Alþýðublaðið - 20.01.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1989, Blaðsíða 4
4 t MINNING + Föstudagur 20. janúar 1989 LÝÐUR SIGURÐUR F 21.07. 1957, d. 16.01. 1989 HJÁLMARSSON Góöur drengur og vinur er kvaddur í dag. Leiðir okkar Lýðs lágu fyrst saman í Reykjadal, sumar- dvalarheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þar kynntist ég fyrst þeim eigin- leikum hans sem eru mér svo minnisstæðir, hinu mikla keppnisskapi, viljahörku og óstjórnlegum áhuga á fót- bolta. Næst lágu leiðir okkar saman á Barnaspítala Hrings- ins, Landspítalanum þar sem við vorum báðir til lækninga. Það var þó ekki fyrr en við fluttum báðir í Hátún 12, Reykjavík, Vinnu- og dvalar- heimili Sjálfsbjargar að vin- skapur okkar hófst fyrir al- vöru. Lýður var eins og fyrr segir mjög ákafur fótboltaáhuga- maður. Eins og sannur Skagamaður hélt hann með ÍA í knattspyrnu og þeirvoru fáir leikir ÍA liðsins í Reykja- vik sem Lýður lét sig vanta á. Hann fór meira að segja iðu- lega upp á Skaga þegar liðið lék. Það var eins með knatt- spyrnuna og annað sem Lýð- ur hafði áhuga á, það var engin hálfvelgja í því. Iðulega þegar maður fór með honum á leiki Skagaliðsins dáðist maður að því hve hann lifði sig inn í leikinn. Hann var ekkert að liggja á liði sínu heldur kallaði óspart inn á völlinn til „síns“ liðs og sagði þeim hvernig best væri að spila leikinn. Ósjaldan heyrði maður setningar eins og þessar: „Nota breiddina á vellinum, strákar!" eða ef honum fannst dómarinn ósanngjarn: „Það má nú lik- ast til koma við þessa menn!“ Ef lið andstæðing- anna var svo „óheppið" að Lýður sat við hliðina á vara- mannabekk þess var eins gott fyrir varamennina að hafa sig frekar hæga ef þeir vildu ekki komast í örlitla kennslustund hjá Lýð. Á sama hátt hafði Lýður mikinn áhuga á stjórnmálum. Þegar kosningar voru í nánd og flokkarnir farnir að kynna stefnumið sín í sjónvarpi sat hann gjarnan við sjónvarpið °g „rökræddi" við stjórn- málamennina. Það er hætt við að þá hefði endrum og sinnum rekið í vörðurnar ef þeir heföu þurft aö svara honum í þeim rökræðum. Hann var trúr og tryggur Al- þýðuflokksmaður þó að, eins og hann orðaði það, hann hafi nú séð það eitthvað rauðara á sínum yngri árum, en bætti svo strax við, ja að vísu bara í bæjarstjórnar- kosningum. Lýður var m.a. á lista hjá Alþýðuflokknum til síðustu Alþingiskosninga. Lýður vann hálfan daginn á skiptiborðinu á skrifstofu Sjálfsbjargar. Hann tók einn- ig virkan þátt í félagsstarfi Sjálfsbjargar, sat m.a. á þing- um landssambandsins og var i fleiri ár í stjórn Sjálfsbjarg- ar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Lýður var lengi formaður húsráðs Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar og fulltrúi sinnar hæðar i því. Hann tók líka mikinn þátt í félagslífinu, spilaði bridds og tefldi skák. Hann fór í flestar fercflr á vegum Sjálfsbjargar, bæði innan lands og utan. Lýður var góður félagi og það var gaman að skemmta sér með honum. Það var líka gaman að spjalla við hann og hann mundi ótrúiegustu hluti. Hann vissi til að mynda hvernig íslandsmótið í knatt- spyrnu hafði farið frá upphafi og röð efstu liöanna. Um leiki Skagaliðsins þurfti ekki að spyrja, hann vissi held ég úrslit allra leikja liðsins. í mjög mörgum tilvik- um vissi hann hverjir hefðu skorað mörkin og gat lýst leiknum að einhverju leyti. Lýður hélt alltaf mjög nán- um tengslum við fjölskyldu sína. Foreldrar hans, Hjálmar og Katrín, ásamt systrum hans, Huldu og Hafdísi búa á Akranesi. Þangað fór hann alltaf a.m.k. um jól og ára- mót. Hann heimsótti Esther systur sína til Þýskalands þar sem maður hennar er I námi og hún að vinna. Valur bróðir hans sem nú býr í Reykjavík fór með honum í ferðalög m.a. utanlandsferðir. Hann var mjög stoltur af fjölskyldu sinni og bar mikla umhyggju fyrir systkinum sínum. En nú er skarð fyrir skildi. Það verður tómlegt víöa eftir að Lýður er horfinn okk- ur. Það verður tómlegt meðal íbúa og starfsfólks á 4. hæð. Það verður tómlegt á vell- inum. Þaö verður tómlegt í vina- hópnum. Það verður tómlegt á skrif- stofunni. Það verður tómlegt víða! „Lögmáli heimsins lánast engum að breyta, lífið og dauðinn stöðuga glímu þreyta. Óðar en varir kemur þá kallið striða, Kallið sem háum og lágum er gert að hlýða. Ævinnar stundir skiptast í Ijós og skugga, skarpköldum rómi kveður hríðin á glugga. Hraðfleygra stunda góðra megum við minnast, mannlífsins gangur reynist að hittast og kynnast. Muna skal þann er máttu ei forlögin buga, manndómur stendur greyptur (okkar huga. Félagi góður er horfinn til annarra heima, hann sem að Ijósinu ræður megi hann geyma.“ (Jóhannes Benjaminsson 1989) Við vinir Lýðs og Sjálfs- bjargarfélagar söknum hans. Foreldrum Lýðs og fjölskyldu hans vottum við okkar inni- legustu samúð og biðjum Guð að blessa þau og minn- ingu hans. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Lýður var fæddur 21. júlí 1957 og andaðist aðfaranótt mánudagsins 16. janúar 1989. Ég kynntist Lýð fyrst er hann varð starfsmaður í Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar haustið 1978. Aður átti hann heima hjá foreldrum sinum á Akranesi. Eftir að hann kom í dvalarheimilið fór hann fljót- lega að láta aö sér kveða. Hann var í mörg ár formaður húsráðs þess, formaður skemmtinefndar og tók þátt í starfi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni og undanfarið var hann meðstjórnandi í stjórn félagsins. í mörg ár vann Lýður hálfan daginn á skrifstofu Vinnu- og dvalarheimilisins við síma- vörslu. Það er oft sagt að sá sem svarar í símann sé andlit viðkomandi staðar. Lýður var gott andlit hann hafði mikla og góða rödd, var kurteis en þó ákveðinn i símann. Hann var yfirleitt í góðu skapi og léttur f lund. Mest allan þann tima sem Lýður var í dvalar- heimilinu vorum við borðfé- lagar i hádeginu. Við höfðum ólikar pólitískar skoðanir og studdum sitt hvort íþróttafé- lagið í knattspyrnu. Lýður var dyggur stuðningsmaður Al- þýðuflokksins og ennþá dyggari stuðningsmaður IA í knattspyrnu. Það kom því oft fyrir að skipst var á skoðun- um um þessi mál meðan set- ið var að snæöingi og ein- stöku sinnum gat hitnað í kolunum en allt var það i góðu og við virtum skoðanir hvor annars, en þetta reif okkur upp úr drunga hvers- dagsleikans og kom blóðinu á hreyfingu. Lýður átti fleiri áhugamál, hann hlustaði á tónlist, spilaði bridge og tefldi. Hann tók þátt í flest- um bridgemótum sem haldin voru innan Sjálfsbjargar, en stundaði skákina minna síð- Auglýsing um álestur ökumæla Samkvæmt lögum nr.3/1987, um fjáröflun til vega- geröar, skal eigandi eöa umráðamaöur dísiIbifreiöar koma með bifreið sína til álesturs á síðustu 20 dög- um^hvers gjaldtímabils, þ.e. næst á tímabilinu 20. janúar til 10. febrúar nk. Álestur fer fram hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. á eft- irtöldum stöðum: Reykjavík, Keflavík, Selfossi, Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði/Eski- firði og Hvolsvelli. Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins sinna lögreglustjórar og eftir atvikum hreppstjórar, svo sem verið hefur, álestrinum annars staðar á land- inu. Áskrifendur Léttið blaðberum störfin og sparið þeim sporin. Nýtið ykkur þjónustu okkar og greiðslukortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjjald með greiðslukorti. Hafið samband við afgreiðslu okkar frá kl. 9-17 í síma 681866. ALPBU6UD1B Fjármálaráðuneytið. ustu árin. Þá var fötlunin orð- in þaö mikil að hann varð að hafa mann með sér til þess aö færa taflmennina. Lýður ferðaðist nokkuð og mér er minnisstæð ferð til Luxem- borgar haustið 1987, þegar við tókum okkur saman nokkrir fatlaðir félagar og fengum með okkur ófatlað fólk til að hjálpa okkur. Þetta var samstæður hópur og ferðin mjög vel heppnuð. Lýð- ur átti sinn þátt í því að gera ferðina skemmtilega og minnisstæða. Síðustu mán- uðina ágerðist fötlun Lýðs mikið en það var aðdáunar- vert að sjá hve vel hann bjargaði sér þrátt fyrir það og hve vel hann gat sinnt síman- um allt til síðustu áramóta. Við starfsfélagar hans söknum hans, en verum minnugir þeirra orða að minningin um góðan dreng lifir. Foreldrum Lýðs og systkin- um sendum við samúðar- kveðjur. Theodór A. Jónsson Mig langar til að kveðja vin minn Lýð Hjálmarsson með nokkrum orðum en mér barst sú þungbæra frétt að morgni 16. janúar aö hann hefði lát- ist _þá um nóttina. Ég kynntist Lýð fyrst er hann flutti I Sjálfsbjartarhús- ið við Hátún fyrir 10 árum. Hann var strax einkar þægi- legur i viðkynningu og mörg sameiginleg áhugamál gerðu kynnin enn meiri. Lýður var mjög virkur í starfi íþróttafélags fatlaðra og átti ég því láni að fagna að vera með honum i Boccia- sveit í nokkur ár en í Boccia náði Lýöur mjög góðum árangri, m.a. tveim íslands- meistaratitlum. Einnig spiluð- um við saman bridge í mörg ár. Á þessum sviðum nutu mannkostir Lýðs sín vel, hann var kappsfullur og vildi gera sem best og var sjálfs- gagnrýninn ef honum fannst betur mega gera. Sterk rétt- lætiskennd var honum í blóð borin og niðurstöður skyldu vera sanngjarnar hvort sem um var aö ræða Iþróttir fatl- aðra, knattspyrnu eða stjórn- mál en á þessu hafði hann mikinn áhuga og ákveðnar skoðanir. Lýður fór mikið á völlinn og þeir voru ekki margir landsleikirnir sem hann sleppti og liðinu sínu frá Akranesi veitti hann stuðning ef hann gat því við komið. Hann Lýður var ötull þátt- takandi í félagsstarfi Sjálfs- bjargar og átti þar marga vini. Hann var meðal annars í stjórn félagsdeildarinnar I Reykjavík og tók þátt í ferða- lögum og öðru sem Sjálfs- björg stóð fyrir. Nú þegar Lýður hefur kvatt þennan heim er stórt skarð í vinahópnum staðreynd og söknuðurinn er sár, en minn- ingin um góðan dreng mun lifa i hugum okkar allra sem nutum þess að eiga hann að vini. Sú minning er manni huggun á þessari stundu svo og að honum liði nú vel, laus viðþrautir. Ég vil votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð um leið og ég bið Guð að blessa minningu Lýðs Hjálmarsson- ar. Sigurður Björnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.