Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 14. júlí 1988 SMÁFRÉTTIR KRATAKOMPAN lceland Road Guide og Is- land Strassen- fiihrer Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hefur sent á markaö enska og þýska útgáfu af hinni vinsælu Vegahandbók. Bókin hefur komiö tvívegis áöur á ensku en þýska útgáf- an birtist nú í fyrsta sinni. Efni beggja útgáfanna byggir aö sjálfsögöu á texta íslensku útgáfunnar en þó er margt sagt meö öörum hætti vegna þess aö textinn er ætlaöur útlendingum sem koma alókunnugir tií iands- ins og þurfa aö ýmsu leyti á annars konar leiösögn að halda en íslendingar. Höfundur texta er Steindór Steindórsson frá Hlööum. Aöalritstjóri er Örlygur Hálf- dánarson en ritstjóri og hönnuöur Jakob Halfdánar- son. Teiknun korta annaöist Narfi Þorsteinsson. Ensku þýöinguna önnuöust þeir Einar Guðjohnsen, Pétur Kid- son, Leo Munro og Helgi Magnússon. Þýðandi þýsku útgátunnar er Ingo Wers- hofen. Erindi um landsráðstefnu sovéska kommúnista- flokksins Eins og kunnugt er af frétt- um, lauk fjögurra daga lands- ráöstefnu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna fyrir nokkrum dögum í Moskvu. Ráðstefna þessi þótti merkur viðburöur í sögu flokks og sovésks samfélags, ekki hvaö síst vegna þeirrar opinskáu um- ræöu sem þar átti sér stað. í lokaræðu sinni í þinghöllinni í Kreml, þar sem ráðstefnan var haldin, sagöi Mikhail Gorbatsjov, aðalritari mið- stjórnar KFS, m.a.: „í þessari þinghöll hafa ekki farið fram slíkar umræöur. og ég held aö ég viki ekki langt frá sann- leikanum þó ég segi aö ekk- ert þessu líkt hafi gerst í þessu landi í næstum sex áratugi“. Auglýsing Skrifstofa Sjávarútvegsráðuneytisins er flutt Skúlagötu 4, 6. hæð. Símanúmer helst óbreytt 25000. að Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Frá 5. júlí til 15. ágúst verður skrifstofan opin á fimmtudögum frá kl. 10-16 vegna sumarleyfis. Alþýðuflokkurinn Nk. fimmtudagskvöld, 14. júlí kl. 20.30, mun Viktor Hori- kov, fyrsti sendiráðsritari viö sovéska sendiráóið í Reykja- vík, flytja erindi um 19. lands- ráöstefnu KFS í húsakynnum MÍR, Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10. Ræðir hann um meginumræðuefni ráðstefn- unnar, niðurstööur hennar og viðhorfin aö henni lokinni. Einnig svarar hann fyrirspurn- um fundarmanna. Kaffiveit- ingar veröa á boöstólum. Aö- gangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Til hjálpar- starfa í Thailandi Á dögunum lagöi Kristin Davíösdóttir hjúkrunarfræð- ingur af stað til Thailands þar sem hún mun dvelja næstu sex mánuði við störf á sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í flótta- mannaþúðum í Kjao-I-Dang viö landamæri Kamputseu og Thailands. Kristín hefur áður starfaö í Eþiópíu á veg- um Hjálparstofnunar Kirkj- unnar. Sjúkrahús Alþjóöarauða- krossins í Khao-I-Dang er skurðsjúkrahús og tekur um 100 sjúklinga. Auk erlendra sendifulltrúa sem eru læknar og hjúkrunarfræöingar er starfsfólkið flest úr hópi flóttamanna og hefur hlotiö þjálfun hjá sendifulltrúum sem eru frá hinum ýmsu landsfélögum Rauöa kross- ins. Kristín Davíðsdóttir er tuttugasti og fyrsti sendifull- trúinn sem Rauði kross ís- lands sendir til starfa á veg- um Alþjóðarauðakrossins í Thailandi. Af þeim 660 þúsundum flóttamanna sem hafa flúið til Thailands frá 1975 hefur mikill meirihluti nú fengið hæli og sest að í þriöja land- inu, um 9 þúsund hafa fengið aösetur í Thailandi og all- margir snúiö aftur til síns heimalands. En enn eru yfir 200 þúsund manns í flótta- mannabúöum viö landamæri Kampútseu og Thailands og á annað hundraö þúsund flóttamenn annars staðar í Thailandi, þar af um 85 þús- und frá Laos, 27 þúsund frá Kampútseu og 7 þúsund frá Viet-Nam. Þessi fjöldi flótta- manna sem Thailand hefur veitt bráöabirgðahæli eru um 80% allra Indo-Kínverskra flóttamanna í Suð-Austur- Asíu. Flestir þeirra sem dvelja í flóttamannaþúöunum viö landamærin hafaveriö þar um árabil, og margir eygja ekki nokkurn möguleika á því aö komast þurt. Thailand er fátækt land og á í erfiðleik- um meö aö ráða fram úr mál- efnum flóttamannanna og hafa stjórnvöld að undan- förnu hótað því aö loka landamærum sínum fyrir frekari flóttamannastraumi. Aö auki samkvæmt bréfi frá Hildi Magnúsdóttur hjúkrun- arfræöingi sem veriö hefur í Thailandi síöustu 6 mánuöi á vegum Rauöa krossins, hyggjast stjórnvöld færa búö- irnar nær hættusvæðinu. Þaö er því Ijóst aö erfiöleikar þessa fólks munu enn aukast á næstunni. LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stööur heilsu- gæslulækna 1. Patreksfjöröur H2, ein staöa frá 1. október 1988. 2. ísafjörður H2, ein staða frá 1. október 1988. 3. Hólmavík H1, staöa læknis frá 1. janúar 1989. 4. Siglufjörður H2, tvær stööur lækna frá 1. sept- ember 1988. Umsóknirásamt ítarlegum upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráöuneytinu á sér- stökum eyðublöóum, sem þar fást og hjá landlækni, fyrir 10. ágúst 1988. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafiö störf. Æskilegt er aö umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilis- lækningum. Upplýsingar um stöðurnar veita ráðuneytió og land- læknir. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið, 12. júlí 1988. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. júlí n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu I þríriti. Fjármálaráðuneytið. □ 1 2 3 4 s 6 □ 7 6 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 fangs, 5 geð, 6 drykkj- ar, 7 þegar, 8 glóa, 10 eins, 11 reióu, 12 sjógangur, 13 selir. Lóörétt: 1 drukkið, 2 svari, 3 samstæöir, 4 rennsli, 5 fjár- nám, 7 arfleiðir, 9 hreina, 12 olíufélag. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 króks, 5 slæm, 6 kið, 7 hi, 8 efanum, 10 Ra, 11 ægi, 12 ómur, 13 aflað. Lóörétt: 1 klifa, 2 ræöa, 3 óm, 4 skimir, 5 skerða, 7 huguð, 9 næma, 12 ól. • Gengií Gengisskráning 130 ■ 13. júli 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,970 46,090 Sterlingspund 77,990 78,193 Kanadadollar 38,063 38,162 Dönsk króna 6,5629 6,5801 Norsk króna 6,8802 6,8982 Sænsk króna 7,2674 7,2864 Finnskt mark 10,5339 10,5614 Franskur franki 7,4157 7,4351 Belgiskur franki 1,1942 1,1973 Svissn. franki 30,1858 30,2646 Holl. gyllini 22,1756 22,2335 Vesturþýskt mark 25,0177 25,0830 itölsk lira 0,03372 0,03381 Austurr. sch. 3,5567 3,5660 Portúg. escudo 0,3064 0,3072 Spanskur peseti 0,3777 0,3786 Japanskt yen 0,34680 0,34771 Irskt pund 67,093 67,268 SDR 24.11 60,0741 60,2309 ECU ■ Evrópumynt 51,9254 52,0610 • Ljósvakapunktar •RUV 21.55 Israel í nýju Ijósi. í þætt- inum er fjallaö um vaxandi gagntýni Svía á Ísraelsríki síö- ustu ár. Sjónvarpið viröist hafa komist á ágætis útsölu hjá sænska sjónvarpinu. • Stffí 2 20.30 Svaraðu strax. Umsjón- armenn þeyta skífu meö hjálp starfsfólks Heimilistækja. Auglýsingar meö og á milli atriöa. • Rás 1 18.03 Torgió. Jóni Gunnari Grjetarssyni dettur eitthvaö frumlegt í hug. Þátturinn er ekki endurtekinn. • Rás 2 18.00 Sumarsveifla. Þaö er ótrúleg seigla í Gunnari Salvarssyni, hann er búinn aö sveifla sumrinu í nokkrarvikur og virðist ekkert á þeim brók- unum aö gefast upp. • RÓT 12.00 Rótardraugar Þátturinn þarf ekki frekari kynningu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.