Alþýðublaðið - 20.02.1988, Síða 2
2
Laugardagur 20. febrúar 1988
LITILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF KYNHORMONUM
Ég hef stundum heyrt þv( fleygt að mann-
kynið skiptist í tvennt: Konurog karla. Þetta
hefur manni fundist svona einsog sjálf-
sagður hlutur, til skamms tíma.
Búið punktum og basta.
Á sama hátt var mér kennt það ungum, að
konur skiptust í tvo hópa: Ljótar konur og
fallegarkonur. Þettavareinfalt mál og þurfti
ekki að vera að pæla neitt frekar í því.
Mér fannast alla tíð miklu meira gaman
að vera innanum fallegar konur en Ijótar
konur, einfaldlega vegna þess að mér
fannst ekkert Ijótt að vera fallegur, né fallegt
að vera Ijótur. Og fallegar konur fannst mér
allatíðeigaað veraávappi sem víðast, helst
um allar trissur, flangsandi, daðrandi og
duflandi, stígandi í vænginn við mann og
gefandi undir fótinn, eða hvað það nú allt
heitir.
Ljótarkonurfannst mérhinsvegarað ætti
að loka inni annaðhvort við eitthvert eldhús-
brölt, í stórþvotti eða þá bakvið þvottabretti,
sem hyldi á þeim allan skrokkinn og helst
greppitrýnið líka.
Eðaþá, ef þær endilega þyrftu að vera úti-
vinnandi, að loka þær þá inná opinberum
skrifstofum, þarsem enginn yrði varvið þær
frekar en annan vinnukraft á umráðasvæði
opinberra athafna.
Þetta var mér ungum kennt og frameftir
öllum aldri fannst mér þettaaugljóst og ein-
falt.
Svo kom kvennahreyfingin og umbylti
gamalgrónum hugmyndum um konuna sem
slíkaog hlutverk hennarí mannlegu samfél-
agi. Farið var að gera því skóna að konan
ætti ekki aðeins að vera rekkjunautur og til
augnayndis, heldur mætti af henni hafa
önnur og praktískari not.
Þeirsem lengst gengu héldu því meiraað
segja fram að Ijptar konur ættu sama til-
verurétt og fallegar konur.
Ég hreifst með andblæ kvenfrelsisins og
fannst um tíma á æviskeiði mínu að Ijótum
konum ætti að leyfast að láta sjá sig á al-
mannafæri t.d. á þjóðhátíðardaginn og á
hestamótum, ef þær gætu hugsað sér það
sjálfar og ef þær, á almannafæri, röskuðu
ekki allsherjarreglu með útlitinu.
Það var engu líkara en ég fyndi til ein-
hvers konar samkenndar með Ijótum kon-
um. Og ég hugsaði sem svo:
— Flosi, ef þú værir kona, þá værir þú tví-
mælalaust Ijót kona og hvernig heldurðu að
þér liði, góurinn minn?
Auðvitað fór um mig hrollur og einsog án
þess að ráða við það, var ég farinn að setja
mig inní kröpp kjör ófríðra kvenna.
Mérfinnst rétt aðtakaþað hérmjög skýrt
fram, að þetta var áður en ég hætti að
drekka brennivín og varð þorstaheftur.
Ég man að ég sat stundum einn, áólíkleg-
ustu stöðum, samanbitinn af beiskri gremju
og hugsaði sem svo:
— Hvað hafa Ijótar konur til saka unnið?
Hvers vegna fá Ijótar konur ekki að vera
módeldömur og fegurðardísir, einsog fall-
egar konur. Hvers vegna fá Ijótar konur ekki
einu sinni að taka þátt í fegurðarsamkeppn-
um.
Ég var miður mín útaf öllum þeim órétti
sem Ijótar konur voru beittar.
Ég hef ekki sagt frá þessu áður, einfald-
lega vegna þess að ég hafði ekki hugmynd
um það hver ósköpin gengu að mér.
Svo var það fyrir nokkrum árum að ég stein-
hætti að leiða hugann að meinlegum örlög-
um ófríðra kvenna og hef svosem ekkert
hugsað um málið þartil í vikunni að ég rakst
áafarmerkilegafrétt í Morgunblaðinu undir
yfirskriftinni: Ofdrykkja gerir menn kven-
legri.
I þessari stórmerku frétt segir frá því að
Dr. Ole Langeland Myking læknirvið horm-
ónadeild Haukelands-spítalans í Ósló sé
búinn að sanna það að „jafnvel hóflega
drukkið vín veldur aukinni framleiðslu á
kvenkynshormónum, hjá körlurn11 og það
sem meira er „Hættan á líkamlegum kven-
kynseinkennum hjá körlum vegna drykkju,
vex með aldrinum og aukinni líkamsþyngd."
Herrar mínir og frúr. Góðir hálsar.
Á því aldursskeiði sem ég fylltist hvað
mestri samkennd með Ijótum konum, hef
ég sennilega verið orðinn kelling sjálfur af
framangreindum orsökum.
Og ekki sú fríðasta.
Með breyttu líferni hefur þetta svo allt
snarlagast. Ég erorðinn kall afturog hund-
leiðist innanum Ijótar konur, nema þær séu
þeimmun skemmtilegri. Ég uni mérafturá-
móti prýðilega innanum fallegar konur, jafn-
vel þó þærséu hundleiðinlegar, Því þæreru
nú einu sinni barafyriraugað en ekki eyrað.
Stundum held ég þó að ég sé ekki alveg
búinn að ná úr mér kvenhormónunum, því
ennþá er í mér talsverð kvenréttindaglóð.
Mér finnst það enn vera gróf kvennakúg-
un að Ijótar konur skuli ekki fá að taka þátt
í fegurðarsamkeppnum.
Og fyrir neðan allar hellur finnst mér að
konur almennt skuli ekki fá að taka þátt í
fegurðarsamkeppni karla.
Líklega þarf ég að vera svolítið lengur í
bindindi til að ná þessum ósköpum úr mér.
ÚISALA - ÚTSALA - ÚTSALA
Síðustu dagar útsölunnar
Rúllukragðbolirnir komnir aftur á
kr. 695.00
o +
s;» VINNUFATABUDIN