Tíminn - 19.12.1967, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. desemb^r 1967.
TIMINN
Utgefandl: PRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb) Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og IndriBi
G Þorsteinsson Fulltrút ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: SteingrlmuT Gislason Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, simai 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi: 12323 Auglýsingastmi: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands. — I
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Boðorð Magnúsar
og efndimar
Halldór E- Sigurðsson rifjaði upp við 2. umræðu
fjárlaganna nokkrar sparnaðartillogur, sem Magnús Jón-
son hafði hreyft á Alþingi 1960 og 1961. Magnús var þá
formaður fjárveitinganefndar og framsögumaður meiri-
hluta nefndarinnar. Við fjárlagaumræðurnar 1961 benti
Magnús á ekki færri en 23 liði, þar sem mætti koma
við spamaði.
Magnús hefur nú senn verið fjármálaráðherra þrjú
ár og hefur því átt auðvelt með að framkvæma þennan
sparnað. Er því ekki úr vegi að rifia upp, eins og Halldór
gerði, hvernig Magnús hefur framfylgt eigin boðorðum
um þetta efni-
Fyrsta boðorðið var að fækka sendiherrum erlendis.
Síðan Magnús varð fjármálaráðherra hefur verið bætt
við tveimur nýjum dýrum sendiherraembættum, í New
York og Brussel, en ekkert Jagt niður.
Annað boðorðið var að draga úr veizlum. Kostnaður
við gestamóttökur ríkisstjórnarinnar varð 50% meiri á
árinu 1966 en 1965 og allar horfur á, að hann verði
enn meiri á árinu 1967.
Þriðja boðorðið var að fækka sendiferðum á erlend-
ar ráðstefnur. Þessar sendiferðir aukast jafnt og þétt,
og mun ekki draga úr þeim, ef ísland verður látið
ganga í EFTA.
Fjórða boðorðið var að fækka lögreglumönnum á
Keflavíkurflugvelli. í fjárlagafrv. tyrir 1968 er sá kostn-
aður áætlaður fjórfalt meiri en í fjárlögunum 1%0.
Fimmta boðorðið var að tækka bifreiðum ríkisins og
ríkisstofnana. Þeim fer fjölgandi lafnt og þétt.
Sjötta boðorðið var að ehclurskipuleggja tollgæzluna
og taka upp hagkvæmari vinnubrögð við tollgæzlu og
löggæzlu. Efndirnar eru þær, að nú er kostnaðurinn við
dómsmál og lögreglustjórn áætlaður 316 millj. kr. í stað
76 millj. kr. á fjárlögum Í960 eða hefur m.ö.o. vel fjór-
faldast.
Þannig má rekja áfram efndirnar á boðorðum Magnús
ar, sem hann á sínum tíma. ætlaði að fara eftir. Eitt
boðorðið var t.d. það að draga úr kostnaði við skatta-
nefndir. Sá kostnaður er áætlaður 51 milljón kr. nú
í stað 9 millj. kr. í fjárlögum 1960.
Sú var trú um skeið, að Magnús Jónsson myndi reyn-
ast skárri fjármálaráðherra en Gunnar Thoroddsen, enda
þurfti ekki mikið til. Menn höfðu lagt nokkum trúnað
á sparnaðarskvaldur hans áður en hann varð ráðherra.
Nú blasa efndirnar við. Engmn f;'ármálaráðherra hefur
reynzt óduglegri í þessum efnum en Magnús. Þótt Gunnar
væri eins og nann var. má nú seg.*a, að allt, sem Gunnar
gerði illa, gerir Magnús verr- Það á a.m-k. við, hvað allan
sparnað snertir.
Góð tlðmdi
Þær fregnir berast nú at eriendum mörkuðum, að
verð á íslenzkum sjávarafurðum fari vfirleitt hækkandi.
Þannig hækkar nú bæði síldarJysi og sfldarmjöl í verði.
Á ameríska markaðnum er verð á freðfiskblokkum nú
20% hærra en þegar það varð iægst á þessu árl og um
10% hærra en um seinustu áramót.
Flestar líkur benda til, að verðhækkanir haldi áfram,
ekki sízt á síldarlýsinu, en á pví varð mest verðfal! á þessu
ári. Það á því ekki að vera erfitt að stjóma, ef rétt er
á málum haldið.
Stefán Valgeirsson, alþm.:
Þðgn er sama og samþykki
Nú er aöeins tæp vika til
jóla. Þó er efckert haustverð
komið enn á búvöru okkar
bænda.
Hulunni hefur þó verið svipt
af þeim úrskurði, sem yfirdóm-
ur í verðlagsmálum landbúnað-
arins kvað upp á öndverðri jóla
föstu, eftir mikið baktjalda-
makk og vangaveltur.
Það má þvi líta á þennan úr-
skurð sem eins konar jólagjöf
til bændanna í landinu, og þeir
efast fæstir um það hverjum
beri að þakka gjafirnar. Ekki
er ég viss um, að þessar gjafir
séu í fullu samræmi við þau
resept, sem stjómarliðið
dreifði út um landsbyggðina
fyrir kosningarnar í vor. Má
því vera, að þær verði þakkað
ar með öðrum hug, en venja er
til með jólagjafir. Úrskurður
yfiraefndar er dómur, og segja
má, að dómar séu ekki til þeSs
fallnir, eða til þess ætlaðir, að
hafa um þá mikla gagnrýni,
en þá verða þeir að vera grund
vallasir á lögum. Upphaf 61.
gr. stjórnskipnnarlaga frá 17.
júní 1944 hljóðar svo: ,Dóm-
endur skulu í embættisverkum
sínum fara einungis eftir lög-
unum.“ I forsendum dómsins
frá meiri hl. yfiraefndar er
sagt, að ekki sé unnt að fram
fylgja ákvæði 4. gr. laga um
frámleiðsluráð og fl. að þessu
sinnL Og á öðrum stað orðrétt:
„Aftur á móti var yfirnefndin
Isammála um það, að cigi væri
sanngjarat, að verðlagsgrund-
völlux, sem byggði ákvörðun
ían lann bóndans á óhjákvæmi
legiu fráviki frá ákvæðum 4.
gr. laga, gilti Iengur en eitt
ár. Það liggur því á borðinu,
að ekki var dæmt eftir lögun-
mi. Um ástæðuraar, sem fram
lera færðar fyrir því, má
endalaust deila. Og þær skipta
ekki máli í þessu sambandi.
Ef yfirnefndin komst á þá
skoðun að athuguðu máli, að
ekki^væri hægt að dæma eftir
þebn íagafyrirmælum, sem í
gildi era, átti hún að visa mál-
inu frá dómi. Einnig kom til
greina, að dómi ncfndarinnar
sjálfrar, að beita sér fyrir
breytingu á Iögunum, áður en
störfum var lokið. Nú beitti
yfiraefndin sér fyrir breytingu
á lögunum að verðleggja til
eins árs i stað tveggja, saman-
ber greinargerð oddamanns. Og
hvers vegna var þá ekki beðið
um fleiri breytingar á lögun-
unum, ef ekki þótti fært að
grundvalla dóm á þeim miðað
við aðstæður nú. Um þa3 ræddi
ég í þingræðu og Tíminn birti
meginatriði hennar 15. þ. m.
Vegna rúmleysis í blaðinu ræði
ég það ekki frekar nú.
f 4. gr. laganna um fram-
leiðsluráð segir (orðrétt):
„Söluverð Iandbúnaðarvara á
innlendum markaði skal miðað
við það, að heildartekjur þeirra
er landbúnað stunda, verði í
sem nánustu samræmi við tekj
ur annarra vinnandi stétta.“
Nú iá þag fyrir, að á síðasta
ári urðu afurðir minni af báð-
um aðalbúgreinum, þó sérstak-
lega sauðfé. Það lá líka fyrir
að rekstrarkostnaður búanna
hafði stóraukizt. Það var búið
að vinnumæla a. m. k. 3/4
bluta vinnunnar, og að því
leyti að minnsta kosti hægt að
tiífæra vinnuliðinn. Og eftir úr
Stefán Valgeirsson
taki viðmiðunarstéttanna hefði
vinnuliðuriiln átt að hækka nm
a. m. k. 22%. Hvernig v»r
hægt að kveða upp dóm á
þann veg, að verðlagsgrundvöll
ur skyldi vera óbreyttur mcð
þessar staðreyndir fyrir fram
an sig, og eftir fyrirmælum áð-
urnefndrar greinar.
Þótt oft hafi verið gengið á
hlut bændastéttarinnar á harka
legan hátt, eru hér öll fyrri
met slegin. Að því leyti er
enga hliðstæðu að finna frá
Uðnum árum, þó hinu sé ekki
hægt að neita, að bændurnir
séu óréttlætinu vanir. En væri
ekki hollt fyrir bændur að hug
leiða það í alvöru, hveraig aðr
ar stéttir þjóðfélagsins hefðu
tekið slQaim rangindum. Mundi
nokkrum til hugar koma að
hægt væri að koma þvilíku
fram við neina stétt þéttbýlis
ins? Það er ekki Ifldegt, að
þessi dómur tryggi bændum
nálægt því hálfar tekjur við
miðunarstéttanna hvað þá
meir3. Aðrar stéttir halda rétti
sínum með mætti samtaka og
samstöðu, að mestu leyti án
tilUts tÚ stjórnmálaskoðana.
Hvað gera bændur? Aðrar stétt
ir halda fundi, samþykkja á-
lyktanir, og sýna vald sitt ef
með þarf. En hvað gera bænd-
ur? Það er mikið vald fólgið í
vel samstilltu landssambandi,
ekki sízt undir þeim kringum
stæðum, þegar lagalegur og
siðferðislegur réttur félags-
manna hefur verið brotinn.
Meginrök meiri hluta yfir
dóms fyrir þessum úrsburði eru
þau, að súmið hafi verið um
verðlagninguna | fyrra, og þvf
telja hinir vísu menn rétt, að
láta hann óbreyttan, að örfáum
minni háttar frávikum undan-
skildum. En þá má ekki gleyma
í þessu sambandi, að samhliða
verðlagningunni í fyrra,
sömdu fulltrúar bamda um
ýmsar hliðarráðstafanir við
ríkisstjóraina, sem voru hluti
af tekjum bænda síðast Iiðið
ár, og höfðu úrslita þýðingu
um, að samið var þá. Má telja
víst, að búvöruverðið í fyrra
hefði orðið hærra, án þeirra
samninga, sem þeim nam að
kr. tölu. Af þessu leiðir, að
nm leið og yfiraefndin fellir
sinn dóm, sem er byggður á
því, að um það sama hafi ver
ið samið í fyrra, hljóta hliðar
ráðstanir, hliðstæðar við það,
sem þá var, að felast í þessum
úrsMdtfi. Og um það gerum
við kröfu nú.
Ég var búinn að færa rök
fyrir því á öðrum vettvangi, að
ríkisstjómin væri búin að ráð
stafa gengishagnaði af útflutt-
um landbúnaðarvörum, fram-
leiddum á yfirstandandi ári, til
að borga niður kjöt á innlend
um markaði. En samkvæmt 4.
gr. laga nr. 69 1967 skal verja
gengishagnaði til þeirra at-
vinnuvega, sem eiga viðkom-
andi afurðaandvirði. Af þessu
leiðir að við eigum einnig
þama fuflan rétt til að gera
kröfu um allan þennan gengis
hagnað, án tillits til niður _
greiðslu rfldisstjómarinanr á
kjöti, það er hennar mál.
Þessi tvö atriði ættu að
nema eitthvað yfir 100 millj-
ónir. Þá er rétt að athuga það,
hvernig á að ráðstafa þessum
fjármunum, svo þeir komi að
®em mestu gagni fyrir landbún
aðinn.
Fyrst mundi ég telja, að
það ætti að greiða niður kjara-
fóður þennan vetur sem nem
ur því, sem gengisfellingin
hafði áhrif á verð hans til
hækkunar. í fyrsta lagi er ekki
nema helmingur þess kjarn-
fóðurs, er bændur kaupa nú,
tekinn inn í ve^ðiagið, og þó
að afurðirnar hækki sem því
magni nemur, kemur þó að
hálfu leyti verðhækkunin á
bændur beint Hvernig þeir
eiga að geta borið það, eins og
nú er að þeim búið, er mér
hulin ráðgáta. Á hitt ber einn
ig að líta, að grasbrestur var
víða um land síðast liðið sum-
ar, og bændur hvattir til að
setja búpening sinn á kjarafóð
ur, og á það bent, að verð á
honum væri nú hagstætt mið
að við annað fóður nú. Að þess
um ráðum fóru bændur, þar
sem margendurteknar yfiriýs-
ingar lágu fyTÍr frá ráðherrum
og spekingum þeirra, að ekki
kæmi tíl mála, að fella gengi
krónunnar.
í öðru lagi væri rétt að taka
af þessu fé til að verðbæta ull
og gærur frá síðasta verðlags
ári, fálst ekki fé til þess með
öðru móti, en til þess virðlst
vanta nú um 35 milljónir.
f þriðja lagi tel ég rétt að
taka skeilinn sem er af völd-
um gengisfellingarlnnar á fé-
lagssamtök bænda vegna er-
lendra lána og gengistryggðra.
sem annars mundu lenda á
bændastéttinni í gegnum meiri
tilkostnað við ræktun, vinnslu
og véiaviðgerðir. Samhliða
þessu þarf að fella toll af ÖU-
um vélum tU landbúnaðarins,
þar sem tæknibúnaður búanna
mim í vaxandi mæli verka á
verð búvara tU neytenda, því
ekld er líklegt að bændur sætti
Sig við það til langframa, að
aðeins lítUl hluti af þvi fjár-
magni, sem liggur í tæknibún
aði búanna, sé tekinn tU greina
við veTðlagningu landbúnaðar-
vara, eins og nú er. Neytendur
mega vera þess minnugir, að
þeim eru bezt tryggðar góðar
Framhald á bls. 11.
ÞRIÐJUDAGSGREININ