Alþýðublaðið - 19.05.1988, Page 3

Alþýðublaðið - 19.05.1988, Page 3
Fimmtudagur 19. maí 1988 3 FRÉTTIR Áhrif stöðvunar í álverinu: LANDSVIRKJUN INYNDI TAPA MILLJÓNUM Á SÓLARHRING „Viö myndum tapa um 2,5- 3 milljónum króna á hverjum sólarhring ef svo illa færi aö framleiösla Álversins stöðv- aðist“ sagöi Halldór Jóna- tansson forstjóri Landsvirkj- unar í samtali við Alþýðu- blaðið. Samningafundur í vinnu- deilunni i Straumsvík hefst kl. 10 i dag, takist samningar ekki fyrir miðnætti á föstu- dag verður straumrof í Álver- inu og þar með margra mán- aða framleiðslustöðvun. Landsvirkjun er einn stærsti viöskiptaaöiIi Álvers- ins í Straumsvik hér á landi, og ef svo fer að samningar nást ekki fyrir miðnætti á föstudag, verða allir við- skiptaaðilar fyrirtækisins, þar á meðal Landsvirkjun, fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði, að kæmi til stöðvunar, yrði það gífurlegt áfall fyrir Lands- virkjun og mjög mikill tekju- missir. Hvað þetta þýddi fyrir fyrirtækið í heild, sagðist hann þó ekki getað sagt til um, þar sem óvíst væri hve verkfallið stæði lengi yfir. Samningafundur hefur ver- ið boðaður kl. 10.00 í dag og mun þá að öllum líkindum koma skýrari mynd á þaö hvort samningar takast fyrir miðnætti á föstudag. Ef það tekst ekki verður straumrof í verksmiðjunni, og þar með , hefst ferli sem ekki er hægt að snúa við, þ.e.a.s. strax á fyrstu klukkutímunum eftir straumrof stirðnar í kerjun- um. Þegar það gerist eru ker- in ekki notkunarhæf fyrr en búið er að hreinsa þau og það er margra mánaða verk. 50 ára árgangur Kennaraskólans gaf í gær í tilefni afmælisins Kennaraháskólanum peninga- og bókagjöf. Á myndinni er Gils Guömundsson aö afhenda Jónasi Pálssyni rektor Ijóö Freysteins Gunnarssonar, en hann var rektor skólans. A-mynd/Róbert. Sambands-fiskframleiðendur: FLUTT ÓT FYRIR 7,4 MILLJARÐA Framleiðsla frystra afurða jókst um 10,5 % 1987, þrátt fyrir aukinn útflutning á óunnum fiski Sambandsfiskframleiðendur, SAFF, fluttu út sjávarafurðir fyrir 7,4 milljarða króna á síð- asta ári, sem er 6,5% meira en árið á undan. Sjávar- afurðadeild Sambandsins annast sölu á afurðum SAFF. Á aðalfundi félagsins kom fram að útflutt magn nam alls rösklega 66.400 lestum, sem var 3,8% minna en árið áður. Alls voru fluttar út tæp- Hagkaup hefur tekið versl- unina Nýjabæ, á Seltjarnar- nesi, á leigu til næstu 10 ára, af Sláturfélagi Suðurlands. Hagkaup tekur við verslun- inni 1. ágúst n.k. og mun þetta svo til eingöngu verða matvöruverslun. „Seltjarnarnes og Vestur- bærinn eru markaður sem við höfum ekki verið með lega 52.800 lestir af frystum sjávarafurðum á vegum deild- arinnar 1987, að verðmæti rösklega 6,5 milljarðar króna (cif), sem er4,1% aukning í krónutölu frá árinu á undan. Magnminnkun varð sem nam 2,8% á milli ára. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á árinu 1987, m.a. vegna stór- aukins útflutnings á ófryst- um fiski, tókst framleiðend- rekstur í. Við erum með báð- ar okkar búðir í austurbæn- um þannig að okkur fannst ákjósanlegt, þegar tækifærið gafst,“ sagði Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups í samtali við Alþýðublaðið í gær. Einn- ig sagði hann að það hefði skipt miklu máli að hér væri um leiguhúsnæði að ræöa en ekki fjárfestingu, er Hag- kaup tæki á sig. um i SAFF að auka fram- leiðslu frystra afurða um 10,5%, eða úr 49.500 tonnum 1986 í 54.700 tonn árið 1987. Fram kom á fundinum að miðað við hlutfallsskiptingu útflutnings eftir myntum megi ætla að framleiðendur í SAFF hafi á árinu 1987 tapað um 240 milljónum kr. á falli dollarans, en fengið það tap borið upp að hálfu með hækkun á sterlingspundi og þýsku marki. Þá kom einnig fram að rösklega 5% tap varð á frysti- húsum innan SAFF á sl. ári, miðað við þau uppgjör sem fyrir liggja. Talið er að þrátt fyrir geng- isfellingu i byrjun vikunnar sé frystiiðnaðurinn rekinn með 6,6% halla, og að halla- reksturinn væri um 15% ef ekki hefði komið til gengis- felling krónunnar. Hlutur sjávarafurðadeildar i útfluttum freðfiski var tæp- lega 33% á síðasta ári. Tryggvi Finnsson var end- urkjörinn formaður stjórnar SAFF. Hagkaup í Vesturbœinn: TÓKU NÝJABÆ Á LEIGU Rekstrarvandi Sœbliks á Kópaskeri: BYGGÐASTOFNUN KANNAR YMSAR LEIÐIR Meðal annars bedið aðgerða stjórnvalda vegna gengisfellingarinnar. Byggðastofnun er að kanna ýmsar leiöir fyrir Sæ- blik á Kópaskeri út úr rekstr- arerfiðleikum fyrirtækisins, og er m.a. veriö að bíöa aögerða stjórnvalda í sam- bandi við gengisfellinguna o.fl. Sigurður Oskarsson stjórnarformaður Sæbliks segist eiga von á að málið veröi afgreitt i mánuðinum. Eins og Alþýðublaðið greindi frá 12. mai sl. á fisk- vinnslufyrirtækið Sæblik á Kópaskeri við mikla rekstrar- erfiðleika að stríða. Hefur fyr- irtækið leitað eftir fyrir- greiðslu hjá Byggðastofnun sem helstu von út úr erfið- leikunum. „Það er í raun og veru ekki búið að afgreiða neitt, það er svona verið að skoða þessa hluti, þetta er í vinnslu eins og maður myndi segja,“ sagði Sigurður Óskarsson stjórnarformaður Sæbliks í samtali við Alþýðublaðið í gær. Sagði hann að verið væri að skoða málin í heild, og ýmsar leiðir athugaðar, hann reiknaði með að þau yrðu afgreidd í mánuðinum. Að- spurður sagði Sigurður aö brýnt væri að gera eitthvað í málum fyrirtækisins. Einnig væri beðið aðgerða stjórn- valda í sambandi við gengis- fellinguna o.fl. sem spilaði inn í. Múlakaffi á laugardagsmorgun: JÓN BALDVIN í SKOTLÍNUNNI Svarar spurningum um efnahagsmál og framtíðar- horfur Fulltrúaráð Alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavik boðað til opins fundar meö Jóni Bald- vin Hannibalssyni fjármála- ráðherra i Múlakaffi klukkan 10 á laugardagsmorgun. Birg- ir Dýrfjörð formaður fulltrúa- ráösins, segir að þar gefist kjósendum kostur á að spyrja um efnahagsmálin og fram- tiðarhorfur. Birgir sagði að þetta yrði „galopinn fundur“, og væru kjósendur annarra flokka ekki síst boðnir velkomnir. „Það brennur auóvitað á fólki að vita við hverju megi búast i efnahagsmálum. Hver stað- an er i þjóðarbúinu? Svo spyrja men gjarnan; er stjórn- in að springa?" sagði Birgir. Múlakaffisfundir Jóns Baldvins hafa þótt eldfjörugir og lifandi. Miðað við hitamál- in í stjórnmálunum í dag, má Jón Baldvin búast við beinskeyttum fyrir- spurnum til fjármálaráðherr- ans.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.