Tíminn - 24.12.1967, Side 1

Tíminn - 24.12.1967, Side 1
Yfir bústað ykkar breiði ár og friður vængi sína! Jólin þangað ljúfust leiði Ijós, er foldarbörnum skína! Ekki gull né auðlegð neina ég úr fjaríægð þangað sendi, en þá bæn, að ástin hreina ykkur leiði móðurhendi. Sæl og glöð ég sé í anda sólskinið hjá vinum mínum: ljósin björt á borði standa, börnin leika að gullum sínum. Úti gylltar stjörnur stafa strauma, sund og hvítar hæðir, milli hreinna mjallatrafa máni jólablysið glæðir. Inni hjartans heill og blíða, helgibíær og söngvaómar. Úti himinhöllin víða hnattaskrauti björtu ljómar. Blessuð jólin finn ég færa fögnuð guðs í mannlegt hjarta meðan hlátra himinskæra hefja börn og ljósin skarta. „Hópinn ykkar“ gæfan geymi gráti fjarri og skuggum þungum. Ljósbjart áfram lífið streymi, lánið fylgi kröftum ungum. Fósturjörð þéim fegurst kenni || fræði, sem að hún má bjóða, l og þeir helgi aftur henni | 1116 fiSS ævistarf og vonagróða. Hulda. \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.