Alþýðublaðið - 20.02.1988, Page 10
10
Laugardagur 20. febrúar 1988
Mminsusni
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaöur
helgarblaðs:
Blaðamenn:
Dreif ingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir.
Þórdfs Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síöumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
„TIL VERNDAR 0G
VAXTAR ÖLLU LÍFI“
Viöhorf kennara í grunnskóla hafa verið könnuö. Þórólfur
Þórlindsson félagsfræðiprófessor sendi spurningalista
til tæplega 3 þúsund uppfræðara í öllum grunnskólum
landsins. Niðurstaðan er fyrir marga hluta sakir forvitni-
leg. í fljótu bragði má draga þá ályktun að kennarar séu
upp til hópa íhaldssöm stétt:
* 72% kennara eru á móti því að nemendur flytjist milli
bekkja án prófa.
* 97% vilja að próf eða prófgildi verði í lok grunnskóla.
* 92% kennara telja að kunnáttu nemenda hafi hrakað
eða hún hafi staðið í stað.
* „Afburðanemendum" erhaidið niðri erálit mikils meiri-
hluta kennara.
* Kennarar vilja ekki vinna 40 stundir á viku og hafa 6
vikna sumarfrí eins og aðrir opinberir starfsmenn.
* Nemendur bera ekki næga virðingu fyrir kennurum.
Það sem komið hefur fram úr skýrslu Þórólfs bendir til
þess að „róttæki" kennarinn sem fórnar sérfyrir nemend-
ur sé hættur kennslu og jafnræðið i skólunum sé ekki
endilega höfuðmarkmið að mati þeirra sem enn sinna
kennslu (sbr. prófgleði kennara). Kennarar vilja umfram
allt annað leggjaáherslu ákennslu I grunngreinum, iestri,
skrift og reikningi. Sjálfsagt er það til þess að nemandinn
geti betur fótað sig í þjóðfélaginu. Nemandinn sem ekki
spjarar sig þar verður útundan eins og áður, vegna þess að
oft er það listgreinarnar sem „getulausi" nemandinn nær
árangri í. Kennarar vilja próf milli bekkja og erum við þar
komin 20 ár aftur í tímann. Gaman hefði verið að heyra álit
þeirra á þeim nemendum sem ekki ná prófi milli bekkja.
Það hlýtur að vera tvennt ólíkt að óska eftir því að bekkja-
deildir verði minni til þess að hægt sé að sinna hverjum
nemanda betur en áður eins og kennarar vilja, og að krefj-
ast þess jafnframt að nemandinn gangist undir gamal-
dagspróf til þess að greina hina „gáfuðu" frá þeim „getu-
lausu“.
Kennarasamband íslands hefur gefið út „Skólastefnu"
undir kjörorðinu Mennt er máttur. Þar er mörg gullkorn að
finna sem eiga að leiðbeina kennurum í erfiðu hlutverki.
En þau hljóma því miðursem hjáróma rödd hjá þeim niður-
stöðum sem fást með því að spyrja kennarana sjálfa. Hvað
t.d. um þennan leiðarvísi úrskólastefnuplaggi KÍ: „Mennt-
un er leið mannsins til að virkja afl huga og handar til
verndar og vaxtar öllu lífi“. Svör kennara úr könnun
menntamálaráðuneytisins benda ekki til þess að „virkja"
eigi allaog verndaallt llf. Gamlarullan um þann sem getur
og hinn sem másín lítils endursþeglast í fyrstu svörunum
sem birtast almenningi á prenti úr skýrslunni. Niðurstaða
skýrslunnar er tvímælalaust vatn á myllu þeirra íhalds-
sömu skólamanna sem hafa heimtað „agann“ aftur í skól-
ann.sérbrautirfyrirþágáfuðu og að fallistarnir finnist svo
að hægt verði á ný að stimpla fólk eins og gert var í gamla
skólanum. Auðvitað viljakennararhærri laun einsog svör-
in gefa til kynna, en það er langt í land að almenningur
muni taka kennaratrúanlegaog hampa þeim öðrum stétt-
um fremur, ef það ereinlægurvilji kennarasjálfra að auka
á stéttarríg í þjóðfélaginu.
I síðasta hefti Nýrra menntamála sem kennarasamtökin
gefa út sameiginlega er smá ádrepa til kennara frá Jónasi
Pálssyni, rektori Kennaraháskóla íslands, einhverjum
reyndasta skólamanni okkar. Honum finnst kennarar alla
jafna ekki leggja næga áherslu á hinn sérfræðilega og
persónubundna þátt skólastarfsins, „sem þó hlýtur að
vera undirstaða þess að skuldbundið trúnaðarstarf sé að
ræða og það svo sérhæft að lögverndun starfsheitis sé
nauðsynleg fyrir almenningsheill“. Orð I tíma töluð en því
miður virðast kennarar líka telja skólann eiga að efla
sumra heill en ekki almennings.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
mmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammm^l^mmmm
Ofvirk börn lifa oft á draslfæði,
segja Linda og John grasalækn-
STEFANlngólfsson verk-
fræðingur bendir á í grein í
DV í gær, að lánskjaravísitala
sé hæpinn mælikvarði á
raungiidi eigna í landinu.
Eins og kunnugt er fylgir
lánskjaravísitala breytingum
á vísitölu framfærslukostnað-
ar að tveimur þriðju og breyt-
ingum á byggingavísitölu að
Það þarf að endurskoða lánskjara-
visitöluna, segir Stefán Ingólfs-
son.
1/3. Stefán bendir á að eftir
að verðtrygging var tekin upp
hafi lánskjaravísitala hækkað
meira en þjóðarauður. Með
öðrum orðum hefur verð-
tryggt fjármagn hækkað
meira en verð annarra eigna.
Stefán segir það óeðlilegt að
framfærslukostnaður heimil-
anna stýri verðgildi fjár-
magns eins og nú gerist:
„Núverandi verðtrygginar-
kerfi veidur þvi að þegar
framfærslukostnaöur í land-
inu hækkar eykst verðmæti
fjámagns. Þó að framfærsla
heimilanna þyngist jafngildir
það ekki endilega því að
verðmæti eigna hafi aukist.
Til að lýsa því hvernig láns-
kjaravísitalan meðhöndlar
verðhækkanir má taka eftir-
farandi dæmi: Um næstu
mánaðamót ganga i gildi ný
umferðarlög. Þeim er meðal
annars ætlað að einfalda
uppgjör tjóna viö bifreiða-
árekstra. Reiknað er með þvi
við breytinguna hækki ið-
gjöld af bifreiðatryggingum.
A móti kemur að bætur
tryggingafélaganna hækka
einnig. Talið er að bifreiða-
eigendur i heild muni sleppa
skaðlausir. Breytingin veldur
hins vegar hækkun á visitölu
framfærslukostnaðar sem
aftur leiðir til hækkunar á
lánskjaravísitölu. í kjölfarið
hækka siðan öll verðtryggð
lán um hundruð milljóna. Þó
að umferðalögum sé breytt á
ekki verðmæti eigna í land-
inu að aukast. Vegna ágalla
núverandi visitölukerfis mun
breytingin hins vegar setja af
stað sjálfvirkar verðhækkanir.
Til þess að skera á þessa
óheppilegu sjálfvirkni þarf að
endurskoða útreikning á
lánskjaravísitölunni frá
grunni."
GRASALÆKNINGAR
eru viðurkennt nám í Bret-
landi. Arnbjörg Linda Jó-
hannsdóttir og maður hennar
John Smith eru starfandi
læknar á (slandi. Grasalækn-
ir boðar að heilsusamlegt
mataræði sé undirstaða góðr-
ar heilsu. Heilsuvernd, blað
N.L.F.I birtir viötal við hjónin i
síðasta hefti og þar segir
Linda m.a.
„Mataræði hefur áhrif á
fleira en mann grunar. Auka-
efni í mat, E-efnin, eru yfir-
leitt mjög skaðleg. Nú er tal-
ið að E-efnin séu sérstaklega
skaðleg fyrir börn. Ofvirk
börn sem eiga i hegðunar-
erfiðleikum lifa oft á drasl-
fæði sem er ríkt af þessum
efnum. Sælgæti, kökur, of-
soðinn matur, sykur og hvitt
hveiti hafa án efa skaðleg
áhrif á heilsu fólks. Margir
leita ekki til grasalækna fyrr
en þeir eru búnir að þjást af
sjúkdómum árum saman án
þess að fá lækningu og það
er leitt. Þá eru þeir orðnir erf-
iðari viðureignar. Ég vildi
gjarnan að fólk kæmi fyrr, þvi
með góðu forvarnarstarfi má
oft losna við mikil óþægindi
og þjáningar. Eitt af þeim
sviðum, sem hafa þróast
mjög lengi hjá grasalæknum
er meðferð ýmissa kvensjúk-
dóma. Hvorttveggja er að
konur hafa sinnt grasalækn-
ingum lengst af og að það
var hreinlega ekki talað um
þessi mál utan þeirra hóps.
Til er óhemju margt við ýms-
um kvillum sem fylgja kon-
um, til dæmis voru ýmsir ind-
jánaættflokkar snemma bún-
ir að finna gagnlegar jurtir
sem einkum gögnuðust kon-
um. í náminu hjá okkur var
mikil áhersla lögð á jurtir
sem væru góðar fyrir ófriskar
konur. Ég drakk sjálf jurtate
alla meðgönguna þegar ég
gekk með barnið mitt og fyrir
vikið gekk fæðingin miklu
fljótar fyrir sig og þjáninga-
minna en venjulegt er.“
Alpýðnblaðið
s*n» <h at
TVÖ INNBROT voru framin
í nótl, en þó með þeim
sérkennilega hœtti, að engu var
stolið. Á bóðum stöðunum var
farið inn um glugga.
Brotist var inn í Kassagerð
Reykjavikur vlð Tryggvagötu.
Hafði verið rótað þar til ýmsu, m.
a. farið ofan í skrifborðsskúffu, en
þar fanst ekkert, sem þjófinum
hefir fundist verðmæti í. Peningar
voru geymdir þar i eldtraustum
skáp og hafði engin tilraun verið
gerð til að brjóta hann upp.
Hitt innbrotið var framið i Blf-
reiðaverkstaeði Tryggva Pétursson-
ar og Co., sem er lika við Tryggva-
götu.
Voru peningar líka geymdir þar
i eldtraustum skáp og var einskis
saknað, en ýmislegt hafði verið
fært þar úr stað.
OLAFUR THORS kcmur
fram i dag i málgagni
Kvcldúlfs, sem sáttascmjari i
deilunni milli sjómanna og út-
gerðarmanna. Og sáttatillagan
er auðvitað eftir sáttasemjar-
ann. Hann leggur til að sjómenn
gangi skilyrðislaust frá öllum
kröfum sinum og að samið vcrði
upp á sömu kjör og giltu mcðan
sjómcnn samþykktu með um
9R% greiddra atkvæða að scgja
samningunum upp.
Sjómenn munu yfirleitt brosa
að hinum nýja sáttasemjara og
hinni dæmalausu sáttatillögu
hans — og jafnvel ekki útgerð-
armenn munu taka þessa fram-
komu alvarlega. Enda er hún
beinlínis hlægileg og ekki ann-
að en lítilsvirðing við skoðanir
sjómanna á þessum málum.
f DAG.
Næturlæknir er Ólafur Þor-
steinsson, Mánagötu 4, slmi: 2235.
Næturvörður er i Laugavegs og
Ingólfs Apóteki.
ÚTVARPIÐ:
20.15 Erindi: Kreppa og kreppu-
ráðstafanir í Ástraliu (A. Lode-
wyckx prófessor). 20,40 Hljómplöt-
ur: Létt lög 20.45 Frá útlöndum.
21.00 Útvarp frá Þingeyingamóti
að Hótel Borg. 22.30 Dagskrárlok.
l’fir Hcllisheiði
er nú orðið autt upp fyrir Kol-
viðarhól. — Undanfarna þrjá daga
hefir verið mokað frá Lögbergi og
upp fyrir Kolviðarhól, eða að
Skíðaskálanum, og er nú búið að
opna þó leið. Háheiðin er enn þak-
in snjó. Að austan er fært bifreið-
um upp á Kambabrún, en snjóbil-
ar fara yfir heiðina. — Yfir Holta-
vörðuhelði fer snjóbíll, en bilfært
er upp að heiðarsporði beggja
megin.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina Áslaug Þorsteinsdóttir, Lauf-
ásveg 58 og Guðbergur Jónsson,
Vesturgötu 15, Reykjavik.
Eimskip:
Gullfoss íór frá Leith í gær áleið-
is hingað, Goðafoss er í Vestmanna-
eyjum, Brúarfoss er í Reykjavik,
Lagaríoss er á leið til útlanda frá
Seyðisfirði, Dettlíoss er ó leið til
Vestmannaeyja frá Hull, Selfoss er
í Reykjavík.
Drottningin
íór frá Kaupmannahöfn í gær-
morgun.
Enginn fundur
var í Alþingi í gær, en í dag eru
fundir í deildum og verður þá kos-
ið í nefndir.
Bæjarstjórnarfundur
er i dag. 9 mál eru á dagskrá.
Gamanleikurinn Spanskflugan
' verður leikinn í Hafnarfirði
sunnudagi.*> 20. þ. m. kl. 8% i
G.T.-húsinu.
Leikfélagið
sýnir leikritið „Fyrirvinnan”,
eftir W. Somerset Maugham f
kvöld kl. 8. Þetta ágæta leikrit
ættu allir að sjá.