Alþýðublaðið - 06.09.1988, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.09.1988, Qupperneq 3
Þriðjudagur 6. september 1988 3 FRÉTTIR Könnun DV um fylgi flokkanna Óákveðnum fjölgar Fjöldi óákveðinna kjós- enda hefur stóraukist að undanförnu ef marka má skoðanakönnun DV sem birt- ist i gær. Hefur óákveðnum fjölgað úr 36.2% i júní í 40.7% nú. Það er Framsóknarflokkur- inn sem nær einn flokka nokkurri fylgisaukningu mið- að við júníkönnun, hækkar úr 18.6% i 20.3% ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu. Af heildinni vex fylgi Fram- sóknar þó ekki nema um 0.1%. Flokkurinn er með 11.3% nú af heild. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 18% af úrtakinu sem er 0.7% minna en í júní en ef aðeins þeir eru teknir sem afstöðu tóku fær Sjálfstæðisflokkur 32.2% sem er 1,2% meira en i júní. Alþýðubandalagið tapar stærstu fylgi skv. könnun DV. Hlutur flokksins meðal þeirra sem afstöðu tóku e_r nú 7.7% en var 11.1% í júní. í mars- könnun DV var flokkurinn með 7.8%. Uppgangur Kvennalistans virðist hafa stöðvast skv. könnuninni. Hann fær nú 27.2% og fer úr 28.5% miðað við júní. Engu að síður er Kvennalistinn enn í öruggu sæti næst á eftir Sjálf- stæðisflokki. Alþýðuflokkurinn hefur lítillega aukið við sig frá júní- könnun ef aðeins er miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni og fær nú 8.4% samanborið við 8% i júní. Af heild er flokkurinn með 4.7% stuðning samanborið við 4.8 í júní. Borgaraflokkurinn eykur lítillega við sig miðað við þá sem afstöðu tóku. Fær nú 2.4% en var með 1.9% í júni. Flokkur mannsins fær 0.6% (0.3% í júní) Þjóðarflokkur fær 1.2% (0.3% i júní) miðað við þá sem afstöðu tóku. Og Stefán Valgeirsson fær engan stuðning i DV-könnun- inni nú. Stórtíðindi á gráamarkaðnum AVOXTUNLOKAD Víðtœk athugun á málefnum Ávöxtunar var hafin löngu áður en Ólafur Ragnar krafðist tafarlausrar rannsóknar. Eigendur Ávöxtunar sf., Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf., Pétur Björnsson, Ármann Reynisson, Gísli Gísiason og fleiri, hafa afhent öli lykla- völd að fyrirtækjunum þrem- ur til Bankaeftirlits Seðla- bankans og farið þess á leit við embættið að það hlutist til um aö finna nýja rekstrar- aðila fyrir verðbréfasjóðina í vörslu þeirra. Beiðnina sendu eigendurnir á sunnudag í kjölfar óvenju margra inn- lausnarbeiðna í sjóðina að undanförnu. Málið er enn fremur komið til kasta rikis- saksóknara. en athugun á málefnum Ávöxtunar hefur staðið yfir i nokkra mánuði og hófst því löngu áður en Ólafur Ragnar Grimsson hóf yfirlýsingar fyrir þremur vik- um um tæpa stöðu eins af fjármagnsfyrirtækjunum. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að yfirlýs- ingar Ólafs Ragnars væru marklausar. Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann heldur því meðal ann- ars fram að viðskiptaráðherra hafi neitað að verða við kröfu Alþýðubandalagsins „um taf- arlausa rannsókn" og að bankaeftirlitið hafi haft mál- efni Avöxtunar sf. til athug- unar í nokkra mánuði — að sú athugun hafi þá hafist löngu áður en Ólafur og Al- þýðubandalagið sendu sínar kröfur 22. ágúst. í frétt frá Bankaeftirlitinu kemur fram að starfsemi þessara fyrirtækja/sjóða hafi verið til víðtækrar athugunar að undanförnu. Eftir bréf eig- endanna hafi verið fallist á að taka við vörslu fjármuna fyrirtækjanna til að unnt reynist að vinna að uppgjöri þeirra. Bankaeftirlitið hefur ráðið Gest Jónsson hæstaréttar- lögmann til að vinna að mál- inu, en Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali af Gesti né Þórði Ólafssyni forstöðu- manni Bankaeftirlitsins í gær. Ávöxtun verður lokaó fyrst um sinn, á meðan unnið er að frekari athugun á mál- efnum fyrirtækjanna og í framhaldi af þeim niðurstöð- um verður tekin ákvörðun um endurgreiðslu þeirraskuld- bindinga, sem á þeim hvila. Bankaeftirlitið tekur fram að nú telji það enga ástæðu til að ætla að aðrir verðbréfa- sjóðir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar með eðlilegum hætti. Eigendur Ávöxtunar afhentu Bankaeftirlitinu lyklavöldin að fyrirtæki sínu og sjóðum um helgina. Málefni fyrirtækisins er eftir nokkurra mánaða athugun komin i hendur ríkissaksóknara. Skattur á fiskveiðikvóta BYGGÐAMÁL FRAMTÍÐARINNAR Þrengsli hjá Samvinnuskólanum Vísa varð þriðju hverri umsókn frá Hugmyndir sérfræðinga stjórnarflokkanna um að skattleggja megi fiskveiði- kvóta hafa leitt í Ijós að markaðsverð þeirra fiskveiði- heimilda sem nú ganga kaup- um og sölum milli útgerðar- aðila er áætlað á bilinu 7—10 milljarðar króna. Ráðherrar hafa nú undir höndum ábend- ingar um að hægt verði að skattleggja u.þ.b. 1/10 hluta veiðileyfanna. Leiðin geti verið sú að gjald yrði inn- heimt af þvi heildarmagni sem úthlutað er á hverju ári, t.d. 1 króna á hvert kíló þorskígildis, eða að ríkið seldi hluta af heildarmagninu á fullu markaðsverði, t.d. 15—20%, sem er talið nálægt því aflamagni, sem þegar gengur kaupum og söl- um. Reikna sérfræðingar með að veiðiieyfasala geti skilað um 700 mitljónum kr. brúttó, i ríkissjóð. Þrátt fyrir þetta mun eng- inn ráðherranna enn hafa gert hugmyndina að ákveð- inni tillögu sinni fyrir fjár- lagagerð í ár enda er málið flókið og kann að mæta pólitískri mótspyrnu. Hug- myndir í þessa veru hafa um alllangt skeið átt fylgi að fagna og er talið fýsilegt að gera kvótasölu í framtíðinni að tryggum tekjustofni lands- byggðarverkefna s.s. að ríkis- sjóður veitti þessu fé til upp- byggingar og þjónustu við sjávarútveg og fiskveiðar og þannig mætti tryggja fyrir- fram hundruð milljóna til hafnargerða, vitamála og reksturs rannsóknastofnana, svo dæmi séu nefnd. Mótbárur hafa þegar komið fram um að ekki beri að ræða skatt af þessu tagi á sama tíma og verið er að bjarga útflutningsatvinnuvegunum úr kreppu. Á móti er þó bent á að þrátt fyrir erfiöleika i fiskvinnslu standi sjálfstæð útgerðarfyrirtæki ekki eins illa og eins sé það réttlætis- mál að þeir sem áttu fiski- skip þegar kvótakerfiö var sett á 1983 eigi ekki einir einkaaðgang að fiskimiöun- um. Miðað við að markaðs- verðið sé um 10 milljarðar i dag þá er Ijóst að þarna er til staðar þjóðarauðlind sem ekki verði til frambúðar ein- göngu ráðstafað til þeirra sem veiðiheimildir. Skatt- lagning á þessa verðmætu auðlind gæti orðið uppistað- an i sterkri byggðastefnu sem veitti mikilvægri starf- semi tryggan tekjustofn og hjálpaði auk þess upp á það að halda ríkissjóði hallalaus- um sem er frumatriði við hagstjórn. Ennfremureru hugmyndir á bak við hóg- væran veiðileyfaskatt byggð- ar á því að þar megi hvetja útgerðarfyrirtækin til meiri hagkvæmni í rekstri. Samvinnuskólinn á Bifröst var settur um helgina, í 71. sinn. Skólinn starfar í vetur í fyrsta sinn samkvæmt al- þjóðlegri skilgreiningu um æðra nám eða háskólastig. Nemendum hefur fjölgað um 45% frá því sem var á síð- asta skólaári, en vísa varð þriðju hverri umsókn frá veana húsnæðisleysis. r rekstrarmenntadeild, sem lýkur með stúdentsprófi í sið- asta sinn í vor, eru í vetur 29 nemendur. í háskólastigs- deildunum eru 20 í frum- greinadeild og 34 í rekstrar- fræðideild, sem útskrifar rekstrarfræðinga á háskóla- stigi að loknu tveggja ára námi. Frumgreinadeild þurfa þeir nemendur að sækja sem ekki hafa stúdentspróf úr við- skiptadeildum eða sambæri- legt nám, en með eins árs námi öðlast þeir rétt til náms í rekstrarfræðideild. í setningarræöu sinni sagði Jón Sigurðsson, skóla- stjóri, að sérstaða skólans verði fólgin í því m.a. að lögð verði sérstök áhersla á hag- nýt verkefni, sem valin verði í tengslum við atvinnulífið. í sama anda er t.d. sú sérstaða að þeir umsækjendur hafa forgang sem eru orðnir eldri en tuttugu ára og hafa öðlast eigin starfsreynslu ( atvinnu- lífinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.