Alþýðublaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 2
 MMnnmmn Slmi: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:; Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins Ný ríkisstjórn veróur formlega mynduö á morgun. Á þeim ríkisráösfundi eru liðnir tveir og hálfur mánuður frá alþingiskosningum. Sú ríkisstjórn sem nú tekur við völdum er árangur stjórnarmyndunarviðræðna undir verkstjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar sem forseti íslands fól frumkvæði til stjórnarmyndunar þann 2. júní. Það kom hins vegar í hlut Þorsteins Páls- sonar aö reka endahnútinn á verkið eftir að formaður Alþýðuflokksins skilaði af sér umboði þann 2. júlí sl. Myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks er fyrst og fremst vinna og verkstjórn forystumanna Alþýðuflokksins og ber stefnuyfirlýsing og starfsáætlun hinnar nýju ríkis- 'stjórnar ótvírætt svipmót þess. Margir jafnaðarmenn hafa verið efins um aðild Al- þýðuflokksins að rikisstjórn með þátttöku fráfarandi stjórnarflokka. Margir liðsmenn Alþýðuflokksins hafa haft þann réttmæta fyrirvara á stjórnarþátttöku Al- þýðuflokksins, að flokkurinn eigi á hættu að vera stimplaður sem þriðja hjól undir vagni Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks með þeim afleiðingum að litlu verði þokað til breytingaog umbóta i þjóðlífi og efnahagsstjórn. Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa tekið enn stærra upp í sig og talað um að jafnað- armenn hafi kokgleypt hvern öngulinn á fætur öðrum og ekkert sé eftir af stefnumálum þeirra í nýjum stjórnarsáttmála. Margir svonefndir hlutlausir fjöl- miðlarhafaétið þessarstaðhæfingaruppog birt sem staðreyndir.Til stuðningsmannaog kjósenda Alþýðu- flokksins er þetta að segja: Berið saman stöðu flokks- ins annars vegar sem ríkisstjórnarflokks með fjögur veigamikil ráðuneyti; fjármál, viðskiptamál, dóms- og kirkjumál og félagsmál ásamt málefnasamningi sem flyturað stórum hlutahugmyndirog málefni jafnaðar- stefnunnar — og hins vegar stöðu Alþýðuflokksins í stjórnarandstöðu sautjánda árið í röð; á bekk með áhrifalausum nöldrurum, óhæfur flokkur að knýja í gegn stefnumál og hugsjónir. Til óupplýstra and- stæðinga Alþýðuflokksins er hins vegar þetta að segja: Berið saman stefnumál flokksins fyrir kosning- ar, og stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun nýrrar ríkis- stjórnar. í þeim samanburði kristallast svipur hinnar nýju stjórnar. Að stjórna merkir að axla ábyrgð. Alþýðuflokkurinn hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í nýrri ríkisstjórn. Margar af fyrstu efnahagsaðgerðunum eru ekki vin- sælar aðgerðir. Þær eru hins vegar nauðsynlegar til að skapa jafnvægi i efnahagsmálum og stuðla að auknum jöfnuði í lífskjörum. Það hefurkomið í hlut Al- þýðuflokksins að veita forystu í efnahagsstjórninni. Flokkurinn mun mæta versnandi horfum um verð- bólgu og viðskiptahallaaf fullu raunsæi og alvöru. Al- þýðuflokkurinn fer ekki inn í nýja ríkisstjórn sem þriðja hjól undir vagni fráfarandi stjórnarflokka. Um það berastefnumál hans vitni sem staðfest hafaverið I málefnasamningi. Þar á meðal: Heildarendurskoðun á skattkerfi, samræming á Iffeyrisréttindum, nýtt hús- næðislánakerfi með lagasetningu og byggingu kaup- leiguíbúða, uppstokkun í stjórnkerfi, efling atvinnu- vega — nýsköpun atvinnulífs, endurskipulagning á viðskiptabönkum í eigu ríkisins, aukin byggðastefna, átak í menningar- og menntamálum, markviss fjöl- skyldustefna með velferð barna fyrir augum, launa- jafnrétti kynjanna og endurmat á störfum kvenna, og samræming aðgerðaað umhverfisvernd og mengun- arvörnum. Alþýðuflokkurinn gengur með fullri reisn og alvöru til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og væntir þess sama af sámstarfsflokkum sínum svo takast megi i samein- ingu á við margvfslegan vanda í efnahags- og þjóðlífi af fullum heilindum. ÍÞriðjudagur 7. júlí 1987 Jón Danielsson skrifar Þorsteinn Pálsson gengur á fund forseta íslands, umkringdur fréttamönnum sem munda tól sln og tæki. Takist honum að skipta út öllum „gömlu ráöherrunum f dag, hefur hann styrkt stööu slna innan flokksins verulega." Sá á kvölina sem á völina Þótt allt sé klappað og klárt og nýja ríkisstjórnin taki við á morg- un, er ráðherralisti Sálfstæðis- flokksins ekki enn frágenginn og í gær voru enn í gangi tilraunir til að hafa áhrif á útlit hans úr ýmsum áttum innan flokksins. Þorsteini Pálssyni hefur fram að þessu tekist bærilega að spila úr þeim fátæk- legu kortum sem hann hafði á hendinni, eftir að spilunum úr hin- um pólitíska spilastokk hafði verið skipt upp á nýtt í kosningunum. Takist honum í dag að fá þing- flokkinn til að útnefna ráðherra að eigin vild, situr hann með trompás- inn á hendinni að því er varðar stöðu sína innan flokksins. Enn er þó allt á huldu um fram- gang Þorsteins í þessu máli. Það er fyrir löngu fullvíst að Þorsteinn vill skipta út öllum þeim ráðherrum flokksins sem velgdu stólana á síð- asta kjörtímabili, að sjálfum sér undanteknum. Hann hefur líka fyr- ir Iöngu gefið yfirlýsingar um það að hann muni velja sína ráðherra sjálfur. Allra síðustu dagana virðist hins vegar sem nokkuð hafi dregið úr ákveðni Þorsteins í þessu efni og í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld sagði hann efnislega að „þingflokkur- inn“ myndi koma saman til að velja ráðherra flokksins í dag. Menn velta því nú fyrir sér, hvort þessi orð Þorsteins bendi til þess að hann sé að gugg na á því að skipta öll- um „gömlu“ ráðherrunum út, telji andstöðuna of mikla, og sé því til- búinn að fallast á einhverja mála- miðlun. Sé svo, virðist trúlegast að það yrði Matthías Á. Mathiesen sem fengi að halda ráðherrasæti sínu. Það myndi þýða að Ólafur G. Ein- arsson, fengi ekki ráðherrastól að þessu sinni, en yrði enn um sinn að láta sér nægja formennsku í þing- flokknum. Vitað er að Matthías Á. Mathie- sen hefur unnið markvisst að því undanfarna daga að fá að halda ráðherranafnbót og af hálfu stuðn- ingsmanna hans er mjög ákveðið þrýst á Þorstein Pálsson um að hann láti þetta eftir. Svo gæti þó farið að ekki fáist hrein úrslit milli þessara tveggja keppinauta úr Reykjaneskjördæmi og samkomu- lag verði því um að leita annað. Verði sú niðurstaðan, virðist kannski trúlegast að Halldór Blön- dal verði fyrir valinu af þeirri ein- földu ástæðu að aðrir landsbyggð- arþingmenn flokksins koma tæpast til greina. Þeir eru annað tveggja ný- komnir úr ráðherrasætum, eða enn í ónáð í flokknum síðan á dögum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Fullvíst þykir að Friðrik Sophus- son, verði nú ráðhera. Hann er varaformaður flokksins og um margt sjálfsagt ráðherraefni. Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, þykir einnig afar líklegur. Hann hefur um nokkurt skeið látið iðnaðarmál til sín taka og fær væntanlega þann málaflokk til umráða í nýju ríkis- stjórninni. Friðrik Sophusson mun þá trúlega taka við af Sverri Her- mannssyni sem menntamálaráð- herra og þá eru samgöngumálin eft- ir handa Halldóri Blöndal. Tvö síð- asttöldu hlutverkin gætu þó hugs- anlega snúist við. Þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins í dag verður án efa erfið- ur. Spurningin um Reykjanesráð- herra, eða e. t. v. Halldór Blöndal, verður ekki auðleyst. Það er líka vitað mál að raunar eiga allir gömlu ráðherrarnr afar erfitt með að sætta sig við að þurfa að hætta. Sverrir Hermannsson og Ragnhildur Helgadóttir hafa þó bæði tvö aflað sér vissra óvinsælda á ráðherraferli sínum og Matthías Bjarnason, á að geta hætt með góðri samvisku fyrir aldurs sakir, þótt raunar sé vitað að hann myndi gjarna vilja halda áfram. Ekkert þessara þriggja er því talið hafa nokkra raunhæfa mögu- leika til að halda áfram ráðherra- dómi eftir fundinn í dag. Öðru máli gegnir um Matthías Á. Mathíesen, sem nýtur víðtæks trausts innan flokksins og hefur ekki á ráðherra- ferli sínum gert sig sekan um nein stórvægileg mistök. Það er sem sagt ekki auðgert að finna haldbær rök fyrir því að honum beri að víkja. Ráðherraraunum annarra flokka er nú lokið og ráðherralistar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks hafa báðir séð dagsins ljós, að mestu óbreyttir frá því sem frétta- skýrendur hölluðust almennt að fyrir helgina. Hjá Alþýðuflokknum urðu þær breytingar að Jóni Baldvin Hanni- balsson og Jón Sigurðsson höfðu stólaskipti miðað við spár flestra fjölmiðla. Þetta kom nokkuð á óvart en á hinn bóginn var vitað að meðal Alþýðuflokksmanna á landsbyggðinni var nokkur óánægja með það að allir ráðherrar flokksins kæmu úr Reykjavík og raddir hafa verið uppi um það síð- ustu vikurnar að Jón Baldvin tæki fjármálaráðuneytið en einn lands- byggðarþingmannanna kæmi inn fyrir Jón Sigurðsson. Af þessu varð þó ekki og e.t.v. hefur hér verið um einhvers konar málamiðlun að ræða. Litlu munaði hins vegar að til tíð- inda drægi á fundi Framsóknar- manna á sunnudaginn, þegar ráð- herraefni flokksins voru valin. Ekki hafa verið gefnar upp atkvæðatölur en samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins, var sáralítill munur á at- kvæðafjölda nafnanna, Guðmund- ar Bjarnasonar sem náði kjöri og Guðmundar G. Þórarinssonar, sem verður óbreyttur þingmaður á kjör- tímabilinu. Að auki fengu svo Alexander Stefánsson og Páll Pét- ursson atkvæði. Það fór ekki mjög leynt síðustu dagana að Guðmundur G. Þórar- insson ætlaði sér stóra hluti í ráð- herrakjörinu og stuðningsmenn hans þrýstu allt hvað þeir gátu á að tryggja honum ráðherrastól. Það var hins vegar fyrir alllöngu afráðið að Alexander yrði nú látinn hætta ráðherradómi og atkvæði hans því ekki annað en eins konar smyrsl á sárin. Eins og getið var um í fréttaSkýr- ingu hér i blaðinu fyrir helgi, hefði Páll Pétursson um margt mátt telj- ast eðlilegra ráðherraefni af hálfu norðlenskra framsóknarmanna en Guðmundur Bjarnason. Milli Páls og Steingríms Hermannssonar ríkir hins vegar ekki neinn sérstakur vin- skapur og nægir það til að útiloka Pál frá rfáðherraembætti. Hann fékk hins vegar atkvæði og væntan- lega á kostnað Guðmundar Bjarna- sonar. Meira af svo góðu hefði e.t.v. getað kostað Guðmund ráðherra- stólinn, sem þá hefði farið til nafna hans Þórarinssonar. Svo fór þó ekki. Nú bíðum við í spenningi eftir þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í dag. Fylgist með! Lesið áfram Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.