Alþýðublaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 19. mars 1988 umsvif og áhættu félagsins. Síöast liðin 5 ár hefur veriö hagnaður af félaginu, þó að hann sé lítill á síðasta ári og talsvert tap hafi orðiö á rekstrinum sjálfum." — En nánasta framtíð? „Með því að taka nýjar vél- ar I notkun sem spara elds- neyti um 40% miðað við hvert sæti og eru nauðsyn- legar vegna hertra reglna um hávaða, stefnum við rétt.“ — Breytid þið ykkar stefnu eða mynda sérfar- gjöldin áfram þorra tekn- anna? „Okkar höfuðtekjur koma áfram af tiltölulega lágum fargjöldum, og við munum I nánustu framtíð haldaokkur við að vera flugfélag ferða- fólks ekki síður en viðskipta- manna. Aðeins 10-12% okkar farþega eru I viðskiptaerind- um öfugt við sum flugfélög sem einbeita sér aö við- skiptajöfrum, og uppskera I samræmi viö það. Við verð- um aö geta boðið upp á að þorri manna geti ferðast með okkur þar sem íslandsmark- aðurinn er ákaflega takmark- aður,en við erum með bestu sætanýtingu allra flugfélaga I Evrópufluginu." Innanlandsflug „Það hefur verið töluverður vöxtur I innanlandsflugi, og við flytjum fleiri farþega en nemur íbúafjöldanum. Vélarn- ar eru reyndar orðnar gamlar og er stefnt að endurnýjun flugflotans á næstu fimm ár- um. Það eru einkum þrjár tegundir sem við höfum í huga: F50 Fokker vél, ATR42, sem er frönsk-ítölsk fram- leiðsla og kanandiska vél, DASH8-300. Innanlandsflugið hefurver- ið rekið í járnum eða með smá tapi að undanförnu og lítið má út af bera, en samt er endurnýjun flugvélanna aðkallandi." — Há flugfargjöld og áfangastaðir sem eru taldir þóknast flugfélaginu hefur verið gagnrýnt. „Við fljúgum til tíu staða og erum I tengslum við flug- félög í fjórðungunum, og telj- um að það verði að vera með stórarvélar. í samanburði við fargjöld á innanlandsleiðum í nágrannalöndunum erum við á líku róli og víðast hvar annars staðar. Fólk er oft að bera saman hæstu fargjöld í innanlandsflugi við allra lægstu sérfargjöld í Evrópu- flugi." Framtíðin — Heldurðu að 1988 verði eitthvað hagstæðara ár en 1987? „Við vonumst til þess að dragi úr því misvægi sem hefur verið milli gengis og kostnaðar innanlands. Ég held að það sé komið að því að helsti útflutningsatvinnu- vegur okkar þoli ekki lengur það ójafnvægi sem hefur ríkt. Það er eitthvað að , ef það borgar sig að flytja fiskinn óunninn úr landi og vinna hann erlendis. Við í fluginu treystum því að reynt verði að halda ein- hverju samræmi í framtíðinni milli gengis og kostnaðar hér heima.“ — Tekur því að halda úti sjálfstæðu íslensku flugfé- lagi? Er ekki skynsamlegra að beita krafti og þekkingu á önnur svið? „Flug er mikilvægara fyrir íslendinga en flestar aðrar þjóöir. Það er því þjóðarnauð- syn að íslendingar annist það sjálfir. Þetta er spurning um sjálfstæði þjóðarinnar. Við höfum ekki jarnbrautir og takmarkaðar skipasamgöng- ur, og þess vegna er mikil- vægt að við getum ráðið okkur sjálf í loftinu heldur en að vera háð einhverju útibúi annarra flugfélaga. Ef mælt er í höfðatölu er Flugleiðir stærstá flugfélag í heimi. Við flytjum um 930 þúsund far- þega á síöasta ári og flug og ferðamál er tiltölulega stór þáttur í þjóðarframleiðsiu okkar miöað við aðrar þjóðir. Og yfir 1700 manns eru á launaskrá Flugleiða sem er stærsta einkafyrirtæki í land- inu.“ — En er þá ekki gæfuieg- ast aö þjóðnýta fyrirtækið, þar sem velgengni þess er mjög háð opinberum afskipt- um eins og af gengi? „Við höfum hingað til get- að rekið fyrirtækiö án beinna afskipta ríkisins. Félagið lenti á sínum tíma í erfiðleik- um og þá hljóp ríkið undir bagga með ríkisábyrgð og kaupum á hlutafé. í dag erum við ekki undir verndarvæng þess og kaupum t.d. flugvélar án ríkisábyrgðar." — Er ekki Flugleiðir dæmigert einokunarfyrir- tæki? Sitja ekki sömu aðilar i stjórn Flugleiða og Eimskips og ráða því sem þeir vilja í samgöngumálum? Er þetta nokkuð annaö en selskapur nokkurra manna sem hafa gaman af því aö gera út en geta stólað á ríkið ef i harð- bakkann slær? „Einokunin er ekki meiri en svo að þrjú önnur félög fljúga til og frá landinu og mörg félög til viðbótar mættu byrja á morgun ef þau vildu. Siglingar eru alveg frjálsar svo að það getur hver sem er stundað þær, ef hann kærir sig um. Eimskipafélagið er stærsti hluthafi í Flugleiðum. Og við stólum ekkert á hjálp ríkisins, en það geta alltaf komið einhver stór óhöpp og hvort sem það er í Iandbún- aði eða sjávarútvegi hleypur ríkið oft undir bagga, ef það er taliö þjóðhagslega skyn- samlegt. Það gerist jafnvel í landi samkeppninnar, Banda- ríkjunum. Þegar þjóðarhags- munir eru í húfi er ekki hægt að láta áföllin dynja á án að- gerða.“ — Arnarflug hefur haldið aðalfund. Er þjóðhagslega hagkvæmt aö reka tvö flugfé- lög i míllilandaflugi? „Það var forsenda samein- ingar Flugfélags íslands og Loftleiða 1973 að rétt væri að beina kröftunum í einn far- veg, og við erum enn á þeirri skoðun. Við sjáum líka hvað er að gerast I nágrannalönd- unum. í Bretlandi er t.d. búið að sameina tvö stærstu flug- félögin. Ég held að hagsmun- um Islendinga væri langtum betur komið með einu félagi. Samkeppnin er til staðar, þar sem SAS og Lufthansa munu fljúga til íslands og við meg- um búast við hvaða flugfé- lagi sem er á morgun, þó að við höfum getað haldió sam- keppninni frá fram að þessu með því að veita góða þjón- ustu og hagstæð fargjöld." — Arnarflugsmenn segja að Flugleiðum sé hampað. Er ykkur ekki hampað? „Ég held ekki.“ — Hefðuð þið áhuga á að yfirtaka Arnarflug? „Nei, við höfum engan áhuga á því.“ — Þið viljið ekki að Arnar- flug hverfi af markaðnum? „Nei, viö erum í samkeppni við þá. Það virðist vera stefna ríkisstjórna að hér skuli vera tvö flugfélög, eins og kom fram þegar Arnarflugi var bjargað fyrir tveimur árum. Arnarflugsmenn hafa sjálf- ir sagt frá því að þeir hafi ekki mátt fara á hausinn. Rik- ið hafi ekki þolað að annað stórt gjaldþrotamál kæmi upp á yfirborðið eftir Haf- skipsstrandið." Þýðir ekki annað en bjóða það besta „Við erum undir stöðugu gæðaeftirliti, því að íslend- ingar eru orðnir ferðavanir og þess vegna þýðir ekkert annað en að bjóða þeim það besta. Þess vegna leggjum við áherslu á að fylgjast með því sem viöskiptamönnum okkar finnst og bæta það sem betur má fara. Einnig mælum við reglulega viðhorf þjóðarinnar allrar til félagsins og þjónustu þess, enda ger- um við okkur grein fyrir þvi að við eigum allt okkar undir velvild neytenda." — Sérðu fyrir þér hvernig staöan veröur aö áratug liön- um? „Okkar vöxtur hefur verið Evrópuflug og ferðaþjónusta innanlands og við munum auka kynningu á Islandi sem ferðamannalandi, og einbeita okkur að uppbyggingu á þessum sviðum, en láta öðr- um meira eftir flugið milli Ameríku og Evrópu.“ Farþegar greiði upp- byggingu flugvalla? — ísland siglir inn i óvissa framtíö, skuldug úr miklu góðæri. Gætir þú gefiö ráöamönnum uppskrift að gáfulegum rekstri þjóðfélags- ins um þessar mundir? „Við erum stöðugt að reyna að finna leiðir til sparnaðar, og ég held að það verði að draga úr opinberum útgjöld- um. Það þýðir heldur ekkiað hækka skatta stöðugt. Skatt- ar hafa verið hækkaðir á okk- ur og það virðist vera stefna yfirvalda að láta okkur greiða fyrir uppbyggingu flugvalla eins og kemur fram í nýju flugmálaáætluninni." — Þú segir aö eigi að draga úr sköttum og eyðslu. Hvar viltu bera niður i þjóðfé- laginu? „Manni sýnist að sums staðar sé pottur brotinn hjá hinu opinbera. Það er kannski erfitt að segja hvar það er nákvæmlega, en marg- ir hafa bent á að það sé t.d. töluverðu sóað í heilbrigðis- kerfinu." — En hvernig líst forstjóra stærsta einkafyrirtækis á ís- landi á stjórnmálaástandið almennt? „Ég er nú ekki í neinum stjórnmálaflokki, en mér finnst ýmsar breytingar til bóta sem er verið að gera í skattakerfi og virðisauka- skatturinn er í heild til bóta.“ Ekkert að gefast upp — Flugleiðir hafa beitt sér fyrir uppbyggingu i ferða- mannaþjónustu. Hyggist þið auka hlut ykkar t.d. meö frek- ari hótelbyggingum? „Miðað við núverandi kostnaðarforsendur og fram- boð á hótelrými I Reykjavík munum við ekki byggja vió hótelin okkar að sinni. Það er heldur ekki í sjálfu sér mark- mið að byggja sjálfir. Okkur virðist nægjanlegt framboð af hótelplássi núna í landinu til að taka við ferðamönn- um.“ — Hefur umræöan um dýra flugstöö Leifs Eiríksson- ar ekkert komið niður á Flug- ieiöum? „Nei, við leigjum aðstöðu þar sem okkur finnst allt of dýren komum hvergi nærri byggingaframkvæmdum. Við byggðum þjónustumiöstöð- ina við hliðina á Flugstöðinni ódýrar en kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að hún myndi kosta. Við höfum reynt að mæla viðhorf fólks til Flugleiöa og í nýlegum skoðanakönnunum hefur álitið aukist þrátt fyrir neikvæða umræðu um flug- stöðina. Á milli 75 og 80% almennings hefur jákvætt viðhorf til félagsins sam- kvæmt þessum skoðana- könnunum." — Að lokum, Sigurður. Er staða Flugleiða ekki eins slæm og útkoma síðasta árs gefur ein og sér til kynna? „Rekstrarafkoma síðasta árs var töluvert léleg en við erum ekkert að gefast upp.“ OKKUR ER EKKI HAMPAÐ AF RIKINU EVROPUFLUGIÐ STORUM ÞYÐING ARMEIRA Eins og kemur fram i við- taiinu-viö Siguró .HéCgason í < -v tm-iiv.iíy Trhefur dregið úr vægi flugs . o.'í:..:. :-;0>:m(lli Ameríku og Evrópu fyfir’ m ... Flugleiðir. Eins og sést á töfl- 3 vi v - ■ unum hér hefur farþegafjöldi í Evrópuflugi meiren tvöfald- :.1- , . ast frá 1978 en á sama tíma hqfur farþegum í flugi til Ameríku fjölgað um 4.2%. . : Sama er uppi á teningnum varðandi tekjur. Fyrir tæpum áratug kom 75% tekna úr Atlantshafsflugi en i dag er vægi þeirra tekna aðeins ríf- lega helmingur heildartekna félagsins og jafnframt hefur Evrópuflugið orðið þýðingar- meira. Til gamans eru birtar tölur yfir farþega í Evrópuflugi árin 1978 og 1986. Hlutur Flug- leiða er innan við 1% og „er næsta víst“ að Flugleiðir verðuraldrei risi í loftinu. FARÞEGAR OG TEKJUR FLUGLEIÐA 1978 OG 1987 TEKJUR: N-Atlantshafsflug Evrópuflug 1978 75,3% 24,7% 1987 FARÞEGAFJÖLDI: 57,9% 42,1 % 1978 274.989 .= 64,5% 151.130 = 35,5% 1987 286.664 = 48,0% 310.535 = 52,0% Aukning: 4,2% 105,5% TIL SAMANBURÐAR: Fjöldi farþega á flugleiðum í 1978: 46.901.500 1986: 52.416.400 Aukning: 11,8% Evrópu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.