Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 6

Alþýðublaðið - 31.08.1988, Side 6
< I > 1 ' , » • > I 6 Miðvikudagur 31. ágúst 1988 SMAFRETTIR Utflutnings- ráð - Sjávarútvegs- sýningar Undanfarnar vikur hafa ver- ió erilsamar hjá markaös- mönnum íslenskra tækni- vörufyrirtækja, þvi fjöldi þeirra hefur tekiö þátt í tveimur sjávarútvegssýning- um meö stuttu millibili. Sú fyrri var haldin í Nuuk á Grænlandi 28.—31. júlí og sú Frá vinstri: Bogi Sigurðsson markaðsstjóri, Útflutningsráði ís- lands, Jens Ingólfsson markaðs- stjóri, Útflutningsráði íslands, Halldór Ásgrimsson sjvarútvegs- ráðherra islands, Jakob Jakobs- son forstjóri Hafrannsóknastofn- unar íslands, Árni Kolbeinsson, ráöuneytisstjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins, Björn Guðmunds- son yiðskiptafulltrúi, Útfiutnings- ráði íslands. seinni i Þrándheimi í Noregi 8.—13. ágúst. Alls tóku 14 íslenskir fram- leiöendur þátt í sjávarútvegs- sýningunni NOR-FISHING í - Þrándheimi, þar af tíu fyrir- tæki á sameiginlegu íslensku sýningarsvæði, sem var um 150 fermetrar aö stærð. Árangur fyrirtækjanna var mjög góöur, gengið var frá mikilvægum samningum á sýningunni sjálfri og lögö drög að enn frekari viðskipt- um. Þaö vakti athygli og ánægju íslensku þátttakend- anna aö Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráöherra geröi sér ferö á sýninguna og átti viðræður við fulltrúa fyrir- tækjanna. Sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna heimsótti einn- ig sýninguna með fríðu föru- neyti og fylgdist m.a. meö kynningu á notkun hausa- klofningarvélar frá Kvikk sf., en nú þegar hefur veriö sam- ið um sölu tveggja slíkra véla til Sovétríkjanna. Tæplega 40 islensk fyrir- tæki tóku þátt í sjávarútvegs- sýningunni á Grænlandi um sl. mánaðamót. Þessi sýning var fyrsta sjávarútvegssýning sem hald- in hefur verið á Grænlandi og miðað við aöstæður tókst hún vel í alla staði. Flest íslensku fyrirtækj- anna voru mjög ánægð með útkomu sýningarinnar. ís- lenski sýningarbásinn vakti mikla athygli. Forráðamenn fyrirtækjanna sögðu, að meg- inmarkmiðið með þátttök- unni væri að kynna vörurnar og tókst það með miklum ágætum. Fagrir garðar í Garðabæ í janúar sl. var samþykkt að skipa sérstaka umhverfis- málanefnd fyrir Garðabæ, og er henni einkum ætlað að stuðla að bættum frágangi mannvirkja og opinna svæða í bænum svo og fegrun bæjarfélagsins. Auk þess á umhverfisnefndin að gera ár- lega tillögu til bæjarstjórnar um hverjum veita skuli viður- kenningu fyrir snyrtilegan frá- gang lóðar og umhverfis. Þann 11. ágúst var sam- þykkt að fenginni tillögu um- hverfisnefndar að veita eftir- töldum aðilum viöurkenningu áárinu 1988: Daníel Péturs- syni og Hrönn Johnson var veitt viðurkenning fyrir smekklega og velhirta lóð íbúðarhúsnæðis. Pharmaco hf., Hörgatúni 2, var veitt viðurkenning fyrir velhirta lóð atvinnuhúsnæðis, og húseig- endum viö Brekkubyggð 2—18 var veitt viðurkenning fyrir vel hirtar lóðir og skemmtilegt umhverfi. Þetta er í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld í Garðabæ veita sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilegt og smekklegt umhverfi, en áður hafa frjáls félagasamtök í bænum stað- ið fyrir slíku. □ 7“ 2 3 r 5 6 n 7 9 jio □ 11 □ 12 1 13 C □ • Krossgátan Lárétt: 1 þröng, 5 hlýja, 6 gæfa, 7 skáld, 8 ófeiminn, 10 eins, 11 kúga, 12 reimar, 13 vænan. Lóörétt: 1 Ijúki, 2 röð, 3 píla, 4 nálar, 5 skáta, 7 kaffibrauðið, 9 brot, 12 kvæði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 veina, 5 heim, 6 lin, 7 ól, 8 ýlduna, 10 tt, 11 ræð, 12 miði, 13 renni. Lóðrétt: 1 veilt, 2 eind, 3 im, 4 aflaði, 5 hlýtur, 7 ónæði, 9 urin, 12 mn. • Gengið Gengisskráning 162 - 29. ágúst 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 46,530 46,650 Sterlingspund 78,426 78,629 Kanadadollar 37,598 37,695 Dönsk króna 6,4873 6,5040 Norsk króna 6,7538 6,7712 Sænsk króna 7,2184 7,2370 Finnskt mark 10,4939 10,5210 Franskur franki 7,3435 7,3624 Belgiskur tranki 1,1887 1,1917 Svissn. franki 29,5335 29,6096 Holl. gyllini 22,0778 22,1347 Vesturþýskt mark 24,9357 25,0000 ítölsk lira 0,03357 0,03366 Austurr. sch. 3,5451 3,5543 Portúg. escudo 0,3044 0,3052 Spánskur peseti 0,3771 0,3781 Japanskt yen 0,34677 0,34767 írskt pund 66,731 66,903 SDR 24.11 60,2489 60,4043 ECU - Evrópumynt 51,7251 51,8585 • RUV 20.25 Veðurfréttir. • Stöð 2 23.30 Á eigin reikning. Bandarísk bíómynd um unga eldhuga sem leggja leið sína á dvalarstað ríka fólksins til að sinna eftirlætisáhugamáli sínu — kvenfólki. • Rás I 9.30 Landpósturinn — Frá Austurlandi. Inga Rósa Þórð- ardóttir segir flámæltar frétt- ir. Hvað skyldi vera á milli tannanna á fólki i kaupfélag- inu á Egilsstöðum? Er Stein- þór fluttur? • Rás 2 18.03 Bjarni Felixson fær leyfi til að lýsa leik íslend- inga og Sovétmanna í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. „Hinir hásu“ hljóta að vera einhvers staðar á meðal áhorfenda. • Bylgjan 12.00 Mál dagsins/Maður dagsins og jafnvel Fugl dags- ins. Samkvæmt heimildum Bylgjunnar verður hitt og þetta að gerast í þjóðmálum. FORSTÖÐUMAÐUR HAFNARBORGAR Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir forstöðumanni fyrir Lista- og menningarmiðstöðina Hafnarborg. Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, berist undirrituðum eigi síðar en 15. september nk. Frekari upplýsingar veitir bæjarritari. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. LYFSÓLULEYFI er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Siglufjarðarumdæmis (Siglufjarðar Apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsalaerheimilaðað neytaákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa bor- ist ráðuneytinu fyrir 30. september n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. ágúst 1988 FRA GRUNNSKOLUM REYKJAVÍKUR Nemendur komi í skólana þriðjudaginn 6. sept- ember n.k. sem hér segir: 9. bekkur 8. bekkur 7. bekkur 6.bekkur 5. bekkur 4. bekkur 3. bekkur 2. bekkur 1. bekkur komi komi komi komi komi komi komi komi komi kl. 9. kl. 10. kl. 11. kl. 13. kl. 13.30. kl. 14. kl. 14.30. kl. 15. kl. 15.30. Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi kl. 13. Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið innrituð, verða boðuð í skólana símleiðis. KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfólk — formenn félaga Flokksþing verður haldið 7.—9. október næstkom- andi. Skrifstofan vill minna á að tillögur og mál sem ein- staklingar eða félög óska að verði tekin fyrir á þing- inu skulu send flokksstjórn eigi síðar en mánuði fyrir þing. Skrifstofa flokksins, Hverfisgötu 8—10 í Reykjavík veitir þeim erindum viðtöku. Framkvæmdastjóri 38. þing Sambands ungra jafnaðarmanna haldið i Keflavík 17.—18. september 1988 DAGSKRÁ Laugardagur 17. september Kl. 10.00 SETNING: Kosning forseta, ritara og starfsnefnda. Kl. 10.15 SKÝRSLUR: framkvæmdastjórnar og nefnda. Kl. 10.45 LAGABREYTINGAR: Kynntar tillögur laganefndar. Kl. 11.00 ALMENNAR UMRÆÐUR Kl. 12.00 MATARHLÉ Kl. 13.00 ÁVÖRP GESTA: Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins og Anna Margrét Guðmundsdóttir forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur. Kl. 14.00 ÞEMA: „Hvernig velferðarkerfi vilja ungir jafnaðarmenn?" Framsaga og umræður. Kl. 15.00 NEFNDASTÖRF Kl. 17.30 UMRÆÐUR Kl. 18.30 BAÐFERÐ Kl. 20.00 KVÖLDVERÐUR Sunnudaginn 18. september Kl. 10.00 NEFNDASTÖRF Kl. 12.00 MATARHLÉ Kl. 13.00 ÁLYKTANIR NEFNDA KYNNTAR Kl. 13.30 UMRÆÐUR Kl. 15.30 KAFFIHLÉ Kl. 16.00 AFGREIÐSLA NEFNDAÁLYKTANA OG TILLAGNA Kl. 17.00 KOSNINGAR Kl. 18.00 ÞINGSLIT

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.