Tíminn - 24.12.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1967, Blaðsíða 1
Yfir bústað ykkar breiði ár og friður vængi sína! Jólin þangað ljúfust leiði Ijós, er foldarbörnum skína! Ekki gull né auðlegð neina ég úr fjaríægð þangað sendi, en þá bæn, að ástin hreina ykkur leiði móðurhendi. Sæl og glöð ég sé í anda sólskinið hjá vinum mínum: ljósin björt á borði standa, börnin leika að gullum sínum. Úti gylltar stjörnur stafa strauma, sund og hvítar hæðir, milli hreinna mjallatrafa máni jólablysið glæðir. Inni hjartans heill og blíða, helgibíær og söngvaómar. Úti himinhöllin víða hnattaskrauti björtu ljómar. Blessuð jólin finn ég færa fögnuð guðs í mannlegt hjarta meðan hlátra himinskæra hefja börn og ljósin skarta. „Hópinn ykkar“ gæfan geymi gráti fjarri og skuggum þungum. Ljósbjart áfram lífið streymi, lánið fylgi kröftum ungum. Fósturjörð þéim fegurst kenni || fræði, sem að hún má bjóða, l og þeir helgi aftur henni | 1116 fiSS ævistarf og vonagróða. Hulda. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.