Alþýðublaðið - 04.09.1987, Page 2
2
MÞYÐUBLMÐ
Sími:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Auglýsingar:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Danielsson.
Ingibjörg Árnadóttir
Kristján Þorvaldsson og Örn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiöur Þorsteinsdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Óviðeigandi
skilyrði
w
Utvegsbankamálið svonefndaer komið í nýjan farveg. Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra, tilkynnti áfréttamannafundi
í fyrradag, að tilboð Sambands islenskra samvinnufélaga
og fyrirtækjaþeirraásamt tilboði aðiljanna33ogfleiri aðilja
yrði áfram til athugunar í ráðuneytinu meðan kannað yrði
hvort hægt væri að ná samkomulagi um sölu hlutabréfa rík-
isins í Útvegsbankanum. Þessar könnunarviðræður hófust
í gærog munu að öllum likindum standa fram eftir septem-
bermánuði. Meðan viðræðurnar standa yfir, verða hlutabréf
ríkisins í bankanum ekki seld öðrum, en viðskiptaráðuneyt-
ið mun skrá alla þá sem áhuga hafa á kaupunum, án skuld-
bindinga. Þar með hefur viðskiptaráðherra stýrt málinu í
góðan farveg bæði í pólitísku tilliti og viðskiptalegu.^Við-
ræður Sambandsins og aðiljanna 33 snúast ekki einungis
um hlutdeild eðaskipulag kaupannaheldur um endurskipu-
lagningu bankakerfisins í heild. Þar er stefna ríkisstjórnar-
innar höfð að leiðarljósi; að fækka bönkum og stækka þá.
Höfuðmarkmiö viðskiptaráðuneytisins i þessum nýja far-
vegi málsins, erað leitalausnar sem sæmilegurfriðurgetur
orðið um. Jón Sigurðsson hefur með öðrum orðum kosiö að
leysa þetta viðkvæma mál af skynsemi og festu, í stað
skyndiákvaröanasem getadregiðófyrirsjáanlegadilkáeftir
sér, bæði hvað viðskiptalíf og stjórnmál áhrærir.
Kristján Ragnarsson, talsmaöur aðiljanna 33, sagði á
fréttamannafundinum, að hópurinn setti engin skilyrði fyrir
þátttöku i viöræðum við Sambandið og fleiri aöila um lausn
á deilunni um hlutabréfasölu ríkisins I Útvegsbankanum.
Það vekur því nokkra furðu að Valur Arnþórsson, stjórnarfor-
maður Sambandsins, skuli setja fern skilyrði fyrir viðræð-
unum. Áhrifamesta skilyröið af hálfu Sambandsins er það,
aðsamvinnuhreyfinginmuni ekki gangatil eiginlegrasamn-
ingaviðræðna i málinu undir pólitískum hótunum eða
þvingunum. Valur Arnþórsson vitnaði sérstaklega til
meintra hótana Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra um
stjórnarslit. Fréttir laf hótunum forsætisráðherra um stjórn-
arslit hafa veriö mjög óljósar og þokukenndar og hafa ekki
verið staðfestar hingað til. Það er þvl alvarlegur hlutur, ef
stjórnarformaðurSambandsins seturafgerandi skilyröi um
þátttöku Sambandsins í viöræðum um kaup á hlutabréfum
ríkisins í Útvegsbankanum, sem eigaséref til vill ekki rætur
í raunveruleikanumogekki liggjaneinarsannanirfyrir. Valur
hefur lýst þvl yfir í sjónvarpsf réttum að hann geti fengiö það
staðfest að Þorsteinn Pálsson hafi hótað stjórnarslitum á
ráöherrafundi ef kæmi til sölu á hlut rikisins i Útvegsbank-
anum til SÍS. Séu þetta réttar upplýsingar, eru þær i sjálfu
sér mjög alvarlegar. En enn eru allar fréttir um hótanir af
hálfu forsætisráðherra um stjórnarslit gróusögur. Það er
ennfremurumhugsunarvert aðeinn aðili i upphafi erfiöraog
viðkvæmra samninga setji fram mörg skilyrði um þátttöku.
Ákvörðunarvaldið i Útvegsbankamálinu liggur í höndum
viöskiptaráöherra og hans eins. Jón Sigurðsson hefði ekki
þurft að ræða við Val Arnþórsson eða Kristján Ragnarsson
eðanokkurn annan mann, áðuren hann tekurákvörðun. Jón
Sigurðsson þarf ekki að láta setja sér neina afarkosti.
Viðskiptaráðherra hefur hins vegar valið að fara skynsam-
legaleið að lausn þessamáls, i stað þess að beita valdi sínu
áfljótfærnislegan hátt. Hann hefurkosiöaö hlustaásjónar-
mið allra aðilja og haft réttsýni og drenglyndi að leiðarljósi.
Það er því afar óviöeigandi af hálfu forráðamanna Sam-
bandsins að mæta jákvæðri viðleitni viðskiptaráðherra með
stóryrtum yfirlýsingum um ýmis skilyrði fyrir þátttöku (við-
ræðum um lausn Útvegsbankamálsins.
t \ g \ Föstudagur 4. september 1987
_________________________
„Þaö er ekki tunga
sáttfýsi sem hrærist í
andliti þess drengs“
— segir Albert Guðmundsson um Þorstein Pálsson
forsætisráðherra.
í nýútkomnu Mannlífi lýsir Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra að-
dragandanum að úrgöngu Alberts
Guðmundssonar úr Sjálfstæðis-
flokknum. Lýsing Þorsteins er að
sjálfsögðu frá hans sjónarhóli, en í
viðtalinu sakar hann Albert um
óheilindi og ódrengskap gagnvart
sér. Þorsteinn segir að Albert hafi
verið búinn að lýsa því yfir í einka-
samtölum, að hann sætti sig við að
víkja úr ráðherrastóli væri tryggt að
hann héldi sæti sínu á efsta sæti list-
ans í Reykjavik. Vegna þessara orða
segist Þorsteinn hafa gengið í það
að hafa áhrif á stjóm fulltrúaráðs-
ins. Þorsteinn segir ennfremur að
meirihluti fulltrúaráðsins hafi verið
andvígur, en að lokum fallist á eftir
hans áeggjan.
,,Ég hef unnið við hin margvís-
legustu störf og átt samskipti við
fólk í atvinnulífinu og félagsmál-
um. Það hefur aldrei verið sagt um
mig að ég standi ekki við orð mín,
enda er þetta bull í Þorsteini,“ segir
Albert Guðmundsson. „Það sem
varð til þess að ég fór ekki á lista
Sjálfstæðisflokksins, var sú yfirlýs-
ing formannsins, að fyrsti þing-
maður Reykvíkinga gæti ekki orðið
ráðherra eða gegnt öðrum trúnað-
arstörfum. Ég gat ekki látið bjóða
Reykvíkingum upp á slíkar trakter-
ingar.
Með framkomu sinni og aðgerð-
um gerði Þorsteinn mér ókleift að
starfa áfram innan Sjálfstæðis-
flokksins. Þannig að ég vísa því
beint til föðurhúsanna að ég hafi
ekki staðið við mín orð. Ég hef allt-
af verið orðheldinn maður. Það má
hins vegar nota gamla máltækið við
Þorstein: Margur heldur mig sig.“
— Þorsteinn segir ennfremur að
þú hafir ekki viljað skynja málið,
eðli þess og alvöru?
„Ég veit ekki hvert Þorsteinn er
að fara. Ég vil hins vegar segja eins
og er, að það sem Þorsteinn hefur
sagt í einkasamtölum við mig, hef-
ur ekki getað staðist frá morgni til
kvölds. Ég hélt reyndar að forsætis-
ráðherra hefði annað að vinna, en
viðhalda ofsóknum sem þegar hafa
valdið klofningi í flokknum og þeg-
ar skaðað heilsu margra aðila, —
jafnvel heilsu þeirra sem standa ut-
an við málið. Tími forsætisráðherra
hlýtur að vera dýrmætari en svo, að
borgi sig að vera að viðhalda of-
sóknum á hendur einstaklingum.
Það er greinilega ekki tunga sáttfýsi
sem hrærist í andliti þessa drengs."
— í viðtalinu í Mannlífi heldur
Þorsteinn því fram að þú hafir not-
að þær vinnuaðferðir í Sjálfstæðis-
flokknum að stilla mönnum upp
við vegg og fá þitt fram með hótun-
um. Þorsteinn segir að þetta hafi
verið orðin venja I Sjálfstæðis-
flokknum?
„Þegar verið er að tala um að
einn maður stilli 25 manna þing-
flokki upp við vegg og fái sitt fram
með hótunum, þá er verið að gera
lítið úr þeim þingflokki. Þessi þing-
flokkur var miklu virkari og sterk-
ari stofnun, a.m.k. eins og ég þekkti
hann.
Ég tel því að allt þetta tal hjá Þor-
steini Pálssyni formanni Sjálfstæð-
isflokksins þjóni þeim tilgangi ein-
um að sverta mína persónu í augsýn
almennings. Ég hef áður sagt, að
hann opni ekki svo munninn án
þess að særa, jafnvel þá sem síst
skyldi.“
— Þorsteinn segist hafa verið
knúinn til að grípa inn í og taka sæti
í ríkisstjórn eftir „klúðrið" þitt í
verkfalli opinberra starfsmanna?
„Þessi ummæli, eins og önnur,
eru sett fram til þess að gera mín
störf sem tortryggilegust og auk
þess eru þau sett fram til að hylma
yfir þann ósóma sem hann skildi
eftir sig sem fjármálaráðherra.
Ennfremur má benda á að Þor-
steinn kom inn í ríkisstjórnina í stað
Geirs Hallgrímssonar, en ekki í
minn stað.
í verkfallinu ’84 tók ég engar
ákvarðanir án samráða við þing-
flokkana og ríkisstjórnina. Það var
algjör samstaða um niðurstöður
hverju sinni og er hægt að sjá það í
bókunum ríkisstjórnarinnar.
Það má benda á að eftir þetta
harða verkfall skilaði ég frumvarpi
til fjárlaga með tekjuafgangi upp á
tæpar 123 milljónir króna. Þegar
Þorsteinn Pálsson skilaði frum-
varpi til fjárlaga fyrir ’87 var hall-
inn orðinn 1,6 milljarður. Það er
þessi ósómi sem hann er að reyna að
hylma yfir með ódrengilegum árás-
um á forvera sinn. Þessum ljóta við-
skilnaði er kannski best lýst með
ummælum núverandi fjármálaráð-
herra, á aðkomunni í ráðuneyt-
inu.“
— Þorsteinn segist hafa rætt við
þig um sameiningu, en fengið
dræmar undirtektir.
„Hann hefur ekkert rætt við mig
um sameiningu. Straumurinn ligg-
ur nú frá Sjálfstæðisflokknum til
Borgaraflokksins, reyndar frá öðr-
um flokkum líka, og það kemur
ekki til greina að við sameinumst.
Sjálfstæðisflokkurinn með sína ný-
frjálshyggju er líka ólíkur þeim
flokki sem ég aðhylltist, enda kom-
ið í ljós að hann er fyrst og fremst
fyrirgreiðsluflokkur fyrir þá
stóru.“
— Þann 24. september efnir
Borgaraflokkurinn til síns fyrsta
landsfundar. Ætlar þú að bjóða þig
fram til formennsku og leiða flokk-
inn fram?
„Það eru allar líkur til þess. Ég er
reyndar nýbúinn að fá „viðvörun",
sem ég tel fyrst og fremst stafa af
ofþreytu vegna ofsókna í minn garð
síðustu mánuði. — En finni ég mig
færan mun ég gefa kost á mér, — ef
heilsan breytist ekki frá því sem hún
er í dag,“ sagði Albert Guðmúnds-
son leiðtogi Borgaraflokksins.