Alþýðublaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. október 1987 jumiuiu ÖNNUR SJÓNARMIÐ Sími: 681866 Útgefandi: Blaó hf. Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaöamenn: Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ingibjörg Árnadóttir og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóii. Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Tveir ráðherrar — tvenn sjónarmið Stúdentablaöið hefur tekið miklum stakkaskiptum og kom nýverið út í breyttu og bættu formi. Miklum hluta blaðsins er variö i skilgreiningar á nýrri ríkis- stjórn og hvað hún boði í málefnum stúdenta. í því til- efni eru meðal annars birt viðtöl við Birgi ísleif Gunn- arsson menntamálaráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra. Alþýðublaðinu þykir for- vitnilegt að drepa niður í þessi tvö viðtöl í leiðara dagsins. Birgir ísleifur Gunnarsson segir meðal annars í viö- tali við Stúdentablaðið: „Vandamál Lánasjóðsins er fyrst og fremst þaö, að hann hefur ekki fengið nægi- legt fjármagn í beinum framlögum frá ríkinu, heldur hefur hann þurft að taka lán, jafnvel erlendis frá, og þarf að endurgreiða þau með háum vöxtum og gengis- og verðbótum. Lánin sem námsmenn fá hafa hins veg- ar veriö með þeim kjörum að þau ná engan veginn til að standa undir þessum útgjöldum... Það er auðvitað ein leið til að komast fyrir hluta vandans að auming- inn hann ríkissjóður taki á sig þessi lán til að létta á sjóðnum. Alþingi hefur hingað til hins vegar ekki treyst sér til að hafa beina ríkisframlagið hærra en raun ber vitni.“ Um endurgreiðslu námslána segir menntamálaráðherra: „Það er mín eindregna skoðun að námsmenn eigi rétt á, að ríkið greiði sjálft einhvern hluta af námskostnaði hvers og eins, og þjóðfélagið eigi á þann hátt að taka þátt í menntun borgaranna umfram það sem lagt er til í formi skóla og stofnana í þessu skyni.“ Við annan tón kveður, þegar Stúdentablaðið ræðir við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. Jón heldur fast við þá stefnu sem Alþýðuflokkurinn boð- aði í kosningabaráttunni í vor, að stúdentar eigi að endurgreiða lán sín að fullu og með sanngjörnum vöxtum þannig að fjárhagur sjóðsins verði efldur og tryggi þarmeð námsmönnum örugg lán. Jón Baldvin segir í viðtalinu við Stúdentablaðið: „Stærsta hags- munamál námsmanna á næstu árum er að fjárhagur Lánasjóðsins verði tryggðurþannig, að hringlinu með lánsréttinn verði hætt. Það er þess vegna andstætt hagsmunum námsmanna þegar hávær kröfugerðar- hópur vekst upp með óhljóðum hvenær sem hreyft er við skynsamlegum tillögum um að tryggja endur- greiðslur til sjóðsins og þar með fjárhagslegt öryggi hans. Ég tek ekkert mark á móðursýkislegum við- brögðum af því tagi. Hrín þvílikra dekurbarna skaðar málstað og hagsmuni námsmanna og er þeim ekki samboðið. Stúdentareigaað krefjast námsréttinda — ekki forréttinda. Þeir eiga að sjálfsögðu að sætta sig viðað þeirendurgreiði námsaðstoðinasíðará lífsleið- inni, þegar efnahagur þeirra leyfir.“ Um stöðu Lána- sjóðsins segir fjármálaráðherra: „Sjóðurinn þarf á rúmlega 2 milljörðum króna að halda á næsta ári. Af- borganir, vextir og verðbætur af áður veittum lánum eru áætluð aðeins um 150 milljónir króna. Fjármögn- unarþörf sjóðsins nemur því um það bil 1850 milljón- um króna. Um fjórðungur af útgjaldaþörf sjóðsins er afleiðing af sláttumennsku; erlendum lántökum fyrri ára. Yfir500milljónirfara í að greiðavexti og afborgan- ir af áður teknum lánum. Þeir sem mest hafa mælt upp í stúdenta um að lán eigi ekki aðendurgreiða, hafa aldrei haft kjark til að framvísa reikningnum til skatt- greiðenda. Þeir hafa gefið út innistæðulausar ávísan- ir í formi erlendra lána. Þessirviðhlæjendur náms- manna bera því ábyrgð á því að fjárhag Lánasjóðsins og þar með fjárhagslegu öryggi námsmanna í framtíð- inni hefur verið stefnt í hættu. Ég forakta þessa hræsni.“ Alþýðublaðið tekur undir þessi orð fjármála- ráðherra. Svört skýrslafrá Amnesty LVJ i Blaðsiða * Ih» m* il w. Jilillit.titiU! mía við , túnfótinn hBf || Blaðsíöa 2, !«#*! tslendingurrakl smiðshöggið j! áírann % • Baksi&an IS Hefur boðað frjálslyndí og framfarir i sjötíu ár mevmsö> ■fisaiunh l'oralmnr, '.--•mW.Aiw/. og tynrt**3' <lvm*ÍK»*nart* 01 rtirtrJinnH-tft Mm 550 milljomr a færi* bandi úr fjármálaráðu- neytinu á 8 mánuðum Á að«!ns atta manuðum hafa Ivcir Arnarhvoll«fteribandl og okkert lat vlrdi*1 vwa a. En i fjðrmálaráAherrarsomþykktaukafjárveítingaruppí hvnfta aukafjárveitlngar oru þefta? Vlð gerum greln 1 550 milljómr. Þaer haf« hreinlega atraymt úr lyrir 550 mUljónunum. • Blaðstða 5. f Það er sjónarmið út af fyrir sig að fjárinálaráðherrar séu vondir menn. Eitt afbrigðið af þessu sjón- armiði er það, að allir fjármálaráð- herrar séu jafnvondir, nema kannski ef þeir koma úr Framsókn- arflokknum. Þetta sjónarmið er í hávegum haft þessa dagana á Tím- anum og Stöð tvö. Tímanum var t.d. svo mikið í mun að sanna, að Jón Baldvin væri jafnvondur fjármálaráðherra og Þorsteinn, að hann birti lista yfir 136 aukafjárveitingar á þessu ári, nánar tiltekið frá áramótum fram til 8. júlí og margítrekar að þetta séu verk Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hvað gerðist 8. júlí? Það er náttúrlega aukaatriði í þessu sambandi að Jón Baldvin tók við fjármálaráðuneytinu um há- degisbilið þann 8. júlí og á því ekki svo mikið sem eina einustu af þess- um 136 fjárveitingum. Mun málið vera þannig vaxið að Tímamenn komust yf'ir lista yfir aukafjárveit- ingar Þorsteins Pálssonar á þessu ári, sem tekinn hafði verið saman í fjármálaráðuneytinu, en gleymdu aö lesa hann fyrir birtingu. TYúnaðarmál á stöð tvö Stöð tvö gerði hins vegar auka- fjárveitingar Jóns Baldvins að um- talsefni í fréttatíma sínum í fyrra- kvöld. Þar var farið hörðuni orðum unt aukafjárveitingar i ráðherratíð hans, eins og til áréttingar því sjón- armiði að Jón Baldvin sé að minnsta kosti jafnvondur fjármála- ráðherra og forveri hans. Meðal annars létu menn þess getið að fjár- veitingarnar væru ekki allar nauð- synlegar. Sjálfur listinn var hins vegar meðhöndlaður eins og trún- aðarmál og jafnvel gæti maður freistast til að halda að Stöð tvö hafi alls ekki haft listann undir höndum. í fjármálaráðuneytinu sáu menn hins vegar aumur á frétta- mönniini Stöðvar tvö og niunu þeir hal'a fengið sent afrit af listanum í gær. Nauðsynlegar og ónauðsynlegar aukafjárveitingar Annars er fróðlegt að velta fyrir sér misjöfnum sjónarmiðum að því er varðar aukafjárveitingar. Að undanförnu hefur verið vakin at- hygli á því að lengi hafi tíðkast í fjármálaráðuneytinu að ráðherrar þessara mála hafi gefið út aukafjár- veitingar, sem enga nauðsyn bar til og jafnvel veitt fé til málefna sem Alþingi var búið að hafna. Sumir virdast hins vegar hafa þá skoðun að aukafjárveitingar séu ónauðsynlegar með öllu og beri að setja þær allar undir satna hattinn. Ef þetta sjónarmið væri útbreidd- ara en það er og væri t.d. ríkjandi í fjármálaráðuneytinu, þá hefði t.d. ekki verið veitt nein aukafjárveiting vegna hækkunar húsaleigu hjá ís- lenska sendiráðinu í Washington. Þá væri íslenska sendiráöið þar sennilega á götunni núna og kannski má út af fyrir sig hafa það sjónarmið að það væri svo sem allt í lagi. „Joe Grimson“ Fyrrum formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Gullbringu- sýslu, er viðtalaður í nýútkomnu hefti tímaritsins Manníifs. Þessi merkismaður er nú búinn aö vinna sér nafn í útlöndum undir heitinu „Joe Grimson", sem hann tók sér þegar ísland varð of lítið fyrir um- svif hans í viðskiptum á sínum tíma. Þegar hann var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu á sínum tíma hét hann hins vegar því rammíslenska nafni, „Jósafat Arngrímsson“ og var sem slikur dæmdur fyrir ýmis afbrot, einkum fjársvik. Það kom hins vegar ekki til þess að hann þyrfti að afplána dóminn sinn, því geðlæknar gáfu út vottorð um það að maðurinn væri ekki al- veg með „fulde fem“, eins og Stein- grímur sagði þegar búið var að sauma á hann puttann hérna um ár- ið. Ekkert geðsjúkrahús treysti sér hins vegar til að taka við Jósafat. Hann fór því til útlanda, með tvær hendur tómar að eigin sögn, og að því er fram kemur í Mannlífs- viðtalinu var hann mánuð að koma undir sig fótunum. Hefnigirni Nú hefur Joe Grimson átt við- skipti við útlendinga um ntargra ára skeið. Svo virðist sem hann hafi grætt meira á útlendingunum en þeir á honum, því þeir hafa stungið honum í fangelsi og að því er virðist af nýlegum fréttum virðist jafnvel standa til að gera það aftur fljót- lega. Joe Grimson sver og sárt við ieggur að hann sé alsaklaus af öllu því sem hann er dæmdur og ódæmdur fyrir. Helst er á honum að skilja að allt stafi þetta af hefni- girni pólitískra andstæðinga frá þeim tima þegar hann var Jósafat Arngrímsson, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Gull- bringusýslu. Og það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.