Alþýðublaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 4
MMMIBLMD Fimmtudagur 1. október 1987 Flutningar til Það er biðröö við sendiráö Bandaríkjanna í Uublin. Nokkrir írar hafa stiill sér upp í morgun- rigningunni, þeir ætla að reyna að fá að flytja til Bandarikjanna. Þeim er hleypt inn einum og einum i einu, flestir þeirra eru ungir. Þegar klukkan er að nálgasl niu vex bið- röðin jafnt og þétl. Þannig gengur þetla fyrir sig á hvcrjum morgni, við sendiráð Bandaríkjanna i Dubl- in, höfuðborg irska lýðveidisins. William Dannyson ekur fram hjá i leigubilnum, sem cr hans vinna. í útvarpinu er verið að spila gamlan slagara, „I rcmembcr Dublin in the rare old tirncs" (ég minnist Dublin gömlu góðu daganna). „Maður actti að vera i ferðaskrif- stofubransanum," segir William. „Þar er þó að minnsla kosti nóg að gera í augnablikinu. Annars þarf ég ekki að kvarta, ég hef þó atvinnu hvað sem það endist nú lengi. Áður fyrr fékk ég fullt af viðskiptavinum eftir að bjórkrárnar lokuðu. Nú er allt dautt nema'um helgar. Þeir sem ganga um atvinnulausir hafa ekki efni á að skreppa út að skemmta sér. Ef ég væri ungur í dag, myndi ég líka reyna að komast i burtu,“ segir William og veifar til þeirra sem standa i biðröðinni við sendi- ráð Bandaríkjanna. 100.000þús. hafa flust af landi brott. Á síðustu fimm árum, hafa um 100.000 þús. ungmenni yfirgefið írska lýðveldið. Þau hafa mátt til, vegna atvinnuleysis sem komið er upp í nítján prósent. Það er næst hæsta atvinnuleysisprósenta innan EF landanna, og engar líkur á breytingu til batnaðar á næstunni, segja hagfræðingar. Allar líkur benda til þess að árið 1992 muni allt að þvi helmingur ungs vinnuafls í landinu hafa flust til Bandaríkj- anna, Ástraliu og Englands. YEAG, grasrótarhreyfing sem vinn- ur að meiri atvinnumögulcikum á írlandi, heldur þessu fram. Flestir útllytjendanna koma ckki til bnka til Iriands, hcldur blandast inn i irsk samfélög sem hafa orðið til á ca. hundrað árum, i þcim lönd- um sem irskirútflytjendur hafasest að. Kringunt 1840 gcrði kartöflu- uppskerubresturinn það að vcrkum að fjöldi íra sigldi yfir Atlantshaf- ið. I kringum 1950 ýttu efnahags- erfiðleikar nýrri bylgju útllytjenda af stað. í dag endurtekur sagan sig. Um það bil 40 millj. íra og fólk af írskum ættum býr nú í Bandaríkj- unum. í irska lýðveldinu eru íbúar nú 3—4 millj. „í Ameríku er hægt að fá vinnu ogöfugt viðheimaá Irlandi ferekki allt í skattinn. Menn hér fyllast ekki öfund ef þér gengur vel, heldur hið gagnstæða, menn stappa í þig stál- inu og hvetja þig áfram.“ Þetta skrifar ungur íri í bréli heim til sín. Hann fór i fri til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og dvelur þar áfram, sem ólöglegur innflytjandi. Sendiráð Bandaríkjanna í Dublin úthlutar 500 áritanir (innflytjenda) á ári. Umsóknum fram yfir það er hafnað. Þrátt fyrir þessar takmark- anir á innflytjendum telur YEAG að milli 60.000 þús. og 100.000 þús. ungra íra séu búsettir ólöglega og án atvinnuleyfa í Bandaríkjunum, án almannatrygginga og án alls ör- yggis ef veikindi eða slys bæru að höndum. En, þeir hafa atvinnu, hana gat irska lýöveldið ekki útveg- að þeim. Rikisstjórn írlands leggur nú fast að Bandaríkjamönnum að gefa fleirum kost á vegabréfsáritunum. Rikisstjórn írlands telur ekki mögulegt að þeir 246.000 þús. sem eru atvinnulausir, fái vinnu i nán- ustu framtið. Ráðgjafafyrirtækiiö Cooper & Lybrand telur að eftir fimm ár verði enn færri atvinnumöguleikar en eru i dag. Hagvöxtur mun að vísu auk- ast á þessum fimm árum, en ekki nægilega til þess að írland geti greitt niður skuldir sinar við út- lönd. Bágur efnahagur Ein af ástæðunum fyrir því að ír- land, við þjóöaratkvæðagreiðslu 26. maí siðastliðinn samþykkti Evrópu-pakkann, var hinn bági efnahagur. írland gekk í Efnahags- bandalagið árið 1972 um leið og Danmörk, og allar götur siðan hef- ur írland þegið mestan stuðning, til eflingar atvinnulífs og hagvaxtar. Hinn stöðugi straumur útflytj- enda frá írlandi gerir það að verk- um, að tala atvinnulausra er ekki enn hærri. American Embassy Oflice Hours Monday - Frsday 8.30am - 500pm Alla virka daga, er löng biöröð fyrir utan sendiráð Bandarfkjanna i Dublin Bandarikin eru fyrirheitna landið i hugum ungra irskra atvinnuleysingja. Eitt af takmörkum EF er, að opna landamæri þeirra landa sem eru i bandalaginu og meö þvi gera atvinnulausu fólki klcift að fara til vinnu i öðrum löndum, þar sem skortur er á vinnuafli. írar virðast ekki nýta sér þennan möguleika, heldur sækjast þeir mest eftir að komast til Bandarikjanna og þar á eftir virðist það vera Ástralía, sem er fyrirheitna landið. England er eina landið i efnahagsbandalaginu sem tekur við miklum fjölda út- flytjenda frá írlandi. Peter Doyle yfirmaður skrifstofu EFl i írlandi segir, að tungumála- erfiðleikar séu orsök þess hve fáir írar sækist eftir að komast til landa, sem ekki eru enskumælandi. „Þýska er tiltölulega óþekkt námsefni í írskum skólum, og áhugi fyrir að læra hana fer síminnk- andi,“ var haft eftir Peter Doyle ný- lega í blaðinu „The Irish Times“. „Bandarísk og bresk þjóðfélög hafa alltaf höfðað meira til okkar en þjóðfélög annarra landa. Árum saman höfum við getað ferðast frjálslega milli írlands, Englands og Bandarikjanna, en höfum aftur á móti verið tiltölulega einangruð frá hinum Evrópulöndunum," sagði Peter Ðoyle i sömu blaða- grein. Ennþá lengist biðröðin utan við sendiráð Bandaríkjanna. „Tveir gamlir skólabræður mínir búa í Boston, báðir ólöglega. Það er mikið óöryggi sem þeir búa við, en samt get ég vel skilið að þeir taki þessa áhættu,“ segir Paddy O’Neil, lögreglumaðurinn sem er á vakt við bandaríska sendiráðið. Rödd úr fortíðinni hljómar svona: „Svo lengi sem móðir írland fóstrar syni sem hafa kjark í sér til að yfirgefa hana, þá hefur hún ekki lifað til einskis." Þetta eru orð rit- höfundarins Bernhard Shaw áður en hann flutti til Englands og varð frægur. (Det fri Aktuelt.) Hinar heitu tilfinningar „Mér er svo gjarnt að láta tilfinningarnar bera mig ofurliði — hvort sem um er ao ræða ást eda þungiyndi —. Þá er gott að geta verið svolítið kaldhæðin við sjálfa mig og sagt: Þú og þínar til- finningar eru nú ekki svo merkilegar eða áhugaverðar," segir skáldkonan Lisbet Knudsen. Lisbet Knudsen hefur nýverið sent frá sér nýja skáldsögu og því kemur það á óvart þegar hún segir: „Ég er í raun og veru Ijóðskáld". Þessa þversögn útskýrir hún með þvi að þrátt fyrir ást hennar á Ijóð- inu verði hún stundum þreytt á þvi, af því Ijóðið verði oft svo sam- þjappað: „í ljóði er aðeins rými fyrir eina tilfinningu en ég vil helst segja heila sögu, já fleiri en ejna í einu,“ segir Lisbet Knudsen. í þessum orðum felst skýringin á því að í nýju bók- inni „Men Pludselig“ (en skyndi- lega) kynnist lesandinn fjörutíu ólíkum persónum á fyrstu fimmtíu blaðsíðunum. Svo þrengist hringur- inn og Nanna, hjálpsöm, skilnings- rik og dálítið sjálfumglöð, og hin kaldhæðna Judith verða aðalpers- ónurnar. Báðar bera þær með sér einkenni og takta sem Lisbet Knud- sen segist kannast við frá sjálfri sér. Hún neitar því staðfastlega að bók- in sé svokölluð lykilskáldsaga, en margir sjá kannski sjálfan sig í bæði aðalpersónum og aukapersónum. Skáldsagan fjallar í ríkum mæli um ástina — sem var, sem er og ást- ina eins og hún ætti að vera — og ástina sem kannski verður. „Hún er snillingur í kaldhæðnislegum skrif- um um hversdagsleikann," sagði bókmenntagagnrýnandi Det Fri Aktuelt, í skrifum sínum um bók- ina. Kaldhæðni er það sem skiptir mestu máli fyrir Lisbet Knudsen, ekki kaldhæðni á annarra kostnað, heldur sú tegund kaldhæðni sem fær mann til að sjá sjálfan sig með annarra augum. Sú tegund af kald- hæðni fær mann til að líta hlutlæg- um augum á hlutina, og hjálpar manni til að líta ekki á sjálfan sig sem miðpunkt heimsins: „Ég hef mikla þörf fyrir slíka kaldhæðni, mér er svo gjarnt að láta tilfinning- arnar bera mig ofurliði hvort sem það er af ást eða þunglyndi. Þá er gott að geta veriö svolítið kaldhæð- in við sjálfa mig og sagt: Þú og þín- ar tilfinningar eru nú ekki svo merkilegar eða áhugaverðar," segir Lisbet Knudsen. Hœttulegar tilfinningar Hún talar um hversdagsleikann í Iífinu og stendur á því fastar en fót- um að lífið sé hversdagslegt. „Það markverðasta í lifinu gerist oft við stutt, hröð kynni, og svo kemur það óútreiknanlega og tilviljanakennda inn í myndina. Við skautum á þunnum ís og getum ekki einangrað okkur frá hinu tilviljanakennda." Lisbet Knudsen segir tilfinningar vera það hættulegasta sem hægt sé að skrifa um, þvi tilfinningar krefj- ast þess að maður leggi í þær lík- ama og sál. „Sjálfsagt er það þess- vegna sem karlmenn vilja helst ekki tala um annað en pólitík! Lisbet Knudsen undrast það að ætlast sé til þess, að rithöfundur, sem situr einn og yfirgefinn og skrifar bók eigi að finna óskaplega gáfulega lausn á öllum heimsins vandamálum, stórum og litlum. „Ég get verið nokkuð skörp, þegar tilfinningar eru annars vegar, en frekar bitlaus ef ég á að setja fram gáfulegar skoðanir. Þær gæti ég ekki sett fram, á fimm mínútum i sjónvarpi, af því ég vil ekki hafa léttvægar og ódýrar skoðanir. Ég vil grannskoða hlutina og vera viss um að ég sjái allar hliðar á málun- um. Þessvegna er ég örugglega ekki fjölmiðla dekurbarn og þessvegna er ég ekki dugleg að selja sjálfa mig.“ Lisbet Knudsen hefur ekki nein- ar áhyggjur af þessu, hún segir sjálf, að hún sé ekki sérstaklega framagjörn. Hún skrifar, af því að það er hennar tjáningarmáti. „Ég skrifa, og held áfram að skrifa, ég hef ekki sagt nærri allt sem ég þarf að segja,“ og hún hefur ekki miklar áhyggjur af því hve mörg eintök bóka hennar seljast. Lisbet Knudsen hefur skrifað ljóð síðan hún var átta ára. Fyrsta ljóðasafnið „Moskvabillec!er“, (myndir frá Moskva) kom út árið 1971 þegar hún var tuttugu og tveggja ára. „Ljóðasafn er nú kannski of mikið sagt, þetta voru nokkrar arkir heftar saman, og maðurinn minn labbaði um á Strik- inu og bauð til sölu,“ segir Lisbet og minnist þess, að þegar hún var að vaxa úr grasi fannst henni hún verða að sýna það, að hún gæti staðið foreldrum sínum snúning, en þau voru bæði rithöfundar. Um tíma fannst mér að allir myndu hugsa sem svo að ég væri bara að þessu af því ég væri dóttir Erik Knudsen. „Þær grillur hef ég sem betur fer losnað við og það er yndis- legt að eldast,“ segir Lisbet Knud- sen sem er að nálgast fertugt en finnst hún vera miklu yngri en þeg- ar hún var tuttugu og tveggja, „þá fannst mér ég vera hundgömul og myndi aldrei geta haslað mér völl sem skáld.“ Síðan árið 1982 hefur hún getað kallað sig bókasafns- fræðing, en hún lítur á sjálfa sig sem rithöfund. Á tímabilum starfar hún sem bókasafnsfræðingur — af fjárhagsástæðum. Samt skrifar hún jöfnum höndum við skrif- og borðstofuborðið, á hverjum degi. Allar mögulegar hugsanir og hug- myndir eru festar á laus blöð, sem hún heftir inn. Þegar hún svo ætlar að fara að skrifa skipulega, tekur hún fram blöðin og tekur til við að vinsa úr. „Það er bæði leikur og lífsnauð- syn fyrir mig að skrifa. í bókum minum koma víða fram þessar öfgafullu tilfinningar sem ég er haldin.“ Eftir því sem hún segir sjálf, skiptist á hjá henni glens og gaman og þörf fyrir mannfagnaði og svo brennandi þörf fyrir einrúm. „Friöur og ró eru mér nauðsyn, annars er ég hrædd um að ég myndi „springa“, vegna þessara afskap- lega heitu tilfinninga minna. Þó hún eigi eiginmann og börn (8 og 11 ára) finnst henni hún fá sinn frið og ró heima hjá sér, meðan börnin eru í skólanum og á næturna þegar fjölskyldan sefur. Lisbet Knudsen hefur verið köll- uð kvenlegur Scherfig, siðan bókin „Men Pludselig“ kom út. „Ég held nú miklu meira upp á Dostojevski en Scherfig, Dostoj- evski, með sínar villtu og heitu til- finningar og ástríður, er minn mað- ur,“ svaraði hún að bragði, þegar henni var sagt frá þessari samlík- ingu. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.