Alþýðublaðið - 03.02.1989, Page 6
6_,__________________________
SMÁFRÉTTIR
Þrír nýskipaðir sendiherrar afhentu um helgina for-
seta íslands trúnaðarbréf sín að viðstöddum Jóni Bandvini Hannibals-
syni, utanríkisráðherra. Þeir eru: Sendiherra Botswana, hr. Geoffrey
Gabotsewe Garebamono; sendiherra Kanada, hr. Graham Mitcheil; og
sendiherra Júgóslaviu, hr. Zlatan Kikic. Sendiherrarnir þágu siðan boð
forseta íslands aö Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra
Botswana hefur aðsetur í Stokkhólmi, en sendiherrar Kanada og Júgó-
slaviu i Osló.
Dagsbrún:
Málaferli Flug-
leiða kalla á
heift og hatur
Vegna málaferla Flugleiöa
gegn Verslunarmannafélagi
Suðurnesja vill stjórn Dags-
brúnar lýsa því yfir, aö hún
harmar þessi vinnubrögö
Flugleiöa.
„Um tæplega 3ja áratuga
skeið hafa t.d. Dagsbrún og
verkalýösfélögin áSuðurnesj-
um veitt íslenskum flugfélög-
um margþættar undanþágur í
verkföllum og má nefna sem
dæmi, aó ef ekki heföi komið
til undanþágu Dagsbrúnar
viö Loftleiðir á sínum tíma í
hörðu og ströngu verkfalli
hefðu Loftleiðir orðiö gjald-
þrota. Fjölmörg dæmi má
nefna um undanþágur sem
verkalýðsfélögin á Suðurnesj-
um hafa veitt flugrekstri til
útlanda í verkföllum. Mörg
þessara dæma eru mun víð-
tækari en svo að forstjóri eóa
forráðamenn Flugleiða hefðu
getað leyst. Milli þessara
verkalýðsfélaga og Flugleiða
hafa alltaf farið fram víðræð-
ur og reynt hefur verið að
finna lausnir meö velvild og
skilningi.
Ef Flugleiðir ætla nú, eftir
kröfu VSI, að hefja málaferli
og kröfur á Verslunarmanna-
félag Suðurnesja er næsta
víst að upp spretti heift og
hatur milli verkalýðsfélag-
anna og Flugleiða.
Stjórn Dagsbrúnar væri
óljúft að millilandaflug til ís-
lands og frá færðist í vaxandi
mæli á hendur erlendra flug-
félaga — en við óttumst að
þessi óábyrga afstaða Flug-
leiða muni stuðla að slíkri
þróun.
Þessi málaferli geta að ein-
hverju leyti þjónaö stjórn VSI,
en þau eru óábyrg og hættu-
leg Flugleiðum.
Stjórn Dagsbrúnar skorar
því á Flugleiir að draga til
baka málsókn þessa, því
hverjar sem niðurstöður dóm-
stóla verða, þá verða þær
öðrum fremur íslensku milli-
landaflugi til skaða.“
Tillagan var samþykkt ein-
róma.
Banka-
starfsmenn
gegn breyttri
lánskjara-
vísitölu
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á fundi stjórnar
Sambands íslenskra banka-
manna 26. þessa mánaðar.
„Stjórn Sambands ís-
lenskra bankamanna mót-
mælir þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að tvöfalda
vægi launa í lánskjaravísitöl-
unni. Þessi ákvörðun þjónar
ekki hagsmunum launþega
eins og sakir standa og er
tekin án samráðs við laun-
þegasamtökin í landinu.
Hin nýja lánskjaravísitala
hlýtur að torvelda mjög allar
samningaviðræður og gerð
kjarasamninga á næstunni.
Kaupmáttur launa er nú í lág-
marki, eftir rösklega hálfs árs
lögbundna kjaraskerðingu. í
komandi kjarasamningum er
stefnt að því að auka kaup-
máttinn verulega. Við slíkar
aðstæður er hin nýja láns-
kjaravísitala lántakendum því
ekki í hag, þvert á móti eykur
hún greiðslubyrði þeirra til
langframa. Samkvæmt nýju
lánskjavísitölunni hækka
verðtryggð lán um 51/2%
samhliða 10% launahækkun.
Með henni reyna stjórnvöld
að binda hendur launþega-
samtakanna við gerð kjara-
samninga á næstunni. Við
slíkt verður ekki unað og því
hljóta bankamenn að mót-
mæla nýju vísitölunni harð-
lega.“
Tannverndar-
dagurinn 1989
Hinn árlegi tannverndar-
dagur, hinn sjötti frá upphafi,
er í dag, 3. febrúar. í tengsl-
um við hann verður lögð
áhersla á umfjöllun um mat-
arvenjur íslendinga og flúor-
tannkrem. Veröur upplýsing-
um aðallega komið á fram-
færi á eftirtalinn hátt.
1. Aðstoðarfólk tannlækna
mun veita fræðslu um
varnir gegn tannskemmd-
um í tveimur eða fleiri
stórmörkuðum.
2. Tannfræðingar munu
heimsækja sjúkrastofnan-
ir.
3. Áletrun mun veröa á
strætisvögnum Reykjavík-
ur og Kópavogs og munu
viðkomandi sveitarfélög
kosta birtinguna.
4. Birtar verða greinar, skrif-
aðar af lækni, næringar-
fræðingi og tannlæknum.
Eru kennarar hvattir til að
nota greinarnar við
fræðslu og gerð ritgerða i
skólum landsins, eins og
margir kennarar gerðu á
síðasta tannverndardegi
þegar fjallað var um vatn.
5. Fjölmiðlar verða hvattir til
að fjalla um málefni tann-
verndardagsins.
Auk þessa hafa ýmsir aðrir
aðilar verið hvattir til að
fræða um varnir gegn tann-
skemmdum.
Góð samvinna hefur tekist
á undanförnum tannverndar-
dögum við ýmsa af þeim aðil-
um sem beita sér fyrir for-
vörnum á ýmsum sviðum, t.d.
menntamálaráðuneytið, um-
ferðarráð, skáta, tannlækna,
aðstoðarfólk tannlækna,
tannfræðinga og heilbrigðis-
málaráð Reykjavíkur, svo
nokkrir séu nefndir, og hefur
það auðveldað forvarnarstörf-
in.
Prestvígsla
á sunnudag
Magnús Gamalíel Gunnars-
son guðfræðingur hlýtur
prestvígslu á sunnudaginn af
biskupi íslands, herra Pétri
Sigurgeirssyni.
Vígsluvottar verða; Sr.
Baldur Vilhelmsson, settur
prófastur ísafjarðarprófasts-
dæmis, sr. Bernharður Guð-
mundsson, fræðslustjóri
kirkjunnar, dr. Björn Björns-
son, forseti guðfræðideildar,
og sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son, sóknarprestur á ísafirði.
Magnús Gamalíel Gunnars-
son er þrítugur að aldri. For-
eldrar hans eru Guðrún
Hrönn Hilmarsdóttir og
Gunnar Magnússon, Reykja-
vík. Hann lauk guðfræðiprófi
nú í janúarlok. Kona hans er
Þóra Ólafsdóttir Hjartar
fóstra og eiga þau einn son.
Vígslan verðurvið guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni í
Reykjavík og sem fyrr segir á
sunnudaginn kemur, þ. 5.
febrúar.
Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson annast altarisþjón-
ustu.
Dómkórinn og Marteinn H.
Friðriksson organleikari ann-
ast flutning tónlistar.
Spönsk dagblöð
á íslandi
Morgunblað Spánar El Pais
fæst nú samdægurs á ís-
landi. El Pais er útbreiddasta
morgunblað Spánar og í hópi
þeirra virtustu og er auk þess
eins spánska dagblaðiö í al-
þjóðlegri dreifingu. Með því
að El Pais fæst nú samdæg-
urs hér á landi er einnig i
fyrsta skipti hægt að kaupa
spánskt dagblað á íslandi. El
Pais kemur hingað með hrað-
boða og fæst á blaðsölu-
stöðum um kl. 14.00 á útgáfu-
degi. Hér kostar blaðið 125 i
lausasölu og er selt á eftir-
töldum stöðum: Eymunds-
son Austurstræti, Pennanum
Kringlunni, Söluturninum
Laugalæk 4 og í Bóksölu
stúdenta. Boðfélagið annast
afgreiðslu hér á landi fyrir El
Pais.
FELAG STARFSFOLKS
í VEITINGAHÚ5UM
ALLSHERJAR-
ATKVÆÐAG REIÐSLA
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs
starfsárið 1989—1990.
Tillögum berað skilaáskrifstOfu F.S.V. Ingólfsstræti
5 fyrir kl. 12 föstudaginn 10. feb. 1989.
Kjörstjórn
KRATAKOMPAN
Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur
Uppstillingarnefnd til stjórnarkjörs í Alþýðuflokks-
félagi Reykjavíkur hefur lokið störfum.
Niðurstöður hennar liggja nú frammi á skrifstofu
Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10.
Skrifstofan er opin frá kl. 10—16 alla virka daga.
Uppstillingarnefnd
Félag
frjálslyndra jafnaðarmanna
boðartil fundarfimmtudaginn 9. febr. kl. 20.30 í sam-
komusal tæknigarðs Háskóla íslands.
Fundarefni:
Peningastefna og fjármagnsmarkaður.
Gestir fundarins, Sigurður B. Stefánsson forstöðu-
maður verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans og Már
Guðmundsson efnahagsráðunautur fjármálaráð-
herra.
Umræður að lokinni framsögu.
Allir velkomnir.
1 . r 1 j': J J .
Föstudagur 3. febrúar 1989
□ 1 .. 2 3 r 4
5 . V
6 □ 7
s *:v, 9
10 r- □ 11
1 ■■ □ 12
Lárétt: 1 fjölbýlishús, 5 þvílík,
6 nem, 7 forföður, 8 oft, 10
umdæmisstafir, 11 klæði, 12
jafningi, 13 hrelli.
Lóðrétt: 1 föl, 2 hjálp, 3 klafi,
4 lumma, 5 pyntingartæki, 7
krafti, 9 mjög, 12 þyngdarein-
ing.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 sadda, 5 mærð, 6
ári, 7 ær, 8 tónaði, 10 tt, 11
lin, 12 einn, 13 Gerða.
Lóörétt: 1 særót, 2 arin, 3 dð,
4 aurinn, 5 máttug, 7 æðina,
9 alið, 12 er.
• Gengií
Gengisskráning nr. 23 — 2. feb. 1989
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 49,950 50,070
Sterlingspund 87,847 87,698
Kanadadollar 42,056 42,157
Dönsk króna 6,8873 6,9038
Norsk króna 7,4093 7,4271
Sænsk króna 7,8885 7,9075
Finnskt mark 11,6109 11,6388
Franskur frankl 7,8593 7,8782
Belgiskur franki 1,2781 1,2811
Svissn. franki 31,4844 31,5600
Holl. gyllini 23,7208 23,7778
Vesturþýskt mark 26,7807 26,8450
ítölsk líra 0,03656 0,03664
Austurr. sch. 3,8072 3,8163
Portug. escudo 0,3265 0,3273
Spánskur peseti 0,4244 0,4254
Japanskt yen 0,38610 0,38703
irskt pund 71,536 71,708
SDR 65,4155 65,5727
ECU - Evrópumynt 55,8466 55,9808
• Ljósvakapunktar
• RUV
20.35 Spurningakeppni fram-
haldsskólanna. Undanfarnar
vikur hafa skólarnir keppt á
Rás 2, en nú er komiö að úr-
slitaviðureignum í sjónvarps-
sal.
• Stöí 2
00.35 Nótt óttans. Night of the
Grizzly. Búgarðseigandi nokk-
ur og kona hans eiga undir
högg að sækja í heimabyggð
sinni. Fyrrverandi lögreglu-
stjóri og fangi er hann dæmdi
á embættistíma sínum láta
ekki sitt eftir liggja við að
reyna að klekkja á þeim. Þegar
óboðinn gestur knýr dyra
vandast tilveran.
• Rás 1
19.32 Kviksjá. Þátturum menn-
inguna. Friðrik Rafnsson og
Halldóra Friðjónsdóttir finna
eitthvað bitastætt.
• Rás 2
16.45 lllugi Jökulsson segir
þjóðinni til syndanna í nokkrar
mínútur, þar til þjóðin sjálf
segir öðrum til syndanna i
símatlma.
• RÓT
17.00 í hreinskilni sagt. Pétur
Guöjónsson lætur móðan
mása.