Alþýðublaðið - 19.05.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 19.05.1988, Qupperneq 7
Fimmtudagur 19. maí 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir í fangelsi Jaber al Ahmed al-Sabahs, emírs sitja 17 hryöjuverkamenn bak viö lás og slá. Þaö eru mennirnir, sem flugræningjarnir á dög- unum heimtuöu að yrðu látn- ir lausir. Þessir hryöjuverkamenn úr hópi shia-muslima, geröu árásir á sendiráð og opinber- ar byggingar í Kuwait árið 1983, seinna gerðu þeir til- raun til sprengjuárásar gegn emlrnum sjálfum. Velferðarríki Ættarveldi emírsins hefur verið við stjórn I Kuwait í meira en 230 ár — það er að segja ef menn leggja trúnað á hina furstalegu sagnaritun. Jaber sheik, kærir sig ekki um einskonar Khomeini — uppreisn i landi sínu. Slík uppreisn færi trúlega eins og eldur í sinu til Saudi-Arabíu og annarra rikja á þessum slóðum. Meira en 10 ár, eru liðin, síðan fariö var að telja Kuwait meöal fimm auðug- ustu ríkja í heiminum, ásamt Sviss og sameinuðu arbísku Furstadæmunum. Olíuverð hækkaði stöðugt. Komið var á ókeypis læknaþjónustu, skólum og barnaheimilum fyrir ibúa landsins. Rafmagn, vatn og innanlandssimtöl kostaði ekkert. Tekju og eignaskattur var enginn og skattur á neysluvörum var svo að segja óþekktur. Menn gátu fengið sér Cadillac-bif- reið fyrir svipað verð og t.d. Wolksvagen kostuðu á Norð- urlöndunum. Það hafði raunverulega tekist að koma á velferðarríki sem ól önn fyrir þegna sína frá vöggu til grafar og þetta var þó i ríki, þar sem ættar- veldi einráðra fursta réði ríkj- um. Efnahagslífi var stjórnað eftir kapitalista-hagfræði, og gafst svo vel að meiri velferð rikti en jafnvel á Norðurlönd- um. Stuðningur við Irak Sabah-ættarveldið tilheyrir þeim hluta Muslim-trúar sem kallast sunni-Muslim. Talið er, að einn fjórði hinna 700.000 þús. innfæddra Kuwaitþúa sé aftur á móti shia-muslimar. Margt af þvi fólki aðhyllist hugmynda- fræði og trúarsetningar sem eru ríkjandi í íran, og sumir eiga ættir sínar að rekja til íran. Kuwait er staðsett eins og samloka milli íran og írak, sem eins og allir vita eiga i sérstaklega blóðugum bar- dögum. Blaðamaður Arbeid- erbladet heimsótti Kuwait nú nýverið og langaði til að vita hve langan tima tæki að keyra frá Kuwaitborg til landamæra írak. Það tók 50 mínútur og frá landamærun- um niður til Fao, sem íranir hafa hertekið var hálftíma keyrsla. Hafi ökumaður þá ekki verið stöðvaður af vörð- um, starir hann niöur í byssu- kjafta bryndreka Khomeinis. Emirinn í Kuwait setur sina pólitísku framtíð á Irak og hefur veitt milljörðum dollara til ríkisstjórnarinnar í Bag- dad, til aðstoðar við stríðs- reksturinn. Jaber sheik átti ekki annara kosta völ, því það var óhugsandi að hann gæti verið algjörlega hlutlaus. Tímasprengja Undir þessu smáa sællifis- ríki tifar tímasprengja. Hún gæti sprungið á morgun eða Auðuga smáríkið Kuwait TÍMASPRENGJA? Furstarnir í Kuwait hafa orð fyrir að vera útsjónarsamir og klókir. Emírinn og ráðgjafar hans í Sabah-œttarveldinu komu flugráns- vandamálinu yfir til Alsír og höfðust ekkert að, opinberlega. hún gæti sprungið eftir tutt- ugu ár. Emírinn hefur ekki hugmynd um hvaða áform Khomeini hefur í huga, en eins og konungsfjölskyldan i Saudi og fleiri arabískar ríkis- stjórnir, ber hann ótta- blandna virðingu fyrir ógnun- um shia-muslima. Þegar Khomeini á dögun- um sendi 150.000 þús. píla- grima til Mekka, átti það að vera skylda allra pílagríma, þegar þeir væri í hinu heilaga Kaba i miðborg Mekka, að vekja athygli á því að vantrú- aðar þjóðir svo sem Banda- ríkin og ísrael — og vina- þjóðir Bandaríkjanna, væru fulltrúar alls hins illa i heim- inum og yrði minnst í sög- unni sem úrhrökum. I kennisetningum shia- muslima innan Islamstrúar- innar er shia-muslim trúar- brögð fórnarlamba. Blóð, er tákn fórnarlambsins. Dauðinn er frelsun frá illsku heimsins, eftir að hafa verið fórnað kemst maður til paradísar. í þessu fellst útskýring á yfirlýsingu flugræningjanna á Menn slappa af viö reykinn frá vatnspipunum. Þetfa er algeng sjón i Kuwait, morgundagurinn gæti borið meiri óróa í skauti sér Lamaca-flugvellinum á Kýpur, þegar þeir sögðu i hátalara: — I nafni Allah höfum við tekið þá ákvörðun, að ganga braut píslarvottanna. Að deyja með sóma, er betra en að lifa við skömm. Við höfum ákveðið að þessi flugvél beri heitið „Flugvél hinna miklu píslarvottá1. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.