Alþýðublaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. janúar 1988
5
UMRÆÐA
Guðjón V. Guðmundsson
skrifar
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
„Ein er sú þjóð sem ég minnist ekki að hafi nokkru sinni fengið aðstoð íslensku kirkjunn-
ar . . . það er Palestínuþjóðin sem hefur þurft að þola meiri hörmungar og lengur en
nokkur önnur þjóð á síðari tímum,“ skrifar Guðjón V. Guðmundsson m. a. í umrœðu-
grein sinni um íslensku kirkjuna og Palestínumenn.
Hjálparstofnun Kirkjunnar hefur um
árabil unnið mikið og gott starf til
hjálpar bágstöddum og er það vitan-
lega eins og vera ber. Það hlýtur að
eiga að vera stór þáttur í starfsemi
kirkjunnar að hlúa að þeim er við
bágindi búa, og vart er nokkuð göf-
ugra en það að koma þjáðum með-
bræðrum til hjálparenda lagði Kristur
mikla áherslu á að menn sýndu sann-
an mannkærleika í verki. Þessi starf-
semi virðist hafa lent á villigötum um
tima, slíkt má vitanlega aldrei henda
aftur og vonandi tekst að vinna traust
almennings, sem fyrst á ný mikil er
þörfin og svo mun víst lengi verða í
heimi hér.
Ein er þó sú þjóð, sem ég minnist
ekki að hafa nokkru sinni fengið að-
stoð íslensku kirkjunnar og ekki minn-
ist ég þess heldur að neinn úr þeim
hópi hafi talað máli þessa fólks í
ræðu eða riti og vakið athygli á þeim
hörmungum er þetta fólk hefur mátt
ganga í gegn um og því hrikalega
órétti er það hefur verið beitt, utan
einn maður, séra Rögnvaldur Finn-
bogason en hann flutti fyrir
skemmstu ágæta samantekt um sorg-
lega sögu Palestíunuþjóðarinnar í
Rfkisútvarþinu. Þessi heiðursmaður
bar þarna sannleikanum fagurt vitni.
Það er mikið að vita sannleikann en
það er meira að þora að segja hann.
Já, auðvitað er það Palestínuþjóðin,
sem ég er að tala um í þessum pistli,
þetta fólk hefur orðið að þola meiri
hörmungar og lengur en nokkur önnur
þjóð á síðari tímum. Þetta ástand hef-
ur varað þegar í nokkra áratugi eða
allt frá því Gyðingar tóku að streyma
til Palestínu og sölsa undir sig land
frumbyggjanna og flæma þá burtu og
ekkert lát er á nema síður sé. Hundr-
uð þúsunda manna hýrast í flótta-
mannahreysum við svo ömurlegar að-
stæður að ef skepnum yrði búnar slík-
ar vistarverur í okkar landi, þá myndi
það varða við lög. Síðustu byggðir sln-
ar á Gaza-svæðinu, vesturbakka
Jórdanárinnar, og austurhluta Jerúsa-
lem, flýja nú Palestínumenn, sem óð-
ast undan gengdarlausum ofsóknum
ísraelsmanna, en svo nefna Gyðing-
arnir sig og Palestínu hafa þeir skírt
upp og nefna ísrael.
Ekki ætla ég að fara að rekja þessa
sorgarsögu nánar þess gerist vart
þörf, kirkjunnar menn hljóta að vera
víðsýnirog sannleikselskandi og
sækja sinn fróðleik um gang heims-
málanna víðar en á síður Morgun-
blaðsins. Maður gæti samt sem áður
freistast til þess að álíta að svo sé
ekki og þá skilur maður aðgerðarleys-
ið og þögnina um það, sem hefur ver-
ið að gerast. Þeir Morgunblaðsmenn
misþyrma hroðalega sannleikanum
þegar þeir fjalla um atburðina fyrir
botni Miðjarðarhafsins, þannig að
þeir, sem ekki hafa aðrar heimildir fá
vitanlega alranga mynd af atburðun-
um og þeir er reyna að tala máli
Palestínufólksins fá ekki inni á þeim
bænum, það hefur undirritaður fengið
staðfest sjálfur. Hér á íslandi búa
nokkrir landflótta Palestínumenn. Það
væri ekki úr vegi að ræða við þessa
menn, best væri vitanlega að senda
fólk þarna suður eftir og kynnast af
eigin raun hve slæmt ástandið er l
raun og veru, fara t. d. í flóttamanna-
búðirnar í Sabra eða Shatila en þar er
eymdin hvað mest. Þar myrtu skó-
sveinar ísraelsmanna í Libanon 900
karla, konur og börn á hinn hryllileg-
asta hátt fyrir nokkrum árum, höfund-
ur þessa pistils mun að sjálfsögðu
leggja sitt að mörkum upp í kostnað
við ferðina.
Þegar þessar línur birtast á prenti
er jólahátíðin nýlega um garð gengin.
Þessi mesta hátíð kristinna manna og
látlaust predikað um frið og kærleika
eins og vera ber. Hvernig væri nú að
fara að sýna í verki að við viljum lifa
eftir kenningum Krists? Komum
Palestínufólkinu, sem og öllum öðrum
er þjást til hjálþar á einhvern hátt. Mér
er gersamlega um megn að skilja
hvernig menn geta snúið sér undan
og yppt öxlum og sagt í reynd. Hvað
kemur okkur þetta við? Ég óska hjálp-
arstofnunarmönnum svo og kirkunnar-
mönnum öllum árs og friðar.
UMRÆÐA
Ingimar Sigurðsson lögfræðing-
ur og
Hrafn Pálsson félagsráðgjafi
skrifa
AHRIF OLDRYKKJU
A HEILDARNEYSLU AFENGIS
Á dögunum birtist I fjöl-
miðlunum greinargerð 133
lækna, sem við hljótum að
skoða sem eindregna stuðn-
ingsyfirlýsingu við fram-
leiðslu og dreifingu á sterku
öli, setta fram til þess að ýta
við Alþingi vegna fyrirliggj-
andi „bjórfrumvarps". í grein-
argerö læknanna er því m.a.
haldið fram, að þau rök, sem
færð hafa verið fram gegn
sölu á sterku öli, þess efnis
að heildarneysla áfengis
muni aukast, séu órökstudd.
Ekki ætlum við okkur að rök-
ræða þessa hluti við hlutað-
eigandi lækna, sem sam-
kvæmt eðli máls ættu að
vera flestum færari að meta
þá. Hins vegar getum við
ekki látið hjá líða að gera
grein fyrir þessum málum
eins og þau horfa við okkur
samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem liggja fyrir hjá Al-
þjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Gjarnan er vitnað til þeirrar
stofnunar í þessu máli og
það á báða bóga, þannig að
ekki deila menn um áreiðan-
leika þeirra vinnubragða, sem
stofnunin stundar, þótt menn
túlki niðurstöður stundum út
frá hentugleikum.
Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in hefur hvorki sent út afger-
andi yfirlýsingar varðandi
bjór á opinberum vettvangi
né markað sérstaka stefnu
varðandi bjórdrykkju, þar sem
stofnunin lltur svo á, að ekki
skuli draga áfengi á bása eft-
ir tegundum, heldur beri aö
líta á allt áfengi sömu augum
hvað skaðsemi varðar. Það er
hins vegar staðreynd og kem-
ur fram í skýrslum stofnunar-
innar að áfengisneysla í
heiminum jókst um helming
á árunum 1965 til 1980 og
vegur bjór þar mest. Einnig
liggur fyrir að bjórdrykkju
hefur aukist gríðarlega I svo-
kölluðum þriðja heimi og í
mörgum tilvikum er þar um
að ræða fyrstu kynni þjóða af
áfengi, þ.e.a.s. nokkurs konar
stökkpall yfir í annað og
sterkara áfengi. Lítum annars
á tölfræðilegar upplýsingar
frá stofnuninni um fram-
leiðslu í lítrum af bjór, vini og
sterku áfengi á árunum 1965
til 1980, miðað við íbúafjölda,
eftir svæðurrr.
Varla verður hægt með rök-
um að halda því fram, ef mið-
að er við ofangreindar tölur,
að sala á bjór hafi ekki áhrif
á heildarneyslu áfengis. Þær
niðurstöður, sem við drögum
af þessu eru þær, aö dregið
hafi úr neyslu léttvíns með
aukinni bjórdrykkju, en að
aukin drykkja á sterku áfengi
vinni hana aö fullu upp, sem
„Viö teljum aö tullnægjandi sann-
anir liggi fyrir um það að áfengis-
neysla muni aukast og þaö veru-
lega verði heimilað að selja áfeng-
an bjór hér á landi og að í Ijós komi
áfengissjúkdómar sem við höfum
lítt þurft að striða við til þess“
skrifa þeir Ingimar Sigurðsson og
Hrafn Pálsson m. a. í umræðu-
grein sinni um bjórinn og heildar-
neyslu áfengis
Svæðið bjór
Ar 1960 1980
Afríka 1.8 9.3
Asía án Japans 0.2 1.0
Ástralía 102.4 130.3
Bandaríkin og Kanada 61.4 101.4
Evrópa án USSR 46.4 76.2
Japan 9.9 38.7
Oceania 32.0
Suður-Ameríka 11.8 20.1
USSR 11.7 23.0
Veröldin i heild 13.4 20.2
segir að bjórneyslan er hrein
viðbót ofan á aðra áfengis-
drykkju.
Með skírskotun til ofanrit-
aðs teljum við, að fullnægj-
andi sannanir liggi fyrir um
það að áfengisneysla muni
aukast, og það verulega,
verði heimilað að selja áfeng
an bjór hér á landi og aö í
Ijós komi áfengissjúkdómar,
sem við höfum lítt þurft aö
striða við til þessa.
„Allt orkar tvímælis þá er
gert er“, mælti NjáJI á Berg-
þórshvoli forðum. i flestum
málum á þetta spakmæli
Njáls við, en ekki í því máli,
sem hér hefur verið reifað.
Hvaða skoðanir, sem menn
vín sterkt áfengi
1965 1980 1965 1980
7.4 2.3 0.1 0.1
0.1 0.1 0.1 0.3
12.9 25.8 1.3 0.4
4.3 8.0 3.8 6.7
46.6 49.3 2.9 5.3
2.9 5.5
10.0 8.9 2.3 1.3
5.8 12.1 7.9 8.2
8.4 7.7 1.5 1.9
kunna að hafa á sölu áfengs
öls hér á landi, verða menn
að horfast í augu við þá stað-
reynd að heildarneysla áfeng-
is muni aukast, líklega stór-
aukast, verði heimilað að
selja áfengt öl. Ennfremur
verða menn að gera það upþ
við sig, hvort þeir vilja stuðla
að aukinni áfengisdrykkju og
þar með að auknum kostnaði
við rekstur heilbrigðiskerfis-
ins og til viðbótar við ýmiss
konar fylgikvillum, sem óneit-
anlega fylgja áfengisneyslu,
og aldrei veröa metnir til fjár.
(Heimildir: WHO offset
publication no. 89, alcohol
policies in nationa! health
and development planning.)