Alþýðublaðið - 26.01.1988, Side 3

Alþýðublaðið - 26.01.1988, Side 3
Þriðjudagur 26. janúar 1988 3 FRETTIR Líkur eru til þess aö loönuverksmiöjan á Eskifirði stöðvist vegna iaunadeilu starfsmanna og vinnuveitenda. Starfsmenn á Eskifiröi og í Neskaupstað hafa þegar lýst yfir vilja sínum til vinnustöðvunar og verið er aö kanna viöhorf á öðrum stöðum á Austfjörðum. Loðnuverksmiðjur á Austfjörðum: STEFNIR í VINNUSTÖOVUN Forsvogur: Tré í stað hraðbrautar segir í bókun borgar- fulltrúa Alþýðuflokks- ins vegna umrœðna um aðalskipulag Reykjavík- ur Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins telur að ekki sé rétt að leggja hraðbraut um Foss- voginn, heldur beri að hefja gróðursetningu trjáa þar sem fyrst. Einnig að rétt sé að kanna hvort tengibraut sú er Kópavogur hyggst leggja um Fifuhvamm að Arnarnesi geti ekki tekið við umferð frá suð- urhluta Breiðholts til Reykja- vikur. í bókun sem Bjarni gerði i borgarráði segir m. a. að ekki sé rétt að breyta einu besta gróðursvæði borgarinnar í hraðbraut. Réttara væri að hefjast handa við gróðursetn- ingu trjáa á öllu svæðinu hið fyrsta. Einnig að Ijóst sé að Kópa- vogskaupstaður ætli að leggja tengibraut um Fífu- hvamm (i norðurhlíð Nón- hæðar). Rétt væri að kanna hvort hægt væri að breyta þeirri tengibraut í stofnbraut, er tekið gæti við umferð frá suðurhluta Breiðholts til Reykjavíkur. I bókuninni segireinnig varðandi Reykjavíkurflugvöll, að öryggi borgarbúa sé best borgið með því að flytja flug- völlinn. Leiða til þess beri að leita, í stað þess að festa hann í „sessi". Jóhann skákaði Kortsnoj Jóhann Hjartarson stór- meistari i skák tók nokkuð óvænt forustu í sex skáka einvígi sínu við Kortsnoj, er hann sigraði í fyrstu skák- inni. Jóhann hafði hvítt á móti Kortsnoj, sem er sennilega einn reyndasti einvígisskák- maður í heimi, á áskorenda- mótinu í St. John í Kanada. Báóir lentu þeir í nokkru tímahraki, en eftir 44. leik gafst Kortsnoj upp. Önnur skákin var tefld í gærkvöldi og hafði Jóhann þá svart. Ekki tókst að afla frétta af henni er blaðið fór í prentun í gær. í dag eiga skákmennirnir frí. Á sunnudag slitnaöi upp úr samningaviðræöum á Austfjörðum um laun starfs- manna í loðnubræðslum. Viðræður fóru fram á Eski- firði og að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, formanns verka- lýðsfélagsins Árvaks á Eski- firði er verið að kanna vilja manna til vinnustöðvunar. í loónuverksmiðjum erekki bónus og var á sínum tíma samið um verulegt álag á Sildarsöltun upp i viðbótar- samninga við Rússa er lokið: Var sú viðbót 30.000 tunnur. Mest var saltað á Fáskrúðs- firði og má gera ráð fyrir að siöasta vikan þar hafi gert um 30.000 krónur í laun. Samkvæmt upplýsingum frá Hallgrími Bergssyni hjá tímakaupiö. I desembersamn- ingum ’86 þurrkaðist þetta hins vegar út, að sögn Hrafn- kels. Grunnlaun í loðnuverk- smiðjunum voru þá orðin lægri en hjá fiskvinnslufólki, sem lokið hefur námskeið- um. Hrafnkell sagði að samn- ingar hefðu dregist um nokk- urra vikna skeiö vegna tregðu vinnuveitenda að mæta. „Þeir voru búnir að lofast til að taka þetta upp milli jóla Pólarsíld á Fáskrúðsfirði var saltað í rétt tæplega 5.000 tunnur hjá þeim. Sagði Hall- grimur að mjög stíft hafi ver- ið unnið í nokkra daga og hafi verið notaður ákveðinn hópbónus við söltunina, en ekki einstaklingsbónus eins og venjan er, „þær vildu það og nýárs og síöan hefur þetta dregist.” Að sögn Hrafnkels liggur þegar fyrir vilji starfsmanna um að stöðva vinnu á Eski- firði og Neskaupstað. „Við eigum eftir að kanna vilja starfsmanna á Vopnafirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði.“ „Okkur virðist ekki vera gef- inn kostur á öðru af hálfu vinnuveitenda, nema gefa þeim sjálfdæmi um hvað þeir vilji borga,“ sagði Hrafnkell. frekar fyrir svona stuttan tíma“. Hann sagðist ekki vera búinn að reikna út hvað síð- asta vikan gerði í laun, en bjóst við hún gerði um 30.000 krónur. Á laugardaginn var unnið frá hádegi til kl. 23, og gerði sá dagur kr. 7.000. Þorskaflinn: 350 þús. lestir Við úthlutun heimilda til botnfiskveiða árið 1988, sam- kvæmt reglugerö sem sjávar- útvegsráöherra gaf út i gær, er miðað við að heildaralfi þorsks verði 315 þúsund lest- ir, ýsu 65 þúsund, ufsa 80 þúsund, karfa 85 þús. og grá- lúðu 30 þúsund lestir. Heild- arafli einstakra tegunda kann þó að verða meiri og er talið að vegna sveigjanleika reglná geti þorskaflinn t. d. oröið 350 þúsund lestir. Samningar á Suðurnesj- um: „Erum ekki að bíða“ segir Karl Steinar Guðnason. Nœsti samn- ingafundur er boðaður í dag Lítil hreyfing var i samn- ingaviðræðum á Suðurnesj- um i gær, en eitthvað gæti borið til tiðinda i dag. Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavikur sagði í sam- tali við Alþýðublaðið i gær, að þeir væru ekki að bíða eft- ir niðurstöðu frá samnings- aðilum á Vestfjörðum. „Nei, nei, við erum ekki að bíða eftir Vestfjörðum. Við höfum verið aö skoða ýmsa hluti og því er ekki lokið,“ sagði Karl Steinar. Sagði hann jafnframt aö eitthvað gæti borið til tíðinda í dag þar sem fundur hefði verið boðaður. Suðurnesjamenn hugðust ganga á fund stjórnvalda i gærdag en vegna veikinda fjármálaráðherra varð ekkert af fundinum. Guðmundur J. og Karvel með fund á Egilsstöðum: „Hrein og bein móögun" segir Hrafnkell A. Jóns- son, formaður verka- lýðsfélagsins á Eskifirði. „Á Eskifirði er fólk ekkert yfir sig hrifið að láta reka sig eins og fé i haga á milli byggðarlaga. Það lítur svo á að þessir ágætu menn hafi alveg jafn góðan tima til aö koma og hitta það i sinum byggðarlögum. Það er ætlast til þess að fólk keyri frá Hornafirði. Þetta er náttúr- lega hrein og bein móðgun, ekki sist þegar búið er að gefa það út, seint og snemma, að þessir menn séu að fara út á land til þess að kynna sér skoðanir fólks,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði i samtali við Alþýðublaðið i gær. Þeir Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins og Karvel Pálmason varaformað- ur héldu fundaherferð sinni áfram í gær og efndu til fundar í Valaskjálf á Egils- stöðum. Fundurinn var ætlaður ibúum á öllu Austur- landi. Verðhœkkun á kökum og brauðum: SETJUM A VERÐSTOÐVUN ef bakarar lœkka ekki verðið, segir Gísli ísleifsson, lögfrœðingur Verðlagsstofnunar Söluskattshækkun i byrjun þessa mánaðar og afnám vörugjalds frá 1. janúar átti að leiða til 10,3% verðhækk- unar á brauðum og kökum. Verölagsstofnun hefur kann- að hvað verðhækkun hefur orðið mikil i reynd á þessum vörum og kom í Ijós að að- eins tvö bakari af nítján hækkuðu brauð sín að jafn- aði um 10—11% Gísli ísleifs- son, lögfræðingur hjá Verö- lagsstjóra sagði í samtali viö Alþýðublaðið í gær að ef bakarar lækkuðu ekki verð sín yrði væntanlega sett á veröstöðvun á brauðverð frá þvi í desember. Samkvæmt könnun Verð- lagsstofnunar höfðu aðeins tvö bakari af nitján hækkað verð sín í samræmi við sölu- skattshækkunina og afnám vörugjaldsins, 10,3%. Hin höfðu hækkað vörur sínar um 12—25%. Gísli ísleifsson sagði að þeim tilmælum hefði veriö beint til formanns Bakarameistarafélagsins að þeir lækkuðu verðið og hefðu alls ekki hærri álagningu en 10,3%. Ef þetta gengur ekki eftir hyggst Verðlagsstofnun setja verðstöðvun á brauö- verð frá þvi í desember. „Það er búið að ræða þetta í Verð- lagsráði en er enn óafgreitt. Ég get því ekki fullyrt að af þessu verði,“ sagði Gísli. „Við vonum að vöruverðið lækki svo hægt sé að leysa þetta í góðu.“ Seinna i vikunni mun Verðlagsstofnun gera aðra verðkönnun og þá mun koma í Ijós hvort bakarar hafa tekið tilmælum Verðlagsstofnunar eða ekki. Viðbótarsamningar við Sovétmenn: SÖLTUN LOKIÐ Síðasta vikan gerði um 30 þús. í laun

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.