuð og telja laðknar það nokkuð öruggt, að hann haldi lífi, enda braggast hapn dag frá degi. Það er afar sjaldgæift að börn, sem fæðast svona löngu fyrir timann haldi lífi, en það gerist þó stöku sinnum, m.a. átti sér stað hér á landi fyrir 23 árum síðan. Sovétríkin hafa eignazt 29. stórmeistara sinn í skák. Það er Ajvar Gipsilis frá Riga. Hann er þrítugur að aldri og hagfræðingur að mennt. Börn verða stöðugt kröfu- harðari um gæði leifcfanga, og er því um að gera fyrir leikfangasmiði að hafa hug- myndaflugið í lagi. Spænskur leik'fangasmiður, sem reynzt hefur mjög huigkvæmur á þessu sviði hefur nýlega gert nýstárlega brúðu, sem hefur sömu eiginleika, eða öllu held ur sömu ókosti og krakkar. Hún fer að skæla, þegar hún er látin upp í rúm, en þegar sængin er breidd yfir hana, veit hún að óþægð stoðar ekki hæftir að giráta óg sofnar. Manþas de Plata, sem er gítarleikari af Sígaunaættum var nýlega rændur fjárupphæð sem svarar 600.000 íslenzkra króna. Þegar hann kom úr hljómleikaferð um Frakk land, varð hann þess var, að brotizt hafði verið inn i hús hans og peningarnir te>knir. Hiæg höfðu heimatök þjóf- anna verið. Fjánhirzla Sígaun- ans haifði verið undir stafla af óhreinum fötum, svo að Manitas gat bara sjálfum sér um kennt. En hann er sana ur Sígauni, kann hvorki að lesa né skrifa, og hefur ekki lært þá list að hagnýta sér banka. Hann segir, að það kosti alltof mikla fyririhöfn. Öfcumaður nokkur í Penn sylvaníu í Bandaríkjunum varð fyrir einkennilegu atviki fyr ir skömmu. Hann var einn í bif reið sinni úti á þjóðvegi og sér þá tvær afskaplega glæsilegar verur í „mini“pilsum standa á annarri vegbrúninni. Þær gáfu honum merki um að stanza, hvað hann og gerði og fengu þær far með bifreiðinni. Þégar þau voru komin á áfangastað var bifreiðanstjóranum boðið inn upp á smádrykk. Þegar inn var komið, fékk hann alls ekkert að drekka heldur var hann sleginn í höfuðið og rænd ur 140 dollurum og bfllyklun um. Lögreglan fékk málið í sín ar hendur og var ekki .engi að hafa upp á þeim stutt- klœddu, sem bifreiðarstjórinn var síðan kynntur fyrir. Það kom í Ijós, að það voru tveir drengir, sem höfðu fengið sér hárkollur, málningu og „mini“ pils.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.