Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 2
MMÐOBLMÐ Simi Útaefandi Ritstjóri: Ritstjórnarf ulltrúi Blaðamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blaö hf. Ingólfur Margeirsson Jón Daníelsson Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Valdimar Jóhannesson Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Filmurog prent Ármúla38 Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarslminn er 681866 Kaupleiguíbúðir titt af meginkosningamálum Alþýöuflokksins var efling húsnæðislánakerfisins. Alþýðuflokkurinn benti á nauðsyn þess að festa núverandi húsnæðis- lánakerfi í sessi og tryggja fjármögnun þess og stefna að því að jöfnuðurkæmist áinn-og útlán kerfisins svo það gæti staðið undireigin skuldbindingum. Fjárþörf húsnæðislánakerfisins hefur sífellt vaxið og biðrað- irnar lengjast stöðugt svo og afgreiðslutími lánslof- orða. Með áframhaldandi þróun stefnir í gjaldþrot húsnæðislánakerfisins innan nokkurra ára. Alþýðu- flokkurinn lagði áherslu á aðgerðir í þessum efnum og ítrekaði að valfrelsi yrði aukið í húsnæðismálum; bæði séreignaskipan og félagslegar lausnir. I þessu sambandi hefur Alþýðuflokkurinn haldið á loft hugmyndum um kaupleiguíbúðirsem reistaryrðu að frumkvæði sveitarfélaga eða félagasamtaka en nyti fjárhagslegs stuðnings rikisins. Þessar hug- myndirvoru meðal annars rökstuddarmeð því að und- irstrika vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði eftir að verð- trygging lána hefur verið tekið upp og eftir hækkun raunvaxta. Ennfremurtaldi Alþýðuflokkurinn að kaup- leigukerfiðætti að sníðaað þörfum ungra fjölskyldna og eldra fólks sem vill minnka við sig húsnæði. Auk hugmynda um kaupleiguíbúðir vill Alþýðuflokkurinn gera átak til að leysa húsnæðisvanda aldraðra og ör- yrkja og bæta kjör og létta skuldabyrði misgengis- hópsins svonefnda. Krafan um kaupleiguíbúðirnar hefur komist mjög í kastljósið vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem nú standayfir. Alþýðuflokkurinn leggur að sjálfsögðu á það þunga áherslu að lögbinding kaupleigukerfis- ins verði tryggð í málefnasamningi hugsanlegrar samsteypustjórnar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá er einnig Ijóst að ef kaup- leiguíbúðirverðatryggðarmeðal annars með aðgangi að Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna, verður að hækka rikisframlag verulega og herða útlánareglur sjóðanna miðað við raunvaxta- kröfu lifeyrissjóða. .Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru nú komnaráþað stig að takaverðurákvörðun um pólitískan vilja flokk- anna um að ganga til málefnasamnings. Á skrifaðri stundu bendaöll teikn til þess að svo verði, enda krafa þjóðarinnar að fá starfshæfa ríkisstjórn sem fyrst til að takast á við aðkallandi vandamál. Viðræðuaðilar munu þáfaraofan í pólitískarskotgrafirsínarog krefj- ast framgöngu sinna sérmála en það stig stjórnar- myndunarviðræðna hefur oft verið nefnt hrossakaup- in. Eitt þeirrasérmálasem kjósendur Alþýðuflokksins hafa flykkst um, er hugmyndin um eflingu húsnæðis- lánakerfisins. Og þar er efst á blaði lögbinding kaup- leiguíbúðanna. BOTNINN AUSTUR í BORGARFIRÐI Möppur Húsnæöisstofnunar ríkisins eru því miður ekki sama eiginleika gæddar og tunna Bakka- bræðra forðum. Hjá Húsnæðis- stofnun snýst málið um peninga. Stjórn stofnunarinnar hefur ákveð- ið að gefa ekki út fleiri lánsloforð til fasteignakaupa eða nýbygginga fyrr en vaxtastefna nýrrar ríkis- stjórnar liggur fyrir og hægt verður að gera samninga við lífeyrissjóð- ina til samræmis við hana. Hús- næðisstofnun hefur undanfarið átt í viðræðum við lifeyrissjóðina og ríkið um kaup á skuldabréfum frá sjóðunum til að fjármagna lánveit- ingar á árinu 1989. Stofnunin hefur þegar gefið út lánsloforð fyrir hluta þess fjármagns sem verið er að semja um. Frá því nýja húsnæðislánakerfið tók gildi í haust hefur Húsnæðis- stofnun afgreitt um 5200 lánslof- orð, að upphæð 7,3 milljarðar króna. Fram til maíloka höfðu bor- ist um 8500 umsóknir. Umsóknir sem stofnuninni hefur borist frá því í mars um 2000 verða ekki afgreidd- ar fyrr en línur skýrast varðandi vaxtastefnu og samninga við lífeyr- issjóðina. Þykir líklegt að umsókn- ir sem stofnuninni berast þessa dag- ana komi ekki til útborgunar fyrr en á árinu 1989. Tveggja ára biðlist- inn er því orðinn opinber staðreynd og nánast óumflýjanleg, miðað við núverandi aðstæður og skilyrði í ríkisbúskapnum til að leggja fram aukið fé í húsnæðiskerfið. Strax frá því að lögin um nýja lánakerfið tóku gildi og raunar áð- ur en það varð að veruleika, voru uppi raddir um að kerfið næði ekki að sinna öllum þeim umsóknum sem bærust. Stjórnvöld og forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar talið umsóknir mun fleiri en svartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Upplýsingar Hús- næðisstofnunar, um að 8500 um- sóknir hafi borist frá því í haust til maíloka, staðfesta síðan að for- sendur nýja kerfisins hafa ekki staðist. Upphaflegar forsendur gerðu ráð fyrir 3.400 umsækjend- um á ári. Miðað við stöðuna í dag gengur dæmið því ekki upp nema ríkissjóður auki verulega framlag sitt. Samkvæmt nýlegri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæmdi fyrir Húsnæðisstofn- un má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir lánum verði áfram svipuð. í könnuninni kom m.a. fram að um 12,3% aðspurðra hyggjast sækja um lán á þessu ári eða næsta. Þetta samsvarar um 20 þúsund manns. í greinargerð með könnuninni kemur þó fram að þetta sé e.t.v. hámarks- tala, þar sem fólk sæki um án þess að ætla sér raunverulega að kaupa, — vilji baktryggja sig. Langur bið- tími virðist því hjálpa til við að spila á kerfið og gera fjárþörf meiri en raunverulega er. Húsnæðisstofnun verður hins vegar að gera ráð fyrir að umsækjendur sæki um með þeim ásetningi að ætla sér að kaupa. Hjá forsvarsmönnum stofn- unarinnar hefur það komið að frek- ar virðist hafa dregið úr umsóknum síðustu vikur. Frá því í haust til aprílloka voru umsóknir um 700 á mánuði, en í maí um 500 talsins. Vextir á húsnæðislánum eru sem kunnugt er niðurgreiddir. Bilið á milli inn- og útlána hjá Húsnæðis- stofnun er nú minus 3,25%. Árs- vextir á húsnæðislánunum eru 3,5% en 6,35% á lánum lífeyris- sjóðanna. Sigurður E. Guðmunds- son telur að samræma þurfi inn- og útlánsvextina. í því felst að vextir á húsnæðislánunum muni hækka. Vextir á almennum markaði og hjá bönkum og sparisjóðum hafa stöðugt verið að hækka frá því síð- ustu samningar voru gerðir við líf- eyrissjóðina um fjármögnun hús- næðislánakerfisins. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna munu því gera kröfu um mun hærri ávöxtun. Þetta mun því óhjákvæmilega leiða til þess að útlánsvextir Húsnæðis- stofnunar hækki eins og vextir ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Að sama skapi má gera ráð fyrir því, að mun fleiri bætist í þann hóp sem ekki treystir sér til að vera með dýr verð- tryggð lán á herðum sinna fjöl- skyldna. Má því gera ráð fyrir að umsóknir verði eitthvað færri en könnun Félagsvísindastofnunar sýnir. Dæmin og umræðurnar um gjaldþrot heimilanna á siðustu ár- um er líka veruleiki sem fólk flýr ekki svo glatt. Reynslan síðustu ára kennir fólki einnig, að ekki megi það búast við leiðréttingu mála þó í óefni fari, þrátt fyrir digurbarka- legar yfirlýsingar stjórnmála- manna. Vandamálin í húsnæðiskerfinu á næstunni verða því að margra mati ekki einungis bundin við fjármögn- un sjálfs kerfisins heldur iíka erfið- ari greiðslubyrði Iántakenda. Flest bendir til þess að lífeyrissjóðirnir muni á næstu árum fá meira fé til ráðstöfunar, vegna þess að ið- gjaldagreiðendum hefur fjölgað og vegna nýrra samninga á almennum vinnumarkaði og nýs frumvarps um starfsemi lífeyrissjóða sem felur í sér að sjóðirnir taki iðgjöld af öll- um atvinnutekjum, en ekki bara dagvinnulaunum eins og tíðkast hefur. Hver ávöxtunarkrafa sjóð- anna verður og hversu ríkið treystir sér til að niðurgreiða vexti í hús- næðislánakerfinu er hins vegar stóra spurningin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.