Alþýðublaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 25. febrúar 1988 MNMUBII) Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLU UM BJÓRINN Bjórmáliö hefur enn einu sinni hellst yfir þjóöina eöa réttarasagt Alþingi íslendinga. í fyrradag mælti ÓlafurG. Einarsson þingmaðurSjálfstæðisflokksinsfyrirnýju bjór- frumvarpi allsherjarnefndar neöri deildar. í gær eyddu þingmenn neðri deildar lunganum úr starfsdegi sínum í umræöur um bjórmálið. Nýja bjórfrumvarpið snýst í aðal- atriðum um það sama og gamla bjórfrumvarpið: Hvort leyfaeigi sölu og neyslu ááfengu öli á íslandi. Frumvarpið sem afgreitt verður til nefndar er fagnaðarefni að því leyt- inu til, að sennilega hraðar það afgreiðslu bjórmálsins á þingi, en undanfarin ár hefur Alþingi íslendinga leikið undarlegan leik í að kasta bjórfrumvörpum milli deilda eða tefja afgreiðslu málsins með óþingræðislegum hætti. Sé málið á annað borð til afgreiðslu í þingsölum, ber að komast að niðurstöðu í málinu. Annað mál er hins vegar hvort bjórinn hafi hlotið þá mál- efnalegu og yfirveguðu kynningu og umræðu sem mál af þessari stærðargráðu þarf. Staðreyndin er nefnilega sú, að bjórumræðan, hvort sem hún fer fram í fjölmiðlum eða á Alþingi, hefur verið hlaðin tilfinningum frekar en hlut- lægu og faglegu mati. Umræðan á Alþingi íslendinga und- anfarna tvo daga sýnir best hve þingmennirnir eru í raun illa undirbúnir undir slíkaumræðu. íslensk umræða hefur alltof oft sokkið niður í hagsmunapólítík einstaklinga eða hópa. Bjórumræðan er þar engin undantekning. Hvort sem menn eru með eða á móti bjór, horfa þeir í eigin barm þegar spurningunni er varpað fram. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að bjórmálið er spurning um hag heildar, ekki einstaklinga, líkt og umferðin, heilbrigðis- málin og skólamálin svo dæmi séu tekin. Bjórinn snýst ekki aðeins um frelsi einstaklingsins til að hellaofan í sig áfengi í formi öls, heldur um heilbrigði og heilsu þjóðar- innar, uppeldismál, fíkniefnaneyslu, slysatíðni, vinnu- ástundun og framleiðslu og þarfram eftirgötunum. Dæm- in erlendis frá sýna og sanna að bjórneysla leggst ofan á heildarneyslu áfengis í landinu. Ef við viljum bjór inn í landið, verðum við að vera undir slíkar staðreyndir búin. Við verðum að vita hvað við köllum yfir okkur, því síðar verðurekki aftursnúið.Til aðmyndabendirSigurðurÁrna- son, sérfræðingur í krabbamefinslaekránguraáþað í vand- aðri grein sem birtist I síðastta hdftti Haiíbrrgðismála, að ofneysla áfengis valdi ekkí aðeims yfuaskeíi'jmdum, víta- mínsskorti og heila - og taugaskemmdumy tieldur bendi nú öll læknisfræðileg rök til þess að áfengi geti einnig valdið krabbameini, og þáekki síst brjóstkrabbameini hjá konum. Umræðan um bjórmálið hefur verið alltof lítil, alltof þröng og alltof tilfinningahlaðin. Það er í raun óðs manns æði að leggja bjórmálið í hendur alþingismanna sem hafa lítinn tíma til að kynna sér málið til hlítar. Miklu nær væri að leggja bjórinn í hendur neytenda sjálfra, almennings í landinu og hafa þjóðaratkvæði um málið. Og þá að sjálf- sögðu að því tilskildu að rækileg kynning og umræða á vímugjafanum öli færi fyrst fram. ÖNNUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR p Vai- geirsson bóndi á Bæ, skrifar mikla drápu í málgagn sitt, Tímann í gær. Eldmessa Guðmundar inniheldur mý- mörg sjónarmiö og viö skul- um llta á nokkur þeirra: „Þjóðin biður því eftir að forsætisráðherra leggi fram mótaðar tillögur rikisstjórnar- innar til lausnar þeim vanda sem er að sliga alla undir- stöðuatvinnuvegi lands- manna og leggja fjármagns- kerfi hennar í rúst. Verðbólgan, versti óvinur alls heilbriðgs atvinnulífs, æðir upp og grefur undan allri framleiðsiustarfsemi svo að hrun er á næsta leiti, eða þegar orðið. Ullar- og fataiðn- aður er að þurrkast út fyrir fullt og ailt. Þeim sem byggt hafa afkomu sina á þeirri at- vinnu hefur flestum verið sagt upp störfum og verk- smiðjum þeirra lokað einni af annarri. Það sama er um skó- gerð og skinnaiðnað. Einu skóvinnuverksmiðju landsins hefur veriö lokað og erlendur skófatnaður flæðir yfir og kemur í staðinn. — Þjóðin getur ekki lengur gert skó á fætur sér eða unnið flík utan- um skrokkinn á sér án þess að vera upp á aðrar þjóðir komin. Bændur i heilum sveitum eru í útrýmingar- hættu. Og sérfræðingar þeirra hafa ekkert til mála að leggja annað en meiri fækk- un þeirra og stækkun búa þeirra, sem um stundarsakir sitja eftir. Þeir mættu því fremur kallast útrýmingar- stjórar en ráöunautar. Sjálf- skipaðir verðlagsstjórar taka sér vald til að verðleggja framleiösluvörur landbúnað- arins og leggja til grundvallar lægsta markaösverð ýmissa landa þar sem gifurlegum upphæðum hefur verið varið af ríkisfé til að halda verðinu niðri. Tilvera bænda og smit- hætta búfjár eru mál sem þeim kemur ekki við og eru algert aukaatriði þegar horft er á versiunargróða þeirra af hverskonar innflutningi. Öll áherslan er lögð á að um stundarsakir geti neytendur lifað ódýrt. Yfir hinu er þagað hvað á eftir kem ur. Refa- ræktin, sem átti að vera lytti- stöng og burðarás sveita og dreifbýlis er svo rækilega gjaldþrota og vonlaus, að orð um það eru óþörf. Svipaða eða sömu sögu er að segja um flest annað hvert sem litið er. Aflt tal um að vísindi og þekking bjargi þessu við er að mestu blekking til að breiða yfir það sem raunveru- lega blasir við. En ein er sú stétt, eða viss hópur manna, sem blómstrar og dafnar í þessu öngþveiti og safnar á sig og í sínar hendur fjármunum einstakl- inga og fer með fjármuni þjóðarinnar og lánstraust sem sína einkaeign og prívat mál. Okur og óhindrað fjár- magnsbrask hefur verið gefiö frjálst með lögum. Þeir ein- staklingar, sem hafa sam- visku, kunnáttu og aðstöðu til að notfæra sér það gera Guðmundur: Bændur i útrýming- arhættu meðan fjármagnsbrask- arar blómstra. Ríkharður: Engin kjölfesta í þing- flokki Alþýðubandalagsins. það óspart. „Kringlur" og hótel með íburði, sem óviða á sinn líka um viða veröld, eru byggð á „Kringlur og Hótel“ ofan og innlendu og erlendu fjármagni sóað gegndarlaust i þá Gróttar- kvörn. Þeir menn gina yfir fjármagni þjóðarinnar hindr- unarlaust að eigin geðþótta. Og þeir hika ekki við að stofna til erlendra skulda svo milljörðum nemur til þessara gæluverkefna sinna. Og þeir sem standa þar fremstir eru kosnir menn ársins í viður- kenningarskyni fyrir fram- kvæmdir og þjóðholfa ráð- deild! Þeir menn þurfa ekki að horfa í þó þeir yfirbjóði hverja vinnustund með marg- földu taxtakaupi i flottræfils framkvæmdir sínar. Þær yfir- borganir fær almenningur að greiða úr sinni pyngju fyrr eða siðar í hærra vöruverði.“ Þaö er greinilegt aö Róm brennur víöar en í utanríkis- ráðuneytinu. FEGURÐARKEPPNIN „Herra lsland“ sem haldin var á Akureyri á dögunum, hefur vakiö mikla athygli. Þeir sem ekki hrepptu sigur, eru nú komnir aftur til síns heima og hafið eölilegt líf á ný. Einn þeirra er ísfiröingur, Stefán Pétursson aö nafni. Málgagn Sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum, Vesturland, birti viö- tal viö kempuna eftir heim- komuna. Við endurbirtum viö- talið: „Þetta var i einu orði sagt meiriháttar, segir Stefán Pét- ursson, 18 ára Isfirðingur, sem tók þátt í keppninni „Herra ísland“ á Akureyri nú á dögunum. „Við hittumst þarna helg- ina fyrir keppnina“ segir Stefán, „og æfðum frá morgni til kvölds. Svo kom- um við fram og vorum kynntir á laugardagskvöldiö (og það var klappað og veinað). Svo fór ég aftur til Akureyrar á miðvikudaginn og æfingar byrjuðu á fimmtudag, þar sem við æfðum okkur m.a. i því að koma fram á sundskýl- um.“ —• Var ekkert erfitt að koma fram á sundskýlu? „Nei, það var allt í lagi. Það var bara verst að maður gat ekki brosað, ég reyndi, en það voru bara einhverjir taugakippir sem fóru fyrir ofan garð og neðan. Annars voru allir óstressaðir, það fann enginn fyrir neinu fyrr en rétt áður en við áttum að koma fram. Ég er ánægður með úrslit- in, Arnór átti þetta skilið.“ Vanir menn. RÍKHARÐUR Brynjólfs- son heitir maður og er kenn- ari viö búvísindadeildina á ^Hvanneyri. Hann varennfrem- ur á lista Alþýöubandalags- ins í síðustu alþingiskosning- um og hefur aö undanförnu setið á Alþingi sem varamað- ur Skúla Alexandersonar. Þjóöviljinn átti viö hann langt viötal að því tilefni og birtist það í gær og kennir þar margra skondinna grasa. Heyrum og lesum hvaö Rík- harður hefur að segja um þingflokk Alþýðubandalags- ins: „Hvað þingflokk Alþýðu- bandalagsins varðar, þá finnst mér hann vanta sam- eiginlega kjölfestu, fram- kvæmdastjóra eða starfs- mann. Formaður þingflokks- ins er á bullandi kafi í pólitík út um allt og er sá maður sem síst er hægt að gera ráð fyrir að finna. Flestir hinna þingflokkanna hafa fasta starfsmenn. Starfsmaður þingflokksins gæti fylgst með hvaða mál verða tekin á dagskrá og komið boðum til þeirra þing- manna sem hafa áhuga á ákveðnum málaflokkum. Þingflokkurinn þarf eitthvert fast batterí, hann má ekki vera stofnun þar sem fólk kemur tvisvar í viku hlaup- andi á fund.“ Um sína pólitfsku framtið segir Ríkharður: „Hafa þessar vikur á þingi orðið tilþess að þú munir í framtíðinni sækja stífar að komast hærra á lista en i fjórða sæti? Ég hef ekki sótt sæti mitt stift og held að ég muni ekki gera það, hvorki að sitja í fjórða sæti áfram né nokkru öðru sæti. Þaö er flokkurinn sem verður að vega það og meta hvernig framboðslisti hentar best í kosningum." Með öðrum oröum: Engin vitleysa eins og prófkjör. Amerísk hjón voru nýbúin aö ráða húshjálp frá Finn- landi. Á fyrsta vinnudegi spurðu hjónin finnsku stúlk- una hvort hún kynni að búa til mat. — Nei, svaraði stúlkan, mamma bjó alltaf til matinn. — Kanntu þá að taka til? spurðu hjónin. — Nei, mamma tók alltaf til, svaraði stúlkan. — En, geturðu gætt barnanna? spurðu hjónin örvænt- ingarfull. — Nei, ég veit ekkert um krakka, mamma passaði alltaf börnin, svaraði stúlkan frá Finnlandi. — En, kanntu að sauma? spurðu hjónin. — Nei, mamma saumaði alltaf heima, svaraði stúlkan. — Er eitthvað sem þú kannt? spurðu hjónin ráðþrota. — Já, svaraði stúlkan sigri hrósandi. Ég kann að mjólka hreindýr!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.