Alþýðublaðið - 04.09.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 04.09.1987, Side 4
^^Orn^pP^iUi^11 ultUvéí>oOÍ Otvo staði' ðir •viKO^^aO°ar' "ð^ásr WffiQ, - milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111. Föstudagur 4. september 1987 Ayatollah er hann kænn herforingi? Khomeini hinn andlegi ieiðtogi í íran og „æðsti dómari" sér að- eins gott eða ilít. Áhangendur hans leggja áherslu m.a. á persónutöfra hans, mótstöðumenn á þröngsýni hans og hefnigirni. „Sá sem talar fyrir þjóðina er tákn baráttunnar, þess vegna líta íranir á mig sem tákn. Ég tala mál þeirra, ég græt fyrir þá.“ Ayatollah Khomeini er vissulega tákn uppreisnarmanna úr hópi shíta. Frá valdatöku sinni hefur hann lagað sína pólitík eftir vilja og hugsanagangi shítafjöldans. Þrátt fyrir það hlutverk, sem hann lék í 'uppreisninni í íran er hann í raun aðeins fulltrúi menningar og hefðar shítanna. Áhrif Ayatollah eiga rætur sínar í þjóðfélags og trúarlegri menningu shítanna, sem ásamt meðfæddum hæfileikum og persónutöfrum, gerði hann þess megnugan að breyta veraldarsögunni. Áhangendur hans og trúbræður lofa mjög hugrekki hans, sannfær- ingarkraft og þokka hans. Þeir sem eru á móti honum leggja áherslu á hcfnigirni, þröngsýni og uppreisn- arhug hans. Hafinn yfir það veraldlega Ayatollah Khomeini tileinkaði sér pólitískan stíl og herkænsku og hélt sér fast við það, fyrstu árin eftir fall keisarans. Hann hóf sjálfan sig yfir pólitískt þras, sem var mikið í hinni íslömsku stjórn eftir fall keis- arans. í mörgum tilvikum neitaði hann hreinlega að blanda sér í mál- in, þar til upp kom sú staða að hann varð að gera það. Með því að hefja sjálfan sig upp yfir pólitíska erfið- leika, gat hann skellt skuldinni á aðra, þegar eitthvað fór úrskeiðis. Stíll hans og herkænska gaf fólki og Uppreisnin réttlætir striðið gegn Irak að dómi Ayatollah,Khomeini og það gifurlega mannfall sem þvl hefur fylgt. Uppreisnin og strlðið gegn írak hafa runniö saman og myndað volduga þjóðarhreyfingu I íran. Á myndinni sést, hvar hermenn hafa komiö fyrir myndum af leiðtoganum á striðstækj- um. stjórnmálamönnum af lægri stig- um ráðrúm til að taka ákvarðanir. Sömuleiðis tókst honum að fylgjast grannt með þeim mönnum og mál- efnum sem voru í brennidepli á stjórnmálasviðinu í íran. Önnur hlið á pólitískri her- kænsku hans er tengd heimspeki íslam og hlutverki hans sem hins æðsta dómara. Hans heimspeki er sú, að spilltum verður ekki bjargað, þeim verður að útrýma, allt er ann- aðhvort gott eða vont! Eins og hann segir í dæmisögunni um hreina læk- inn og kyrrstæða lónið. „Það er al- veg sama hvað miklu hreinu vatni lækurinn dælir í lónið, því það verður áfram kyrrstætt og vatnið því óhreint, ef vatnið á að vera hreint verður að tæma lónið. “ Hvatt til átaka Útfrá kenningunni um „gott og illt“ sat Ayatollah Khomeini í há- sæti sínu hafinn yfir hversdagsleg vandamál í pólitíkinni. Það kom að því að hinir tveir pólitísku pólar rákust á. Fram að því hafði hinum strangtrúaða fyrrverandi ráðherra tekist, að vera hlutlaus í þrasinu. Nú hvatti hann hægri sinnaðan flokk islama og þúsundir stuðnings- manna þeirra af lægri stéttunum, til beinna átaka gegn herstyrk vinstri sinnaðra. Þannig byrjuðu óskipu- lagðir götubardagar milli fjöldans, þeir bardagar halda áfram. Auk þess tókst Khomeini að veikja pólitískt afl Vinstrisinna með því, að setja þeirra hugmyndafræði og áform inn í sín áform. Hann lagði ríka áherslu á, að hann væri fulltrúi hinna undirokuðu og minnimáttar. í stað þess að vitna í marxisma eða sósíalisma notaði hann orð Kóranins þegar hann talaði um þá sem eiga og þá sem eiga ekki. Þeir sem eiga kallast „Mostakbirin" þeir sem eiga ekki kallast „Mostazfin," hann varaði mikið við „Monafikin," fjandmönnum íslam, sem líka þýðir hræsnarar. Þetta er illa dulbúinn áróður gegn vinstri sinnum og kommúnistum. „Mostazfin“ hinir undirokuðu eru útvalin þjóð og grundvöllur valds hans. Löng var leiðin til valda Leið hans til valda í íran hefur verið löng og ströng. Árið 1963 stóð hann fvrir prestabyltingu gegn svo- kallaðri „hvítu byltingu“ keisarans, sem átti að stefna að umbótum fyr- ir þegnana og iðnvæða íran eftir vestrænni áætlun, sem að dómi prestanna gekk í berhögg við íhaldssama siðfræði íslam. í borginni Quam kom til bar- daga. Khomeini var fangelsaður mörgum sinnum og hótað opinber- um ákærum. Þó hann sjálfur hafi alltaf litið á sig sem heimspeking, með þeirri von að honum yrði veitt- ur „Ayatollah" titillinn (andiegur leiðtogi þjóðarinnar), var hann ekki það háttsettur að honum yrði forðað frá handtöku. Hópur Ayatollahs gengu þá fyrir keisarann og lýstu því yfir að Khomeini væri „eftirbreytnisverður. “ Honum voru þá gefin grið, en var sendur í útlegð, fyrst til Týrklands, síðan til hinnar heilögu borgar Najaf í írak, og að síðustu til Frakklands. Það illa og djöfullega Það var við kirkjuskólann í Najaf, að Khomeini þróaði hug- myndina um „velay at el faqih“ — „stjórn trúarleiðtoga." Rauði þráðurinn í þeirri hug- mynd, sem hefur skaðað íslam og er kveikjan að ósamkomulagi íran við umheiminn og stríðinu' gegn írak. Ayatollah Khomeini leggur mikla áherslu á hið illa og djöfullega í um- heiminum. Fyrstu þrjú árin eftir valdatöku hans, voru Bandaríkin aðal-fjandmaðurinn, síðan komu ásakanir á ísrael, írak og Sovét. Nú er það Saudi-Arabía sem er á svarta listanum, eftir fjöldamorðin í Mekka nú nýverið, nú leyfir hann stjórnmálamönnum í íran að „daðra“ við Sovétríkin. Ábyrgðina á fjöldamorðunum í Mekka, leggur Khomeini þungt á herðar Bandaríkjamanna sem eru „sjálfur djöfullinn." Khomeini sór hefndar. „Þegar sá tími kemur að það er guðs vilji, munum við svo sannarlega hefna okkur grimmi- lega á þeim,“ hvæsti hann í æsing- arfullri ræðu í íranska útvarpinu. Með því að beina reiði sinni að erlendum nýlendusinnum, heims- valdasinnum og trúleysingjum, hef- ur Kohomeini tekist að sameina vinstri-sinna og strangtrúaða stuðningsmenn sína, gegn aðal- fjandmönnunum sem eru útlend- ingar. Því er svo komið að uppreisn- in og stríðið við írak er runnið sam- an í volduga þjóðar-hreyfingu. Uppreisnin réttlætir stríðið og hinir föllnu eru dýrkaðir sem þjóðhetjur. íranir eru nú í krossferð gegn þeim, sem að þeirra mati hafa ekki hlýtt vilja guðs, svo sem Haddan Hussein forseta írak. Þeir eru nú í „heilögu stríði," og ekkert fær íranska leiðtoga til að stöðva það, þrátt fyrir gífurlegt mannfall og mikið efnahagslegt tjón. í kóraninum stendur skrifað: „Þeir sem deyja fyrir guð sinn, eru ekki dánir. Nei, þeir lifa í sælu hjá herra sínum og gleðjast í ríkidæmi hjá guði.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.