Alþýðublaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 30. júní 1988 Greinargerð frá Jóni Baldvini Hannibalssyni HEFUR VERDLAGSÞRÓUN- IN AÐ UNDANFÖRNU SLEGID ÖLL FYRRIIHET? Jón Baldvin: Óhætt að fullyrða að versnandi ytri skilyrði hafi kostað um það bil 10% meiri verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráöherra hefur sent fjölmiðlum eftirfarandi bréf vegna frétta aö undanförnu um verðlagsþróunina: Það fer ekkert á milli mála, að horfur í efnahagsmálum hafa versnað töluvert frá því að fjárlög voru afgreidd frá Alþingi í lok síðasta árs. Þar skiptir mestu, að markaðs- horfur i sjávarútvegi hafa snöggversnaö. Til þess að draga úr áhrifum versnandi ytri skilyröa á afkomu sjávar- útvegsins og jafnframt freista þess að minnka hall- ann á viðskiptum við útlönd hefur ríkisstjórnin i tvígang þurft að gripa til sérstakra efnahagsaðgerða, meðal ann- ars með þvi að fella gengi is- lensku krónunnar, fyrst um 6% í lok febrúar og aftur um 10% um miöjan maímánuð. Jafnframt fólu þeir kjara- samningar, sem gerðir voru á fyrstu fimm mánuðum árs- ins, í sér helmingi meiri launahækkanir en reiknað var meö við afgreiðslu fjárlaga. í kjölfarið hafa verðlags- horfur aö sjálfsögðu breyst frá því um áramótin. Mestu munar um gengisfellingarnar tvær, en þær eru taldar hafa í för með sér að minnsta kosti 8-9% hækkun á almennu verðlagi i landinu, ef ein- göngu er tekið tillit til beinna áhrifa þeirra á innflutnings- verð. Þar viö bætast án efa óbein kostnaðaráhrif innan- lands. Þannig er óhætt að fullyrða, að versnandi ytri skilyrði hafi kostað um það bil 10% meiri verðbólgu frá upphafi til loka ársins en áð- ur var reiknað með. Með hliðsjón af þessu kemur það síöur en svo á óvart, að verðbólgan skuli hafa tekið mikinn sprett upp á síðkastið. Það gat ekki far- ið á annan veg í Ijósi þess sem á undan var gengið. Undirritaður lýsti því ræki- lega fyrirfram, hvaða áhrif 15% gengisfelling hefði fyrir- sjáanlega á verðlag, vísitölur, skuldastöðu og greiðslubyrði þjóðarbúsins og skuldugra fyrirtækja, kaupmátt, við- skiptahalla o.s.frv. Þvi fer hins vegar viðs fjarri, að með þessu hafi verið slegin ein- hver verðbólgumet á íslandi. Að undanförnu hefur mikil hækkun byggingarvísitölu í júnímánuði verið slegið upp sem einsdæmi í íslenskri hagsögu. Það er auðvitað hárrétt, að 8,4% hækkun á einum mánuði er mikil hækk- un, hvernig sem á það er lit- ið. Á hinn bóginn eru breyt- ingar á byggingarvísitölu frá einum mánuði til annars ekki raunhæfur mælikvarði á almennar verðbreytingar í landinu. Til þess er hún of einhæf og næm fyrir sveifl- um í einstökum þáttum, í þessu tilviki launum. Það sem hér gerðist — og sem átti ekki að koma nokkr- um manni á óvart, sem á ann- að borð hafði fylgst með gangi efnahagsmála undan- farnar vikur — var annars vegar það að launabreytingar hjá iðnaðarmönnum, á bilinu 11-18%, komu inn í vísitöluna af fullum þunga í júnímánuði. Hins vegar komu til skjal- anna verðhækkunaráhrif gengisfellingarinnar. Þetta tvennt var allan tímann fyrir- sjáanlegt og kom því ekki á óvart. Þó ekki væri nema af þess- um ástæðum er það alls ekki forsvaranlegt að taka þessa einsmánaðar hækkun sem vísbendingu um verðbólgu- hraðann almennt um þessar mundir eins og ýmsir fjöl- miðlar hafa gert. Auk þess eru það alla jafna ákaflega hæpin visindi að nota verð- breytingar í einum einasta mánuöi sem mælikvarða á árshraða verðbólgunnar, held- ur þarf að skoða breytingar yfir nokkurra mánaða tímabil í senn. Gildir það raunar jafnt um framfærsluvísitölu sem byggingarvísitölu. Þar að auki er það Ifka rangt að halda því fram, að með þessum reiknikúnstum hafi venð sett nýtt verðbólgu- met á íslandi. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til fyrri hluta árs 1983 til þess að finna dæmi um 270% verð- bólguhraða á mælikvarða byggingarvisitölu, en hún hækkaði þá um 111/2 % á ein- um einasta mánuði, nánar til- tekið í mars 1983, en þá hækkun mátti einmitt að langmestu leyti rekja til mik- illa launabreytinga iðnaðar- mannaog gengislækkunar íslensku krónunnar. Raunar fór árshraði framfærsluvisi- tölunnar í sama mánuði upp i 230%, miðað við þessar sömu reiknikúnstir. Síðustu verðlagsspár fyrir aðgeróirnar í mai bentu til þess, að árangur efnahags- aðgerðanna um áramótin og eins I febrúarlok væri farinn að skila sér í lægri verð- bólgu. Þannig voru verðmæl- ingar í apríl og maí minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða í kringum 16% miðað við heilt ár, samanborið við um og yfir 30% á fyrstu þremur mánuð- um ársins. Gengislækkunin í maí setur vitaskuld nokkurt strik í reikninginn, þannig að næstu mánuðina verða verð- breytingar örari en að undan- förnu. Þannig má búast við, að árshraði verðbólgunnar verði um og ýfir 40% á allra næstu mánuðum, meðan áhrif geng- isfelljngarinnar eru að ganga yfir. Á haustmánuðum ætti hins vegar að draga verulega úr verðbólguhraðanum og undir lok ársins má búast við, að hann verði kominn niður fyrir 15%, miðað við óbreytt- ar gengisforsendur og að ekkert óvænt gerist. Hækk- unin frá upphafi til loka þessa árs gæti þannig orðið rétt tæplega 23%, en meðal- hækkun framfærsluvísitöl- unnar frá þvl I fyrra nálægt 28%. Þann fyrirvara þarf að sjálfsögðu að hafa á þessum spám, að þær gera ekki ráð fyriróvæntum breytingum I efnahagslífinu umfram það sem þegar er komiö fram, hvorki innan lands né utan. KAUPLEIGI TIL AÐ Viðbrögð sveitarfélaga og félagasamtaka við byggingu eða kaup á kaupleiguíbúðum voru mikil. Alls var sótt um 388 kaupleiguíbúðir og eru það 43 aðilar sem standa að umsóknunum. Umscekjendur eru nœr eingöngu sveitarfélög en þó eru tvö félaga- samtök aldraðra í hópi umsœkjenda og scekja þau samtals um 80 íbúðir. Mikill meirihluti umsókna er vegna almennra íbúða, enda húsnœðisvandinn mjög mikill. Fœstar umsóknir bárust frá Suður- landi en Vestmannaeyjabær sœkir þó um byggingu 15 íbúða. Á Vestfjörðum sækja aðeins þrír bæir Umsóknaraðili Fjöldi almennra íbúða Fjöldi félagslegra íbúða Ekki tilgreint úr hvorum flokknum Gunnar og Gylfi verkt. Samtök aldraðra 20 Félag eldri borgara 60 Grindavík 8 Sandgerði 3 Akranes 5 Hvalfjarðarstr.hr. 2 Skilmannahr. 1 Stafholtstungnahr. 1 Borgarnes 6 Stykkishólmsbær 5 5 ísafjörður 20 Bolungarvik 14 Þingeyri 5 Hólmavík 6 Siglufjörður 20 Sauðárkrókur 20 Hvammstangahr. 4 Varmahlið Seyluhr. 2 Akureyri 10 10 Ólafsfjörður 5 Dalvík 10 Grenivík 2 Presthólahreppur 2 Neskaupstaður 20 Eskifjörður 8 Skeggjastaðahr. 2 Fellahreppur 2 Egilsstaðir 5 5 Reyðarfjörður 3 Reyðarfj. Verðandi hf. 22 Stöðvarhr. 3 Búlandshr. 4 Nesjahreppur 4 Höfn Hornafirði 20 4 Vestmannaeyjar 15 Eyrarbakki 3 Selfoss 4 Hrunamannahr. 1 Biskupstungnahr. 4 Laugardalshr. 1 Hveragerðisbær 2 2 Þorlákshöfn 4 4 Samtals 170 41 177 Alls 388 íbúðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.