Alþýðublaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. febrúar 1988 3 FRÉTTIR Opinber verðlagning á eggjum, kjúklingum og kartöflum: ÓHEPPILEG ÞRÓUN segir Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Ég tel þetta óheppilega þróun að færa nýjar búgrein- ar undir þessi búvörulög og verðákvarðanir samkvæmt þeim,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er Aiþýðu- blaðiö bar undir hann óskir bænda um að verðlagsnefnd búvara verðlegði egg, kjúkl- inga og kartöflur. Verðlagsnefnd búvara, sex- mannanefnd, ákvað á fundi sínum á föstudag að verða við beiðni Samtaka eggja- framleiðenda, Félags kjúkl- ingabænda og Landssam- bands kartöflubænda um opinbera verðlagningu. En jafnframt bókuðu neytenda- fulltrúarnir að þeir hörmuðu að bændur skyldu óska eftir þessu. „Framleiðslustýring í þessum greinum og verð- ákvörðun I skjóli búvörulag- anna munu augljóslega valda neytendum umtalsverðu tjóni,“ segir I bókuninni. í samtali við Alþýðublaðið sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra tilgang bú- vörulaganna að hlifa þessum hefðbundnu greinum og reyna að taka tillit til byggða- sjóðarmiða og landbúnaðar- hagsmuna og þvi væri þetta óheppileg þróun. „Hins vegar á það, að mínum dómi, alls ekki við um þessar nýju greinar. Þá er þetta orðin hrein verndarstefna fyrir nýja starfsemi, sem er auðvitað ekki byggðamál eða hags- munamál þeirra sem vilja halda í það sem er gamalt og gott, en það er réttlæting fyr- ir landbúnaðarstefnunni," sagði Jón. „En auðvitað eftir að meirihlutasamþykkt er tekin í þessum búgreina- samtökum um að „segja sig til sveitar" þá er að óbreytt- um lögum ekkert í málinu að gera.“ Sagði Jón það miður að málið hafi ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn og þingflokka stjórnarinnar sem stefn- ákvöðrun, heldur gerst þegj- andi og hljóðalaust. Taldi Jón málið ekki hafa verið lagt nógu skýrt fram, miðað við hversu mikilvægt það væri og miðað við að fyrri ríkis- stjórn gaf aðilum á vinnu- markaðnum fyrirheit um að gera þetta ekki. „En núna liggur þetta fyrir og þá er ekkert annað að gera en reyna að vinna úr þvl sem best má vera, því það er Ijóst að eftir að samtök eru um framleiðslstjórn og verð- ákvarðanir, var óhjákvæmi- legt að taka þetta verðlag til samningsbundinnar meðferð- ar I stað þess að láta samtök framleiðenda ein um aö ákveða verðið.“ Or. Alfred Jolson kaþólski biskup- inn á íslandi. „Heiður að veröa val- inn biskup og þjóna íslending- um.“ A-mynd/Róbert. IBUÐAHOTEL VIÐ LAUGAVEGINN Jón Baldvin Hannibalsson hittir formenn norrænu jafnaðarmanna- flokkana á fundi i Stokkhólmi 18. — 19. febrúar. JÓN BALDVIN TIL STOKKHÓLMS Byggingarfélagið Dögun var með hæsta tilboðið 32 milljónir i lóðina Laugaveg 148, en tilboð í hana voru opnuð sl. föstudag. Hjörtur Aðalsteinsson hjá Dögun segir að hugmyndin sé að reisa ibúðahótel á lóðinni og yrðu íbúðirnar seldar meö öll- um húsgögnum og innbúi. Hjörtur sagði í samtali viö Alþýðublaðið að þetta fyrir- komulag gæti hentað fjöl- mörgum aðilum, t. d. gætu verkalýðsfélög úti á landi keypt svona íbúðir, sem fé- lagsmenn gætu síðan leigt. „Það er svipað og þegar höfuðborgarbúar eru að fá sér sumarbústaöi úti I sveit.“ Sveitarfélög gætu keypt íbúöir og síðan leigt þær út til námsmanna úr byggðar- laginu á veturna, og fyrir fólk sem þarf að leita sér lækn- inga til Reykjavikur eða að- standendur sjúklinga og eins gæti þetta hentað vel fyrir- tækjum eins og Sambandinu og ríkisbönkunum sem eru með starfsemi um allt land, og fá þar af leiðandi oft starfsfólk I bæinn í ýmsum erindum s. s. vegna nám- skeiöa ofl. íbúðirnar verða frá ein- staklingsíbúðum og upp í þriggja herbergja íbúðir. Gert er ráö fyrir að á jarðhæðinni verði rekin lítil matvöruversl- un, ferðaskrifstofa, hreinsun og kaffitería. „Eignin gefur af sér á meðan hún er ekki not- uð af eigendum, og það er gert ráð fyrir að ávöxtunin verði svipuð og hjá fjár- magnsmörkuðunum." Varðandi hverjir myndu veita væntanlegum kaupend- um lán til kaupanna, sagðí hann að þaö gætu t. d. verið ferðamannasjóður þar sem (búðirnar að jafnaði yrðu not- aðar af ferðamönnum á sumr- in, og þá gæti Iðnlánasjóður einnig hugsanlega lánað til þeirra vegna ferðamanna- iðnaðar og Húsnæðisstofn- un, því að þetta væri líka leiguíbúðir. Ráöinn yrði hótelstjóri sem yrði eins konar undirverktaki og sæi um rekstur á þeirri aðstöðu sem þarna væri boð- ið upp á. í húsinu verða 70—80 íbúðir og bilageymsla i kjall- aranum. Húsið verður tvær hæðir og ris. Gert er ráð fyrir að lóðin verði afhent i októ- ber og áætlaði Hjörtur að byggingu yrði lokiö vorið 1990 eða 1991. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins mun sitja fund sem Norræna sam- starfsnefnd Verkalýsðhreyf- ingarinnar á Norðurlöndum (SAMAK) heldur í Stokkhólmi dagana 18.—19. febrúar. Fundinn sitja fjölmargir aðil- ar verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum, þ. á m. for- menn allra jaf naðarmanna- flokkanna. Ráðstefnan fjallar aðallega um umhverfismál og stefnu Norðurlandanna gagnvart öðrum Evrópulöndum. Jón Baldvin Hannibalsson mun ennfremur eiga viðræður við formenn hinna jafnaðar- mannaflokkanna á Norður- löndum; Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Sviþjóðar, Gro Harlem Bruntland, forsætis- ráðherra Noregs og Svend Auken, formann jafnaðar- manna í Danmörku og Kalevi Sorsa, Finnlandi. í för Jóns Baldvins verða framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins og ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar: ERUM ÁNJEGD MED ÞAD SEM FÉKKST f GEGN segir Bjarni R Magnússon, fulltrúi Alþýðuflokksins í minnihluta borgarstjórnar, en stjórnarandstaðan fékk samþykktar þrjár tillögur af sextíu er fjárhagsáœtlunin var afgreidd Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar var samþykkt að- faranótt föstudags eftir 12 klukkustunda umræðu. Minnihluti borgarstjórnar lagði fram 60 breytingartil- lögur og voru aðeins þrjár af þeim samþykktar. Bjarni P. Magnússon, fulltrúi Alþýðu- flokksins í minnihlutanum sagði í samtali við Alþýðu- blaðið í gær að þrátt fyrir að svo fáar tillögur hafi fengið hljómgrunn hjá meirihlutan- um væru þau ánægð með það sem fékkst í gegn. Tillögurnar sem fengust í gegn eru: Að greiddar verði 49.194 kr. vegna stöðu ráö- gjafa á barnadeild heilsu- verndarstöðvarinnar. Það er að segja, ráögjafinn starfar þá fram eftir degi þannig að foreldrar er vilja fræðslu um barnavermd geta komið eftir vinnutima sinn og rætt við ráðgjafann. Samþykkt var staða í þjónustuibúðum fyrir aldraöa og er það viðbót upp á 700 þúsund. Þriðja tillagan var að Samtökin '78 fá nú 250 þúsund kr. til upplýsingar- starfsemi. Er fyrirhugað að gefa út fræðslubækling um samtökin. Vissulega eru mörg atriði sem manni finnst súrt að hafa ekki fengið vióurkennd," sagði Bjarni. „Þeir hafa t. d. enga stefnu i dagvistarmál- um, enga stefnu í almenn- ingssamgöngumálum og svo fór það fyrir brjóstið á manni að þeir skyldu vera svona neikvæðir gagnvart samtök- um, eins og stúdentum og SAÁ." ..GLAÐUR að koma til lands afa míns” segir dr. Alfred Jolson nývígður biskup ka- þólskra á íslandi Dr. Alfred Jolson var vígð- ur kaþólskur biskup á íslandi sl. sunnudag, í stað Hinrik Frehen sem lést árið 1986. Hann er af íslensku bergi brotinn, afi hans var Guð- mundur Hjaltason frá ísafirði. Alþýðublaðið átti stutt samtal viö Jolson biskup og spurði hann fyrst hvort hann hafi búist við að verða skip- aður biskup á íslandi? „Nei, ég bjóst ekki við því, það kom mér á óvart.“ — Hefur þú komiö hingað áður? „Já, ég kom hingað i heim- sókn árið 1960 með ættingj- um minum, og á síðast liðn- um fjórum árum kom ég hingað í þrjú skipti. Ég vissi fyrst af skipun minni 9. desember og það var síðan gert opinber 15. desember." — Varstu ánægður með að verða skipaður biskup hér? „Já þaö var ég, því ég vissi að það var heiður að verða valinn, og verða í þjónustu fólksins hér á íslandi, þannig að ég varð glaóur yfir aö koma aftur til föðurlands afa míns sem var frá ísafirði." — Verða einhverjar breyt- ingar á starfsemi safnaðarins með tilkomu þinni? „Mitt fyrsta verk verður að hlusta á fólkið sem er hér í söfnuðinum og kynnast starf- seminni núna áður en ég geri einhverjar áætlanir, ég held að það sé skynsamlegt. Söfn- uðurinn er lítill, aðeins um 1% af þjóðinni er í honum. Við höfum mjög sterk kirkju- leg tengsl við aðra, þar sem þetta er kristið land, sam- band okkar við aðra söfnuði er gott sérstaklega hina lútersku. Við erum alltaf opin fyrir einstaklingum sem hafa hver sína ástæðu og þörf fyr- ir að leita til okkar. Mér skilst að þannig hafi jafnan verið unnið hér á íslandi, það er, fólk leitar tll okkar hafi það áhuga." — Kaþólski söfnuðurinn, þrátt fyrir smæð sína, virðist eiga töluverðar eignir? „Viö erum mjög glöð yfir hinni fallegu kirkju sem viö eigum og aðstaðan er góð, með tilliti til þess hvað söfn- uðurinn er fámennur. Við höf- um hins vegar ekki verulega mikla fjármuni, en við erum ánægð með það sem við höf- um og það hefur aukist með árunurn." — Hvernig verður undir- búningi fyrir Islandsheim- sókn páfans háttað? „Það er ekki búið að ákveða endanlega hvenær hann kemur, en það verður á næsta ári. Það hafa verið nefndarfundir I þó nokkurn tíma vegna undirbúningsins, sem er verulegur. Hér eru ráðgjafar og það er unnið af miklu kappi við undirbúning heimsóknarinnar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.