Alþýðublaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 7
Þriójudagur 6. september 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Sænska öryggismálalögreglan Sápo telur Stokkhólm vera orðinn samastað alþjóðlegra hryðjuverkahópa. Nú nýverið fundust fjórar byssur af Kalashnikovgerðinni i ibúö Mohammad Khadar, sem er hryöjuverkaleiðtogi Abu Nidal. (Myndin er af Khadar.) ER STOKKHOLMUR AÐ VERDA SAMA- STADUR FYRIR HRYDJUVERKAMENN? Eftir afhjúpanir síðustu vikna, telur sœnska öryggismálalögreglan að Stokkhólntur sé á góðri leið með að verða einskonar samastaður alþjóðlegra hryðjuverkahópa. Vopnabirgðirnar sem lagt var hald á á Arlandaflugvelli norður af Stokkhólmi, ásamt afhjúpun þess að hryðjuverkaleiðtoginn Samir Khadar, hefur verið búsettur í Svíþjóð, rennir stoðum undir þessar yfirlýsingar. Eftir því sem öryggislög- reglan Sápo hefur lýst yfir, eru Svíþjóð, Frakkland og Danmörk „vinsælustu" lönd- in í Evrópu sem hreiður fyrir hryðjuverkahópa. Svíþjóö er vinsæl, vegna hins opna og frjálslega þjóðfé- lags, sem menn búa við hér. Það er auðvelt að komast ólöglega inn I landið. Það er einnig auðvelt að búa hér með fölsuð persónuskilríki, og leikur einn að komast út úr landinu eftirlitslaust. Það virðist vanta allan póli- tískan vilja til að breyta þessu ástandi. Það er dýru verði greitt, þetta frjálsa opna þjóðfélag, þegar launin verða þau að hryðjuverka- menn sjá sér leik á borði að hreiðra um sig í iandinu — segir Krister Hansen í Sápo. Oryggislögreglunni er kunnugt um, að hryðjuverka- hópurinn Abu Nidal, var með á sínum snærum að minnsta kosti eitt hryðjuverka „útibú“ sem starfaði í Sviþjóð. Lög- reglunni er vel kunnugt um leiðtoga og meðlimi þessa „útibús“ og rannsakar nú hvort meðlimirnir hafi haft samband viö Khadar. STYRKE 17’ Hópur, sem eftir því sem Aftonbladet hefur eftir starfs- manni Sápo, að eigin sögn, hefur haft aðsetur í Svíþjóð síðan árið 1985. Að sögn blaðsins er þessi hópur deild úr Frelsissamtökum Palest- ínuaraba (PLO) sem kölluð eru Styrke 17, svokölluð óvirk hryðjuverkadeild. Öryggislögreglan sænska, hefur fylgst með meðlimum Styrka 17 árum saman. Sam- band þeirravið yfirstjórn PLO í höfuðstöðvum þeirra í Túnis, hefur verið nákvæm- lega skjalfest. Hluti meðlima samtakanna (Styrke 17) voru grunaðir um að standa á bak við sprengjutilræöið í Kaup- mannahöfn sumarió 1986. Ekki var þó hægt að bendla þá við fólskuverkið og rann- sókninni var hætt, vegna skprts á sönnunargögnum. í lok marsmánaðar, var fjór- um palestínumönnum vísað úr landi í Svíþjóð og talið er að einn þeirra hafi verið meðlimur Styrke 17. Krister Hansen upplýsir að milli 15 og 20 hryðjuverka- menn komist ólöglega inn í Svíþjóð á ári hverju. Hann leggur þó á það áherslu að af þeim 22.000 manns sem leit- uðu hælis í Svíþjóð á árinu 1987, hafi hryðjuverkamenn verið minna en tvö promill. „CITY OF POROS “ Vegna vopnabirgðanna sem fundust og Samir Khadar hafði falið, þar sem meðal annars fundust fjórar þungar svoéskar hríðskota- byssur, hefur komið upp grunur um, að áformuð hafi verið árás á flugstöðina í Arlanda. Meðal þeirra hryðjuverka sem Khadar er grunaður um er að hann hafi staðið að baki hinni hræðilegu hryðju- verkaárás á flugvellinum í Rómaborg í desember árið 1985. Þessi grunur byggist á því, meðal annars, að hryðju- verkamennirnir sem þar voru að verki, voru vopnaðir Kalasjnikov hríðskota- byssum. Hvorki hinni sænsku eigin- konu Samir Khadar né sænsku lögreglunni var kunnugt um, að Khadar lifði tvöföldu lífi i Svíþjóð. Það var ekki fyrr en hryðju- verkaárásin var gerð á gríska ferðamannaskipið „City of Poros“ sem það varð kunnugt hver Samir Khadar raunveru- lega var. Krister Hansen segir, að öryggislögreglan telji níutíu prósent líkur á, að Khadar hafi beðið bana í árásinni, en vilji samt ekki útiloka mögu- leika á því að hann sé enn á lífi. Opinberlega hefur sænska utanríkisráöuneytið ekki viljað segja neitt um þá skoðun öryggislögreglunnar að Svíþjóð sé að verða hreiö- ur hryðjuverkamanna. Ráðuneytisstjórinn Pierre Schori segir: „Ef öryggislög- reglan hefur slíkar grunsemd- ir, hlýtur það að vera í hennar verkahring að gefa ríkis- stjórninni skýrslu um rnálið." Almenningur í Sviþjóð varð undrandi og kvíðinn þegar þessar fréttir fóru að berast út og finnst velferðarríkið ekki standa undir nafni, ef þær eru staðreyndir. (Arbeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.