Tíminn - 18.08.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1967, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 18. ágúst 1967. TIMINN — Vi« erum minnsta þjóð- aríbrotið í Kanada, þar erá jaínvel fleiri Kínverjar en ís- lendingar, og stöðugt fer þeim fækkandi, sem mæla á ís- lenzka tungu. Sá er segir, er þó skínandi vel mælandi á íslenzka tungiu, enda þótt hann hafi aldrei til íslands komið sdn 69 æviár. Hann heitir Þorsteinn Þor- steinsson, er af íslenzku for- eldri, en hefur alið allan sinn aldur í Kanada og hefur um langt árabil verið ritstjóri við stærsta dagtblaðið í Wdnnipeg, Winnipeg Free Press. Hann kom hingað til lands fyrir Þorsteinn Þorsteinsson er hljómlistarmaður góSur og starfrækti lengi eigin hljómsveit vestan hafs. Óvíst er um framtíð Lögberg-Hei Þorsteinn Þorstetnsson. Tímamynd: ísak. skömmu í hópi vesturtheimskra blaðamanna, en þótti tilvalið að hafa hér lengri viðdvöl en þeir og hitta hér nákomna ætt- ingja sína, sem hann hefur aldirei augum litið. Tíminn hitti Þorstein á heimili láru Jóhannsdóttur, frænku hans, og Jöhanns Gunnars Stefáns- sonar forstjóra, en þar dvelur hann þar til undir mánaðamót. — Eg er fræjldrækinn, eins og íslendingar yfirleditt, segir hann, — og mig langar til þess að hitta hér sem flesta ætt- ingja mína, meðan ég dvel hérna. Það er ekki að vifa, hvort maður kemst hingað nokkurn tíma aftur. — Hefur það ekki hvarfl- að að þér að koma hingað fyrr? —• Jú, jú, mikil ósköp, mig hefur alltaif langað hingað, en það hefur ekki verið svo auð- velt að koma því við, en ég hef haldið bréfasambandi við Spjallað vió v.-íslenzkan blaðámann Þorstein Þorsteinsson ýmsa ættingja mína hér á landi, og aðallega á þann hátt haldið við íslenzkunni, sem ég lærði sem móðurmál. — Þú ert fæddur vestxa? —• Já, foreldrar mínir flutt- ust vestur árið 1884, faðir minn, Vigfús Þorsteinsson, var frá Seltjamarnesi, en móðir min frá Ednarsnesi. Þau' hófu búskap í Winnipeg, en fluttu þaðan fljótlega í íslendinga- byggð ekki alllangt frá. Inn- flytjendurnir áttu yfirleitt við mikla fátækt að stríða, og for- eldrar mínir voru eina fólkið á staðnum, sem var sæmilega stætt, m.a. áttu þau eina kú, og öll ungböm á staðnum fengu mjólk úr henni. Síðan fluttust foreldrar mínir til Portoartada la Praerai, og þar fæddist ég árið 1898, en ég man ekki eftdr mér fyrr en við vorum flutt til Gladstone við Manitobavatn vestanvert, en þar var þá alíslenzk byggð, og einar 18 fjölskyldur, sem þar bjuggu. íslenzka var aðal miálið að sjálfsögðu, og við börnin vorum látin sækja ís- lenzkan skóla, sem var í nokk- urra mílna fjarlægð. En þarna var mikil fátækt og á margan hátt enfið lífsskilyrðd. Það þurfti m.a. að fara tveggja mílna vegalengd til að sækja vatn. Og ennþá fluttum við vestur á bóginn og komum enn í íslendingabyggð, þar sem faðir minn kom sér upp allmyndarlegu búi, þar sem þau bjuggu til 1915, er þau bmgðu búi, og fluttu til Lundar, sem einnig var alís- lenzk byggð norður af Winni- peg. Ég sótti íslenzkan mennta skóla í Winnipeg, þar voru þrír kennarar, séra RunólfuT Manteinsson, Jóhann Jóhanns- son, sem ííðar varð prófessor við háskólann í Winnipeg, og svo miss Jóhannesson, systir Konráðs Jðhannessonar, sem hefur, flugskóla í Winnipeg. Þetta var ágœtur skóli, og við íslendingarnir héldum hóp- inn, og höfðum starfandi ís- lenzkt nemendafélag. Ég fór í herinn, eins og kanadískum ríkisiborgara ber, þegar ég var 17 ára gamall, þá var heims- styrjöldin fyrri skollin á. Ég var lengst af í Englandi i strfðinu, og nokkura táma í Frakklandi, en lenti aldrei i bardögum, sem betur fór. Eitt sinn, er við vorum staddir rétt norðan við Folkstone á Englandi, var gerð loftár'ás á bæinn, og litlu munaði að illa færi, en við komumst þó und- an. — Fórstu senmma að fást við blaðamennsku? — Eftir að ég kom úr hemum, var ég kennari um nokkurt skeið, fyrst í alenskri byggð, síðan í alíslenzkri, en sdðan fór ég til Winnipeg og stundaði þar alls konar störf, byggingavinnu, sölumennsku og fleira. Árið 1919 hóf ég störf við vikublað og síðan við dagblað og var lengi dreif ingarstjóri, og einnig lagði ég stund á prentiðn og loks fór ég að skrifa m.a. við Winni- peg Free Press. En árfð 1937 langaði mig til að fara út í eitthvað sjálfstætt, og stofnaði mit eigið vikublað í námabæ einum. Það gekk nú heldur brösótt, fjárhagurinn var þröngur og allt í skuld, svo að ég gafst upp við þetta, áð- ur en langt um leið og _ flutt- ist til Winnipeg aftur. Ég fór í strfðið, en fór þó aldrei út úr Manítóba, méðan á því stóð, heldur starfaði einkum sem fréttaritari fyrir dagblöð og vikublöð. Eftdr að stríðinu lauk og allt var í kaldakoli, víð- ast hvar í Bvrópu, gerðist ég formaður áróðursnefndar um fatasöfnun til handa fó- tæku og bágstöddu fólki í Bvr- ópu. Slfbar safnanir vora mjög víða um lönd og ákaflega vel skipulagðar. f Kanada einu safnuðtst 13 milljónir punda af fötum, sem dreift var nm meðal hins hrjláða fólks í Bvrópu og víðar, jafnvel tö Þýzfcalandis. Lengst af siðan hef ég starf að við blaðamennsku. Eg var gerður að fréttaritstjóra Winni peg Free Press fáum árum eft- ir stríðslok, og hef ég verið þar síðan. Þetta er stórt hlað, kemur úr í þremur útgáfum daglega, en ég annast ein- göngu innlendar fréttir, og er að mestu hættur að skrifa, en annast umbrot, sem mynda texta, fyrirsagnir og þar fram eftir götunum. Ég anniast blaða mannamámskeið, sem fram fara á vegum bargarstjórn- ar Winnipeg og kenni ungum sem gömlum undirstöðuatriði blaðamennsku. — Þú hefur aldrei starfað við íslenzku blöðin í Vestur heimi? — Nei, ég hef alltaf starfað við ensfc blöð, en _nú á síðustu árum tókum við íselndingar i Kanada að gefa út timaritið The icelandic Oanadian um ís- lenzk efni að fornu og nýju. Ég er í útgáfunefndinni og annast fréttaskrif fyrir rdtið. Fréttirnar, sem em einvörð- ungu um íslenzk efni, tek ég aðallega úr blaðinu' Lögberg- Heimskringla. Þetta tímarit er mjög aðgengilegt, enda á það mifclum vinsældum að fagna meðal fólfcs af íslenzku ætt- erni og fjölmargra annarra. og sem landkynningarrit er það prýðilegt. Eins og ég gat um áðian, em þeir stöðugt færri, sem tala og lesa íslenzku i Kanada, og óvíst er um fram- tíð blaðsins Lögberg-TIeims kringla, en hitt er vúst, að The Icelandic Canadian mun koma út í framtíðinni og efla þau tengsl, sem Vestur-Islend- ingar hafa við gamla landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.