Alþýðublaðið - 15.03.1989, Page 2
2
Miðvikudagur 15. mars 1989
/Linuiilf lilli
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingastjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Steen Johansson
Sigurður Jónsson
Filmur og prent, Ármúla 38
Blaðaprent hf., Síóumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið
VANDI AUKABÚGREINA
LEYSIST í BRAÐ
Kenriarar I Hinu íslenska kennarafélagi vega það og meta þessa
dagana hvort þeir eigi að boða til verkfalls til að fylgja eftir kröfum
sínum í kjaramálum. Verði af verkfalli skellur það áö.apríl. Skólarnir
myndu lokast. I fyrstunni framhaldsskólarnir en síðan lamaðist
einnig starfsemin í grunnskólunum, því að þar kennir álitlegur hóp-
ur kennara í HÍK.
Félagar í Kennarasambandi íslands sprungu á limminu og lögðu
ekki til atlögu við sína eigin meðlimi. Þeir gugnuóu á því að kanna
innan sinna vébanda hvort það væri stuðningur við að boða til verk-
falls. Kennararar virðast upp til hópa ekki lengur sú stétt launa-
manna sem fremstir eru í flokki opinberra starfsmanna í launabar-
áttunni. Viðsemjendur þeirra vita sem er að ekki er eining meðal
kennara um aðferðir. Afstaða grunnskólakennara í Kennarasam-
bandi íslands veikir mjög samningsstöðu stéttarinnar. Máttleysi
kennara í Kennarasambandi íslands er þeim mun furðulegra þegar
það er haft í huga að stefnt hefur verið að því að sameina alla læri-
feður undir einum hatti- bæði faglega og félagslega.
v
A tyllidögum miklast ráðamenn af þvl að I landinu búi velmenntuð
og upplýst þjóð. Rétt er þaö að skólakerfið hefur á síðari árum
hleypt fleirum og fleirum undir verndarvæng sinn og komið fólki
áfram á menntabraut. Öldungakennslaog aukin endurmenntun tala
sínu máli og gefa ótvírætt til kynna að fólk leggur mikið á sig til að
aflaþekkingarog aukavíðsýni, sem ætlamáað skólinn hjálpi til við.
M argt aö því sem nú þykir við hæfi í íslensku skólakerfi má rekja
til 7.áratugarins, þó að ýmislegt hafi á allra síðustu árum skotið rót-
um. Það ætti ekki að vekja furðu þó að mörg þau tilhlaup sem nú
eru gerð í skólanum muni þegartímar líðarfalla um sjálft sig vegna
þess að þau reynist haldlítil, eimkum vegna þess að nauðsynlegar
ráðstafanir eru ekki gerðar til að fylgja eftir gerðum hlut. Setning
grunnskólalaganna var til dæmis spor í rétta átt, en þeim hefur að
litlu leyti verið fylgt eftir með þeirri umgjörð sem hæfir. Kennara-
menntun hefur t.d. ekki veriö metin að verðleikum eins og glögg-
legakemurfram í launum. Enn er litiðáskólannn sem heldurslæm-
an verustað fyrir þá sem þar fara að vinna. Kennarastarfið er í aug-
um margra þrautarlending enda hefur það verið svo að ekki hafa ver-
ið gerðar eðlilegar kröfur um hæfni þeirra sem eiga að uppfræða.
Þó að samfélagshættir hafi umbylst hefur uppeldi barnanna verið
talið til aukabúgreina. Allt of margir kennarar „eru“ í skólunum, en
vinnaannars staðartil að réttlætaþað fyrirsérog sínum að þeirséu
i kennslu. Og þetta er látið gott heita. Ríkisvaldinu er kunnugt um
þessa skipan mála, en kærir sig kollótt um. Enda er varla von að
þaðan komi frumkvæði. Kennarar hafa ekki tekið það frumkvæði
sem gæfi til kynna að kennarara litu á starf sitt sem mikilvægan
hlekk i uppeldi og menntun þjóðarinnar.
Skólinn tekurámóti öllum en enginn hefurminnstu hugmynd um
árangur í íslenskum skólum. Öðru hvoru er að vísu rokið uþp til
handaog fótaog býsnast yfirþví að undirbúningurundirframhalds-
nám sé ekki nógu góður. Til þess að réttlæta það eru kannski þrfr
af hverjum fjórum nemendum þurrkaöir út úr spjaldskrám eins og
nýjasta dæmi úr lögfræðinámi i Háskóla íslands er talandi dæmi
um. Þegarþessi upþhlaupverðaeru margirtilbúniraðkveðauppúr
um að þetta sýni stöðuna i hnotskurn. Færri reyna að skilja sam-
hengi hlutanna.
Fari kennarar í verkfall 6. aprll nk. lokast ekki bara skólarnir. Þá
flykkjast 15 þúsund nemendur úr framhaldsskólunum út I atvinnu-
leysið og þá vandast nú málið. Svo virðist sem rikisvaldið hafi ekki
sérlegaráhyggjuraf þvf þó að börnin njóti ekki uppfræðslu ef kenn-
ara yfirgefa skólana, en líklegast er að staða atvinnuveganna leyfi
ekki skara nemenda að bitast um brauðið. Þess vegna er liklegast
að komist verði hjá verkfalli og samið verði við kennara vegna
ástands á atvinnumarkaði. Lausnin fyndist utan skólaveggja. Það
yrði furðuleg staða. Vandi skólanna yrði sá sami. Og kennarar yrðu
áfram í biðstöðu.
staða. Vandi skólanna yrði sá sami. Og kennarar yrðu áfram i bið-
stööu.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Lögmaður Grænfriðunga óttast viðbrögð landsmanna.
GRÆNINGJAR hyggj
ast stofna stórveldi hér á landi
með framboði til pólitískra
embætta á Alþingi og í sveitar-
stjórnum. Það hugðist reyndar
móðurflokkurinn, Flokkur
mannsins, einnig gera, en afrakst-
urinn varð reyndar verulegt af-
hroð, eins og hjá fulltrúanum sem
bauð sig fram til forseta.
„Ætlum að gera ísland að
grænu þjóðfélagi“, segir Metúsal-
em Þórisson, talsmaður Græn-
ingja í Mogganum í gær. Viðhorf
þeirra í umhverfismálum eru flest
ofur eðlileg og njóta þegar víð-
tæks stuðnings, barátta fyrir
friði, gegn samþjöppun valds,
gegn umhverfisspjöllum og annað
í þá áttina. í Mogganum segir svo
frá:
„Hann sagðist vita til þess að
fylgismenn græningja væru
margir. Tók hann það fram að
græningjar væru ekki náttúru-
dýrkendur lieldur náttúruunn-
endur sem vildu skapa þeim sem
búa í þessu þjóðfélagi gott um-
hverfi. Þeir vildu þó ekki fórna
fólkinu fyrir náttúruna. „Við er-
um líka harðir andstæðingar
þeirra jarðvöðla sem vegna
skammsýni sinnar eru að eyði-
leggja íslenska hagsmuni m.a. í
hvalamálinu. Við viljum nýta
náttúruna á skynsamlegan hátt,
það þarf að koma skynsemi í um-
hverfispólitíkfna.“
Takið eftir: ekki eitt orð um
stuðning við Grænfriðunga.
EKKI vitum við hvort jarð-
vöðlar hafi spilað inn í, en sem
kunnugt er töpuðu kollegar græn-
ingja erlendis lögbannsmáli sínu
sem höfðað var gegn sýningu á
mynd Magnúsar Guðmundssonar
um mannlíf við Norðurhöf. Þegar
fjölmiðlar fylgdust með lög-
bannsmálinu hjá borgarfógeta
brá svo við að sérlegur lögmaður
samtaka Grænfriðunga þverneit-
aði að leyfa myndatökur af sér og
brá hönd fimlega fyrir andlit sér
þegar tilraunir í þessa veru voru
gerðar. Við hljótum að spyrja:
Fyrir hvað skammaðist lögmað-
urinn sín? Af hverju tók hann
málið að sér úr því það var honum
svo sársaukafullt?
Hann svaraði þessu í Tímanum
sama dag:
„Ég er ekki málsvari samtak-
anna. Ég tók þetta tiltekna mál að
mér og hef engar „privat“ skoð-
anir á því hvort hér er rétt með far-
ið eða ekki. Þessi samtök áttu rétt
á lögmanni til að sjá um sín mál
eins og allir aðrir og ég tel það
skyldu mina sem lögmanns að
vinna þetta verk samkvæmt
beiðni. Róbert sagði einnig að ein-
hverra hluta vegna hefðu margir
lögmenn ekki viljað taka þetta
mál að sér. Þess má svo geta að
Róbert baðst undan því að birt
yrði mynd af lionum þar sem hug-
ur íslendinga í þessu máli væri
þannig um þessar mundir að hon-
um yrði tæplega vært á götum
úli.“
HVAÐ sem um ótta lög-
mannsins er annars að segja
hljóta viðbrögð Grænfriðunga að
vekja furðu. tilraun þeirra til rit-
skoðunar var sem betur fer hafn-
að. Lögmaðurinn getur prísað sig
sælan, hann gerði skyldu sína:
Tók málið að sér og tapaði því.
EINN MEÐ
KAFFINU
Hér kemur einn um pólitíska
samvisku: Sjálfstæðismaður og
framsóknarmaður voru í bát
saman á hafi úti. Skyndilega
hvessti og brátt voru mennirnir
komnir I sjávarháska. Sjálf-
stæðismaðurinn sagöi: „Leggj-
umst á hnén og biðjum til
Guðs.“
Framsóknarmaðurinn hróp-
aði: „Nei, nei, nei! Ekki látahann
vita af okkur hérnal!"
DAGATAL
Fyrirtœkin hér og
fyrirtækin
Það er svo margt sem ég ekki skil.
Ég skil til dæmis ekki hvers vegna
ríkið er alltaf að bjarga gjaldþrota
fyrirtækjum. Ekki dettur ríkinu í
hug að bjarga mínu heimili ef ég
hef tekið vitlaus lán og get ekki
staðið í skilum, lendi í vaxtasog-
inu og ferst með manni og mús í
bankakerfinu sem býður upp kof-
ann minn og selur innbúið.
Ríkið geispar yfir svoleiðis ör-
lögum.
En um leið og eitthvað hvít-
flibbalið kemur grátandi til ráð-
herranna með gæludýrafyrirtæk-
in sín í fanginu vegna þess að þau
ganga svo illa, þá rýkur ríkið upp
til handa og fóta og trekkir gælu-
dýrin upp á nýjan leik svo þau
megi halda áfram að safna skuld-
um.
Þetta skil ég bara ekki.
Ríkið segir iðulega gegnum
munnholur þingmanna og ráð-
herra að það verði að bjarga at-
vinnuástandi í byggðarlögum, að
það verði að endurreisa fyrirtæki
til að halda úti samkeppni og
tryggja hag neytenda.
Fyrirgefið; eru neytendur ekki
líka fólk og skattgreiðendur? Ég
bara spyr. Ríkið seilist í vasa
skattgreiðenda og útdeilir rekstr-
arfé, lánum og ríkisábyrgðum til
þeirra fyrirtækja sem eru á hausn-
í Sovét
um og ættu að vera farin á haus-
inn fyrir löngu.
Ég skil þetta ekki.
Ríkið stofnar endalausa sjóði
og afskrifar skuldir. Fyrirtækin
malla áfram endalaust og safna
enn meiri skuldum. Enginn biður
um rekstraráætlanir. Enginn spyr
um afkomugetu fyrirtækisins.
Það skiptir engu. Það sem öllu
skiptir er að fyrirtækinu sé bjarg-
að af ríkissjóði svo það megi
halda áfram að mala gull í vasa
eigenda og stjórnenda gegnum
laun og hlunnindi.
Við borgum. Ekkert mál. Og
björgum byggðarlögum og út-
hverfum í Reykjavík frá atvinnu-
leysi.
Einu sinni ræddi ég við Dana sem
hafði búið lengi í Sovétríkjunum.
Hann sagði mér að í Sovét væru
fyrirtæki ekki látin fara á hausinn
frekar en á íslandi. Það skipti
engu hvað þau framleiddu, varan
væri óháð gæðum og eftirspurn á
markaði. Það sem gilti væri að
framleiða ákveðið magn af vör-
unni til að skýrslur um fram-
leiðslu stæðust. Síðan fengi verk-
smiðjan ríkisstyrkinn sinn. Öllum
var líka sama hvort einhver keypti
vöruframleiðslu verksmi.ðjanna.
Það skipti bara engu. Það var
magnið sem skipti máli.
Daninn sagði að þetta væri
nokkuð gott kerfi.
Starfsfólkið fengi greidd
þokkaleg laun en framleiddi svo
vondar vörur að enginn keypti
vörurnar. Smám saman söfnuð-
ust talsverðar peningahrúgur uppi
í rúmdýnum, svæflum, eldhús-
skápum og blikkdósum á heimil-
inu. Rússar ættu ekki í vandræð-
um með fjárstreymi. Öll heimili
væru stútfull af peningum. Versl-
anir stæðu hins vegar galtómar.
Nóg af peningum en engar vörur.
Þetta væri líkt og á íslandi. Þar
ættu allir landsmenn sjónvarps-
tæki en bara tvær misgóðar stöðv-
ar að horfa á.
Eg hugsaði með sjálfum mér:
Svona er þetta. Alveg eins og á ís-
landi. Skiptir engu máli hvað fyr-
irtækin framleiða. Magniðskiptir
öllu. Enginn spyr um gæði eða
eftirspurn á markaði. Aðalmálið
er að fyrirtækin gangi og fái ríkis-
styrkinn sinn.
Því meir sem ég hugsaði um
þetta, komst ég að þessari niður-
stöðu: Á íslandi ríkir kommúnist-
ískt hagkerfi.
Og ég sem hélt að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri rúmlega 40 pró-
sent. Það er eins og Flokkurinn í