Alþýðublaðið - 01.10.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.10.1987, Qupperneq 1
Aukafjárveitingar Jóns Baldvins: EKKERT AÐ FELA — segir fjármálaráðuneytið og snýst til gagnsóknar gagnvart fréttaflutn- ingi siðustu daga. Aukafjárveitingar aö megninu vegna skuldbindinga ríkissjóðs frá fyrri árum. „Dylgjur og aðdróttanir á Stöð tvö,“ segir ráðu- neytið. FjúrmálaráAuneyliA scndi i gær frú sér lisla yfir aukafjárveilinj>ar frá þvi að Jón Baldvin Hannibals- son lók við ráðherraembælli. Þessi viðbrögð ráðuncylisins koma i kjöl- far frétlar á Slöð Ivö i fyrrak völd og i Tímanum í gærmorgun. í fréttatil- kynningu fjármálaráðuneylisins i gær er. Slöð Ivö borið á brýn að hafa farið með dylgjur og aðdrótl- anir um „cillhvað annað og skugga- legra“ en listinn gefi nokkurt tilefni til, nefnilega, „pólitiska misnolkun valds og hreina spillingu.“ Alþýðublaðið birtir í dag listann yfir aukafjárveitingar Jóns Bald- vins í heild. Hann er að finna á bls. 3 ásamt skýringum fjármálaráðu- neytisins á hverri greiðslu fyrir sig. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er rifur helm- ingur af aukafjárveitingunum upp- gjör á mörkuðum tekjum Skipu- lagsstjóra ríkisins frá 1985 og 1986 og svo ónotuð aukafjárveiting til Listasafns íslands frá árinu 1985. Fjármálaráðuneytið bendir á það í áðurnefndri fréttatilkynningu, að forsenda þess að aukafjárveitingar geti heyrt til undantekninga, sé sú að vinnubrögðum við fjárlagagerð verði breytt en auk þess þurfi að koma til eðlilegt en ákveðið aðhald. Um fréttaflutning Stöðvar tvö í fyrrakvöld segir orðrétt í fréttatil- kynningu fjármálaráðuneytisins frá í gær: „í upphafi fréttarinnar var stað- hæft að fréttastofa Stöðvar 2 hefði undir höndurn lista yfir þessar fjár- veitingar. Fréttastofa stöðvarinnar kaus hins vegar ekki að gera þessum lista efnisleg skil. Þess í stað var „fréttin" samsuða fréttamanns þar sem einstök alúð var lögð við að koma á framfæri dylgjum og að- dróttunum um eitthvað annað og skuggalegra en umræddur listi gef- ur nokkurt tilefni til; pólitiska mis- notkun valds og hreina spillingu.“ Dagblaðið Timinn lét ekki sitt eftir liggja i fréttaflutningi af auka- fjárveitingum Jóns Baldvins og birti i gær langan lista yfir auka- fjárveitingar frá áramótunt til 8. júli og eignar þær bæöi Þorsteini Pálssyni og Jóni Baldvin. Sem kunnugt er settist núverandi rikis- stjórn að völdunt þann 8. júlí. List- inn scnt Tintinn birti i gær, yfir l'jár- vcitingar Þorsteins Pálssonar mun vera listi scnt tekinn var saman í fjármálaráðuneytinu i sumar. Þess ntá að lokum geta að Jón Baldvin Hannibalsson er væntan- legur til landsins i dag, úr nokkurra daga l'rii. Grafarvogurinn er óðum að taka á sig mynd blómlegs fbúöahverfis. Þessir þrir strákar eru meðal fbúanna þar og voru á heimleið úr skólanum, þegar þeir urðu á leið Róberts. Fiskverd: Frelsinu framlengt Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins i gær varð samkomulag um að gefa verðlagningu áfram frjálsa á almennu fiskverði frá I. október til 15. nóvember. Nokkur óvissa rikir um verðákvörðun eftir þann tima, en samkomulagið i Verðlagsráði felur einnig i sér að reynt verði að finna hentugri samstarfsreglur við verðlagningu sjávarafurða, fyrir 15. nóvember. Miklar líkur voru taldar til þess að annar fulltrúi kaupenda í Verð- lagsráði, Árni Benediktsson frá Sambandinu, beitti neitunarvaldi gegn frjálsa fiskverðinu. Árni hefur talið að tilraun með þetta form verðákvörðunar hafi misheppnast vegna þess að sjómenn krefjist óraunhæfrar viðmiðunar við fisk- markaðina á Reykjavíkursvæðinu og hóti að stöðva skipin. Má búast við því að forsvars- menn í sjávarútvegi leggi sig á næst- unni fram við að finna hentugar samstarfsreglur svo koma megi í veg fyrir árekstra við verðákvörð- un. Mannekla hjá Siglingamálastofnun — í ár verða færðir til skoðunar þrefalt fleiri bátar, en fyrir tveimur árum síðan. — Tuttugu skoðunarmenn sinna um 2500 skoðunarskyldum bátum og skipum, auk eftirlits með nýsmíði. Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri segir að fjölga þurfi starfsmönnum hjá Siglingamála- stofnun svo hægt verði að sinna skoðun og eftirliti skipa og báta svo fullnægjandi sé, miðað við þá gíf- urlegu fjölgun smábáta sem verið hefur á siðustu árum og allt stefnir í að haldi áfram. Tuttugu skoðunar- menn stofnunarinnar sinna í dag um 2500 skoðunarskyldum skipum og bátum, auk þess að fylgjast með nýsmíði. Starfsmenn Siglingamálastofn- unar hafa tekið að sér mikla auka- vinnu vegna fjölgunarinnar. Á sama tíma hefur stofnunin lagt þyngri áherslu á að eigendur færi sína báta til skoðunar og sagði Magnús að á þessu ári yrðu líkast til þrefalt fleiri opnir bátar skoðaðir, en fyrir tveimur árum. Bátar 6 metrar og lengri eru skoðunarskyldir samkvæmt lög- um. Fyrir tveimur árum voru aðeins um 20% af opnum bátum færðir til skoðunar af eigendum. Á þessu ári er hins vegar reiknað með að milli 60 og 70% verði skoðaðir. Lögum samkvæmt ber mönnum áriega að láta skoða sín skip og báta og láta ganga úr skugga um að þau séu haffær. Nokkur brögð eru að þvi að eigendur sinni ekki þessari skoðunarskyldu." Við höfum haft gott samstarf við Landhelgisgæsl- una um að fara um borð í skipin á sjó og ganga úr skugga um að þau séu með haffærisskírteini og í lagi. Skip sem ekki eru í lagi, hafa verið send í land.“ Slík skyndiskoðun hefur ekki verið mikið framkvæmd á opnum bátum, en Magnús sagðist hafa óskað eftir þvi við Landhelgis- gæsluna að á næsta ári yrði farið meira um borð i smærri báta. Enn- fremur sagðist hann reikna með því að meira yrði leitað eftir aðstoð lög- reglu, sinni menn siðan ekki lagfær- ingu. Eigendur smærri báta hafa stundum kvartað undan þvi að erfitt sé að nálgast skoðunarmenn Siglingamálastofnunar. Magnús sagði að lögð hefði verið ríkari áhersla á að koma til móts við hinar mismunandi þarfir manna i þessum efnum og hefði stofnunin upp á síð- kastið auglýst skoðunartíma í höfn- um. „Menn geta því ekki borið það fyrir sig lengur að erfitt sé að ná í okkur. Þessir sérstaklega auglýstu skoðunartímar hafa líka haft áhrif til aukinnar skoðunar sem sýnir sig kannski best i því að við skoðum nú þrefalt fleiri opna báta en fyrir tveimur árum,“ sagði Magnús Jó- hannesson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.